Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 14
Fordómar byggja á fáfræði Sagan af ísgerði Huld í Fábeinskoti segir frá sambandi feðgina, og ofsóknum á hendur þeim sem skera sig úr í samfélaginu „Mér finnst sorglegt hvað bamabækur eru vanmetnar. Nú þegar ég hef gefið út bók fyrir fullorðna þyki ég vera fullgildur rithöfundur." Kristln Loftsdóttir, sem er ( hópi yngstu rithöfunda landsins. Mynd: Jim Smart. Kristín Loftsdóttir er ungur rit- höfúndur sem vakti fyrst athygli þegar hún hlaut Islensku bama- bókaverðlaunin fyrir tveimur árum. Meðal bókanna í flóðinu þessi jól er skáldsaga fyrir fúllorðna eftir Krist- ínu, sem kallast Fótatak tímans. Nýtt Helgarblað heimsótti Kristínu fyrir skemmstu og rabbaði við hana um Fótatakið og fleira. Sagan gerist í fornöld, ein- hverntímann þegar íslendingar blótuðu enn Oðin og Þór. Blóti, verkháttum fólks, meðferð og lit- un ullar er nákvæmlega Iýst. Er þessi áhugi þinn á menningu fyrri alda eitthvað tengdur námi þínu í Háskólanum? - Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fortíðinni, og bókina skrif- aði ég áður en ég byijaði í mann- fræði í Háskólanum. Það væri fremur rétt að segja að ég hefði val- ið mannfræði vegna áhuga míns á menningu þjóða. Auk þess er ég að hugsa um að fara í þjóðffæði, og er það í beinu samhengi við áhuga minn á lífí fólks á árum áður, hvort sem það er á söguöld eða á síðustu öld, og hvar sem er í heiminum. Sérstaklega er spennandi hversu mikið líf okkar hefúr breyst á und- anfomum áratugum. Líf kynslóð- anna á undan okkur, þótt ekki sé farið lengra afitur en til kynslóðar afa og ömmu, var svo frábrugðið því sem það er nú. Lastu þér mikið til um forna búskaparhætti, blótsiði og annað sem þú segir frá í bókinni? - Fótatak tímans er ekki sagn- ffæðileg skáldsaga, en sagnffæði er ákveðin undirstaða. Ég las mér vel til áður en ég skrifaði söguna, þótt oft reyndist erfitt að finna heimildir. Hugmyndin að sögunni er göm- ul. Hún hefúr tekið ýmsum breyt- ingum á þeim fimm árum sem liðin eru síðan ég fékk hugmyndina. Þótt bókin gerist á söguöld, fannst mér oft að sögusviðið gæti allt eins verið miðaldir. Skiptir tíminn ekki öllu máli? - Sumt af því í sögunni sem lýt- ur að daglegu lífi og háttum fólks fékk ég úr heimildum sem lýsa miðöldum og yngri tímum. í Is- lendingasögunum er lítið sagt ffá fátæku fólki og daglegu amstri þess, þess vegna vitum við lítið um þann þátt í lífi manna á söguöld. Ég geng út ffá því að vinnulag hafi ekki verið ólíkt því þá og á síðustu öld. Við vitum að starfshættir manna breyttust lítið ffam á þessa öld, og ég geri ráð fyrir að meðferð ullar, litun og fleira á söguöld hafi ekki verið mikið ffábrugðið því sem síðar varð. Hvert er efni Fótataks tím- ans? - Þetta er erfiðasta spumingin sem ég fæ. í aðalatriðum má segja að hún fjalli um litla fjölskyldu, samskipti fólks innan hennar, og mikil átök, bæði innan fjölskyld- unnar og milli hennar og samfé- lagsins. Þá er fengist við átök milli þess góða og illa í hveijum manni. Mest er fjallað um samband foður og dóttur, feðginanna Fábeins og ísgerðar Huldar. Meginhluti sögunnar gerist í barnæsku ísgerðar, henni lýkur þegar hún er gjafvaxta. Liggur það þér nær að skrifa um börn og unglinga en fullorðið fólk? - Atburðir sögunnar og persón- eru séðar með augum bams. Sjálf er ég nýbúin að slíta bamsskónum, og er ekki búin að gleyma því hvemig er að vera bam. Margir gleyma því fljótlega eftir að þeir vaxa úr grasi hvemig það er, og sjá æsku sína í Ijósrauðu ljósi. Aðrir geyma bamið í sér alla ævi. Ég hefði aldrei þorað að skrifa fúllorð- insbók fyrir nokkrum ámm, þegar ég skrifaði bamabókina Fugl í búri. Er munur á því að skrifa barnabók og fullorðinsbók? - Mér finnst sorglegt hvað bamabækur em vanmetnar. Nú þegar ég hef gefið út svonefnda fúllorðinsbók þá þyki ég vera á leið með að verða fúllgildur rithöfúnd- ur. Mér finnst þessi afstaða til bamabóka, að þær séu ekki eins merkilegar, hreinlega hættuleg því að ef einhveijir þurfa að fá góðar bækur þá em það böm. Þótt ég hafi skrifað fúllorðinsbók núna þá hef ég ekki snúið baki við bamabókum. Ég ætla mér að skrifa fleiri slíkar seinna. Böm þurfa að fá fjölbreyttar bækur, og enginn einn fúllorðinn gehn: sagt að böm og unglingar hugsi ekki svona eða hinsegin, eins og Fugl í búri var gagnrýnd fyrir. Böm em hugsandi vemr, ekki síður en fúllorðnir. Ætlarðu að skrifa framhald að Fótataki tímans? - Ég hef ekki hugsað mér það, þótt upphaflega hugmyndin að sög- unni sé miklu lengri. Sú saga sem nú kemur út er í raun allt önnur en ég hafði hugsað mér að semja, en ég vona að ég skrifi ekki ffamhald. Ég var einnig oft spurð að þvf hvort ekki kæmi ffamhald af Fugli í búri, en að mínu mati myndi það skemma sögumar. Endirinn að báð- um sögunum er mjög opinn, en þannig er það einnig f lífinu. Þegar einum áfanga sleppir hefst annar, sérhver endir er upphafið að ein- hveriu öðm. I sögunni er nokkuð um of- sóknir á þá sem ekki blóta hin heiðnu goð, eða eru á einhvern hátt öðruvisi en fólk er flest. Voru menn ofsóttir á söguöld fyrir að vera í tygjum við hin illu öfl, eins og einu sinni er sagt í bókinni? - Á öllum tímum sögunnar hafa þeir sem á einhvem hátt skera sig úr verið ofsóttir. Ég er að segja í sög- unni að ein trú sé ekki annarri ffemri, ekki einu sinni kristin trú. Ofsóknir byggja á fáffæði, ekki á grimmd og illsku, og ég vona að það komi ffam að ofsækjendur em alls ekki vondir menn. Boðskapur sögunnar um ísgerði Huld er helst sá að allir menn hafa rétt til þess að vera eins og þeir eiga að sér, og eiga þá trú í ffiði sem þeir kjósa sér. Fá- ffæði er rót tortryggni og ofsókna, og það á ekki síður við nú á dögum en fyrr á öldum. Ég ferðaðist um Ekvador síðastliðið sumar, það var mjög lærdómsríkt. Þar kynntist ég fólki sem er á margan hátt ólíkt okkur, en samt svo ótrúlega líkt. Eftir að viðtal þetta var tekið var skáldsaga Kristínar tílnefnd, ein átta bóka, til Islensku bókmennta- verðlaunanna. BE HEFUR SIMINN ÞINN HAPPANUMER? ylLIS FERÐASKRIFSTOFA Sími 91-652266 Vinningar eru skattfrjálsir VERÐ KR. 600.00 Upplýsingar um vinninga I slmsvara 91-686690 og á skrifstofu félagsins I síma 91-84999 Dregiö 24. desember 1990 Ford Fiesta SÍMAHAPPDRÆTTI 1990 STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA1 Háaleitisbraut 11-13 Reykjavík Kaup á þessum happdrættismiða styðja framkvæmdir félagsins í þágu fatlaðra barna 14.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.