Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 2
Seiðskratti Þjóðviljans spáir fyrir um
Árið 1991
Best er að byrja spádóm árs-
ins á sönnunum fyrir því að Seið-
skratti Þjóðviljans veit lengra nefi
sjnu með þvi að tiifæra 6 dæmi úr
spádómi síðasta árs.
■ „Árið 1990 verður
enginn eftirbátur þess árs sem var
að líða hvað varðar stóra og við-
burðamikla atburði.“
Þetta reyndist hárrétt. Hver
dagurinn tók við af öðrum, með
nýjum og nýjum viðburðum,
sumir viðburðir voru stórir en
aðrir smáir eins og gengur. Sam-
an mynduðu þeir eina viðburða-
ríka heild með innrásum og ólát-
um í útlöndum, en að heita má
samfelldum unaði innanlands.
2
„...ókyrrð fer vax-
andi í Bandaríkjunum strax í
marsmánuði. Þar í landi mun
hreyfmgu sem kennir sig við
glasnost og perestrojku vaxa ört
fískur um hrygg og krefjast um-
bóta.“
Þar hitti Seiðskrattinn virki-
Iega naglann á höfuðið. Banda-
ríkjamenn hafa verið upptendrað-
ir af glasnost og perestrojku, ekki
bara í mars, heldur allt árið. Þeir
hafa að vísu ekki sérstakan áhuga
á að þessi fyrirbæri tröllríði Am-
eríku, en hafa verið þeim mun
spenntari fyrir viðgangi þeirra hjá
Rússum.
3
„RJkisstjómin mun
eiga rólega daga framan af ári.
Hún kemst fyrst verulega i sviðs-
ljósið þegar hugarflugsnefnd Júlí-
usar Sólness biðstofuráðherra og
áhugamanns um stofnun um-
hverfisráðuneytis, skilar niður-
stöðum sínum.“
Hér má kannski segja að spá-
dómurinn hafi skolast litillega til,
því ríkisstjómin hefur verið í
sviðsljósinu árið um kring. Júlíus
Sólnes er nú ekki lengur biðstofu-
ráðherra, heldur alvöm umhverf-
isráðherra með ráðuneyti án verk-
efna. Hann hefur sýnt á sér hlið
sem menn eiga ekki að venjast hjá
þeim sem gegna opinberum emb-
ættum: hann heimtar verkefni til
ráðuneytisins. Í þessu hefur Seið-
skratta yfirsést hrapallega að geta
ekki svo óvenjulegs atburðar í
spádómi síðasta árs.
4
„Þetta byrjar með
því að ríkið fellst á að veita Stöð 2
ábyrgðir á lán, en þcgar líða tekur
á árið kemur í ljós að ekki stendur
steinn yfir steini í rekstri stöðvar-
innar og verður hún þá þjóðnýtt
að fullu.“
Ekki verður annað sagt en að
hér hafi naglinn og höfuðið hist á
meistaralegan hátt í spádómi um
fjölmiðlaheiminn. Rikið veitti að
vísu ekki ábyrgðir, en Stöðin hef-
ur verið þjóðnýtt með þeim hag-
kvæma hætti að nokkrir menn í
verslun og viðskiptum hafa orðið
sjálfkjömir til að fara með allt
umboð þjóðarinnar í rekstri þessa
merka fyrirtækis. Hvað sem líður
steinunum í rekstri standa þeir
sem einhverju vilja ráða yfirleitt
stutt við í störfum á stöðinni, og
sumir stjómarmenn hafa reynst
fljótir að taka pokann sinn og að
því er virðist af fúsum og tiltölu-
lega ftjálsum vilja, en handhafar
þjóðvaldsins sitja sem fastast eins
og vera ber.
5
• „Um tíma lítur út
fyrir að ríkisstjómin ætli að
springa á varaflugvallarmálinu.
En Jón Baldvin kemur með
óvæntan leik þar sem hann vísar
til slagorða forystumanna Al-
þýðubandalagsins um „nýja
heimssýn“ og leggur til að flug-
völlurinn verði 10 ferkílómetrar í
stað 3000 metra langur."
Seiðskratti sagði tilganginn
með þessari bráðsnjöllu lausn
Jóns vera þá að „geta tekið á móti
geimskipum hvaðan sem er úr
sólkerfmu", og hefði Island því
orðið glæsilegur fulltrúi nýja
heimsins. Þessi spádómur hefði
örugglega gengið eftir ef ekki
hefði komið annað til sem ekki
var gott að sjá fyrir: þeim sem
vildu láta byggja varaflugvöllin
snérist hugur og vilja bara nota
aðalfiugvelli héðan í frá. Þar sem
engin leið er að reikna með svona
nokkm, verður þessi spádómur að
teljast kórréttur miðað við að-
stæður.
„... og mun ferðin
farin til að leita uppi fylgismenn
Borgaraflokksins, sem eins og
fyrri daginn verða í felum út allt
árið og eins langt og Seiðskratt-
inn sér.“
Þetta er eini spádómurinn sem
ástæða er til að biðjast afsökunar
á. Hann hlýtur að hafa slæðst inn
fyrir misskilning eða alvarlega
tölvuvillu. Fylgismenn Borgara-
fiokksins hafa alls ekki verið í fel-
um á árinu af þeirri augljósu
ástæðu að ekki er hægt að fela
það sem ekki er til.
Steingrímur
Jóhann
Komandi ar verður merkilegt
fyrir margra hluta sakir, meðal
annars þær að veðrið á Suðvestur-
landi verður að minnsta kosti jafn
rysjótt og venjulega. Veðrið á
Norðurlandi verður aftur á móti
fært til betri vegar í frásögnum
þannig að líklega verður meðal-
hitinn 2 gráðum hærri fyrir norð-
an og austan en mælingar Veður-
stofunnar sýna. Þetta kemur því
miður bændum og búaliði ekki til
góða og verður heyfengur sum-
staðar í slöku meðallagi, en ríf-
lega á öðrum. Á Vestfjörðum og
Suðurlandi láta menn sér óvenju-
lega fátt um veðrið finnast. Vest-
firðingar sjá líka fram á gott skjól
í nýjum jarðgöngum sem nefnd
verða Steingrímsgöng. Göngun-
um til Olafsíjarðar verður
snemma á árinu gefið nafnið
Steingrímur Jóhann vegna þess
að Eyfirðingar vilja engir kotkarl-
ar vera ffemur en Oslóarbúar sem
eiga sitt breiðstræti er heitir Karl
Jóhann.
Spennandi
pólitík
Pólitíkin innanlands verður
afskaplega spennandi og undir
vorið verður ríkisstjómin orðin
svo vinsæl að stjómarandstaðan
veit ekki sitt ijúkandi ráð. Fram
munu koma hugmyndir frá
áhrifamönnum úr ónefndum
þingflokki sem i allt haust hefur
verið að vandræðast með afstöðu
sína til bráðabirgðalaga, um að
fresta kosningum um eitt til tvö
ár, eða þangað til von er um stað-
an verði ívíð skárri í skoðana-
könnunum. Ríkisstjómin mun
ræða málið með mannúðarsjónar-
mið í huga því mörgum rennur til
rifja að horfa upp á nokkra þing-
menn sem telja sig ómissandi á
þingi, lenda í reiðileysi. Að at-
huguðu máli verður niðurstaðan
þó sú að kosið verður einhvem-
tíma á fyrri hluta ársins og úrslit-
in munu svo sannarlega koma á
óvart. Af mannúðarástæðum ætl-
ar Seiðskrattinn ekki að segja
annað um úrslitin en það að þjóð-
in mun alis ekki kalla alla þá til
þingstarfa sem telja sig eiga
þangað erindi. Þó er rétt að segja
frá því að Davíð borgarstjóri og
Ámi Johnsen verma þingsæti
næsta kjörtímabil.
Stórpólitísk
sprengja
Mörg stórmál verða til skoð-
unar á árinu. Meðal hefðbundinna
mála sem stjómmálamenn velta
fyrir sér er hvaða verkefni um-
hverfisráðuneytið á að hafa á
sinni könnu, en eftir kosningar
verður af eðlilegum ástæðum
skipt um umhverfisráðherra. Þá
verða miklar umræður um álver
eða ekki álver. Verður loks komist
að þeirri niðurstöðu að við verð-
um að fá álver til að skapa verk-
efni fyrir umhverfisráðuneytið.
Fyrir vorið verður varpað stórpól-
itískri sprengju í álmálinu þar
sem Kvennalistinn kemur við
sögu og ekki orð um það meir.
Skattar verða líka til umfjöll-
unar og eiga margir eftir að reka
upp stór augu og sperra eyru þeg-
ar hatrammar deilur hefjast á
milli Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks um skattahækkanir
sem hinn síðamefndi vill endilega
koma í kring. Sér Seiðskrattinn
ekki betur en ilmandi nefskattur
að hætti Margrétar Thatcher sé að
koma upp úr pottinum hjá ís-
lenska íhaldinu.
Otlönd
Evrópumenn verða yfirleitt í
þokkalegu formi, enda sjá þeir
ffam á mikinn kaupskap í austri.
Margir munu þá hafa andvöku-
nætur á meðan ekki er séð fyrir
endann á þróun mála fyrir austan.
í Vesturheimi verður lukk-
unnarvelstandið ekki eins mikið
og verið hefur, vegna þess að allt
í einu rennur það upp fyrir Amer-
íkönum að smávaxnir, lúsiðnir og
flugskarpir verslunarmenn úr
austurvegi hafa eignast flest sem
varið er í að eiga þar í landi og
verður af þessu mikið uppistand á
köflum.
Náttúmhamfarir verða með
minna móti og eldgos engin inn-
anlands, en víða í heiminum verð-
ur ákaflega umhleypingasamt, og
aldrei mun líða svo ársfjórðungur
að ekki gjósi einhversstaðar í út-
löndum. Að öðru leyti er best að
fara varlega í spádóma um útlönd,
þar er ókyrrð um allt og heldur
meiri en í fyrra og stundum mun
koma blóð í slóð. Saddam mun af
ótrúlegum klókindum ná því sem
hann ætlar sér, hvað svo sem það
er. Hjá Gorbatsjov gengur mikið
á og fátt í haginn lengi vel, cn
þegar dregur að lokum ársins rof-
ar heldur til. Þrátt fyrir það þorir
Seiðskratti ekki annað en að ljúka
spádómi ársins með sömu orðum
og í fyrra....“mjög tvísýnt er um
framtíð Sovétforseta í leiðtoga-
sæti.“
IROSA-
‘GARÐINUM
MERK ÁDREPA A
BORGARSTJÓRN-
ARÍHALDIÐ
Fátt er eins óskemmtilegt og
sitja í köldum húsakynnum og
það þá ekki síst á jólum þegar
menn vilja hafa það sem nota-
legast.
VeivakancM Moiyunbiads*
mrs um HHavefluvandann
íborgtmi
TILVISTAHNÚTUR
LEYSTUR
Matthías Jochumsson var
prestur. Hann samdi Skugga-
Svein sem var engin messa.
Tkrmnn
í UPPLÝSINGA-
ÞJÓÐFÉLAGI
En gamla hangikjötið var af-
farasælast eins og jafnan áður og
olli engum áhyggjum. Það kem-
ur af sauðkindinni ef yngra fólk
skyldi ekki vita það.
Trnrnm
RÓMANTÍKIN
LIFIR
Þegar ríkisstjómin sprakk í
beinni útsendingu var Jón Óttar
víðs fjarri að skilja og taka sam-
an við nýja í einhveiju glans-
tímaritinu.
Pressan
FREKUR ER HVER
TIL FJÖRSINS
Á sama hátt og Alþýðu-
flokkurinn hefur skipt reglulega
um formann til að halda sér á lífi
þannig hefur Laddi skipt um
gervi.
Pressan
JESÚSMINN!
Það hvarflaði hvað eftir ann-
að að mér að Jesú hefði verið
meiri háttar nýjaldargæi síns
tíma.
Pressan
HVAÐ ERU MENN-
IRNIR EIGINLEGA
AÐ HUGSA!
í bókinni kemur meðal ann-
ars fram að Jesú mælir með því
að borða jurtafæði...til dæmis
gefur hann uppskrift af sólar-
brauði (bakað með sólarljósi).
Aldrei hefi ég heyrt presta hér á
landi tala um þessa hluti!
Pressan
ÞEGAR DJÚPT ER
HUGSAÐ...
Boðskapur jólanna nefnist
jólaleiðari Alþýðublaðsins.
Leiðarahöfundur bendir m.a. á
að kjami kristinnar trúar, kær-
leikurinn og fyrirgefningin, er
ekki aðeins siðfræðilegur boð-
skapur heldur einnig boðun frið-
ar á jörðu.
Forstóutikynning í4J.
þýóubhóhu
2.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 29. desember 1990