Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 6
ARANGUR Viö áramót 1990-1991 Hátíðimar um jól og áramót hafa marg- víslegt gildi fyrir okkur sem byggjum norðurslóðir. Sumir leggja áherslu á hinn trúarlega þátt, öðrum þykir mest um vert að fá hvíldartíma með íjölskyldu sinni, og margir fagna tímabili skemmtunar og gleð- skapar. Öllum er þó sameiginlegt djúpstætt tákngildi þessara hátíða. Við tendrum ljós á þeim tima árs þegar myrkrið hefúr öll völd. Við rifjum upp liðna tíma birtu og sólar og horfum fram á veg til vorsins. Allt minnir á hina sífelldu hringrás náttúrunnar og mannlífsins. Vonin er sterkasta tilfinning hátíðanna - traustið sem við bindum við endurkomu ljóssins og endumýjun lífsins. Við þurfum á hátíðum að halda vegna þess hvað það er mikilvægt að staldra við, líta yfir farinn veg og setja okkur heit til framtíðarinnar, - ekki síst á þeim tímum sem við lifum nú, sögulegum tímum mik- illa breytinga. Þær breytingar og þá sögu sannreynum við á hveijum degi, bæði sem íslendingar og sem heimsborgarar. Við finnum það öll að við erum á þröskuldi nýrra tíma. Það á við um alþjóða- þróun, þar sem gömul heimsmynd hrynur og með henni kreddubundin kenningakerfi. Það á við um íslenskt samfélag sem nú stendur á efnahagslegum tímamótum og þarf um leið að svara áleitnum spumingum um alþjóðleg tengsl, nýtingu auðlinda, varðveislu þjóðemis. Endurreisnartími Ýmsir hafa orðið til að benda á að þeir timar sem við lifum nú minni um margt á fyrri ögurstundir í mannkynssögu síðari alda, þegar andleg og veraldleg heimsveldi höfðu mnnið skeið sitt á enda, og það beið viðtakendanna að leggja gmnn að nýrri skipan. Hvað varðar samskipti stórveld- anna hafa verið nefndar samlíkingar við ár- in eftir síðari heimsstyrjöld eða ástandið í Evrópu eftir frönsku stjómarbyltinguna og Napóleonsstyrjaldimar. Ef til vill getum við einnig sótt ókkur samlíkingu aftar í söguna, til þeirra tíma sem kenndir em við endurreisn. Endur- reisnartímamir tóku við af miðöldum, þeg- ar eldingu laust niður í múra kenningakerf- anna og jarðhræringar skóku til þá samfé- lagsskipan sem talin var eilíf og óendanleg. Endurreisnartíminn var tími spumar- innar og efans, en hann var Iíka tími þroska og sóknar. Hann var tími sjálfstrausts og mannlegrar reisnar, tími mikilla afreka í veraldlegum og andlegum efnum. Þessi samliking við tíma endurreisnar- manna kann að þykja djörf. Hún er þó að einu leyti gagnleg. Nú eins og þá færa nýir timar okkur gífurlega möguleika, endalaus sóknarfæri. En við þurfum bæði kapp og forsjá. Breyttir tímar bera með sér nýjan vanda. Við verðum að gæta þess að sóknar- færin leiði ekki í vegleysur, að möguleik- amir snúist ekki í höndum okkar. Lýöræöi og jöfnuður Ég trúi því að við getum á breyttum tímum reitt okkur á vegvísi sem í einfald- leika sínum er ævafom. Sá vegvísir á sér rætur djúpt í norrænum arfi okkar en á sér einnig kristilega hlið. Hann hefúr verið kallaður ýmsum erlendum nöfnum og ver- ið misnotaður á ýmsan veg, en hefúr staðið af sér öll veður. Þann vegvísi mætti á yfírlætislausan hátt kalla samráð jafningja. An samráðs, upplýsingar, lýðræðis, munum við ekki geta nýtt möguleika þeirra tíma sem við blasa, hvorki í íslensku samfélagi né á al- þjóðavettvangi. Án jöfnuðar, samhjálpar, jafnréttis, bæði í samfélagi okkar Islend- inga og í samfélagi þjóðanna, blasir það við að við ráðum ekki við verkefnin fram- undan. Þá gildir einu hvort höfð em í huga lífskjör og efnahagsgrundvöllur hér heima fyrir, eða sú Ijölþætta hætta sem öllu mannkyni stafar af misrétti, hemaði eða spillingu sjálfrar náttúmnnar. Lýðræði og jöfnuður em því eðlilegt birtingarform fyrir lífsviðhorf og hugsjónir nútímamanna. Það er því nauðsynlegt að sterk stjómmálastefna skapist kringum þessa gmndvallarþætti. Til að ná árangri, til raunvemlegra framfara í samfélaginu, mega jafnaðarmenn þó ekki binda sig á klafa hefðar og venju, verða eins konar gíslar unninna sigra og fenginnar aðstöðu í valdakerfínu. Þeir verða að efla með sér dug og þor til að nýta eðliskosti lýðræðis- legrar jafnaðarstefnu. Jafnaðarmenn eiga r Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþyðubanda- lagsins sífrifar að vera gerendur samtímans, fulltrúar breytingarinnar, vonanna. Þeir eiga að geta horfst óttalaust í augu við djúptækan vanda og vera reiðubúnir að leggja fram raun- vemlegar lausnir án tillits til hagsmuna yf- irstétta og forréttindahópa. Róttækni er því þriðja lykilorðið fyrir þá stjómmálahreyfingu í nútímanum sem byggir á fomum gmndvelli jöfnuðar og lýðræðis. Róttæk jafnaðarstefna er sá veg- vísir sem best mun duga um ókomin ár. Spurl um verkin Glæstar stefnuskrár vom eitt sinn ein- kenni á hreyfíngu vinstrimanna og verka- lýðssinna. Notuð vom stór orð og mikil- fenglegar yfírlýsingar. Þessar aðferðir hæfðu sínum tíma. Það er raunar merkilegt hve sannspáir menn reyndust þrátt fyrir stóm orðin, hversu miklu forverar okkar komu í verk af hinum glæstu stefnuskrám. Nú em timar hinna mikilfenglegu yfir- lýsinga hins vegar liðnir í stjómmálum. Það er ekki lengur spurt eftir spásögnum um næstu aldir eða vilja manna til að skapa himnaríki á jörðu. Nú er fyrst og fremst spurt um verkin. Um það hversu vel orð og gerðir standast á. Það er spurt um árangur í stjómmálum. Það er mælikvarði nútímans á þátttöku í stjómmálum, mælikvarðinn á gagnsemi stjómmálakenningar og tilvistar- rétt hennar, mælikvarðinn á erindi ein- stakra stjómmálamanna og heilla stjóm- málaflokka. Það er fróðlegt að líta yfir farinn veg í íslenskum stjómmálum síðustu misseri í þessu tilliti. Árangurinn - Störf ríkisstjórnarinnar Ekki er lengur umdeilt að mikill árang- ur hefúr náðst við stjóm landsins eftir að Alþýðubandalagið gekk inn í ríkisstjóm haustið 1988. Alþýðubandalagið ákvað að takast á hendur erfítt ábyrgðarhlutverk í björgunarleiðangri og endurreisnar sem hlaut að verða fyrsta verkefni þeirrar nýju stjómar. Flokkurinn gekk til samstarfs við tvo af fyrrverandi stjómarflokkum eftir að sá þriðji hafði hrökklast frá. Brotthvarf Sjálfstæðisflokksins og innganga Alþýðu- bandalagsins var lykillinn að gjörbreyttri stjómarstefnu. Þátttaka Alþýðubandalags- ins var grundvallarforsenda þess að stefnan var tekin upp úr öldudalnum, og þátttaka flokksins tryggði að við endurreisnarstarf- ið voru hagsmunir alþýðufólks um allt land hafðir að leiðarljósi. Árangurinn í efnahagsmálum á þessum tveimur ámm verður alltaf talinn helsti ávinningur þessarar stjómar. Þar komu samtök launafólks líka að verkum, og einn- ig skynsemismeirihluti í hópi atvinnurek- enda. Það er hins vegar staðreynd að grundvöllur þjóðarsáttarsamninga þessara þriggja aðila í ársbyrjun var starfið sem rík- isstjómin vann - við Iitlar vinsældir - á ár- inu 1989. Það starf fólst í aðhaldsaðgerðum í rík- isfjármálum, hækkun skatta og niðurskurði útgjalda, í skuldbreytingum í útflutnings- grcinum, í lækkun vaxta og í markvissri lækkun raungengis á árinu 1989, þegar skilyrði höfðu skapast til þess án þess að verðbólga færi úr böndum. Markmið kjarasamninganna í glímunni við verðbólguna hefðu verið fullkomlega óraunhæf án þess árangurs sem þegar hafði náðst í þessum efnum í ársbyijun. Árangur ríkisstjómarinnar í verðlagsmálum, í vaxtamálum, í viðskiptum við útlönd, í rík- isfjármálum, var forsenda þess að samn- ingar tækjust á gmndvelli þjóðarsáttar. Árangurinn í efnahags- málum birtist meö ertir- farandi hætti: ■ Verðbólga er nú á svipuðu eða lægra stigi en í nágranna- Iöndunum. Þetta er einstæður árangur. Að þessu marki hafði verið unnið - án árangurs - í hverri ríkis- stjóminni eftir aðra í marga áratugi. Ár- angurinn nú í baráttunni gegn verðbólgu getur tryggt jafnvægi og stöðugleika í ís- lensku eínahagslífí til frambúðar og verið undirstaða tryggra iífskjarabóta á næstu árum og áratugum. ■ Fjöldaatvinnuleysi hefur verið bægt frá þvert á ýmsar hrakspár. Þrátt fyrir efna- hagserfiðleika undanfarinna ára er Island enn í hópi þeirra rikja á Vesturlöndum þar sem atvinnuleysi er minnst. ■ Viðskiptahalli hefúr minnkað vemlega þrátt fyrir samdrátt í þjóðarbúskapnum og mikil flugvélakaup Flugleiða. Batinn kemur skýrt ffam í því að afgangur verður á vömskiptum við útlönd sem nemur 2,3% af landsframleiðslu í ár, en á árinu 1988 var halli á vömskiptum við útlönd. ■ Bæði nafnvextir og raunvextir hafa lækkað. Meðalvextir óverðtryggðra útlána bankanna vom 35% í byijun ársins en em um 13'% nú um áramótin. Vextir spari- skírteina vom 7- 8% haustið 1988 en em 6-6,2% nú. ■ Staða atvinnuveganna hefur batnað mjög. Botnfiskveiðar em reknar með hagnaði í fyrsta skipti í áratug. Fisk- vinnslan greiðir í nýjan verðjöfnunarsjóð og samkeppn- isstaða iðnaðar er sú besta í rúman áratug. ■ Halli ríkissjóðs hefúr minnkað ár ffá ári og er nú nær allur fjármagnaður innan- lands. Á árinu 1988 vom hins vegar 80% hallans fjármögnuð erlendis. Nú á þessu ári em hins vegar horfúr á að halli rikis- sjóðs verði nær allur fjármagnaður innan- lands. ■ Þrátt fyrir óhjákvæmilega lækkun kaup- máttar ráðstöfunartekna heimilanna frá því óraunhæfa stigi sem þær náðu í þensl- unni 1987, verður kaupmátturinn hærri í ár en í góðærinu 1986. Verkin tala Þær aðstæður hafa skapast að í kosn- ingabaráttunni í vor verður ekki tekist á um hin hefðbundnu kosningamál á Islandi. í vor þarf ekki að deila um sígildar skamm- tímaspumingar íslenskra efnahagsmála sem spurt hefúr verið í kosningum eftir kosningar á okkar tímum, spumingar um gengið og þróun þess næstu mánuði, um rekstrargmndvöll sjávarútvegsins, um það hvemig megi slá á verðbólguna. Þessum spumingum hefur einfaldlega verið svarað - í verki -í tíð þessarar ríkisstjómar. Árang- urinn liggur fyrir. í kosningunum í vor verður þess vegna hægt að rökræða mikilvæg framtíðarmál- efni, bæði á sviði efnahagsmála og annarra stjómmála. Þá verður fyrst og fremst spurt um það til hvers má nýta þann árangur sem núverandi ríkisstjóm hefur náð og hvemig á að varðveita hann. Margs konar fframffarir Þótt undanfarin tvö ár verði í sögunni fyrst og fremst kennd við árangurinn í efnahagsmálum er árangur ríkisstjómar- innar þó ekki bundinn við efnahagsmálin ein. Til marks um það má nefna margt. Mikilsverðar umbætur hafa verið gerð- ar i fjármálastjóm rikisins. Aukajjárveit- ingar án fyrirframheimildar Alþingis heyra nú sögunni til og fjáraukalög fynr yfir- standandi ár em orðin reglubundinn þáttur nýrrar kerfisbreytingar. I lántökumálum ríkissjóðs var byggt upp sjálfstætt sölukerfi með þeim árangri að útlit er fyrir að það takist að mestu að sjá fyrir lánsfjárþörf rík- 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 29. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.