Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 5
FRETTIR Fiskifélagið Verðmæti aflans eykst Allt að 9% minniþorskafli og aflaverðmœti grálúðu upp úr sjó er 1,6 miljarði króna minna Landsbankinn Halldór ráðinn, vextirnir hækkaðir Bankaráð Landsbanka ís- lands samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Hall- dór Guðbjarnason viðskipta- fræðing í stöðu bankastjóra frá 1. janúar 1991. A sama fundi ákvað banka- ráðið að hækka vexti óverð- tryggðra inn- og útlána um 1 pró- sent. Vextir almennra tékkareikn- inga hækka um hálft prósentustig og vextir á yfirdráttarheimildum hækka um 1,5 prósent. Allar þess- ar breytingar taka gildi um ára- mótin. í fféttatilkynningu frá bankan- um segir að vaxtahækkunin sé að- lögun á vöxtum óverðtryggðra inn- og útlána að hærri verðbólgu miðað við lánskjaravísitölu. Þetta þýðir að verðtryggðir reikningar bera nú hærri vexti vegna hærri verðbólgu og því telur bankinn þörf á að hækka nafnvexti til sam- ræmis við raunvexti verðtryggðra reikninga og lána. -gpm Neskaupstaður Bæjarstjór- inn hættir Ásgeir Magnússon bæjar- stjóri í Neskaupstað hættir þar störfum á næsta ári og tekur við starfi framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar. Eftirmaður Ásgeirs í Nes- kaupstað hefúr ekki verið ráðinn, en að sögn Smára Geirssonar, for- seta bæjarstjómar, er áhugi á því að fá heimamann í stól bæjar- stjóra. Ásgeir tók við stöðu bæjar- stjóra af Loga Kristjánssyni árið 1984 og hefur því gegnt embætt- inu í sex ár. Brotthvarf Ásgeirs kemur ekki flatt upp á Norðfirðinga, því hann lýsti því yfir fyrir kosning- amar síðast liðið vor að hann hyggðist leita á ný mið. -gg Fiskifélag íslands spáir því að heildarafli landsmanna verði rúmlega ein miljón og fimm hundruð þúsund tonn í ár og er þá miðað við óslægðan fisk. Þetta er því sjöunda árið í röð sem afiinn nær að verða ein og hálf miljón tonn. Byggingafyrirtækið Álftárós hf fékk í gær viðurkenn- ingu Trésmiðafélags Reykjavik- ur fyrir að skara fram úr í að- búnaðar- og öryggismálum starfsmanna. Þetta var í sjötta sinn sem Trésmiðafélagið veitir þessa viðurkenningu. í greinargerð vegna viður- kenningarinnar segir að Álftárós hafi undanfarin ár verið framar- lega í röð þeirra fyrirtækja sem Verðmæti aflans upp úr sjó er áætlað að verði um 45,2 miljarðar króna á móti 37,3 miljörðum í fyrra og hefur því aukist um rúm- lega 21%. Sé miðað við dollara jókst verðmætið úr 653 miljónum í 773 miljónir milli ára eða um 18,3%. Miðað við S.D.R. verður láta sig aðbúnaðar- og öryggismál varða. Nefndin skoðaði sérstaklega þrjá vinnustaði Álftáróss, að Mið- holti 1 - 13 og Skógamesi, 54os- fellsbæ og við Jökulgrunn í Reykjavík. Allir þessir útivinnu- staðir uppfylltu öll helstu skilyrði um góðan aðbúnað á vinnustað. Matstofur starfsmanna em til fyr- irmyndar, lýsing og birta góð. Sérstök skrifstofú- og teikninga- andvirði aflans 572 miljónir á móti 510 miljónum í fyrra sem er 12% aukning. Andvirði útfluttra sjávaraf- urða er talið að verði í ár um 71,5 miljarðar króna á móti 58,3 mil- jörðum í fyrra. I dollumm talið verður andvirði sjávarvömút- herbergi em á öllum vinnustöðun- um. Snyrtiaðstaða er fyrir hendi, lítill eldhúskrókur, sérstök her- bergi fyrir vinnufatnað og öll starfsmannaaðstaða upphituð. Þá er gert ráð fyrir því að starfsmenn geti unnið ýmis störf innan dyra. Alflárós leggur starfsmönnum til allan ytri vinnufatnað og em vinnugallar hreinsaðir vikulega og lagaðir þegar þarf. —Sáf flutningsins 1222 miljónir í ár en það var 1020 miljónir á síðasta ári. Að mati Fiskifélagsins verður þorskafli ársins 322 þúsund tonn sem er um 9% minni afli en í fyrra. Sýnu mestur er þó sam- drátturinn í afla grálúðu sem verður 22 þúsund tonnum minni í ár en í fyrra og aflaverðmæti hennar minnkar um 1,6 miljarð króna. Þá eykst ýsuaflinn um 3 þúsund tonn eða um 4,8% ffá fyrra ári og verður því um 65 þús- und tonn. Aftur á móti virðist stefna í met ufsaafla og að hann verði 20% meiri en í fyrra eða 96 þúsund tonn. Að sama skapi er um aukningu að ræða á milli ára í karfa, steinbít, skarkola og öðmm botnfisktegundum. Aukning er á milli ára í afla rækju, hörpudisks, loðnu og ann- ars, en samdráttur i afla humars og síldar. -grh Laxfoss Fékk á sig brotsjó Laxfoss, skip Eimskipafé- lagsins, fékk á sig brotsjó í fyrrakvöld, er það var á leið til Immingham í Englandi. Áhöfn þess sakaði ekki. Laxfoss lét úr höfn í Reykja- vík að kvöldi annars dags jóla og var skipið statt vestur af Færeyj- um þegar brotið reið yfir. Við brotsjóinn fóm þrír 40 feta gámar fyrir borð og auk þess skemmdust tveir frystigámar mikið. Laxfoss er væntanlegur til hafnar í Immingham í kvöld. Þetta er í annað sinn sem skip Eimskipafélagsins fær á sig brot í mánuðinum. Skömmu fyrir jól fékk Reykjafoss á sig brotsjó á siglingaleiðinni milli íslands og Ameríku. -rk Öm Kjærnested frá Álftárósi tekur við viðurkenningarskjali af Halidóri Jónassyni frá Trésmiðafélagi Reykjavik- ur. Mynd: Jim Smart. Trésmiðafélag Revkiavíkur Álftárós fékk viðurkeniungu Álftárós hffékk viðurkenningu fyrir aðbúnað og öryggismál starfsmanna Happdrætti Styrktarfélags vangefinna, Vinningaskrá: 1. vinningur, Toyota Corolla 1600 GLi, no. 17341 2. vinningur, Mitshubishi Lanser 1500 GLX, no. 39674 3. -12. vinningur, bifreið að eigin vali, hver að upphæð kr. 620.000,-, no. 7025, 11213, 17059, 17574, 37178, 47573, 70048, 72321, 80827, 98420. Þökkum veittan stuðning. Gleðilegt ár. Styrktarfélag vangefinna. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FLB1986 Hinn 10. janúar 1991 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiöi með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.353,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10.júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2969 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991. Reykjavík, 29. desember 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.