Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 21
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21 Formælingin íslensla óperan: Rigoletto eftir Giuseppe Verdi við texta eftir Francesco Maria Piave. Hljómsveitarstjórn: Per Ake Anderson Sviðsetning: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Flytjendur: Rieoletto: Kostas Paskalis Gilda: Sigrún Hjálmtýsdóttir Hertoginn af Mantúa: Garðar Cortes Sparafucile: Guðjón Oskarsson Maddalena: Signður EUa Magnúsdóttir Monterone greifi: Jón Sigurbjörnsson Borsa: Þorgeir J. Andrésson MaruUo: Loftur ErUngsson Ceprano greifi: Ragnar Davíðsson Ceprano greifynja: Asrún Davíðsdóttir Giovanna ráðskona: EUsabet Erlingsdóttir Þjónn: Þóra Einarsdóttir Vorðpr: Sigurjón Guðmundsson Kór Islenskp operunnar Hljómsveit Islensku óperunnar Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir ansahöfundur: Nanna lafsdóttir Hvers konar leikhúsverk er Rigoletto? Það segir kannski ekki mikið þótt það sé endurtekið hér, að óperan Rigoletto telst til höf- uðverka samanlagðra óperubók- menntanna og er talin ein af fjór- um höfúðóperum Giuseppe Verd- is. Þetta er saga um ástríður og ör- lög, þar sem höfuðpersónan er krypplingur og hirðfifl sem hlýtur bölbænir fyrir skæða tungu sína og missir síðan alla stjóm á ástríð- um sínum og lífi og gengur beina leið til glötunar án þess að nokkr- um björgum virðist við komið. Sagan gerist við glæsta hirð hertogans af Mantúa á 16. öld, en er í raun ekki sérlega bundin við stund og stað. Hertoginn er sjálfs- elskur nautnaseggur og kvenna- flagari, sem drottnar yfir undirsát- um sínum með því að niðurlægja þá. Rigoletto er þjónn hans og senditík, og uppsker formælingu Monterone greifa fyrir að gelta í takt við ögranir hertogans. En Ri- goletto var ekki bara vansæll og lítilsvirtur þjónn valdsmannsins, heldur átti hann sér sinn einka- heim sem hann gætti eins og sjá- aldurs augna sinna: það var dóttir- in Gilda, sem sat innilokuð í húsi ftflsins og fékk ekki að koma út fyrir hússins dyr nema til að ganga til messu. Föðurást Rigol- ettos var svo öfgakennd að hún umbreyttist í sjúklega afbrýði sem leiddi á endanum hann sjálfan og dótturina í glötun. Gilda varð stungin af ástleitnu augnaráði her- togans í kirkjunni og lét segjast af svikulum ástarorðum hans og endar að lokum í dyngju hans eft- ir að hirðmenn hertogans höfðu rænt henni með svikum úr húsi Rigoletto. Þar sem hún sleppur úr prísundinni, svipt meydómi sín- um og æru, játar hún fyrir Rigol- ettó skömm sína og jafhffamt þann ástarhug sem hún ber þrátt fyrir allt til hertogans. En Rigol- etto heitir á hefhdir og dregst af blindri ástríðu í félagsskap með leigumorðingjanum Sparafucile, sem býður honum að losa sig við keppinauta sína fyrir vægt verð. Gilda biður hertoganum vægðar, jafnvel eftir að hún hefur orðið vitni að fláttskap hans og tryggða- rofi, þar sem hann daðrar við gengilbeinuna Maddalenu, systur leigumorðingjans, á kránni. En allt kemur fyrir ekki. Rigoletto semur við leigumorðingjann um að hertoganum skuli komið fyrir kattamef. Hertoganum vom hins vegar engar bjargir bannaðar þar sem kvenþjóðin var annars vegar, og Maddalena biður honum vægðar, þar sem ekki sé hægt að kála svo engilffíðum manni. Leigumorðinginn Sparafucile lætur undan orðum systur sinnar og segir að ef einhver gestur komi í gistikrána fyrir miðnætti þessa óveðursnótt skuli hann drepa þann hinn sama í staðinn fyrir hertogann. Gilda verður vitni að öllu saman og ákveður að ganga í dauðann og fóma sér þannig fyrir ást sína á hertoganum. Og Spar- afucile drepur Gildu köldu blóði og setur í sekk, sem hann færir Rigoletto um leið og hann þiggur laun sín fyrir morðið. Þar sem Ri- goletto er að burðast með pokann heyrir hann álengdar hvar hertog- inn syngur af sjálfbirgingslegri léttúð um hverflyndi kvenþjóðar- innar og uppgötvar þá að hann hefur lík dóttur sinnar í pokanum. Formælingin hafði náð fram að ganga. Það sérstæða við þessa sögu, eins og hún er túlkuð i ffamsetn- ingu Verdis, er hversu persónum- ar em breyskar og blendnar í sinni afstöðu, en engu að síður mótaðar skýmm dráttum. Rigoletto á alla samúð tónskáldsins, en er engu að síður allri gæfú rúinn og ófær um að beina þeim heilbrigðu tilfinn- ingum, sem hann ber í brjósti, til heillavænlegra verka. Hertoginn er sjálfselskur nautnaseggur sem einnig vekur nokkra samúð, ekki bara meðal þeirra kvenna sem hann daðrar við, heldur einnig með áhorfendum fyrir þær ljúfú og lífsglöðu aríur sem tónskáldið leggur honum á tungu. Gilda, sem er sakleysið uppmálað, missir alla stjóm á eigin gerðum andspænis ofvemd foðurins annars vegar og svikulli ástleitni hertogans hins vegar, og gerir á endanum þá reg- invillu að fóma sér fyrir ástina á þessum tilfmningasnauða nautna- segg. Öll er þessi saga mögnuð upp stig af stigi með galdramætti tónlistarinnar, þar til hún endar í hryllingssenu sem á sér enga líka í samanlögðum bókmenntum leiklistar og tónlistar í síðasta þætti ópemnnar. í rauninni er þessi saga efni í ósvikna hroll- vekju á óperusviðinu. Eina af þessum ósviknu hrollvekjum 19. aldarinnar sem eiga sér rætur í al- þýðlegri rómantík þessa tíma með sidrskotun til nýgotneskra áhrifa þar sem hreggsvalir vindar og svarbláir skýjabólstrar magna upp hryllinginn á næturhimninum í glampanum ffá eldingu sem lýst- ur niður eins og bölvun eða ógn. Hvemig hefur svo íslensku ópemnni tekist að segja þessa sögu? I stuttu máli má segja að þar hafi margt tekist vel og prýðilega, en annað farið miður. Sem trúlega skrifast fyrst og ffemst á reikning þeirra erfiðu aðstæðna, sem þama vom fyrir hendi. Það vantaði sem- Áramóta- tónleikar FÍH Á morgun, sunnudag, verða haldnir áramótatónleikar Félags íslenskra hljómlistarmanna í sal félagsins að Rauðagerði 27. Á tónleikunum kemur fram einvala lið tónlistamanna og fjölmargar hljómsveitir. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp á tónleikunum em Súldin, Stjómin, Hljómsveit Eddu Borg, Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar, Jasskvartett Ómars Einars- sonar og Jólasveinar einn tveir og þrír. Stefnt er að því að árámóta- tónleikar verði að árlegum við- burði, en FHÍ gekkst fyrst fyrir slíkri uppákomu um síðustu ára- mót. Miðaverð á tónleikana er 1200 kr. Kynnir verður Pétur Grétarsson. Guðmundur „Papa jass“ Steingrlmsson (léttri sveiifu og Stefán S. Stef- ánsson. Mynd: Kristján Magnússon. Garðar Cortes og Sigríöur Ella Magnúsdóttir sem hertoginn og Maddalena. - Ljósmynd: Jim Smart sagt viða nokkuð mikið á að sýn- ingin gripi mann þeim heljartök- um, sem tilefhi er til, þannig að hrollurinn næði að hríslast niður eftir bakinu og skilja mann eflir sveittan um ennið og þvalan í lófa. Helsta ástæða þess að sýning- in náði ekki að grípa okkur sem skyldi liggur í ytri umgjörð sýn- ingarinnar. Þótt hin dramatiska stemmning og stigmögnun sé svo mikilvæg í þessu verki, þá gerði leikmyndin lítið sem ekkert til að magna hana fram. Þetta fmnum við strax í upphafstónum fyrsta þáttar, þar sem sjálf tónlistin eins og opnar fyrir okkur víða, bjarta og litríka veislusali þar sem of- gnóttin helst í hönd við yfirborðs- mennskuna. Sviðsmyndin vinnur hins vegar gagngert gegn þessum fyrstu tónum fyrsta þáttar og skorðar þessa veislu inn í þröngan svartan ramma með lóðréttum flekum sem síðan eiga eftir að marka alla umgjörð óperunnar og fletja út þá dramatísku stigmögn- un og andrúmsloft, sem tónlistin felur í sér. Það er auðvitað rétt, að leiksviðið í óperunni er svo lítið, að það er í raun ekki mögulegt að sviðsetja þar óperu eins og Rigol- etto með fullnægjandi sviðsmynd. Engu að síður held ég að hægt hefði verið með tiltölulega litlum tilkostnaði að skapa þama svið- sumhverfi sem væri í einhveijum takt við sjálft verkið, þannig að til dæmis hryllingssenan í síðasta þætti yrði í svolítið öðmm dúr en veislusenan í fyrsta þætti. Mér er tjáð að hér hafi fjár- skortur ráðið ferðinni, ekki hafi verið lagt í að hugsa fyrir raun- vemlegri sviðsmynd vegna kostn- aðar. Það er ákvörðun, sem kann að hafa átt sér einhverjar gildar ástæður, en menn verða þá að taka því, að hún hlýtur að bitna illa á heildarúlkomunni. Hvað sjálfan flutninginn varðar, þá er fyrst að nefha hljóm- sveitina og hljómsveitarstjórann, Per Ake Anderson, sem komust vel ffá sínu verki og gerðu sitt til að gera þessa leikhússtund að eft- irminnilegu kvöldi, þrátt fyrir það sem að framan er sagt. Af söngvurunum ber fremstan að telja Kostas Paskalis hinn gríska, sem söng og lék Rigoletto af miklu öryggi og tilfinningu. Hann var eins og burðarás sýn- ingarinnar og lék af mikilli tækni á alla þá strengi sem tónskáldið ljær honum, allt frá hroka fíflsins til umhyggju, ástar og afbrýði föðurins, auðmýktar hins lítil- lækkaða og örvæntingar þess sem í lok óperunnar uppgötvar að hann hefhr látið drepa yndið sitt. Minnisstæð em atriði eins og dú- ettinn sem hann á með Sparafúc- ile, þar sem hann lætur ginnast af freistingum leigumorðingjans undir seðjandi tónum sellósins og lágfiðlunnar, bæn hans til vinnu- konunnar um að gæta dóttur sinn- ar (sem hún svíkur umsvifalaust), senan þar sem hann biður hirð- mennina vægðar eftir að þeir höfðu rænt dóttur hans eða þar sem hann lætur Gildu gráta glat- aðan meydóm sinn við brjóst sér. Þótt Paskalis hafi þannig bor- ið sýninguna uppi, þá kom frammistaða Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur vemlega á óvart í erfiðu hlutverki Gildu, og sýndi að þama er vaxandi ópemsöngkona á ferð. Sigrún sótti í sig veðrið eftir því sem leið á sýninguna og náði há- marki í kvartettinum í lokaþættin- um, þar sem tónskáldið sameinar gagnstríðar tilfmningar Gildu, Ri- goletto, hertogans og Maddalenu í einhverjum magnaðasta söng- kvartett allra ópembókmennt- anna. Þama tókst Sigrúnu að lyfta þessu meistaraverki í þær hæðir sem gerðu kvöldstundina eftir- minnilega. Án þess að vera sér- fróður um söngtækni, þá fannst mér þó eins og Sigrúnu vantaði á stundum herslumuninn til að ná þeirri silkimýkt í röddina, sem þetta hlutverk krefst, en þær kröf- ur virðast vissulega allt að því yf- irmannlegar á stundum frá leik- manni séð. Garðar Cortes hafði ömgga sviðsframkomu í hlutverki her- togans, en mér fannst oft eins og vantaði eitthvað á tilfinningalega innlifún í túlkun hans. Þótt leikur hans væri ömggur og hann kæmi vel til skila sjálfselsku flagarans, þá var oft eins og vantaði þá til- finningu á bak við röddina sem gerði hana grípandi og sannfær- andi. Miðað við þá tilburði sem Garðar hefúr áður sýnt virtist hann ekki fúllkomlega í essinu sínu þetta kvöld. Annar söngvari sem kom vemlega á óvart í þessari sýningu var Guðjón Óskarsson sem söng hlutverk Sparafúcile með seið- magnaðri og mjúkri bassaröddu, svo unun var á að heyra. Sigríður Ella Magnúsdóttir skilaði einnig sinu hlutverki með prýði. Sama má einnig segja um kórinn, en söngur hans var víða tilþrifamikill þótt fámennur væri. Um leikstjóm Bríetar Héðins- dóttur er það að segja að hún mót- ast mjög af þeirri ytri umgjörð sem sýningunni er sniðin, þrengslunum og sjálfri sviðs- myndinni. Miðað við aðstæður virðist hún hafa valið trúverðuga leið. En lokaþátturinn, sem er jafhffamt tónlistarlegur og dram- atískur hápunktur ópemnnar, náði eins og áður er sagt ekki að miðla því hrollkalda andrúmslofti sem verkið í rauninni krefst. Eg minn- ist þess að hafa séð Rigoletto á sviði Þjóðleikhússins fyrir 30 ár- um, þar sem maður sat þvalur af svita og hrolli og límdur við sætið eflir lok þáttarins, þar sem hroll- vekjan náði tökum á áhorfendum. Þá fannst mér það ofleikur hvem- ig hertoginn daðraði við spegilinn á meðan hann söng hinn fræga söng sinn um hverflyndi kvenna: það var ágæt hugmynd að láta hann Iíta í spegil, en þama snérist spegillinn allt að því upp í að vera aðalatriðið og stela senumii ffá tónlistinni á vandræðalegan hátt. Það er ekki lítil vinna sem liggur á bak við það að setja upp ópemsýningu á borð við Rigol- etto svo skammlaust sé. Og miðað við þær erfiðu aðstæður og þá fjárhagslegu óvissu sem óperan bjó við að undirbúningi þessarar sýningar, þá var ólíklegt annað en að það kæmi að einhveiju leyti niður á sýningunni. Engu að síður verður að segjast að hér hafi allvel til tekist miðað við aðstæður, og áð Islenska óperan og það dug- mikla fólk sem að henni stendur hafi enn einu sinni sannað tilvem- rétt sinn á ópemsviðinu. Sýning- unni var fagnað með klappi og stappi og fagnaðarlátum og hún á efalaust eftir að njóta vinsælda meðal vaxandi hóps ópemunn- enda hér á landi. Ólafur Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.