Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 9
Jarðarfararbragur þótti vera á göngunni á Rauðatorgi ( Moskvu á bylt- Ung kona í Berlín fagnar sameiningu Þýskalands og veifarfána Evrópubandalags. Nú liggur það fyrir Þýska-
ingarafmælinu 7. nóv. Stjórnir lýðvelda krefjast sjálfstjórnar eða sjálf- landi að verða á ný pólitlsk þungamiðja Evrópu.
stæðis og íhaldsmenn og herforingjar ná sffellt sterkari tökum á stjórn
Gorbatsjovs.
Ár umskipta og váboða
I* sögu ársins 1989 voru það
atburðir í Sovétríkjunum
og Austur-Evrópu, sem
mesta athygli vöktu. I Sovét-
ríkjunum urðu þá gagngerar
breytingar í frjálsræðisátt og á
utanríkisstefnu, sem aftur
leiddu til þess að alræði komm-
únistaflokka Austur-Evrópu
hrundi í furðu skjótri svipan.
Árið 1990 beindust sviðljós
sögunnar hvað mest að Þýska-
landi, sameiningu þess í eitt ríki,
en sá tímamótaatburður var bein
afleiðing valdamissis kommún-
ista í austurþýska rikinu. En frá
og með ágústbyrjun stal Saddam
Hussein, einræðisherra íraks, að
allverulegu leyti senunni frá
Þjóðverjum með því að hertaka
Kúvæt og halda því ríki síðan her-
setnu í trássi við mestan hluta
heimsins.
Jafnaöarmenn viljum
vér allir vera
Sovétrikin voru áfram í
brennideplinum þetta árið, og nú
einkum vegna sivaxandi efha-
hagsörðugleika, átaka milli þjóð-
ema og viðleitni flestra lýðvelda
þar til að öðlast aukna sjálfstjóm
eðajafnvel fullt sjálfstæði.
Hruni alræðis í austantjald-
slöndunum fyrrverandi var fylgt á
eftir með ffjálsum þingkosning-
um í þeim flestum. Fyrrverandi
ríkisflokkar misstu við það völd i
Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvak-
íu og Ungveijalandi, en héldu
þeim í Rúmeníu og Búlgaríu, í
fyrmefnda landinu með miklum
meirihluta atkvæða. Allir þessir
flokkar höfðu þá skipt um nafn
(nema líklega ekki sá í Tékkó-
slóvakíu) og tileinkað sér hollustu
við blandað hagkerfi og vestræna
jafnaðarstefnu. Sama hafa gert
ýmsif vesturevrópskir kommún-
istaflokkar, a.m.k. þeir í Svíþjóð
og Finnlandi. Talsverðar líkur eru
á að kommúnistaflokkar í hef'ð-
bundna stílnum verði brátt úr sög-
unni að mestu í Evrópu.
I Austur-Evrópu hafa margs-
konar vandkvæði fylgt umskipt-
unum, atvinnuleysi og minnkandi
félagslegt öryggi og þar með ótrú
á stjómmálaflokkum yfirleitt, er
lýst hefur sér í litilli kjörsókn.
veldi/Sovétríkjunum væri i fýrsta
sinn i sögunni ekki haldið saman
með her- og lögregluvaldi væri
viðbúið að stórveldi þetta leystist
upp. Horfumar á því hafa farið
vaxandi árið 1990. Frá því í mars
hafa flest ef ekki öll sovétlýð-
veldin 15 lögfest einhverskonar
yfirlýsingar um fullveldi eða jafn-
vel ftillt sjálfstæði.
Lengst í því hafa gengið
Eystrasaltslýðveldin þijú, Eist-
land, Lettland og Litháen. Það fer
ekki milli mála að þau hyggjast
segja skilið við Sovétríkin og
verða alsjálfstæð. Á líkum nótum
er Georgía. En Boris Jeltsín,
Rússlandsforseti, sem ekki segist
vilja ganga svo langt (enda væm
Sovétríkin sem slík þá sjálfkrafa
úr sögunni), gerir eigi að síður sitt
besta til að stjóma ríki sínu eins
og óháður þjóðhöfðingi. Stjóm
og þing Rússlands hafa gert eigin
ráðstafanir í efhahagsmálum og
leitast við að hafa þesskonar ráð-
stafanir sovéskra stjómvalda að
engu. I efnahagslegum samskipt-
um hefúr Rússland verið Sovét-
ríkjunum svo örðugt viðskiptis að
dregist hefur úr hömlu að ganga
frá sovéskum íjárlögum fyrir
næsta ár, með þeim afleiðingum
að ríkið er að komast í greiðslu-
þrot með laun til opinberra starfs-
manna og eftirlaun.
íhaldsmenn og herfor-
ingjar magnast
Gorbatsjov Sovétríkjaforseti
hefur bmgðist við vandanum með
því að láta þing Sovétrikjanna
veita sér meiri og meiri völd, nú
síðast með samþykkt þjóðfúll-
trúaþings þar að lútandi. En þær
samþykktir hafa orðið til lítils,
þar eð lýðveldin hafa undanfama
mánuði haft þann háttinn á að
bjóða valdi sovésku stjómarinnar
byrginn. Margt bendir til að nú
eigi Gorbatsjov um það tvennt að
velja að láta lýðveldin sigla sinn
sjó (þ.e.a.s. að sætta sig við að
Sovétríkin leysist upp) eða að
beita hemum og KGB til að bæla
mótþróa þeirra niður. Hann er í
klemmu milli sjálfstjómar- og
sjálfstæðissinna lýðveldanna og
íhaldsmanna, en þeirra á meðal
em herforingjar áhrifamiklir.
Þessir aðilar hafa magnast jafnt
og þétt síðustu mánuði og upp á
síðkastið haft í hót-
unum við lýðveldin.
Einnig gefa þeir Gor-
batsjov í skyn að þeir
muni snúast gegn
Dagur
Þorleifsson
honum, snúist hann ekki á þeirra
sveif. Svo er að sjá að hann sé á
þeirri leið. Afsögn Shevardnadz-
es utanrikisráðherra er til marks
um þessa þróun mála.
Deilumar milli lýðvelda og
miðstjómar em mikilvæg ástæða
á bakvið ófremdarástandið i efna-
hagsmálum, en þar kemur margt
fleira til.
Kalda stríö boriö
til grafar
3. okt. sameinuðust þýsku rík-
in tvö, stofnuð 1949, í eitt ríki
með blessun svokallaðra fjór-
velda (Bandaríkjanna, Sovétrikj-
anna, Bretlands, Frakklands),
sem hafa haft þar hemámslið frá
því að heimsstyijöldinni síðari
lauk. Þar með er Þýskaland á ný
orðið pólitísk þungamiðja Evr-
ópu, eins og það var 1871-1914
og afhir skamma hrið á tíð Þriðja
ríkisins.
Heldur þokaði í sameiningar-
átt innan Evrópubandalags á ár-
inu, hægt þó, og má af því nefúa
að Bretar létu til leiðast að gerast
aðilar að gengissamfloti banda-
lagsins. Áhugi grannríkja þess á
að komast í það fór vaxandi, eins
og sýndi sig er Svíar ákváðu að
sækja um aðiid á komandi ári.
Möltufundur þeirra Bush og
Gorbatsjovs 1989 var kallaður
formlegur endir kalda stríðsins;
RÖSE-ráðstefnan í París í nóv.
var kölluð jarðarfor þess. Áður
höfðu höfuðandstæðingar í því
stríði, Bandaríkin og Sovétríkin,
komist að samkomulagi um eyð-
ingu þess mesta af efnavopna-
birgðum sínum; í París var því
fylgt á eftir með undirritun sátt-
mála Nató og Varsjárbandalags
um stórfelldan niðurskurð hefð-
bundins vopnabúnaðar í Evrópu.
Gmnnur var lagður að samevr-
ópsku öryggiskerfí á vegum
RÖSE, með yfirþjóðlegum stofn-
unum til að koma í veg fyrir átök
og tryggja samráð. Vera má að
þar með sé kominn til sögunnar
nýr „Evrópukonsert“, fyrirkomu-
lag til tryggingar samráði og eyð-
ingar tortryggni, hliðstætt því
„kerfí“ sem hélt álfúnni okkar til-
tölulega friðsamlegri frá Wat-
erloo-slag til banaskotanna í
Sarajevo 1914.
En blikur eru á himni þess
fyrirhugaða bræðralagsástands;
auk ástandsins í Sovétríkjunum
má nefna Júgóslavíu, sem einnig
virðist vera á hraðri leið með að
leysast upp.
Ekki lengur „undir
kontról“
2. ágúst beindist heimsathygl-
in allsnarlega suður að Persaflóa
er Saddam íraksforingi hertók
Kúvæt. Sá atburður og deilan sem
síðan hefúr staðið út frá honum
(og að miklum líkindum á eftir að
enda með stríði) leiða athyglina
að breytingum á valdahlutfollum
í heiminum síðustu ár.
Meðan kalda stríðið stóð var
heimurinn að vissu marki „undir
kontról" tveggja risavelda. Eftir
árið sem nú er á enda er meira en
hæpið að telja Sovétríkin til risa-
velda, þrátt fyrir stærð þeirra og
fólksfjölda og enn sem komið er
mikinn her. Áhrif þeirra í heims-
málum eru miklu minni en var
fyrir fáum árum.
Bandaríkin sitja nú uppi með
það að vera eina risaveldið, ef
maður miðar við hefðbundna
kaldastríðsmerkingu orðsins. En
þau eru ekkert alsæl með þann
heiður, ekki undir hann búin. Þau
eru í hlutfalli við heiminn í heild á
undanhaldi sem stórveldi, eiga í
efnahagsörðugleikum og frá þeim
á sér stað valdatilfærsla til Japans
og Evrópubandalags.
Draumur um
risaolíuveldi?
Sem veldi á sviðum alþjóða-
stjómmála og vígbúnaðar eru EB
og Japan hinsvegar ekki undir
það búin að fara í föt Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna. Undir
þeim kringumstæðum hefur skap-
ast aukið olnbogarými fyrir ýmis
þriðjaheimsríki, möguleikar á að
gerast svæðisbundin stórveldi,
eins og það er orðað. Ósvífinn
einræðisherra í einhveiju slíku
ríki, sem hefúr yfir að ráða mikl-
um auðlindum og getur fyrir arð-
inn af þeim komið sér upp mikl-
um her, freistast þá ef til vill til að
nota þann her til að eignast enn
meiri auðlindir.
Saddam þurfti ekki eins og
sumir aðrir ráðamenn að bera
undir þegna sína hvað hann ætti
að gera við peningana fýrir ol-
íuna, og gat því fýrir þá komið
ríki sínu í tölu mestu hervelda
heims, enda þótt ibúar þar séu
ekki nema litlu fleiri en í Tékkó-
slóvakíu. Hið litla og vellauðuga
emírsdæmi Kúvæt var frá írösk-
um sjónarhól einkar freistandi og
auðveld bráð. Og heföi Banda-
ríkjaher ekki verið sendur gegn
Saddam, heföi verið góður mögu-
leiki fýrir hann að halda áffarn og
hertaka oliu Saúdi-Arabíu, sem
mestöll er undir Persaflóaströnd
hennar, og síðan Sameinuðu ar-
abafúrstadæmin og Bahrain,
einnig olíuauðug. Þar með heföi
írak verið orðið risaolíuveldi.
Herir Saúda og annarra olíufursta
voru of fámennir til að möguleik-
ar þeirra á að stöðva íraka heföu
verið miklir.
Rússland gegn
Sovétríkjum
Þegar 1989 var farið að
Forval G-listans í Reykjavík
Forval G-listans í Reykjavík verður haldið laugardaginn 19. janúar. Rétt til þátttöku
hafa allir flokksbundnir Alþýðubandalagsmenn, sem eiga lögheimili í Reykjavík og
eru á skrá Alþýðubandalagsins.
Þeim stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins sem vilja ganga formlega i flokkinn
til að öðlast þátttökurétt, er bent á að skriflegar inntökubeiðnir þurfa að berast skrif-
stofu Alþýðubandalagsins íyrir kl. 17 þann 9. janúar, en þá verður kjörskrá lokað.
Frestur til að skila tilnefningum í forvalið rennur út föstudaginn 4. janúar kl. 17.
Tilnefningum skal skila til kjömefndarmanna eða á skrifstofu Alþýðubandalagsins,
Laugavegi 3.
Kjömefhd.
Laugardagur 29. desember 1990 — NÝTT HELGARBLAÐ SÍÐA 9