Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 8
hér langt fram á næstu öld. í þessu sam-
bandi koma eftirfarandi verkefni upp í hug-
ann:
Sjávarútvegur
Stjómun fiskveiða þarf að taka til end-
urskoðunar hið fyrsta, og efla strax for-
dómalausar umræður um það hvemig arð-
inum af fiskimiðunum verði dreift með
sem réttlátustum og hagkvæmustum hætti
til landsmanna. Fiskimiðin eru sameign
þjóðarinnar, ekki séreign fámenns hóps.
Tryggja verður að arðurinn af sameigin-
legri auðlind þjóðarinnar renni til íbúa
byggðanna og landsmanna allra, en ekki til
fáeinna útgerðaraðila. Ein af fijóustu hug-
myndum um ráðstöfún þessarar dýrmætu
sameignar felst í tillögum um kvótaleigu,
og slíka skipan þarf að athuga vel í tengsl-
um við þá stefnu Alþýðubandalagsins að
kvótinn verði tengdur einstökum byggðar-
lögum. Hugmyndir um að fiskur af Island-
smiðum verði allur seldur á íslenskum
markaði í stað erlendra eru mjög athyglis-
verðar og slík skipan virðist geta valdið
straumhvörfúm á ýmsum sviðum sjávarút-
vegs og byggðamála. Allt sölukerfi sjávar-
útvegsins þarf að endurskoða, og athuga í
hveiju tilviki hvemig fjölbreytni og við-
skiptafrelsi geta skilað betri árangri en
hefðbundin einokun. Skipulagsumbætur af
þessu tagi í sjávarútvegi eiga að geta tryggt
að sjávarútvegurinn geti um langa hríð ver-
ið einn af burðarásum aukinnar verðmæta-
sköpunar í landinu, þó ekki með útþenslu
og auknum afla, heldur með lækkun til-
kostnaðar og átaki í markaðsmálum þannig
að hver fiskur úr sjó skapi meiri verðmæti í
landinu.
Landbúnaður
Hefðbundinn Iandbúnaður á Islandi
stendur á tímamótum. Brýnt er að endur-
skoða núverandi búvörulög með það fýrir
augum að hefðbundin Iandbúnaðarfram-
leiðsla mótist af matvælamarkaði innan-
lands, án þess að vannýtt séu tækifæri á er-
lendum mörkuðum til arðbærs útflutnings
án opinberra framlaga. Eitt megin- verk-
efni næstu ára er svæðaskipulag í landbún-
aði samfara áætlun um aðlögun að mark-
aðnum, þar sem gert er ráð fyrir að dregið
verði skipulega úr þörf fyrir opinberan
stuðning við almennan landbúnað. Sam-
hliða breytingum í hefðbundnum landbún-
aði verður að leggja mikla áherslu á hvers
konar nýbreytni, meðal annars í ferða-
mannaþjónustu, skógrækt og ýmiss konar
náttúruvemd og umhverfiseftirliti.
Nýting orkulinda
Orka fallvatnanna og jarðhitans er
ásamt fiskistofnunum ein helsta náttúru-
auðlind Iandsins. Hagvöxtur og lífskjar-
abati framtíðarinnar hlýtur því að byggjast
með ýmsum hætti á nýtingu þessara nátt-
úrugæða. Orkusala til erlendra fyrirtækja
er eðlileg í þessu sambandi, en við slíka
sölu orkunnar hljótum við að setja ströng
skilyrði um hagnað af raforkusölu, um
mengunarvamir og íslenska lögsögu. Nú
standa yfir samningar um byggingu nýs ál-
vers hér á landi. Þegar hefur tekist að semja
um skatta og skyldur fyrirtækisins í megin-
atriðum á grundvelli íslenskra skattalaga
og tryggja íslenska lögsögu í hvívetna. Hér
er um mikilsverðan áfanga að ræða og sig-
ur í rúmlega tuttugu ára baráttumáli AI-
þýðu- bandalagsins. Það er hins vegar ljóst
að töluverð áhætta felst í fyrirliggjandi
drögum að orkusölu- samningi. Leita verð-
ur leiða til að draga úr þessari áhættu með
ákvæðum um lágmarksverð og rétt til að
kreíjast endurskoðunar á samningnum.
Einnig kemur til greina að sérstakt áhættu-
fyrir- tæki verði stofnað um orkusölu til
Atlantsáls. Til þess að samningar geti talist
viðunandi þarf að tryggja arðbært orku-
verð, strangar umhverfiskröfur og traustari
öryggisákvæði í þágu íslenskra hagsmuna.
Bygging álvers og tilheyrandi orkuvera
getur gegnt jákvæðu hlutverki við að auka
hagvöxt, bæla lífskjör og tryggja atvinnuna
í landinu, náist viðunandi samningar.
A næstu ámm verður að eyða þeim
halla sem verið hefur á ríkissjóði, en auð-
vitað verður að leitast við að leysa vanda
ríkissjóðs án þess að auka skattbyrði venju-
legs launafólks. Aukinn hagvöxtur mun að
nokkm Ieyti draga sjálfkrafa úr hallanum.
Það mun þó vart nægja til. Skynsamleg
hagstjóm myndi auk þess krefjast þess að
ríkissjóður verði rekin með afgangi ef mik-
ill uppgangur verður í efnahagslífinu. Því
verður annað hvort að skera niður útgjöld á
næstu ámm eða að auka skatta. Með skipu-
lagsbreytingum af ýmsu tagi má draga úr
útgjöldum ríkissjóðs. Ef til þess kemur að
nauðsynlegt reynist að hækka skatta eitt-
hvað hér á landi á næstu ámm er mikilvægt
að slíkar skattahækkanir lendi ekki á al-
mennu launafólki, heldur á rekstraraðilum
og tekjustofnum sem hingað til hafa slopp-
ið við skattheimtu. 1 því sambandi má
nefna fjárfestingarlánasjóði, orkufyrirtæki
og fjármagnstekjur.
Opinberir sjóöir
Auk hins almenna vanda sem felst í
halla ríkissjóðs, blasir við að ýmsir opin-
berir eða hálfopinberir sjóðir eiga við mik-
inn ffamtíðarvanda að stríða. Má þar
nefnda Byggingarsjóð ríkisins, Lánasjóð
íslenskra námsmanna, Atvinnuleysistrygg-
ingarsjóð og Lífeyrissjóð starfsmanna rík-
isins. Vanda þessara sjóða ber hins vegar
ekki að leysa með því að dæla inn í þá
skattfé almennings, heldur með kerfis-
breytingum af ýmsu tagi.
Almenna húsnæðiskerfið þarfnast
heildarendurskoðunar, þar sem húsnæðis-
kerfið frá 1986 er í dauðateygjum, en
reynslan af húsbréfakerfinu er enn sem
komið er lítil. Lífeyriskerfið er nú í heildar-
endurskoðun hjá milliþinganefhd um það
mál.
Velferöarkerfi og
jöfnunaraögeröir
Margt er óunnið við jöfnun í gegnum
skattkerfið og við að draga úr ýmis konar
mismunun sem þar er til staðar. Nú fá þeir
sem kaupa sér íbúðarhúsnæði aðstoð í
gegnum skattkerfið í formi vaxtabóta. Þeir
sem eru á almennum leigumarkaði fá hins
vegar enga slíka aðstoð þó þar sé oft um
mjög þurfandi hópa að ræða. Undirbúning-
ur húsaleigubóta er þegar hafinn, og í
tengslum við skattframtal nú eftir áramótin
verða leigjendur beðnir að aðstoða við öfl-
un nauðsynlegra upplýsinga um leigu-
markað til að hægt sé að smíða raunhæft
lagafrumvarp um húsaleigubætur. Innan
tekjuskattskerfisins er enn verulegt svig-
rúm til jöfnunaraðgerða í þágu tekjulágra
og þeirra sem af ýmsum ástæðum eiga á
brattann að sækja.
Velferðarkerfi á vegum hins opinbera
verður ekki bætt og aukið til hins óendan-
lega. Það sýnir meðal annars reynsla ríkj-
anna annars staðar á Norðurlöndum. I
framtíðinni þarf að huga mjög vel að sam-
vinnu opinbera velferðar- kerfisins og hins
óopinbera, því velferðarkerfi sem felst í
samhjálp fjölskyldunnar og almennum
líknarstörfum. Sennilegt er að fé geti í
ákveðnum tilvikum nýst betur með slíku
samstarfi en með aukinni útþenslu í stofn-
unum hins opinbera.
Þótt við íslendingar höfum á mörgum
sviðum velferðarmála náð langt er vissum
sviðum velferðarkerfisins því miður mjög
áfátt. Þar þarf að taka verulega til hendinni,
bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Eg
vil hér nefna tvö verkefnasvið sérstaklega.
Annars vegar nefna umbúnað og aðhlynn-
ingu aldraðra, þar sem ákveðnir hópar lifa
á mörkum neyðarástands. Þetta er þeim
mun alvarlega að á næstu áratugum eykst
hlutfallslegur fjöldi aldraðra í samfélagi
okkar, og hætt er við að vandinn verði
óviðráðanlegur ef ekki eru lögð myndar-
lega á ráðin á allra næstu árum.
Hins vegar vil ég hér Ieggja sérstaka
áherslu á ýmiss konar stuðning við ung-
Iinga. Í samfélagi sem sífellt verður flókn-
ara lengist þroskaferillinn, tími uppeldis-
ins, og villigötum ýmiss konar fjölgar. Hér
er verk að vinna, einnig á vegum opinberra
aðila. Mikilsvert er að nú er að rísa sérstakt
meðferðarheimili fyrir unglinga sem hafa
ánetjast fikniefnum, en ennþá mikilsverð-
ara er að veita unglingum framtíðarinnar
stuðning og tækifæri þannig að ekki þurfi
að fjölga slíkum heimilum.
Umhverfismál -
Ný utanríkisstefna
Umhverfismálin eru eitt stærsta verk-
efni framtíðarinnar, bæði hér á Iandi og í
umheiminum. Fylgja verður eftir stofnun
umhverfisráðuneytis með mótun alhliða
umhverfisstefnu, sem miðar að því að
skipa Islandi í fremstu röð á þessu sviði.
íslendingar eru fámenn þjóð með til-
tölulega opið hagkerfi, og eiga allt sitt und-
ir utanríkisverslun. Það er mikilvægt fyrir
ísland að kerfi fríverslunar í alþjóðavið-
skiptum nái að þróast og dafna. Það eru því
hagsmunir íslands að GATT- viðræðumar
beri árangur. ísland þarf einnig með al-
þjóðasamningum að tryggja viðskiptahags-
muni sina. Tollfrjáls aðgangur fyrir sjávar-
afúrðir að mörkuðum EB og lækkun
styrkja til fiskvinnslu í aðildarlöndum þess
eru mikilvægir viðskiptahagsmunum ís-
lands. Sú stefna Alþýðubandalagsins að Is-
land eigi ekki að sækja um aðild að Evr-
ópubandalaginu er enn í fúllu gildi. Aðild
að EB felur í sér framsal á hluta af stjómar-
farslegu fúllveldi þjóðarinnar og opnar
náttúruauðlindir landsmanna fyrir ágangi
erlendra auðfélaga.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í
heiminum á undanfömum missemm. Þau
hemaðarbandalög sem byggðust á kalda
stríðinu hafa misst réttlætingu sína og
þjóðir heimsins ræða nú nýtt öryggiskerfi.
Móta þarf Islandi nýja utanríkisstefnu sem
byggir á vemleikanum sem nú blasir við.
Auk eðlilegs samráðs við skyld grannríki
hljóta meginstoðir þeirrar nýju stefnu að
felast í samstöðu með hinum ungu lýðræð-
isríkjum í austanverðri Evrópu og sem víð-
tækasti þátttöku í samskiptum Norðurs og
Suðurs. Nauðsynlegur liður í þjóðarsátt um
nýja öryggisstefnu friðar og alþjóðlegs
samráðs er að endur- skoða frá gmnni sam-
skipti okkar við erlend herveldi. Brottfor
herliðs af landinu er forsenda nýrra tíma á
þessu sviði.
Ný heimsmynd
í áramótagrein hér í blaðinu fyrir ári
réttu fjallaði ég um atburði ársins 1989
undir fyrirsögninni Hmn kommúnismans.
Ymsum þóttu þá falla stór orð og óvarleg.
Það ár sem síðan er liðið hefur þó leitt í ljós
að ekkert var ofsagt í þeirri grein. Hún var
skrifúð undir áhrifum mikilla atburða í
austurhluta Evrópu. A þessu ári hefúr kom-
ið enn betur í ljós hvað innviðimir í valda-
kerfi kommúnistaflokkanna vom orðnir
feysknir, hversu ótrúleg vandamál við er að
glíma fyrir ung og óreynd lýðræðisöfl þar
eystra.
Arið 1989 mun í sögubókum ffamtíðar-
innar tákna hmn kommúnismans. Þegar lit-
ið er til ársins 1990 í þessu sögulega ljósi
kæmi ekki á óvart þótt það yrði í stjómmál-
um kennt við ósigur neó- líberalismans,
hinnar óheftu markaðshyggju. I Bandaríkj-
unum kljást stjómmálamenn og skattgreið-
endur, raunar allur almenningur, nú við
timburmenn Reagan-áranna, sem meðal
annars koma fram í gífúrlegum fjárlaga-
halla, hmni pappírsfyrirtækja og afleiðing-
unum af gjaldþroti ríkistryggðu húsnæðis-
bankanna, sem nú er að verða viðamesta
fjármálahneyksli í bandarískri sögu. í Bret-
landi, hinu mikla fyrirmyndarríki nýfijáls-
hyggjunnar undir stjóm sjálfrar Margrétar
Thatchers, - þar hefur bilið stóraukist milli
ríkra og fátækra, verðbólga geisar, vextir
em miklu hærri en vestrænt velferðarhag-
kerfi þolir. Þar hafa lágstéttimar gert upp-
reisn gegn flötum eignarskatti og á sama
tíma hafa millistéttimar andæft svimháum
húsnæðisvöxtum. Efnahagsstefna Thatch-
ers, kjaminn í pólitísku framlagi hennar,
hitti að lokum fyrir sjálfan upphafsmann
sinn. Járnfrúin hrökklaðist úr Downing
Street undan atkvæðum eigin þingflokks-
manna.
Á sama tíma hafa gerst stórbreytingar
um alla heimsbyggðina. Pólitísk valdahlut-
foll milli ríkja og ríkjablokka em gerbreytt.
Víða em blikur á lofti. Enginn veit hvað
gerist við Persaflóa, og enginn veit hvað
verður um Sovétríkin. Hins vegar virðist
vera að myndast kerfi þar sem helstu stór-
veldi heims og ríkjablokkir reyna í alvöru
að leysa vanda með samráði sin í milli, og
ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
„Þorpið Jörð“ er hugtak sem sífellt
vinnur á i umræðum um alþjóðamál. í því
felst að viðburðir á einum stað á jarðar-
kringlunni hafa samstundis áhrif á ástandið
á fjarlægum stöðum. Enginn er eyland
lengur í þessum efnum. Ef okkur á að tak-
ast að halda jörðinni byggilegri og koma í
veg fyrir stórslys þarf hin nýja heimsmynd
að leiða til breyttra stjómarhátta.
Þetta hugtak, jarðarþorpið, snertir ekki
síst umhverfismálin. Umhverfisvandinn
virðir engin landamæri. Lausnir verða að
nást með alþjóðlegri samstöðu, samvinnu
margra þjóða. Umhverfismálin hafa verið
kölluð stjómmál framtíðarinnar. Það er að
mörgu leyti rétt, en sú nafngifl má ekki
verða til þess að draga úr mikilvægi þeirra
í samtímanum. Það er á ábyrgð okkar að
vemda bömin okkar fyrir ósköpunum sem
em framundan ef ekki verður gripið í taum-
ana í umhverfismálum heimsbyggðarinnar
allrar. Gróðurhúsaáhrifin, ósoneyðingin,
minnkun regnskóganna, útrýming dýrateg-
unda, mengunarhætta af efnavinnslueitri
og kjamorku, - allt þelta getur gert veröld-
ina sem við tókum í arf frá foreldrum okk-
ar að nær óbyggilegum stað fyrir böm okk-
ar eða bamaböm. Það hvílir á okkur mikil
ábyrgð í þessum efnum, persónuleg ábyrgð
og pólitísk ábyrgð. Þessi ábyrgð hvílir á
okkur jafnt sem íbúum þorpsins Jarðar og
sem íslendingum.
Róttæk jafnaðarstefna -
Erindi
Alþýðubandalagsins
Alþýðubandalagið hefúr náð árangri í
starfi sínu í rikisstjóm á undanfömum
tveim ámm. Alþýðubandalagið hefúr einn-
ig sýnt það á þessu tímabili að það hefúr
hæfileika til umræðna og stefnumótunar í
ljósi breyttra aðstæðna, nú síðast á fúndi
miðstjómar flokksins á Akureyri, þar sem
samþykkt var róttæk og raunsæ stjómmála-
ályktun og stefnuskrá flokksins ffá 1974
var felld úr gildi. Sá styrkleiki Alþýðu-
bandalagsins sem kemur fram í þessu
byggir ekki hvað síst á því, að það er
bandalag mismunandi hópa. Þetta tvennt,
árangur ríkisstjómarsamstarfsins og
stefnumótunin á Akureyri, var einmitt
möguleg vegna þess að byggt var á banda-
lagi róttækra stefnumótunarafla, skyn-
samrar verkalýðsforystu og fúlltrúa lands-
byggðar.
Þetta sýnir að Alþýðubandalagið á fullt
erindi í íslenskum stjómmálum, þrátt fyrir
vissa erfiðleika á undanfomum ámm. Þeir
erfiðjeikar eru þó ekki meiri en aðrir flokk-
ar á íslandi hafa átt við að etja. Sá ágrein-
ingur sem verið hefur innan Álþýðubanda-
lagsins um menn og málefni er á margan
hátt eðlilegur í ljósi þeirra miklu breytinga
sem átt hafa sér stað á undanfomum árum í
alþjóðamálum, í íslensku þjóðfélagi, í sam-
tökum launamanna og í öllu umhverfi
flokksins. Hann er hins vegar í langflestum
tilfellum ekki meiri en svo, að hann rúmist
innan ramma flokksins, sérstaklega ef
stofnanir flokksins, grunneiningar og fé-
lagar temja sér umburðarlyndi. Á margan
hátt er sú umræða sem átt hefur sér stað
innan Alþýðubandalagsins birtingarmynd
þess að innan þess em lifandi og frjó öfl.
Árangurinn af ríkisstjómarsamstarfinu og
stefnumótunin á Akureyri sýnir að það
ftjómagn getur nýst flokknum í heild til
stefhumótunar og skapandi starfs og þann-
ig tryggt áframhaldandi erindi flokksins í
íslenskum stjómmálum.
Alþýðubandalagið er hluti af hreyfingu
lýðræðislegra jafnaðarmanna á íslandi. Það
er flokkur róttækrar jafnaðarstefnu. Al-
þýðuflokkurinn er einnig hluti af þeirri
hreyfingu. En vegna hægri slagsíðu Al-
þýðuflokksins og tæknikratahyggju getur
hann aldrei verið eini fulltrúi hreyfingar
jafnaðarmanna hér á Iandi. Þeir flokkar í
Evrópu sem em höfuðfulltrúar jafnaðar-
stefnunnar í löndum sínum, eins og jafnað-
armannaflokkamir í Svíþjóð og Þýskalandi
eða Verkamannaflokkurinn í Bretlandi, em
miklu breiðari kirkjur en Alþýðuflokkur-
inn á íslandi hefúr verið og er. En jafnaðar-
stefna á íslandi nær í raun mun víðar, með-
al annars inn í Kvennalistann og Fram-
sóknarflokkinn. Innan Kvennalistans hefúr
hugmyndaleg nýsköpun þó staðnað í end-
urtekn- ingu þess sem ferskt var fyrir hálf-
um áratug, en er nú flestra eign. Framsókn-
arflokkurinn hefur hins vegar í áratugi ver-
ið ásamt Sjálfstæðisflokknum helsti varð-
tum þess kerfis sem nú þarf að umbylta.
Álþýðubandalagið hefúr haft það á
stefnu sinni að stuðla að auknu samstarfi
milli einstakra hluta í hreyfingu jafnaðar-
manna á íslandi. í framtíðinni getur slíkt
samstarf við aðra hluta jafhaðarhreyfmgar-
innar auðvitað leitt til umbreytingar á
flokkakerfinu. En það verður alltaf að
tryggja að róttæk jafnaðarstefna hafi sterka
rödd, hvort sem það er í sérstökum flokki
eða sem hluti af stærri heild.
Róttæk jafnaðarstefna er sú stefna sem
fléttar saman róttækni og raunsæi og hefúr
árangur að viðmiði starfs síns.
Róttæk jafnaðarstefna er sú stefna sem
fléttar saman baráttu fyrir auknum jöfnuði
og róttækum kerfisbreytingum.
Það er hlutverk Alþýðu bandalagsins
að halda merkjum þessarar stefnu á lofti á
næstu misserum og í þeim kosningum sem
ffamundan eru. Síðan mun sagan halda
áfram að spinna sinn vef.
Eg óska lesendum og
landsmönnum öllum árs ogfriðar.
Ólafur Ragnar Grímsson
8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 29. desember 1990