Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 23
MENNING OG LISTIR 1990
Ár í leiklist
Það er sjaldgæft að skil í einu
listformi milli tímabila verði
hrein og klár. Grunur minn er sá
að í sögulegu samhengi leiklistar
á þessari öld verði litið á liðið ár
sem einn slíkan vendipunkt: árið
sem Þjóðleikhúsinu var lokað.
Vist er að sú umdeilda ákvörðun
að ráðast með litlum fyrirvara í
viðgerðir á þessu gamla húsi og
gera í ieiðinni grundvallarbreyt-
ingu á gerð
þess setti ekki aðeins svip á
allan íyrri hluta ársins í nær ein-
róma andstöðu þeirra sem létu í
sér heyra á opinberum vettvangi
og enn bíða þeir andsvara, rök-
semda fyrir þeim breytingum sem
nú eru Iangt komnar og hafa
reyndar gert málið allt að pólit-
ískum flein í holdi þess sem hratt
þessum gemingum í gang. Fyrir
bragðið hefúr Þjóðleikhúsið verið
að mestu leyti óvígt, úr leik. Þeir
áttu á liðnum vetri mjög snotra
sýningu á Endurbyggingu Havels
og með hingaðkomu hans virtist
leikhúsið ætla að ná einhveiju
tangarhaldi á áhorfendum. En allt
kom fyrir ekki. Síðasta sýning í
leikhúsinu var kveðjuskál til
nokkurra elstu leikara hússins,
heldur ósamstæð, en með nokkr-
um góðum augnablikum. Tillegg
þess á haustinu var skopsýning
Spaugstofúnnar sem olli veruleg-
um vonbrigðum. Frammistaða
hússins hefúr þannig verið í mol-
um, og það verk bíður nú Stefáns
Baldurssonar að koma starfsem-
inni í gang, því enn er óvíst hvort
leikhúsinu tekst að ljúka verk-
efnaskrá sinni þennan vetur.
íslensk óperustarfsemi og ís-
lenskur listdans átti erfitt upp-
dráttar á þessu ári. Islenska óper-
an og Islenski dansílokkurinn
sem eru einu fyrirtækin sem njóta
opinberra framlaga og búa við
húsakost til að sinna slíkri sköpun
hafa átt í erfiðleikum fjárhags-
lega, fá svo nauman styrk til starf-
semi sinnar að fyrirbærin rétt
tóra, en eru þess vart umkomin að
ráðst í sýningar eða standa undir
nafni sem flokkar með listrænan
metnað. Frumsýning Operunnar á
Rígólettó annan í jólum og dar-
raðardans óperumanna fyrir opn-
um tjöldum síðustu vikumar sýn-
ir að enn er langt í land að óperu-
listin öðlist fastan og viðunandi
sess í menningarlífi okkar. Vandi
óperunnar er ekki einungis hversu
naumt henni er skammtað fjár-
magn, heldur líka hversu fyrir-
komulag þeirra mála er umdeilt,
ekki einungis innan stétta tónlist-
armanna heldur Iíka meðal al-
mennings. Óperan býr þó við
meiri áhuga en listdansinn sem á
langt í land. Islenska dansflokkn-
um hefúr víst verið búin ágæt að-
Úr uppfærslu Leikfélags Reykja-
víkur á „Ég er meistarinn" eftir
Hrafnhildi Hagalín. Mynd: Jim
Smart.
staða til þjálfúnar og kennslu, en
tíð mannaskipti og óljós stefna
hefúr leikið flokkinn grátt og um
hann líkt og málefni óperulistar-
innar ríkir fullkomið stefnuleysi
bæði meðal stjómmálamanna og
listafólksins.
Það er reyndar mjög áberandi
á okkar tíma hversu umræða um
aðstöðu og stefnu lista sviðsins er
lítil. Hennar gætir helst þá rætt er
um íjárframlög á þingi. Engir
stjómmálaflokkar virðast hafa
áhuga að marka þessum listform-
um stefnu til lengri tíma og þegar
slíkrar stefnumörkunar gætir þá
er að henni staðið á umdeildan og
vafasaman hátt. I hópi listafólks
er umræðan af skomum skammti
og nær aldrei fram á opinberan
vettvang til þess fólks sem mestra
hagsmuna hefur að gæta í grósku-
miklu listalífi, áhorfenda, þjóðar-
innar. Snemma síðastliðinn vetur
varaði ég við breytingum á sal
Þjóðleikhússins, ekki síst með til-
liti til efnahagslegra forsendna.
Mér segir svo hugur að íslenskum
ópem- og danssýningum í fram-
tíðinni hafi með þeim breytingum
verið unninn mikill og ómælan-
legur skaði og framþróun í mál-
efnum þeirra listgreina þar tafin
um áratugi. Því það má ljóst vera
að svo dýrar listgreinar krefjast
stórra húsa svo hver sýning beri
sem meslan arð.
En hvað þá með aðra leik-
starfsemi? Norður í landi, víða í
starfi smáleikhópa og í starfi LR
var að finna talsverða grósku. LA
setti upp rómaða sýningu um
verklýðsbaráttu norðan heiða,
Baráttuna um brauðið, Nemenda-
leikhúsið ljómandi Óþelló, Al-
þýðuleikhúsið fallega sýningu á
Medeu. í Borgarleikhúsinu bar
hæst nýlegar sýningar á Ég er
meistarinn og Ég er hættur farinn.
Framlag LR á liðnu ári hefur nær
einvörðungu helgast af íslenskum
verkum sem er lofsvert framtak
þótt ekki verði til langs tíma unn-
ið alfarið með innlendan efhivið.
Þá má ekki gleym athafnasamasta
leikhúsi landsins, Utvarpsleik-
húsinu, sem hefúr staðið fyrir
þróttmiklu og fjölbreytilegu starfi
á þessu hausti.
Liðið ár er ekki á enda. Enn
eru eftir tvær frumsýningar þegar
þetta er ritað. Báðar á nýjum ís-
lenskum verkum, og í útvarpi er
eftir flutningur á Elektru eftir
Evripídes. Yfirlit sem þetta er því
ekki tæmandi, enda gefst ekki
gott tóm til skoðunar af því tagi
fyrr en lengra er á liðið. Ljóst má
þó vera að innlend leikritun er í
nokkurri sókn á sama tíma og
leiklistarstarfsemi í landinu er í
fjárhagslegri og skipulagslegri
kreppu. Við upphaf þess áratugar
sem markar tveggja alda skeið
leiksýninga á Islandi og aldar af-
mæli skipulegrar leikstarfsemi í
höfúðborginni er ffamtíð list-
greina sviðsins i senn björt og
dökk. Hylli þeirra meðal almenn-
ings er traust, en leikhúsið þarf að
styrkja stoðir sínar, stækka áhorf-
endahópinn, samstilla krafta sína
þjóðinni og lífi hennar, menning-
unni til heilla. pbb
Páll Baldvin Baldvinsson cr leik-
listargagnrýnandi Þjóðviljans.
Jólahappdrætti
Sjálfsbjargar 1990
Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar
1990. Vinningar og útdregin númer eru sem hér
segir:
1. Vinningur.
Bifreið: Ford Econoline eða Mercedes Benz að
verðmæti kr. 3.500.000
Vinningsnúmer: 135086
2. -83. Vinningur.
Machintosh tölvubúnaður
eða Siemens heimilistæki
eða Echostar gervihnattadiskur og Nordmende
sjónvarpstæki
hver að verðmæti kr. 250.000
Vinningsnúmer:
768 64832 129562 190065
3980 67131 130871 191329
7078 69252 132374 197466
7993 69531 134276 199062
10274 72964 138398 200057
10777 86814 141175 200538
12913 89955 145566 201348
22911 91192 145623 203474
26798 92308 150391 205972
27595 99490 150632 206735
32941 107356 157917 210442
39585 107543 161263 211291
41204 108549 164476 211511
41511 109951 174969 212366
44943 113299 174981 221061
55960 116113 176898 222469
57158 120068 178674 222827
58449 122466 182488 229547
58525 124023 182910 231200
63909 127360 185272 235049 235091 239037
Vinningar eru skattfrjálsir. Vinninga ber að vitja á
skrifstofu Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 105 Reykja-
vík, sími 29133.
Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum
stuðning nú sem fyrr.
AUGLÝSING
• UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1975-1. fl. 10.01.91-10.01.92 kr. 19.532,32
1975-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 14.744,83
1976-1. fl. 10.03.91-10.03.92 kr. 14.045,24
1976-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 10.675,34
1977-1. fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 9.963,65
1978-1. fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 6.755,61
1979-1. fl. 25.02.91 -25.02.92 kr. 4.467,21
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00
1981-1. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 180.357,77
1985-1. fl.A 10.01.91-10.07.91 kr. 44.290,93
1985-1. fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 29.512,92**
1986-1. fl.A 3ár 10.01.91-10.07.91 kr. 30.529,16
1986-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 32.729,89
1986-1. fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 21.766,86**
1986-2. fl.A 4ár 01.01.91-01.07.91 kr. 28.099,85
1987-1. fl.A 2ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86
1987-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86
1986-1. fl.SDR 10.01.91 kr. ***
1988-1. fl.SDR 11.01.91 kr. ***
1988-1. fl.ECU 11.01.91 kr. ***
*lnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**Við innlausn fylgi ógjaldfallnirvaxtamiðarspariskírteinis.
***Sjá skilmála.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, desember 1990
SEÐLAB ANKIÍSLANDS