Þjóðviljinn - 29.12.1990, Blaðsíða 7
Nú eru tímar hinna mikilfenglegu yfirlýsinga liönir...
Þaö er ekki lengur spurt eftir spásögnum...
Nú er fyrst og fremst spurt um verkin...
Þaö er spurt um árangur í stjórnmálum.
issjóðs með innlendum spamaði. Nú em
8.500 landsmenn áskrifendur að spariskír-
teinum ríkissjóðs.
í skattamálum hefúr margvíslegum
umbótum verið hrint í framkvæmd eða ver-
ið undirbúnar. Virðisaukaskatti var komið
á um siðustu áramót. Lagðar vom fram til-
lögur í haust um tekjujöfnunaraðgerðir í
gegnum tekjuskattinn, hátekjuþrep og
húsaleigubætur. Nánari útfærsla á tillögum
um samræmdan skatt á fjármagnstekjur
einstaklinga em í undirbúningi. Fyrstu til-
lögur um endurbætur á skattlagningu at-
vinnufyrirtækja hafa séð dagsins ljós og
þingið samþykkti frumvarp um fyrsta
áfanga þeirrar kerfisbreytingar. Síðast en
ekki síst hefur verið unnið mikilsvert starf
til að bæta innheimtu og draga úr skattsvik-
um.
Stefnu valddreifingar hefúr verið fylgt
á margvíslegan hátt á ýmsum sviðum. Með
nýjum verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga
var eflt sjálfstæði - og ábyrgð - einstakra
sveitarstjóma. Átak er í gangi til valddreif-
ingar í launa- og starfsmannamálum ríkis-
ins. Ríkið hefúr einnig dregið sig út úr at-
vinnurekstri þar sem ekki var séð að það
hefði lengur sérstakt hlutverk. Heimamenn
hafa að mestu tekið við tveimur sjávarút-
vegs- fyrirtækjum á Siglufirði sem áður
vom rekin beint úr fjármálaráðuneytinu í
Reykjavík.
Framlög til menningarmála em nú
hærri en áður hefúr verið og niðurfelling
virðisaukaskatts af bókum er tímamótavið-
burður sem í raun tvöfaldar framlög ríkis-
ins til menningarmála. Gengið hefúr verið
frá nýrri aðalnámsskrá gmnnskóla, sér-
kennsla hefúr verið efld vemlega, skóla-
viðvera > ngstu bamanna hefúr verið lengd,
sett hafa verið endurbætt framhaldsskóla-
lög, og tíu ára grunnskóli er orðinn að
vemleika. Akademískt og fjárhagslegt
sjálfstæði háskólans hefur verið treyst.
Margháttaðar samningaviðræður hafa
staðið yfir við erlend ríki og ríkjaheildir
sem liður í aðlögun íslands að breyttum al-
þjóðaháttum. Mikilvægir samningar hafa
náðst á sviði mennta og menningar þar sem
íslenskt menningar- og viðskiptalíf hefúr
verið tengt grannlöndunum nánum bönd-
um með hagstæðum samningum um gagn-
kvæma samvinnu, og eru þessir menning-
ar- samningar ennþá einu samningamir
sem náðst hafa við Evrópubandalagið í
þeirri lotu sem nú stendur yfir.
Á sviði samgöngumála hefur verið
lagður gmnnur að gjörbreyttum lífsskilyrð-
um í heilum byggðarlögiun og raunar
landshlutum með áætlun um jarðgöng þar
sem vegartálmar em mestir. Göngin um
Ólafsfjarðarmúla em þegar komin í gagn-
ið, Vestfjarðagöngin em næst á dagskrá, og
tenging byggðanna á Austfjörðum hefúr
þegar skapað nýjar framtíðarhorfúr í at-
vinnulífi og mannlífi.
I gangi er heildarstefnumörkun á sviði
ferðamála og unnið er að því að móta fram-
tíðarstefnu um alla þætti samgangna og
fjarskipta. Ferðamál verða nú sífellt mikil-
vægari þáttur i atvinnulífi okkar, ekki síst
vegna þess að vænta má í framtíðinni vem-
legra áhrifa af fúllu ferðafrelsi í Austur-
Evrópu.
Samhliða þátttöku í GATT- viðræðum
hefúr verið undirbúin stefhumörkun til
ffambúðar í landbúnaði. Þar skiptir mestu
að náðst hefúr samstaða um að draga vera-
lega úr útflutningsbótum og öðmm óbein-
um styrkjum með það að ffamtíðarmark-
miði að íslenskur landbúnaður nái að kom-
ast á lífvænlegan gmndvöll til ffambúðar.
Á sviði húsnæðismála hafa ýmis ffam-
faraskref verið stigin, og hið félagslega
íbúðakerfi verið eflt sérstaklega. Ljóst er
hins vegar að almenna húsnæðiskerfið
þarfnast allsheijar endurskoðunar, og er nú
unnið að því á vegum ríkisstjómarinnar. I
heilbrigðismálum hefúr verið tekist á við
að draga úr kostnaði án þess að skerða
þjónustu og í lyfjamálum er tekist á við sér-
réttindi sem byggjast á lögvemdaðri einok-
un. I dómsmálum hefúr verið náð merkum
áfongum í stjómkerfisbreytingum sem
tryggja eðlilegan aðskilnað framkvæmda-
valds og dómsvalds.
í umhverfismálum er stofnun sérstaks
ráðuneytis mikilsverður ávinningur sem
hægt verður að byggja á í framtíðinni. I
sjávarútvegsmálum var samþykkt nýrra
laga í vor um stjómun fiskveiða áfangi sem
mun stuðla að aukinni hagkvæmni í fisk-
veiðum. í iðnaðar- og orkumálum er m.a.
unnið að samningum um nýja álbræðslu,
en úrslit þeirrar samningsgerðar þurfa að
verða hagstæð almenningi i landinu. Þar
liggur þegar fyrir niðurstaða i skattamálum
sem telja verður góða. í banka- og peninga-
málum hafa verið skapaðar forsendur fyrir
aukinni hagkvæmni með sammna banka-
stofnana. Lánskjaravísitölu var breytt í
upphafi 1989 og nú er unnið að því að
draga í áfongum úr verðtryggingu. I utan-
ríkismalum hefúr einnig náðst árangur.
Rödd íslands er nú sjálfstæðari en áður, til
dæmis innan NATO þar sem ísland hefúr
sett ffam kröfuna um afvopnun á höfúnum.
Unnið er að samningum um evrópskt efna-
hagssvæði með jákvæðum huga, en af
fúllri varúð og án tálsýna.
Árangurinn - steffna
Alþýöubandalagsins
Margt er að sjálfsögðu óunnið. Það er
þó merkilegt hvað miklir áfangar hafa
náðst á skömmum tíma. Það er einnig fróð-
legt að bera verk ríkisstjómarinnar saman
við stefnu Alþýðubandalagsins. Þá kemur í
ljós að með störfúm ríkisstjómarinnar hafa
mörg stefnumál flokksins átt vemlegu
gengi að fagna, sum komist í höfn, og þok-
ast vel í áttina á öðmm sviðum. Það er rétt
að rifja upp nokkur dæmi af fjölmörgum.
Athyglisverðast er ef til vill að bera
saman staðreyndir efnahagsárangursins og
efnahagstillögur flokksins frá því í ágúst
1988, rétt áður en ríkisstjóm Þorsteins
Pálssonar hljóp ffá vandanum. I ljós kemur
að í öllum meginatriðum hefúr verið fylgt
þeirri stefnu sem Alþýðubandalagið setti
þá ffam.
I skattamálum hefur verið fylgt þeirri
stefnu flokksins að nota tekjuskattskerfið
til jöfnunar. Lauslega áætlað hafa breyting-
ar á tekjuskattskerfinu, persónuafslætti,
bamabótum og fleiri þáttum, leitt til um 2-
3% betri kjara en ella hjá þeim sem hafa
lægstar tekjur.
Þá ber að nefna að þegar virðisauka-
skattur leysti söluskatt af hólmi tókst að ná
ffam þeirri stefnu Alþýðubandalagsins að
menningarstarfsemi og menningameysla
væm undanþegnar skattinum. Gamalt bar-
áttumál um skattleysi íslenskra bóka komst
síðan í höfn í haust. Þá tókst með sérstöku
endurgreiðslukerfi að milda vemlega áhrif
matarskatts á nauðþurftir.
Jarðgangastefha Alþýðubandalagins,
sem talin var draumórar sumarið 1988, er
nú orðin sameiginleg stefna ríkisstjómar
og alþingis.
Valddreifingarstefna flokksins í
menntamálum hefúr haft veraleg áhrif í
stjómun skólakerfisins, þar sem til dæmis
almennar ákvarðanir um ráðningar og
stöðuveitingar em teknar í skólunum sjálf-
um, en ekki í menntamálaráðuneytinu í
Reykjavík eins og áður var.
Framlög til menningarmála hafa verið
hækkuð vemlega í samræmi við markaða
stefnu Alþýðubandalagsins fyrir kosning-
amar 1987.
í utanríkismálum hefúr að ffumkvæði
Alþýðubandalagsins náðst breið samstaða
um íslenskan málstað í þeim þætti afvopn-
unarmála sem helst snertir okkur, afvopn-
un á höfúnum. Þessi samstaða er merk í
ljósi sögu eflirstriðsáranna og kann að
marka þáttaskil í deilum innanlands um af-
stöðu til utanríkismála.
v Umhverfisráðuneyti hefur verið komið
á fót eftir nær tveggja áratuga baráttu Al-
þýðubandalagsins.
Bönkum hefúr fækkað og hagræðing
orðið í bankakerfinu í samræmi við stefnu
flokksins.
í húsnæðismálum hefur félagslega
kerfið verið styrkt, og búsetakerfið verið
fest í sessi, í samræmi við stefnumótun í
flokknum.
Komnar em ffam tillögur um að gjör-
breyta lyfsölukerfinu og afnema þar sér-
réttindaaðstöðu og gróðauppsprettu einka-
aðila. Fyrir þessu hafa Alþýðubandalags-
menn barist í áratugi.
Róttækni og raunsæi
í ljósi þessa margþætta árangurs tel ég
mikilvægt að Alþýðubandalagið verði
áffam við stjómvölinn i landsmálunum.
Flokkurinn hefúr sýnt á þessu kjörtímabili
að við eigum erindi í landstjóminni, að
stefna flokksins skilar árangri. Sú stefna
einkennist annarsvegar af raunsæi, og
byggir á þeim möguleikum sem finnast í
stöðunni á hveijum tíma. Hinsvegar bygg-
ist stefna okkar á róttækni, raunvemlegri
róttækni, sem ekki hræðist vemlegar kerf-
is- breytingar og uppstokkun í atvinnulífi
og efnahagsskipan, á vettvangi alþjóða-
mála og á fleiri sviðum.
Það er þessi blanda af róttækni og raun-
sæi sem íslensk stjómmál og íslenskt sam-
félag þarfnast á næstu ámm, þegar við
horfúm í æ ríkara mæli til nýrrar aldar.
Engin önnur stjómmálasamtök búa yfir
þeim þrótti sem þessi tenging hefur í för
með sér. Þess vegna tel ég mikilvægt fyrir
samfélagið að Alþýðubandalagið haldi
áffam i stjóm eftir kosningar.
Sú samtenging róttækni og raunsæis
sem hér er rætt um vinnur á um allan heim.
Hún er kjaminn í framsækinni jafnaðar-
stefnu. Eins og segir í nýsamþykktri Akur-
eyrarstefnu Alþýðubandalagsins felst hún
meðal annars í fúllu ffelsi og valddreifingu
í efnahagslífi og stjómmálum. Þar eiga
fúlltrúar almannavaldsins að marka ramm-
ann og stýra nauðsynlegu samráði allra
helstu aðila að samfélaginu. Við það sam-
ráð eiga samtök launafólks og fúlltrúar al-
mannavaldsins að móta gmndvöll nútíma:
samfélags okkar, - velferðarkerfi fólksins. I
því kristallast raunvemleg þjóðarsátt um
samfélag jafnréttis og lýðræðis.
Verkefnin framundan -
Ný viöffangsefni
Verkefni núverandi ríkisstjómar hefúr
fyrst og ffemst falist í því að ná niður verð-
bólgunni og skapa efnahagslegan stöðug-
leika. Sá árangur sem náðst hefúr í þessu
efni er annars vegar að þakka efnahags-
stefnu ríkisstjómarinnar og hins vegar aðil-
um vinnumarkaðarins, sem nýttu það tæki-
færi sem efnahagsstefna stjómarinnar
hafði skapað til að ná verðbólgunni niður á
svipað stig og í nágrannalöndunum og
festa þannig í sessi efnahagslegan stöðug-
leika.
Því er hins vegar ofl gleymt að almenn-
ingur hefúr þurft að taka á sig margvísleg-
ar byrðar til að ná þessum árangri, og það
hefúr reynst mörgum erfitt. Þess vegna er
það orðið eitt brýnasta viðfangsefni ís-
lenskra stjómmála að bæta og jafna lífskjör
almennings. Það verður annars vegar gert
með skipulagsumbótum í atvinnulifi og
kerfisbreytingum af ýmsu tagi og hins veg-
ar með jöfnunaraðgerðum.
Við hljótum að skapa okkur einskonar
óskamynd af því þjóðfélagi sem við stefn-
um að þegar tekist er á við þau verkefni
sem nú bíða í íslenskum stjómmálum. Við
viljum að ísland verði allt í senn:
■ þjóðfélag sem býður öllum þegnum
sínum góð lífskjör,
■ þjóðfélag velferðar og félagslegrar
samhjálpar,
■ þjóðfélag sem er á háu menningar-
stigi og leggur rækt við sameigin-
lega menningararfleifð,
■ lýðræðislegt og opið þjóðfélag,
■ þjóðfélag sem tekur af fúllri reisn þátt
í samstarfi þjóðanna með frið,
afvopnun og efnahagslegar ffamfarir
að leiðarljósi.
Það er sannfæring mín að slíkt þjóðfé-
Iag geti ekki grundvallast á fijálshyggj-
unni, hinni blindu trú á óhefl markaðslög-
mál. Það getur því síður gmndvallast á
þeirri alráðu forsjárhyggju ríkisins sem
beið skipbrot í Austur-Evrópu. Slíkt þjóð-
félag getur heldur ekki gmndvallast á
stefnu þjóðlegrar einangrunar eða á dekri
við innlend einokunarfyrirtæki og sérrétt-
indaöfl. Slíkt þjóðfélag verður aðeins reist
á róttækri jafnaðarstefhu, sem hefúr hags-
muni alls almennings að leiðarljósi. Slík
stefna felur í sér kerfisbreytingar og upp-
stokkun í atvinnulífi og í stjóm efnahags-
mála, í alþjóðlegum viðskiptatengslum og i
velferðarkerfinu. Kerfisbreytingar til að
treysta arðsemi atvinnulífsins og skilvirkni
opinberrar þjónustu. Kerfisbreytingar til að
auka það sem til skiptanna er, en ekki síður
til að nýta betur það sem við þegar öflum.
Kerfisbreytingar þar sem markaðsöflunum
er beitt feimnislaust þar sem við á, en ekki
hikað við aðrar aðferðir þar sem markaðs-
öflin duga ekki. En slík stefna byggir einn-
ig á því að auka jöfnuð og skipta ávinn-
ingnum réttlátlega, að huga vandlega að
því að stundum fylgja timabundnir erfið-
leikar breytingum og gæta verður þess að
þeir bitni ekki á þeim sem síst skyldi.
Mikil verkefni em ffamundan í íslensk-
um stjómmálum. Úrlausn þeirra mun hafa
úrslitaáhrif á hvers konar þjóðfélag þróast
Laugardagur 29. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ —SÍÐA'7