Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 3
Katarína Nolsöe í hlutverki trúðsins Flvils. Nurlarinn Færeyskur leikhópur flytur færeyskt bamaleik- rit á íslensku í Norræna húsinu um helgina. Um helgina verða aufúsu- gestir í Norræna húsinu. Það eru færeyskir listamenn, leikhúsfólk í leikhópnum Leik- apettið, sem sýna munu barna- leikrit er hlotið hefur nafnið Kraddarin á færeysku, en það útleggst Nurlarinn á íslensku. Eins og nafnið bendir til er Nurlarinn gírugur mjög, en þar að auki fer af honum hið versta þjófsorð. Hann stelur sérlegum stakki frá veðurguðunum Gnísu og Gumpu sem guðimir mega auðvitað ekki vera án. Trúðurinn Fívil kemur veðurguðunum til hjálpar og leiðir áhorfandann um leið inn í ævintýrið. Það er ekki heiglum hent að ná stakknum, en tekst þó að lokum. Kraddarin er saminn upp úr gamalli færeyskri sögn um sauða- manninn á Söndum, af Súsönnu Tórgarð og Biritu Mohr. Söng- texta hefur Axel Tórgarð samið, en tónlistin er eftir Hans Pauli Tórgarð og Egi Dam. I hlutverki trúðsins er Katarina Nolsöe. Þess má geta að Katarina og Birita hafa báðar lokið prófi frá Leiklist- arskóla íslands. Leikurinn var frumsýndur í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn þann 7. nóvember síðastliðinn og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Þannig hafa á sjötta þúsund manns séð leikinn, sem þýðir að um það bil 10% þjóðarinnar hefur þegar séð leikritið. Atvinnuleiklist hefur eflst á undanfömum árum í Færeyjum og fjárveitingar hins opinbera til leiklistar hafa aukist. A síðast liðnu ári veitti færeyska Lögþing- ið tveimur milljónum danskra króna til leiklistar og sér sérstök nefnd Leikpals Föroyja um að út- deila þessu fé. Nýlega sýndi hópur úr Havn- ar sjónleikarfelag söngleikinn Skuggagestir eftir Martin Joen- sen. Söngleikir hafa sjaldan verið á Qölum leikhúsanna og em Skuggagestir fýrsti færeyski söngleikurinn sem upp er settur. Starfsemi áhugaleikfélaga er þó burðarásinn í færeysku leik- listarlífi og em áhugaleikfélög stöðugt með sýningar af ýmsu tagi víða um eyjamar. hágé. SUMIR VIRÐAST ALLTAF GETA VEITT SÉR MEIRA EN AÐRIR Hvemig stendur á því? ÆUa má að skilvís Ijölskylda spari sér meira en hundrað þúsund krónur iriega, þegar þess er gætt hvemig farið getur, ef gjalddaga hinna ýmsu skuldbindinga hennar er ekki gætt Nútfma heimilishaid getur kallað bæði i lintökur af margvíslegum toga og neyslu, sem greidd er eftir i. Nefna mi útgjöld til húsnæðiskaupa, veitugjöld hvers konar og opinber gjöid sem dæmi. Dráttarvextir og innheimtu- kostnaður safnast hratt f útrúlegar fiirhæðir ef skilvísi er ekki í hivegum höfð i heimilinu. 16. febrúar leggjast dráttarvextir i lin með linskjaravfsitölu. 1. mars leggjast dráttarvextir i lin með byggingavisitöiu. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRALÍT 24 108REYKJAVIK ■ SlMI 696900 ... OG NÚ ERU ÞAÐ HÚSNÆÐISLÁNIN. GIALDDAGI ÞORRA ER 1. FEBRÚAR. KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL... MUPMMMHOFH Söluskrifstofur Flugleiða: vrSA Lækjarqötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugíeiða, I. , hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum HELGAHFERÐ FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS ADMIRAL / SOPHIE AMALIE TVEIR í HERR. KR. 36.390 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.