Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 9
Fréttir á öld ritskoðunar
Aldrei fyrr hefur ritskoðun í stríði verið fylgt jafn fast eftir og í Persaflóastríðinu. Almenningur skal ekki
„afvegaleiddur“ eins og í Víetnamstríðinu forðum
eir sem fylgst hafa náið með fréttum
fjölmiðla af gangi mála í hildar-
leiknum við Persaflóa hafa vart farið
varhluta af því hversu einhæfur frétta-
flutningurinn hefur verið. Fjölmiðlar á
Vesturlöndun, hverju nafni sem þeir
nefnast, hafa allir sem einn haft úr sömu
heimildunum að moða: upplýsingum
hermálayfirvalda. Sá þindariausi frétta-
flutningur alþjóðlegra fréttastofa sem
dembt hefur verið yfir heimsbyggð alla
að undanförnu, á þegar betur er að gáð,
lítið skylt við frjálsan fréttaflutning og
upplýsingamiðlun. Báðir striðsaðilar sjá
vandlega til þess að frá átakasvæðunum
berist helst engar fréttir sem ekki hafa
áður farið í gegnum hreinsunareld rit-
skoðunar.
Það er því af sem áður var í Víetnam-
stríðinu þegar íjölmiðlungar fengu að at-
hafna sig að mestu óáreittir í fremstu víg-
línu og senda fréttir og myndir af þeim
hörmungum sem leiddar voru yfir fátæka
bændaalþýðu Indó-Kína og liðsmenn stríð-
andi heija, sem ætla má að hafí skipt sköp-
um um að snúa almenningsálitinu í Banda-
ríkjunum og á Vesturlöndum gegn freklegri
íhlutun Bandaríkjanna í málefni Indó-
Kína.
í ökkla eða eyra
Þann tíma sem liðinn er frá því að styij-
öldin gegn írak braust út, hefur fréttaflutn-
ingur af gangi mála verið ærið misvísandi
og mótsagnakenndur.
Á fyrstu sólarhringunum mátti ráða af
fréttum að loftárásir Bandarikjahers og
bandamanna þeirra hefðu borið tilætlaðan
árangur: tekist hefði í fyrstu lotu að eyði-
leggja flestöll hemaðarlega mikilvæg skot-
mörk í írak, flugher íraka næstum gjöreytt,
sem og eldflaugaskotpöllum, jaínt föstum
sem hreyfanlegum. Og það sem betra var,
þess hafði verið gætt að þyrma lífi
óbreyttra. Missir bandamanna á flugvélum
og mannafla var sagður nær enginn og pól-
itískir og hemaðarlegir talsmenn hinna
sameiðnuðu herja undir fomstu Bandaríkj-
anna gáfú glaðbeittir út yfírlýsingar um að
„eyðimerkurstormurinn" yrði til lykta
leiddur á tveimur vikum eða svo!
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Fljótlega var farið að draga í land, Irakar
væm ekki eins auðsigraðir og talið var í
fyrstu og almenningur hefúr síðan smám
saman verið búinn undir það, sem flesta
reyndar gmnaði, að það yrði ekki tekið út
með sældinni að bijóta Saddam á bak aftur.
Sumir fféttaskýrendur hafa látið að því
liggja að þessi umsnúningur hafi reyndar
verið með ráði gerður. Stjómvöld þeirra
ríkja sem í hemaðinum gegn Irökum
standa hafi verið sér fyllilega meðvituð um
það að almenningur í viðkomandi löndum
var mjög tvístígandi í afstöðunni til hem-
aðarins og því hafi verið nauðsynlegt að
stappa í menn stálinu til að byrja með, áður
en menn vom búnir undir það versta: Fyrst
strákamir okkar em einu sinni komnir í
stríð verðum við að standa heilshugar að
baki þeim.
Svo eru vítin til þess
aö varast þau
Þetta sjónarspil er ekki ffamkvæman-
legt, nema því aðeins að hemill sé hafður á
störfum fréttamanna. Reynslan af Víet-
namstríðinu kenndi bandarískum stjóm-
völdum þá lexíu að almenningi væri ekki
hollt að fá hörmungamar á sjónvarps-
skerminn heima í stofú.
Reynslunni ríkari beittu bandarísk
stjómvöld og hermálayfirvöld stífri rit-
skoðun á fréttir af innrásinni á Grenada fyr-
ir nokkmm ámm. Fréttamönnum var ekki
hleypt í land á eynni fyrr en darraðardans-
inn var yfirstaðinn. Fram að því sáu yfir-
völd alfarið um að mata fjölmiðla á fréttum
af gangi mála. Það var ekki fyrr en eftir á
sem í ljós kom að innrásin hafði kostað sitt,
fjöldi óbreyttra borgara lá í valnum og geð-
sjúkrahús hafði verið eitt helsta skotmark-
ið.
Sömu sögu er að segja frá innrás
bandaríkjahers í Panama. Þá var þeim fáu
fréttamönnum sem herstjómin hleypti að
sér, nánast haldið í gislingu meðan innrásin
stóð yfir. Nokkrir dagar iiðu áður en hið
sanna kom í ljós: Fátækrahverfi Panama-
borgar hafði verið lagt í rúst og nokkur
hundmð óbreyttir borgarar lágu í valnum.
Hver man eftir
Belgrano ofursta?
Falklandseyjastríðið er enn eitt dæmið
um árangursríka ritskoðun frétta af hemað-
arátökum. Bresk stjóm- og hermálayfir-
völd spiluðu þá óspart á þjóðemisgorgeir
breskra fjölmiðla og tókst með undraverð-
um hætti að sannfæra breskan almenning
um að til mikils væri að vinna til að vemda
breska ríkisborgara Falklandseyja fyrir
ótíndum ribbaldalýð. Hvað sem segja má
um réttmæti þeirrar kröfu argentínsku her-
foringjastjómarinnar að Falklandseyjar
væm argentínskt land en ekki breskt, er
engu að síður ljóst að bresk stjómvöld
skirrðust ekki við að fegra sinn málstað
með öllum tiltækum ráðum.
Allar fféttir sem sendar vom út frá
átakasvæðinu vom kyrfilega ritskoðaðar.
Breskum fféttamönnum var gert ókleift að
senda heim fréttir nema í gegnum fjar-
skiptanet breska sjóhersins. Allt það sem í
fréttaskeytunum stóð og gat komið óþægi-
lega við kaunin á almenningi heima í Bret-
landi, s.s. fréttir um fallna og særða, var
strikað út þegar þurfa þótti. Heima í Bret-
landi sá vamarmálaráðuneytið um að
mylgra í fjölmyðla þeim upplýsingum sem
heppilegar þóttu. Meða! annars gaf ráðu-
neytið út ffétt um töku Goose Green, þar
sem Argentínumenn höfðu komið sér upp
bækistöð á eyjunum, áður en árásin var
gerð!
Af þessu tilefni er ekki úr vegi að
minna á fféttaflutning af því þegar breska
herskipinu ShefField og argentíska herskip-
inu Belgrano ofúrsta var sökkt.
Það var mikið áfall fyrir bresk hermála-
yfirvöld þegar Argentínumönnum tókst að
sökkva Sheffield. Fyrst í stað vom her-
málayfirvöld óviljug til að upplýsa fjöl-
miðla og almenning um það manntjón sem
varð. En þegar á leið sögðu yfirvöld allt af
létta og gerðu bæði þau og fjölmiðlar sér
mikinn mat úr mannfallinu til að undir-
strika það við hversu óvæginn andstæðing
væri að etja þar sem Argentínumenn voru
annars vegar.
Hins vegar voru fyrstu fféttir af árás-
inni á Belgrano ofursta á þá lund að breski
herinn heföi unnið mikinn hemaðarsigur.
Minna var gert úr fjölda þeirra skipverja
sem fómst við árásina og það liðu allnokkr-
ir dagar áður en hið óvænta kom í Ijós:
Árásin á Belgrano var með öllu óafsakan-
leg. Skipið var statt um 200 sjómílur fýrir
utan átakasvæðið og breskum herskipum
stafaði ekki minnsta ógn af því þegar því
var sökkt og það liðu mánuðir þar til í ljós
kom að fyrirskipun um árásina kom frá
æðstu stöðum í Downing-stræti!
Boö og bönn
í þeim hemaðarátökum sem nú standa
yfir við Persaflóa, keyrir ritskoðunin um
þverbak. Fréttaskýrendur benda á að þótt
ritskoðun sé alltaf fyrir hendi í styijöldum,
hafi ritskoðunartilburðimir aldrei verið
augljósari en nú. Nú skuli þess vandlega
gætt að almenningur fái ekki „skakka“
mynd af stríðsátökunum.
Sem dæmi um þær takmarkanir sem
hermálayfirvöld bandamanna hafa lagt á
fréttaflutning ffá átakasvæðunum má nefna
að fjöldi fféttamanna á vettvangi er vem-
lega takmarkaður og strangar hömlur gilda
um ferðir þeirra um átakasvæðin. Þá þurfa
allar fféttir að hljóta blessun hermálayfir-
valda áður en þær em sendar út. Öll óund-
irbúin viðtöl við yfirmenn em óheimil.
Viðtöl við óbreytta hermenn verður að
hljóðrita, sem fféttamenn segjss að fæli
hermenn frá því að segja skoðun sína um-
búðalaust. Myndataka af óttaslegnum her-
mönnum og illa særðu fólki er einnig
óheimil.
Þeim fáu ffönsku fféttamönnum sem
hleypt hefur verið inn á átkakasvæðin var
gert að undirrita, áður en þeir fengu pass-
ann til Saudi-Arabíu, sérstaka yfirlýsingu
um að þeir héldu í einu og öllu þá skilmála
sem herstjómin setti um fféttaflutning af
svæðinu.
Þrátt fýrir hávær mótmæli og kvartanir
vestrænna íjölmiðla yfír þessum ströngu
hömlum sem lagðar eru á störf fféttamanna
þeirra á átakasvæðunum, lætur yfirstjóm
herja bandamanna sér allar mótbárur sem
vind um eyrun þjóta og réttlæta ritskoðun-
ina með því að hún sé nauðsynleg til að
tryggja að hemaðarlega mikilvægar upp-
lýsingar leki ekki úl til óvinarins og til að
tryggja öryggi hermanna.
Þegar það rétta
kemur í Ijós
Það er í ljósi þessa sem menn verða að
skoða allar fféttir af
stríðsátökunum við Persaflóa. Báðum
stríðsaðilum er mikið í mun að gera sinn
hlut sem mestan og bestan i augum al-
heimsins og má þá einu gilda hver sann-
Ieikurinn er.
Það er nokkuð víst að langur tími mun
líða þar til þær staðreyndir koma í ljós sem
báðum aðilum er mikið í mun að leyna fyr-
ir almenningi. Menn mega vera minnugir
þess að langur tími leið ffá endalokum
Falklandseyjastríðsins þar til breskum fjöl-
miðlum var leyff að birta myndir sem lýstu
hinni hliðinni á striðinu. Þvi skulum við
ekki láta það koma okkur á óvart þegar við
verðum síðar meir minnt á það sanna, því í
styijöldum verða þeir harðast úti sem ekk-
ert hafa til saka unnið. Við getum gengið að
því vísu að Persaflóastríðið er ekki í lík-
ingu við þá svart-hvítu mynd sem her-
stjómir bandamanna og lraka vilja láta
okkur trúa.
-rk byggði á:
The European/Information/Militant/
New Statesman and Soci-
ety/Time/Reuter og Glasgow Uni-
versity Media Group: War and
Peace News, 1985.
Föstudagur 25. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 9