Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 10
STRHNÐ TORTIMIR MENNINGUNNI Donald Judd: Hernaðarhyggjan í Bandaríkjunum og ( Sovétríkjunum er af sama toga... Ljósm.: Jim Smart. annig komst bandaríski myndlistarmaðurinn Don- ald Judd að orði við blaðamann Nýs Helgarblaðs í vikunni. Hann var staddur á íslandi í fjórða skiptið í einkaerindum. Það eru kynni hans af íslensk- um fornbókmenntum sem hafa dregið hann hingað. Donald Judd er einn af merk- ustu listamönnum Bandarikjanna á þessari öld og hefur lagt ómet- anlegan skerf til þess að endur- nýja myndmál nútímans og upp- götva ný formræn gildi í verkum sem eru samsett úr vélrænt unn- um einingum þar sem yfirborð formsins, litur, stærð og tengsl þess við umhverfið skiptir mestu og þar sem myndbyggingin bygg- ir fýrst og fremst á endurtekningu. En Donald Judd vildi ekki tala um verk sín við blaðamann nema óbeint. Það sem honum lá á hjarta var stríðið. Eyðandi afl stríðsins, sem er andstæða þess sköpunar- starfs sem hann hefur helgað sig sem listamaður. Og við spurðum hann þeirrar einföldu spumingar, hvers vegna hann teldi að Banda- ríkin væru nú komin í stríð. Hemaöar- hagkerfið - Allt frá því seint á fjóröa áratugnum, þegar Bandaríkin fóra að búa sig undir þátttöku í síðari heimsstyijöldinni, hefur banda- rískt hagkerfi verið hemaðarhag- kerfi þar sem hergagnafram- leiðsla og hemaðarappbygging hafa notið forgangs. Engin sið- menning fær staðist slíkt til lengdar. Hemaðarhagstjómin byggist á sóun. Hún leysir hvorki efnahagsleg né menningarleg vandamál samfélagsins. Hún tek- urþvert á móti fjármuni frá menn- ingunni og öllu lífi og sóar þeim í herinn. Hún vinnur gegn menn- ingunni, og allir þeir sem era fýlgjandi stríði era jafnframt and- stæðingar menningarinnar. - Att þú þá við að bandarísk stjómvöld séu á móti menning- unni? - Já, þeir era það og hafa ver- ið það lengi. Fyrst Reagan og síð- an Bush. Þeir hafa þrengt að menningunni með ýmsu móti. Hemaðarhagstjómin hefur leikið Bandaríkin svo illa að þau era á hraðri leið niður á við, bæði menningarlega og efnahagslega. Gagnvart mér sjálfum og öðr- um skapandi listamönnum birtist þetta í minnkandi eftirspum og samdrætti á listamarkaðnum. Það era ekki lengur til peningar fýrir listina því stríðið hefúr forgang. Þetta á líka við um aðrar greinar vísinda og lista, sem ekki tengjast hemaði. Á Vesturlöndum, en einkum þó í Bandaríkjunum, hefur síðast- liðinn áratug verið vaxandi bylgja alræðissinnaðrar hægristefúu. Þeir hafa viljað kalla sig íhalds- menn, conservative, en þeir era í raun tortímandi, destractive. Þessi bylgja alræðissinnaðrar hægristefnu endurspeglast svo í menningunni. Við getum til dæm- is séð það í byggingarlistinni. Alræðissinnuðu hægriöflin vilja sína eigin byggingarlist eins og allir einræðisherrar hafa viljað fýrr og síðar. Það er kannski ekki beinlínis meðvitað, en það er margt líkt með byggingarlist síð- ustu ára og byggingarlist fasista á þriðja og fjórða áratugnum. Póst- módemisminn svonefndi er bygg- ingarlist þessara afla og þess falska hagkerfis sem byggir á hemaðarhagstjóminni. Hann byggist á ódýrum lausn- um og yfirborðskenndum. Alveg eins og hagstjómin. Þeir vilja líka yfirborðskennda og merkingar- lausa list eins og hefúr verið svo áberandi í New York síðustu 20 árin. Þessir menn segja að fjárlaga- hallinn skipti ekki máli. Þeir segja líka að kostnaðurinn af stríðinu skipti ekki máli. Sannleikurinn er hins vegar sá, að í Bandaríkjunum er allt í niðumíðslu. Þetta blasir hvarvetna við. Líka í bænum Marfa í Texas, þar sem ég bý. Mannvirkjum er ekki haldið við og jafnvel götumar era úr sér gengnar. Samt senda þeir hálfa miljón hermanna til Saúdí Arabíu. Sovésk hliðstæöa - Þú varst i Sovétríkjunum á síðasla ári og hélst þar sýningu. Þú hefur vcentanlega séð enn meiri hrörnun þar? - Jú, þeir eiga við sama vandamál að stríða, hemaðarhag- stjómina. Þeir vita ekki hvemig þeir eiga að losna undan þessu mergsjúgandi hemaðarapparati og skriffæði. Gorbatsjov sagði sjálfúr að það væri hemaðarhag- 10.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. jamíar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.