Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 11
Stríðið eyðileggur allt. Það tortímir ekki bara mannslíf-
um og mannvirkjum í Irak. Það tortímir líka
menningunni. Það eyðileggur líka það starf
sem ég er að vinna að í Texas.
stjómin sem hefði sligað Sovét-
ríkin.
í Sovétríkjunum gerist nú ná-
kvæmlega það sama og í Banda-
ríkjunum, þeir em að hverfa aftur
til Kalda stríðsins. Þeir em búnir
að senda herinn inn í Eystrasalts-
ríkin. Það er eins og að hvorki
Bandaríkin né Sovétríkin hafi
getað staðist lok Kalda stríðsins.
Þeir vissu ekki hvað þeir áttu að
gera með hemaðarmaskínuna.
Bandaríkjamenn fóm fyrst inn í
Panama, en þeir fengu ekki nema
lítið stríð út úr þvi. Þá fóm þeir
að leita fyrir sér í eiturlyfjastríð-
inu svokallaða í S-Ameríku, en
það hrökk líka skammt. Þá vant-
aði sárlega hæfilega sterkan óvin.
Það sama á sér nú stað í Sov-
étríkjunum, og það er stórhættu-
leg þróun. Því á sama hátt og
Bandaríkin notfæra sér veikleika
Sovétríkjanna í írak, þá notfæra
Sovétmenn sér veikleika Banda-
ríkjanna í Litháen.
Eystrasalt
og Kúveit
Við sjáum að Bandaríkin hafa
gert lítið úr þeirri stórhættulegu
þróun sem nú á sér stað í Eystra-
saltslöndunum. Þó skipta þessi
lönd mun meira máli en Kúveit.
Bæði vegna þess að þau em fjöl-
mennari og líka vegna þess að
þau em okkur skyldari menning-
arlega og em í hjarta Evrópu.
Menn virðast líka horfa ffam-
hjá þeirri staðreynd, að Sovét-
menn hafa enn um 350 þúsund
hermenn í A-Þýskalandi. Hversu
sjálfstætt er A-Þýskaland ef Sov-
étmönnum snýst hugur og þeir
hætta við að kalla þá heim? Er
sameining Þýskalands kannski
bara til á pappímum? Þetta er
mjög hættulegt ástand.
Menning og
hemaöarhyggja
- Getur þú skýrt það út nán-
ar, hvaða áhrif þetta ástand hef-
ur á menninguna?
- Það er engin tilviljun, að
það er ekki til nein markverð list-
sköpun i Sovétríkjunum. Hún
hefur verið barin niður svo mark-
visst af hinni alræðislegu hemað-
arhyggju, að þar er nú allt menn-
ingarlíf í rúst. Bandaríkin era á
sömu leiðinni. Bæði Reagan og
Bush hafa beitt menninguna
stöðugum þrýstingi. Til dæmis
þurfa þeir listamenn sem fá opin-
bera styrki í Bandarikjunum nú
að skrifa undir skjal þar sem þeir
lýsa því yfir að þeir muni endur-
greiða styrkinn ef þeir verði sak-
felldir fýrir að ástunda kiám. Eg
man ekki hvort sams konar
klásúla gildir um anti-patríót-
isma, en þetta er bara lítið dæmi.
Hemaðarhagkerfið er falskt
hagkerfi sem horfir ffamhjá hin-
um raunvemlegu vandamálum
samfélagsins og ástundar yfir-
borðsmennsku á öllum sviðum.
Við sjáum þetta í arkitektúr póst-
módemismans, þar sem yfir-
borðsmennskan er alls ráðandi.
Það að leita hinna auðveldu
lausna á vandamálinu. Stríðið
sjálft er dæmi þessa. Þetta stríð er
meiri yfirborðsmennska en við
höfúm dæmi um í sögunni. í stað
þess að leysa vandamálin er farið
í stríð.
Þegar Víetnamstríðið var háð
fór þó ffam einhver umræða og
stjómvöld þurftu að einhveiju
leyti að skýra afstöðu sína. En
Bush fannst ekki að hann þyrfli
að skýra það út, hvers vegna
hann færi í stríð. Það var bara
gert. James Baker utanríkisráð-
herra komst að vísu næst sann-
leikanum, þegar hann sagði að
stríðið væri til þess fallið að
„bjarga atvinnutækifærum“. Það
em atvinnutækifærin í hergagna-
iðnaðinum og allri þeirri eyðing-
armaskínu sem hann býr yfir.
Bandarísku hermennimir em
leiguliðar á launum, en jafnvel
það veldur ekki svo miklum
áhyggjum, því Saúdi Arabar
borga helming launanna. Eg hef
hins vegar áreiðanlegar heimildir
íyrir þvi að herinn er búinn að
panta 80 þúsund líkkistur, og
sjónvarpið segir að saumaverk-
stæði vinni nú dag og nótt við að
sauma sekki utan um lík.
A meðan þessu fer fram
minnka umsvifin hjá mönnum
eins og mér. Ég var með yfir 40
manns í vinnu fyrir nokkmm
misserum, við útfærslu verka
minna, en þeir em nú um eða inn-
an við 20. Peningamir em teknir
ffá menningunni fyrir stríðið.
Rasismi
og stríð
- Hvaða áhrif heldur þú að
þessi styrjöld hafi á samskipti
múslima og Vesturlanda?
- Það er ljóst að allir múslim-
ar munu fyllast hatri í garð
Bandaríkjanna og þetta mun snú-
ast upp í einhvers konar trúar-
bragðastyrjöld kristinna gegn
múslimum.
Mönnum væri nær að læra af
reynslu Rússa. Þeir fengu sína
lexíu í Afghanistan.
Annars held ég að Vestur-
landabúar ættu að hugsa meira
um hættuna af því sem er að ger-
ast í Eystrasaltsríkjunum og Sov-
étríkjunum. Hún er mun alvar-
legri en það sem gerðist í Kúveit.
Fyrir annan ágúst vissu
Bandaríkjamenn varla hvað Kú-
veit var eða hvar það var á landa-
bréfinu. Ég veit ekki mikið um
islam, en ég veit að ef í írak
byggi „hvít og kristin þjóð“ eins
og þeir segja í Texas, þá myndi
Bandaríkjastjóm ekki hafa farið
svona að. Þetta er augljós ras-
ismi. Þeir hegða sér svona gagn-
vart Asíubúum og múslimum.
Það er líka dæmigert að meiri-
hluti bandarísku leiguliðanna em
þeldökkir eða fátækir hvítir. Það
er sama mynstrið og tekið var
upp strax eftir þrælastríðið í
Bandaríkjunum. Svörtu þrælamir
sem þá fengu frelsi vom settir
undir hvita herstjóm til þess að
drepa indíánana.
Evrópa á milli
steins og sleggju
- Þú segir að hernaðarhag-
stjómin hafi leikið Bandaríkin
svona illa. En er Evrópa ekki
undir sömu sökina seld?
- Nei, það er vemlegur mun-
ur þar á. Evrópuríkiri leggja ekki
jafri mikið fjármagn í hemaðar-
vélina. Evrópuþjóðimar em betur
skipulagðar og þær em nú betur
staddar efriahagslega en Banda-
Föstudagur 25. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11
ríkin. Stjómvöld em heldur ekki
eins sterk í Evrópu, þau komast
ekki upp með það sama og gerist
í Bandaríkjunum. Að vísu hafa
Frakkar ausið miklu fé í vígbún-
að, en það er samt munur.
Ég hef vinnustofur bæði i
Sviss og Köln i Þýskalandi og ég
veit að þar bera menn meiri virð-
ingu fyrir listsköpun en í Banda-
ríkjunum. Þar er líka meira ffelsi.
Það dugar ekki að hafa frelsi bara
fyrir forréttindahópana, frelsið
þarf að gegnsýra þjóðfélagið, og
hafi menn ekki frelsi þá deyr list-
in eins og allt annað.
Ég álít að Evrópa sé nú í mik-
illi hættu. Efhemaðarhagstjómin
er nú að knýja bæði Sovétríkin
og Bandaríkin aflur til Kalda
stríðsins, þá lendir Evrópa á milli
á ný. Og ef Rússar hætta við að
fara frá A-Evrópu er augljóst
hvert stefriir...
Skyldan aö
segja nei
- Hefur þetta ástand bein
áhrif á starfsaðferðir þinar, það
sem þú ert að vinna að?
- Nei, þetta hefur ekki bein
áhrif á það hvemig ég vinn. Að-
eins óbein, því það er afar niður-
drepandi að hafa stríðsfréttimar
yfir sér daglega. Ég hata einfald-
lega stríðið.
En áhrif henaðarhagstjómar-
innar á listina sjást einfaldlega í
því, að allt listalíf í Bandaríkjun-
um hefúr verið á niðurleið síð-
ustu þrjátíu árin. Það stefriir í það
sama og gerðist í Sovétríkjunum,
þar sem listin var fyrst mergsogin
og svo barin niður með harðri
hendi. Það sama er að gerast í
Bandaríkjunum.
— Telur þú að listamenn geti
eða eigi að beina áhrifum sinum
með einhverjum hætti gegn stríð-
inu?
- Já, allar skipulagðar að-
gerðir em til góðs. Mótmæli á
götum úti er það eina sem hefúr
áhrif á stjómvöld. Kosningarétt-
urinn er bara grín í Bandaríkjun-
um. Ég hef að vísu tekið þátt í
þessu gríni, en það vita það allir
þar, að kosningarétturinn hefur
ekki raunvemleg áhrif.
Það var slæmt að enginn
skyldi segja neitt í ágúst, þegar
herliðið var sent á vettvang. Mót-
mæli þá hefðu getað haft áhrif.
Allir þeir sem hata það að lifa
við stríðið eiga að fara út á göt-
umar og segja nei.
-ólg.
Kaupmannahöfn er ævintýri líkust. Þar býðst allt sem hugurinn girnist. Góðir
veitingastaðir, bjórstofur, skemmtistaðir, menning og listir.
Verslanir eru opnar á laugardögum fyrir þá sem vilja nota tímann vel.
Kaupmannahöfn kemur alltaf á óvart.
FÖSTXTDAGUR TIL MÁNUDAGS
ADMIRAL / S0PH3E AMALIE
TVEIR í HERB. KR. 36.390 Á MANN
! O
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið ‘
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju oq Kringlunnl. Upplýsingar og farpantanir í síma S 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugíeiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum
feei ibunBi Ci lueebuiaÖM MtfllJI\/GOl«4 — AGÍSJJ^