Þjóðviljinn - 25.01.1991, Side 14
Ég horfi til vinstri og
ég sé bílana spúa eiturreyk
upp í ósonlagið
ég sé sígarettustubba liggj
andi í sviðnu grasinu
ég sé nammibréf á gang-
stéttinni við hliðina á
ruslatunnunni
ég sé flöskur, kork og pappa
sem fljóta í olíu
brákinni við höfnina
ég sé, það sem ég vil ekki
sjá
ég lít undan og horfi til hægri
og
ég finn lykt af grútnum í fjör
unni
ég sé dauðar endur fljóta í
grútnum
ég er farinn, ég vil ekki vera
hérna.
En hvað á ég að gera við
tómu bjórdolluna?
Æ ég hendi henni bara í
sjóinn,
hún gerir ekki mikinn skaða.
Páll Sigurgeir Jónasson
7. y Seyðisfirði
Ml
Hvað er
ég + þú?
og
Hvað er
ég á móti þér?
Kæru krakkar
Rétt eftir áramótin birtum við
á Hænsnaprikinu stutta sögu
eftir stelpu á Seyðisfirði. Sagan
var úr blaði sem krakkar úr 7.
bekk gáfu út um umhverfismál
og mengun. í blaðinu var mikið
af athyglisverðu efni. í dag birt-
um við eitt Ijóð.
Eins og þið vitið auðvitað
sjálf, þá eru það ekki börn eða
unglingar, sem menga jörðina
mest. Það erum við fullórðna
fólkið með alla okkar tækni og
þægindi. Hástig mengunar er
stríð. Ekkert eyðileggur jörðina
eins og stríð. Jörðin brennur og
tætist í sundur af sprengjum.
Herþoturnar brenna óheyrilegu
magni af eldsneyti í hverri
sprengjuför. Olían flæðir og
brennur. Og kjarnorkuver sem
yrðu fyrir árás veldur meiri
geislavirkni en nokkur getur
ímyndað sér eða ráðið við.
Nú er enn einu sinni hafið
stríð. Og enginn spurði ykkur
álits. Fullorðið fólk er ekki vant
að spyrja börn, eða hlusta á
börn. Það er bara fegið að vera
ekki lengur börn sjálft og fá
engu að ráða.
Samt eru auövitað margir til,
sem reyna að muna, hvernig
það er að vera barn. Þeir eru til
sem reyna að tala máli barna.
Reyna að hlusta. Þess vegna
skuluð þið halda áfram að
segja það sem ykkur finnst.
Það er áreiðanlega einhver
sem heyrir. Það er áreiðanlega
einhver sem sér, það sem þið
skrifið. Áfram krakkar.
Kveðja
Munið utanáskriftina:
„Hænsnaprikið"
Þjóðviljinn
Síðumúla 37
108 Reykjavík
HA?
ö
o
- Eyja. Þetta er Óli Helgi.
- Sæll vinur. Ertu eitthvað daufur
í dálkinn?
- Það eiga að vera próf í skólan-
um mínum.
- Er nú komið að því!
- Já. Mér kvíðir svo fyrir.
- Það er nú alveg óþarfi. Próf
eru ekkert hættuleg.
- Jú. Við eigum að læra alveg
rosalega mikið. Svo fáum við ein-
kunnir og svoleiðis.
- Uss. Þú skalt nú bara gleyma
þessu með einkunnirnar. Þær
skipta ekki nokkru máli, þegar mað-
ur er svona lítill. Aftur á móti er eitt
gott við próf. Maður rifjar upp það
sem maður er búinn að vera að
læra. Maður dregur það saman ogi
reynir að koma einhverju skipulagi
á það I hausnum á sér. Maður æfir
sig í að muna. Og maður æfir sig í'
að hugsa skýrt.
- Af hverju þarf maður að muna
allt mögulegt?
- Maður kemst nú ekki hjá því í
lífinu. Eiginlega er maður eitt alls-
herjar minni.
- Ég man ekki neitt.
- Manstu ekki neitt. Þú mundir
símanúmerið mitt. Þú manst hvað
þú heitir. Þú manst eftir að fara í
skólann á morgnana. Þú manst
hvað stafirnir heita og hvernig þeir
raðast saman í orð. Eg skal segja
þér það Óli minn, að þú manst svo
mikið, að ég gæti aldrei talið það allt
upp, þótt ég spjallaði við þig vikum
saman.
- Erþað?
- Já. Og galdurinn við próf er
bara að vera rólegur og hugsa skýrt
um allt það sem maður man.
- En við eigum að muna fullt af
skrýtnum orðum, sem ég veit ekkert
hvað þýða.
- Þá eru það orð, sem þú þarft
ekkert á að halda enn. Þú lærir orð-
ið sjálfkrafa, þegar þú þarft á þeim
að halda. En það getur nú verið
skemmtilegt að kunna skrýtin orð.
- Mér kvíðir samt fyrir.
- Óli. Nú ætla ég að leggja fyrir
þig eina spurningu. Ég bið þig að
vera alveg rólegur og hugsa skýrt:
Hvort heldurðu að sé réttara að
segja: Mér kvíðir fyrir. Eða: Ég kvíði
fyrir?
- Mér kvíðir fyrir. Nei. Ég kvíði
fyrir.
- Af hverju heldurðu það?
- Af því annars hefðirðu ekki
spurt. Fullorðið fólk er alltaf að leið-
rétta mann.
- Ólafur Helgi. Mikið asskoti
hugsar þú skýrt.
Höf.: Cecilia Torudd
14.SÍÐA-
ll AGl2
- NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. janúar 1991
■ GAja>?A3J3H TTYM teGt lEÚnsl .2S íu^Ebuizö^)