Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 16

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Síða 16
Draumur í dansi Ámi Bergmann skrifar um leikhús Mynd: Kristinn íslenski dansflokkurinn og Þjóðleikhúsið. Draumur á Jónsmessunótt. Ballett eftir Gray Veredon. við tónlist eftir Felix Mendelssohn. Allt Iætur Shakespeare yfir sig ganga eins og kunnugt er: Hvað skyldu margar óperur og ballettar hafa orðið til um verk hans? í leikskrá eru upplýsingar um eina átta balletta sem gerðir hafa verið um þann elskulega gamanleik Draum á Jónsmessu- nótt, og hefur það vitanlega skipt miklu að Mendelssohn samdi við verk þetta einstaklega elskulega tónlist sem mikil freisting hlýtur að verða dansandi fólki. Það er ekki auðvelt að „rekja söguna" úr leikritinu í dansi: þar eru fem pör úr mannheimum og álfheimum að bítast og elskast á víxl og hafa bæði eðli þeirra og álög ýmiskonar sitt að segja um þær sveiflur. (Og má skjóta því hér að, að stúlkan Helena fer með merkilega jafnréttisræðu á einum stað: hún spyr Hvers vegna í ósköpunum megum við konur ekki bera okkur eftir körlum eins og þeir elta okkur á röndum?) Fléttan sjálf skapar m.ö.o. nokkra hættu á óreiðu á sviðinu og ekki hefúr danshöfundurinn leyst úr þeim vanda öllum: sýningin er nokkuð á flökti og verður áhorf- andinn stundum dasaður nokkuð fyrir bragðið, einkum ffaman af. En vissulega er margt fallegt í þessari sýningu og margt vel af hendi leyst í dansi. Að vísu vekja þau atriði ball- ettsins síst hrifningu sem næst fara klassískum ballett (kröfu- harkan um fullkomið tæknilegt frelsi dansaranna er svo mikil orðin að hún gefur engin grið). En mun betra og áhrifasterkara er ýmislegt sem á að sýna annað- hvort gamanmál eða ffjálslega giímu ástríðnanna. Hér verður ekki farið langt út í þá sálma að fjalla um einstaka dansara, en röskur helmingur þeirra sem með veigamestu hlut- verkin fara eru innfluttir sýning- arinnar vegna. Daniel Havas er hinn fimasti og úrræðabesti í hlut- verki Bokka. Af íslenskum döns- urum er rétt að nefna fýrst ágæta og örugga framgöngu þeirra Þóru Guðjohnsen og Helenu Jóhanns- dóttur: samspil þeirra við sína herra (Hany Hadaya og Jonathan Broad) stóð í engu að baki því sjónarspili sem Mark Hawkins og Elaine Mayson stóðu fýrir í hlut- verki álfakonungs og drottningar. Og svo er að geta sex leikara sem héldu uppi þakklátum gaman- málum (í orðum og látbragði) í hlutverkum „iðnaðarmanna“ sem skemmta eiga í brúðkaupi. Fyrir þeim var Sigurður Siguijónsson sem tekur á sig ýmsar myndbreyt- ingar og Ieysir úr öllu af lævísri og skemmtilegri útsjónarsemi. Frumsýningarhelgina birtist viðtal I Morgunblaðinu við dans- höfúndinn, Gray Veredon. Hann er þar hinn harðorðasti um ástand mála í íslenska dansflokkinum og munu margir hneykslaðir á hans orðum. En kannski er mál til komið að allt fari í bál og brand: íslenski dansflokkurinn hefúr margt þarf- Iegt og gott unnið á sínum ferli, en samt er enn sem hann hangi í lausu lofti og viti ekki í hveija heima skal halda og þau vandræði aukast heldur en hitt. Þýðir víst lítið að segja að allt yrði í lagi ef flölgað væri stöðugildunum eða eitthvað í þá veru - listdansdæm- ið íslenska þarf blátt áfram að hugsa upp á nýtt. Þegar Muddy Waters sló í gegn Sumarið 1941 voru þjóðhátta- fræðingar með hljóðupptökutól sín á ferð lengst suðri Mississippi í leit að Robert Johnson, sem þá var látinn. Þeir fundu Muddy Waters. Meðfram striti útá ökrun- um framfleytti hann sér með því að syngja blús og selja landa. Þjóðháttafræðingamir hljóðrituðu söngvana hans sem þóttu svo merkilegir að blúsmaðurinn ungi var sóttur heim að nýju sumarið eflir. Muddy Waters hét réttu nafni McKinley Morganfield og var fæddur i Rolling Fork, Sharkey County í Mississippi 4. apríl 1915. Hann missti móður sína ungur og ólst upp hjá ömmu sinni í Clarksdale. Ungur fór hann að iðka tónlist: 13 ára eignaðist hann munnhörpu og 17 ára spilaði hann á gítar. Árið 1933 kynntist Muddy gítarleikaranum og blússöngvar- anum Eddie „Son“ House (1905- 1988) og fékk hann örlitla tilsögn hjá honum. Mest lærði hann þó af því að fylgjast með öðrum blús- mönnum leika list sína. Þar voru fremstir Charley Patton (um 1887-1934), áðumefndur Son House og Willie Brown (sem lítið er vitað um). Þessir voru mestir blúsmenn þar í héraði. Muddy hlustaði líka á hljómplötur þeirra bestu og munar þar mest um Ro- bert Johnson (sem ég gat um í síð- asta þætti). í blús Muddy Waters kennir mestra áhrifa frá Son House og Robert Johnson, eins og heyra má bæði á lagavali, söng og gílarleik. Á upptökum Þjóðskjala- safhsins heyrum við að Muddy Waters er mótaður blúsmaður strax 1941. Gífurlegir fólksflutningar voru úr sveitum í suðri og norður til iðnaðarborganna í kjölfar fýrri heimsstyrjaldar. Önnur flóðbylgja slíkra fólksflutninga varð í og eft- ir síðari heimsstyrjöld. Milli 1940 og 1950 fjölgaði blökkumönnum í Chicago um 77%, þar af 55% vegna aðflutnings. Fjöldi blús- manna barst auðvitað með þess- um fólksflutningum. Muddy Waters var staðráðinn í að rifa sig upp úr fátækt og fá- sinni sveitalífsins og láta draum- inn rætast um að verða músík- maður. Hann fluttist því til Chic- ago 1943. Utgáfa á sveitablús var blóm- leg fVá 1925 og fram að efnahags- kreppunni sem hófst 1929. Kreppan mikla hafði afdrifarík áhrif á útgáfu og sölu sveitablús. Blökkumenn höfðu ekki lengur efni á að kaupa hljómplötur. Plötufyrirtæki lentu í kröggum eða fóru á hausinn. Hljóðritun og útgáfa drógust verulega saman. Eftir kreppuna safnaðist hljóm- plötuútgáfa á færri hendur og höf- uðáherslan var lögð á að hljóðrita blúsmenn sem búsettir voru í borgunum með hljómsveitum sem fyrirtækin réðu til starfa í hljóðverum sínum. Þetta hafði auðvitað í for með sér að blúsinn varð einsleitari og blúsmennimir fóru að líkjast hver öðrum. Fyrstu árin eftir síðari heims- styijöldina höfðu stóm hljóm- plötufyrirtækin lítinn áhuga á að taka upp og gefa út blús- hljóm- plötur. Gerðar vom nokkrar til- raunir til að að gefa út gamla borgarblúsinn, en hann höfðaði ekki lengur til blökkumannanna, síst þeirra sem vom nýfluttir norður. Gróskan í blústónlist að- komufólksins fór alveg framhjá stórfýrirtækjunum. Rúm skapað- ist því fýrir smærri fyrirtæki. Eitt þessara fyrirtækja var Aristocrat (sem síðar hét Chess) í Chicago, og sá blúsmaður sem braust í gegn á nýjum markaði með nýjan hljóm á plötum var Muddy Wat- ers. Árið 1947 gaf Aristocrat út plötu með Muddy sem seldist dræmt, enda fékk sérstakur stíll hans ekki að njóta sín. Árið eftir spilaði Muddy á gítarinn sinn með sleða (slide) og söng inn á plötu „I Can't Be Satisfied“. Á baksíðunni var „I Feel Like Go- ing Home“, sem var tilbrigði um sígilt blúsþema að heiman, „Walkin Blues“ sem bæði Son House og Robert Johnson sungu. Margur ungur svertinginn vissi nú hveijum klukkan glumdi og skíf- an seldist eins og heitar lummur. Muddy Waters spilaði og söng blús sem höfðaði betur til blökku- manna sem voru nýfluttir úr sveit- inni en sú músík sem var ríkjandi í Chicago á þeirri tíð. Að öðrum ólöstuðum var hann foringi þeirra sem umbyltu borgarblúsnum eftir seinni heimsstyijöld. Þróttmikill og ástríðufullur blús varð til þegar Delta-blúsinn var leikinn og sunginn í samstilltum, kraftmikl- um og oft háværum hljómsveit- um. Söngur Muddy Waters fýrir Þjóðskjalasafnið (Library of Con- gress) eru á „Muddy Waters Down on Stovall's Plantation" (Testament Records T-2210). „Best of Muddy Waters" (Chess GCH 8044) er ágæt safnplata með bestu lögum Muddy Waters milli áranna 1948 og 1954. Þessa plötu má ekki vanta í blúsplötusafnið. Pétur Tyrfingsson skrífar um blús Ég vaknaði mæddur í morgun... 16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.