Þjóðviljinn - 25.01.1991, Page 17
Réttlát
stríð og
ranglát
Jón Baldvin utanríkisráðherra
var að því spurður á dögunum,
hvort stríðið gegn írak væri
réttlátt stríð. Hann sagði svo
vera „í Biblíuskilningi“, eins og
hann komst að orði. Þá var á
hann gengið um það, hvað
honum fyndist sjálfum og hann
svaraði með spurningu: Ja,
hvað er réttlátt stríð?
Spuming sem hefur reyndar
vafist fyrir mörgum.
Með hverjum
heldur þú?
Við höfiim ekki lifað friðar-
tíma síðan síðari heimsstyijöld
lauk. Smærri og stærri stríð hafa
geisað um mestallan hnöttinn. Og
í flestum dæmum hafa menn tek-
ið, af meiri eða minni ástríðu, af-
stöðu með eða móti styrjaldarað-
ilum. Hafa fundið sér einhvem
„til að halda með“. Fundist hans
málstaður skárri eða kannski blátt
áfram réttlátur.
Þegar Víetnamar, Kenyamenn
eða Alsírbúar vom að beijast fyr-
ir sjálfstæði sínu við þau nýlendu-
veldi sem yfir þeim höfðu ráðið,
þá vom allir vinstrimenn og
margir fleiri reyndar sannfærðir
um að málstaður þjóðfrelsisafla
væri góður, þeirra stríð væri rétt-
látt, eða þvi sem næst. Þegar á
leið flæktust mál jafnan vegna
þess, að menn spurðu ekki barasta
um þjóðfrelsisöfl gegn gamalli
heimsveldastefnu, heldur um það
hverjir hefðu forystu í sjálfstæðis-
baráttu hér og þar. Og þá um leið
að því, hvort tiltekið stríð mundi
skerða eða auka áhrif Bandaríkja-
manna eða Sovétmanna á því
svæði þar sem barist var. Samúð
og andúð á striði var mjög læst í
nauðhyggju kalda striðsins: sá
sem er óvinur míns óvinar er
minn vinur.
Menn ruglast
í rími
En smám saman hafa menn,
hvort sem þeir nú stóðu til vinstri
eða hægri, átt erfiðara með að
fínna „sina menn“ í stríðum. Mál
flæktust verulega þegar Víetna-
mar réðust inn í Kampútseu og
steyptu stjóm Rauðra khmera og
menn spurðu hissa: em þetta ekki
allt saman kommúnistar og and-
stæðingar Bandaríkjanna? Hver
er hvað og hver er ekki hvað?
Sovétmenn studdu Víetnama og
Kínveijar Pol Pot og Bandaríkja-
menn og þeirra vinir í Asíu og
víðar hafa haft sitt að segja um að
Rauðir khmerar eru enn öflugir -
eins þótt enginn flokkur manna
hafi verið eins atkvæðamikill um
að slátra eigin löndum og þeir.
Annað dæmi sem hlaut að
rugla menn í réttlætisríminu var
langvarandi og feiknalega mann-
skæð styijöld írans og Iraks. Að
vísu var þá aldrei spurt um samúð
hér á Vesturlöndum: flestum virt-
ist sama og horfðu á það með
dijúgum hundingjahætti að þessir
Asíumenn dræpu hver annan. Um
leið og vopnasalar sáu til þess að
hvorugur gæti drepið hinn alveg
og orðið stórveldi við Persaflóa.
Og byggðu þá upp í leiðinni það
herveldi Saddams Husseins sem
nú er reynt að brjóta í mask og
mél með feiknalegum loftárásum.
Stríöið núna
Það Persaflóastríð sem nú er
hafið kallar reyndar á sterkari af-
stöðu en hið fyrra. Smáríki var
innlimað og hvað sem mönnum
fannst um stjómarfar í Kúvæt er
óhollt að láta nokkum komast upp
með slíkt. Þá er hægt að benda á
það, að það er ekki barasta vegna
olíuverðs að Saddam Hussein er
hættulegur sem æðsti maður
„svæðisbundins stórveldis" al-
vopnaðs: hans stjómarfar er lítt
gæfulegt, eins og Kúrdar og fjöl-
margir aðrir þegnar hans hafa
fengið að reyna. A hinn bóginn
saftia þeir í mótmæli gegn stríði,
sem ekki vilja að Bandaríkin og
bandamenn þeirra gegni hlutverki
heimslögreglu, svo oft sem það
hlutverk hefúr verið misnotað.
Um leið og bent er á þá hræsni að
vekja upp óvígan her vegna Kú-
væt en láta annað ranglæti lönd
og leið.
Þú skalt ekki
mann deyða
Ur þessu hafa menn verið að
spila að undanfömu eins og von-
legt er. En þótt samúð með ein-
stökum af þeim viðhorfum sem
að ofan vom rakin togi í menn af
mismunandi miklu afli, þá er eitt
þó áberandi: Menn sjá ekki bein-
línis „réttlátt stríð“ í þessu dæmi.
Það safnast upp svo margir fyrir-
varar hjá hveijum þeim, sem ekki
lætur eitthvað blinda sig með öllu
(t.d. Kanahatur, arabahatur
eða eitthvað þessháttar).
Og þetta leiðir til þess að þeir
sem mótmælt hafa stríðinu, hafa
margir hveijir eins og horfið ffá
spumingum um „réttlátt stríð“.
Og yfir til þeirrar friðarhyggju
sem fordæmir öll stríð á siðferði-
legum og kristilegum forsendum.
„Þú skalt ekki mann deyða“,
stendur þar.
Hvað sagði
kirkjan?
Það var eftirtektarvert, að um
það bil sem stríðið hófst komu
samþykktir gegn væntanlegri árás
á írak í striðum straumum ffá
bandarískum kirkjum og frá
heimskirkjuráði. Má vera að þar
hafi sitt að segja viss iðrun: lengi
hafa kristnar kirkjur látið hafa sig
út í að „blessa vopnin" fyrir „sína
menn“, einnig og ekki síst þegar
kristnar þjóðir börðust innbyrðis.
Ekki nema von að menn vilji
forðast að slíkt endurtaki sig. En
slík ffiðarafstaða nær nú víðar en
til kristinna kirkna, sem segja má
að séu að vissu leyti skuldbundn-
ar til hennar. Hún verður einnig
viss útleið úr siðferðilegum vanda
þeirra sem áður vora vanir að
finna sér réttlátan eða ranglátan
málstað í stríði: best að slá striki
yfir það allt saman og segja: Það
getur ekkert réttlætt strið.
Andóf án
ofbeldis
Þeir kokhraustir fjölmiðlung-
ar sem hér og annarsstaðar lýsa
frati á slíka afstöðu ættu að minn-
ast þess að hún á sér langa hefö í
okkar hugarheimi. Hún er að
sjálfsögðu rakin til þess Krists,
sem vildi að menn bæðu fyrir
óvinum sínum. Þessi hluti hins
kristna boðskapar hefur vitanlega
legið í láginni lengst af, vegna
þess að menn töldu hann tengjast
við svo ofurmannlega kröfu að
hvergi væri hægt að fara eftir hon-
um í reyndinni. Þó hafa menn
reynt það. Tolstoj gerði hinn
kristna boðskap „Þú skalt ekki
rísa gegn mótgjörðamanninum"
að sínum og reisti á honum kenn-
ingar sínar um andóf án ofbeldis.
Þær höföu svo mikil áhrif á Gand-
hi ungan þegar hann var að velta
því fyrir sér, hvemig hann gæti
skákað veldi Breta á Indlandi.
Eins og kunnugt er bám baráttu-
aðferðir Gandhis það mikinn ár-
angur, að ýmsir, þeirra á meðal
hann sjálfur, fóm
að mæla með
þeim við allar að-
stæður. Meðal
annars ráðlagði
Gandhi andfasistum Evrópu að
beita hans aðferðum gegn Adolf
Hitler. En það gat ekki gengið upp
eins og fljótlega kom fram - og
kenningum Gandhis gleymdu
menn alllanga hríð. Eða allt þar til
blökkumannaforinginn Martin
Luther King sá af sinni skynsemi
að bandariskt þjóðfélag væri lík-
lega nógu siðað til þess að prófa
mætti á því „andóf án ofbeldis“ til
að saxa á aðskilnað og lögbundið
misrétti kynþátta í mörgum rikj-
um Bandaríkjanna.
Rétt stefnumið
Þeir sem lýsa sig andvíga
stríði yfir höfúð hafa vitanlega
góðan og göfúgan rétt til þess.
Með einu skilyrði þó: að þeir séu
sjálfir tilbúnir að hugsa allar af-
leiðingar til enda og freistist ekki
sjálfir til að hoppa til fylgis við
næsta „réttláta“ strið sem þeir
koma auga á. Þeir sem þessa af-
stöðu taka hafa rétt fyrir sér í því,
að öll stríð em þmngin ranglæti
(einatt ófyrirsjáanlegu) og að þau
hafa tilhneigingu til keðjuverkana
(Það er fáránleg óskhyggja að
halda að það sé nóg að kála Sadd-
am Hussein til að friðvænlegt
verði í Austurlöndum nær.) Þá
hafa friðarsinnar rétt fyrir sér í því
að allt skal fyrr reyna en stríð, og
sýna þá mikla þolinmæði.
Tækifæri
glutrað niður
I fjölmiðlaumræðu hér á landi
um það leyti sem loftárásir á írak
hófúst urðu allar áherslur mjög
leiðinlegar vegna þess að það var
eins og ekki væri um annað að
ræða en annaðhvort að stúta
Saddam Hussein með allsheijar-
stríði fljótt og vel eða „láta hann
komast upp með hvað sem var“.
Hvemig sem nú á því stóð lenti
mjög úti í homi sá valkostur sem
um það sama leyti haföi skipt til
dæmis Bandaríkjamönnum (sem
vitanlega áttu einna mest í húfi) í
tvo parta, nokkumveginn jafti-
stóra. En það var sá valkostur að
fylgja eftir viðskiptabanni við Ir-
ak, láta það grafa undan Saddam
Hussein og alræði hans.
Undir þennan kost skrifuðu
margir menn sem ffáleitt verða
taldir ffiðarsinnar í heföbundnum
skilningi þess orðs. Menn sem era
fyrst og síðast vanir að meta raun-
vemlega stöðu mála og gefa ffá
sér óskhyggju, vonda sem góða.
Þeir sögðu sem svo í ótal greinum
sem lesa mátti í blöðum: Það er að
sönnu rétt að viðskiptaþvinganir
hafa ekki virkað nema hægt og
seint hingað til. En það er Hka
núna fyrst að skapast hefúr svo
römm alþjóðleg samstaða um að
beita slíkum ráðum og nú varð
gegn írak. Og þótt ráðamenn í ír-
ak töluðu digurbarkalega þá var
viðskiptabannið farið að sverfa að
þeim og afleiðingar þess áttu effir
að stigmagnast. Þegar svo stefhan
var tekin á allsherjarstríð, þá var
eyðilagður kannski eini mögu-
leikinn sem „samfélag þjóðanna“
fær til að gera í alvöru tilraun með
að hnekkja ofbeldi án þess að
stigmagna ofbeldi.
Arni
Bergmann
Föstudagur 25. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17
•ffe'KI íbuíís^ <SK ■-tí'VW •—