Þjóðviljinn - 25.01.1991, Page 18
íslandsmótið í atskák fór fram
um síðustu helgi. I atskák er um-
hugsunartími takmarkaður, venju-
lega 30 mínútur á skák, og er þetta
þannig eins konar millistig milli
hraðskákar og kappskákar. Skák-
imar verða því tæplega eins góðar
og þegar umhugsunartími er lengri
en á móti kemur að skemmtan á-
horfenda vex, því nóg er af æsileg-
um augnablikum í hverri umferð.
Sextán skákmenn höfðu tryggt
sér rétt til að tefla í úrslitunum og
voru þar tefld fjögurra manna út-
sláttareinvígi þannig að keppend-
um fækkaði smám saman. I lokin
áttust þeir við Þröstur Þórhallsson
og Jóhann Hjartarson og var viður-
eign þeirra sýnd í sjónvarpinu á
sunnudaginn. Lauk svo að Þröstur
sigraði eftir tvísýna keppni. Hann
vann fyrstu skákina, Jóhann aðra,
sú þriðja varð jafhtefli en Þröstur
vann fjórðu og síðustu skákina og
hlaut þannig 2 1/2 vinning gegn 1
1/2 vinningi Jóhanns. Síðasta skák-
in var mikill tímahrapsbamingur.
Þröstur tapaði tveim peðum en gat
þó þvælt taflið, hótað máti og
margs konar leiðindum enda unnu
riddari og hrókur hans vel saman.
Jóhann féll svo á tíma í jafnteflis-
stöðu. Er Þröstur því íslandsmeist-
ari í atskák árið 1991 og vel að
þeim titli kominn. Þriðja og fjórða
sætinu deildu þeir Friðrik Olafsson
og Karl Þorsteins.
Úrslitakeppninni var sjónvarp-
að beint, og milli þess sem leikir
Atskák og gömul tíð
vom raktir og skýrðir - um þá hlið
sá Jón L. Amason með góðum
stuðningi Áskels Kárasonar - vom
tekin viðtöl við ýmsa kunna skák-
menn af eldri kynslóðinni, forustu-
menn skákhreyfmgarinnar og á-
horfendur. Óneitanlega fór mikið
fýrir samanburði á fyrri dögum og
því sem nú er að gerast í þessum
viðtölum, mönnum varð tíðrætt um
árangur ungu mannanna núna, betri
aðbúnað á skákmótum og veg skák-
hreyfingarinnar. Þá vom rifjaðir
upp atburðir í sambandi við merk
mót eins og einvígi Fishers og
Spasskys 1972, einvígi Friðriks og
Larsens 1955 og minningarmót
Guðjóns Ó. 1956. Tvær síðartöldu
keppnimar fóm fram í Sjómanna-
skólanum og var aðsókn að keppni
Friðriks og Larsens svo mikil að
fyrsta kvöldið komu yftr 800 áhorf-
endur en margir urðu frá að hverfa.
Leikjunum var útvarpað með stuttu
millibili og í blaðafrásögnum má
sjá að útvarpsstjórinn var jafnvel
vakinn upp um nætur af bráðlátum
skákunnendum sem vildu fá fréttir.
Larsen vann naumlega með 4 1/2
gegn 3 1/2 en þeir tefldu um Norð-
urlandameistaratitilinn í skák.
Árið eftir var svo Guðjóns-
mótið, en það var haldið til minn-
ingar um Guðjón M. Sigurðsson
skákmeistara, einn sterkasta skák-
mann íslendinga fyrstu árin eftir
stríð, en hann lést langt um aldur
fram. I mótinu kepptu átta íslend-
ingar og tveir gestir frá Sovétríkj-
unum, þeir Taimanov sem þá var
skákmeistari Sovétrikjanna og al-
þjóðlegi meistarirm Ilivitsky sem
hafði náð ágætum árangri árin á
Jón
Torfason
undan. Það var einnig haldið í Sjó-
mannaskólanum í marsmánuði og
mikil vinna lögð í mótshaldið.
Meðal annars voru skákimar skýrð-
ar í hliðarsal og mun það hafa verið
eitt af fyrstu skiptunum sem það
var gert hér á landi.
Þá daga sem mótið stóð var
samstjóm Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks að hrökklast frá
og kosningar í aðsigi. Það var því
mikið um að vera og einkennilegt
að sjá að ekki er minnst einu orði á
mótið í Morgunblaðinu þessa daga,
en Þjóðviljinn aftur á móti með
fréttir og skákir daglega. Kann að
vera að þama haft pólitíkin eitthvað
blandast í en önnur skýring er sú að
sá góðkunni skákmaður Guðmund-
ur Amlaugsson sá um skákþátt í
Þjóðviljanum á þessum ámm með
miklum ágætum.
Úrslitin urðu þau að Friðrik Ó-
lafsson sigraði með 8 vinninga af 9
mögulegum, en Taimanov og llivit-
sky urðu næstir með 7 1/2 vinning
hvor. Þessir menn gerðu allir jafn-
tefli innbyrðis en að auki gerðu
báðir Rússamir jafntefli við Ben-
óný Benediktsson og það dró þá
niður um þann hálfa vinning sem
munaði á þeim og Friðriki. Frá
þessum atburðum mun komið við-
umefnið “Rússabani” sem lengi
loddi við Benóný. í næstu keppend-
ur var 3 1/2 vinnings bil, en næstur
var Gunnar Gunnarsson, síðan
Benóný, Guðmundur Ágústsson,
Baldur Möller, Jón Þorsteinsson,
Freysteinn Þorbergsson og Sveinn
Kristinsson.
Það er vert í þessari upprifjun
að skoða loks skák Benónýs við
Taimanov. Byijunin var að vísu
ekki efnileg, því Benóný lenti með
svörtu í afbrigði af Nimzoind-
verskri vöm, en um þá bytjun hafði
Taimanov þá nýlega skrifað ágæta
bók, en við skulum sjá hvemig fór.
Hvítt: Taimanov
Svart: Benóný Benediktsson
1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e6
3. d4 - Bb4 4. e3 - b6
5. Rg-e2 - Bb 6. a3 - Bxc3+
7. Rxc3 - a5
Dæmigerður Benóný.
8. Bd3 - d5
9. 0-0 - Rb-d7 10. b3 - 0-0
11. Bb2 - He8 12. Hcl - e5
13. Rxd5 - Rxd5 14. cxd5 - e4
15. Bb5 - Bxd5 16. Dc2 - c6
Nú má ekki 17. Bxc6 vegna
Hc8 og biskupinn er leppur.
17. Bc4 - Rf6 18. Bxd5 - cxd5
19. a4 - h5
Hvítur nær einu opnu linunni á
borðinu svo Benóný leitar mótfæra
á kóngsvæng eins og kemur í ljós
síðar.
20. Ba3 - Hc8 21.De2-Dd7
22. Da6 - ...
Skemmtilegur leikur. Nú hefúr
hvítur vald á c8-reitnum svo svartur
á ekki gott með að andæfa á c-lín-
unni.
22. ... - De6
23. h3 - Kh7
25.Hxc8- Hxc8
27. Da6 - Kg6
29. Ba3 - Ha8
24. Db7 - g5
26. Be7 - Dc6
28. f3 - Rg8
30. De2 - Rf6
Staðan er nokkum veginn í
jafnvægi. Ef hvítur kemst í gegn
verða peð svarts veik þannig að
hann má vara sig. Benóný verst
með því að hafa stöðugt uppi til-
burði til aðgerða á kóngsvæng og
binda menn hvíts þannig niður.
31.f4-g4 32. Be
Kóngurinn er sterkur maður
bæði í sókn og vöm, gæti Benóný
hafa hugsað með sér.
33. Bxf6 - Dxf6 34. Hcl - De6
35. Df2 - Df6 36. Hc7 - Hg8
37. Dg3 - h4 38. hxg4+ - Hxg4
39. Dh3 - ...
Það lítur vel út að leppa hrók-
inn, en Benóný verst því auðveld-
lega. Ef 39. Df2 kemur Hg3 og
hvítur á alltaf ffamrásina h4-h3 yfir
höfði sér, en þá galopnast kóngs-
staða hans.
39.. .. - De6 40. Hb7 - Kf6
41. Kh2 - Kg7 42. Hxb6 - ...
Er Benóný að leika af sér? Ef
svartur drepur hrókinn fellur hans
hrókur með skák og síðan tínir hvít-
ur upp peðin og vinnur.
42.. .. - Df5
43. Hb5 - Dh5 44. Hxd5 - f5
45. Hc5 - Kg6
46. Hc6+ - Kg7
47. Hc7+ - Kg6
Og jafntefli með þráskák.
Hvemig stóð nú á þessu? Jú, hvítur
er kominn í neyðarlega klemmu
með drottninguna. Meðan svarti
kóngurinn valdar f5-peðið hótar
hann Hg3 og drottningin er af. Ekki
dugar heldur að víkja kóngnum frá
því þá, bijótast hrókur svarts og
drottning inn í stöðuna með skelfi-
legum afleiðingum fyrir hvít.
Frækileg vöm Benónýs bar því
þama góðan árangur.
Hverjir verða meistarar?
Sveitir Tryggingamiðstöðvar-
innar og Samvinnuferða annars
vegar og Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka og Landsbréfa hins
vegar munu spila til úrslita um
Reykjavíkurmeistaratitilinn um
þessa helgi.
Undankeppni Reykjavíkur-
mótsins lauk um síðustu helgi. 12
efstu sveitimar tryggðu sér rétt til
þátttöku í Islandsmótinu. Röð
efstu sveita varð:
1. Tryggingamiðstöðin 362
2. V.l.B. 360
3. Samvinnuferðir 358
4. Landsbréf 354
5. S. Ármann Magnússon 340
6. Valur Sigurðsson 333
7. Omar Jónsson 306
8. Roche 295
9. Steingr. G. Pétursson 288
10. Gunnlaugur Kristjánsson
281
11. Hótel Esja 270
12. Sverrir Kristinsson 261
Næstu sveitir urðu:
13. Hreinn Hreinsson 260
14. Sigmundur Stefánsson
258
Athyglisvert er að skoða inn-
byrðis viðureignir 6 efstu sveit-
anna, en leiða má líkur að styrk-
leika þeirra (raunverulegum) með
þeirri aðferð. Útkoman
er þessi:
1. V.Í.B. 90 stig
2. S. Ármann Magnússon 83
stig
3. Samvinnuferðir 78 stig
4. Landsbréf 73 stig
5. Valur Sigurðsson 66 stig
6. Tryggingamiðstöðin 55 stig
Athyglisvert er að efsta sveit-
in úr undankeppni skuli vera
neðst í þessum samanburði.
Úrslitakeppni mótsins hefst
kl. 13 á morgun og er spilað á
Loflleiðum. Spiluð verða 48 spil i
undanrás, en 64 spil í úrslitum.
Nv. Reykjavíkurmeistari í
sveitakeppni er sveit Tiygginga-
miðstöðvarinnar. Frítt verður inn
fyrir áhorfendur og leikir sýndir á
sýningartöflu.
Eggert Benónýsson er látinn.
Eggert var á árum áður einn af
okkar albestu spilurum. Islands-
meistari í tvímenningskeppni
1958 og 1962, íslandsmeistari í
sveitakeppni 1951, 1955, 1956,
1959, 1961, 1963, 1966, 1967 og
1970, alls 9 sinnum. Hann spilaði
fyrir íslands hönd á Norðurlanda-
mótum, Evrópumótum og Ol-
ympíumótum. Forseti Bridge-
sambands íslands og formaður
Bridgefélags Reykjavíkur.
Eggert tók síðast þátt í
íslandsmóti 1988 ogkomst
þá í úrslit í tvímennings-
keppni mótsins. Einnig
stóð hann að útgáfu fyrsta
Ólafur
Lárusson
tímarits um bridge hér á landi, á
árunum upp úr 1950.
Eftirlifandi bömum Eggerts
eru færðar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Aðalsveitakeppni Bridgefé-
Iags Reykjavíkur, hefst miðviku-
daginn 30. janúar. Keppt verður
eftir Monrad-fyrirkomulagi, alls
12 umferðir. Skráning er hjá BSI
eða Jóni Baldurssyni í s: 77223.
Sigurvegarar í aðalsveita-
keppni Hafnfirðinga varð sveit
Drafnar Guðmundsdóttur. Með
henni spiluðu í sveitinni; Ásgeir
R Ásbjömsson, Hrólfur Hjaitason
og Sverrir Ármannsson.
Minnt er á skráninguna í ís-
landsmót kvenna og yngri spilara
í sveitakeppni, sem spiluð verður
um aðra helgi. Skráð er á skrif-
stofu Bridgesambandsins, og lýk-
ur skráningu á miðvikudaginn.
Mjög góð þátttaka var hjá
Skagfirðingum sl. þriðjudag. Yfir
50 spilarar mættu til leiks, í eins
kvölds tvímenningskeppni. Efstu
skorir tóku Ármann J. Lámsson
og Olafur Lámsson 287 og Ragn-
heiður Tómasdóttir og Lovísa Jó-
hannsdóttir 263.
Næsta þriðjudag verður enn
eins kvölds tvímenningskeppni,
en þriðjudaginn 5. febrúar hefst
svo aðalsveitakeppni deildarinn-
ar.
Erlendir gestir á Bridgehátíð
1991 verða að líkindum sveitir frá
USA (Sontag, Polowan, Molson
og Baran), Austurriki (Fucik,
Meinl, Berger og Terreano) og
blönduð sveit með höfðingjann
Zia í fararbroddi. Einhverjar
breytingar gætu þó orðið í þessum
efnum, m.a. vegna vaxandi
ókyrrðar í heiminum. Nánar siðar.
Eftirfarandi spil kom fyrir hjá
Skagfirðingum þriðjudaginn 15.
janúar (eins kvölds tvímennings-
keppni). Flestir urðu sagnhafar í 6
spöðum eða 6 gröndum á spilið.
Á öllum borðum varð sama niður-
staða. Einn niður (tvo niður í alsl-
emmu, sem sást einhversstaðar).
Þórður Sigfússon kom að máli við
undirritaðan og gaukaði spilinu
að honum með þeim orðum, að
alltaf mætti vinna spilið, en það
væri ekki sjálfgefið. Lítum á þetta
glæsilega spil:
S:---
H' 53
T: DG1096
L: DG10876
S: ÁD973 S: KG1082
H: Á2 H: K4
T: Á73 T: K84
L: K92 L: Á53
S: 654
H: DG109876
T: 52
L: 4
Vestur er sagnhafl í 6 spöðum,
eftir að Norður hefur „spriklað" í
láglitunum og Suður gefið
(óvænt) hjartasögn á leiðinni. Út-
spil Norðurs er laufadama. Og þú
tekur við, lesandi góður. Einhver
áætlun?
Við Þórður vorum sammála
um, að vinningsleiðin væri ekki
skýrð í bókum (né kirkjuritum).
Einna helst að líkja mætti aðferð-
inni við „aftöku í björtu“ og
sleppa frá því.
Lítum á úrvinnsluna, að
„hætti“ Þórðar:
Við tökum á laufakóng heima.
Spaðann tökum við þrisvar. Tígul
á kóng, tígul að ás. Leggjum nið-
ur hjartaás og hendum kóng undir
og meira hjarta. Suður á ekkert
nema hjarta eftir. Við trompum í
borði, hendum tígli að heiman,
spilum trompi heim og síðasta
trompið þvingar Norður í tígli og
laufi. I þriggja spila endastöðu á
sagnhafi heima, eitt tromp, einn
tígul og eitt lauf. Norður á hæsta
tígulinn og laufagosa og tíu og
blindur er með einn tígul og laufa-
ás annan. Þegar síðasta trompinu
er spilað, er Norður einfaldlega
þvingaður i láglitunum. Stór-
glæsilegt spil.
Þórður Sigfússon á heiður
skilinn fyrir frábært „auga“ í
leiknum. Spil sem þessi liggja
víða á spilakvöldunum. Málið er
að koma auga á þau. Gefa þeim
líf.
18.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. desember 1991