Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 6

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 6
Burt með Saddam Bandaríkin og helstu bandamenn þeirra í Persaflóastríði gera sig að líkindum ekki ánægða með að Irak sleppi Kúvœf, heldur virðist nú vera stefnt að því að slá Irak út sem svæðisbundið stórveldi Þegar þetta er ritað Iítur helst út fyrir að Persaflóa- stríð haldi áfram, hvort sem Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hefja sókn á landi hið bráðasta eða halda áfram enn um sinn að mylja íraksher niður með loftárásum. Bandarikjamenn, Bretar og Frakkar hafa hafnað vopnahlé- stillögum Gorbatsjovs og Sadd- am Hussein, Iraksforseti, snið- gekk þær í ræðu sinni í gær. Sagði hann þá að Irakar myndu halda vöm sinni áfram, þar eð banda- menn féllust ekki á skilyrðabund- ið tilboð hans um að sleppa Kú- væt, sem hann lagði fram fyrir síðustu helgi. Sammála um eitt Ýmislegt bendir til að ráða- menn Vesturvelda, Saúdi-Arabíu og bandalagsríkja hennar á Arab- íuskaga hafi ekki harmað mjög urnmæli Saddams í ræðunni í gær, en í fljótu bragði séð var þá á honum að heyra að ekki kæmi til greina að írakar slepptu Kúvæt skilyrðislaust. Bemd Debus- mann, fréttaskýrandi hjá Reuter, skrifar á þessa Ieið: Vera má að Bandarikjamenn og Irakar séu ekki sammála um margt, en a.m.k. em þeir líklega nokkum- veginn á einu máli um að stríð þetta sé ekki fyrst og fremst háð út af Kúvæt. Debusmann styðst um það við bandaríska sérffæð- inga um stjómmál þarlendis og í Austurlöndum nær. „Þegar þeir (bandamenn) tala um undanhald (ffá Kúvæt) eiga þeir við að Irak verði svipt öllu valdi ... nú koma þeir fram með margar nýjar kröfur á hendur okk- ur.“ Þetta er mjög á þá lund sem Iraksstjóm hefur lengi haldið fram og að líkindum álítur mikill þorri írasks almennings það sama. Menntaðir Irakar, sem ann- ars trúa varlega áróðri ráðamanna sinna og hlusta fremur á erlendar útvarpsstöðvar en innlendar, segja eigi að síður sem svo: Bandamenn fóm í stríð til að hindra að írak yrði meiriháttar veldi, efnahagslega og hemaðar- lega (það síðamefnda var það þegar orðið) og til að steypa Saddam. Bandaríkjamenn almennt segja eitthvað svipað, séu þeir spurðir um tilgang stjómar sinnar með stríðinu. Bandaríkjastjóm heldur þvi að vísu enn fram opin- berlega að markmið hennar sé það eitt að endurreisa Kúvæt sem sjálfstætt ríki, og svo kann upp- haflega að hafa verið. En nú er búið að draga saman á Persaflóa- svæði ógrynni liðs og vopna með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Það hefur að likindum leitt til þess að bandarískir stjómmála- menn og hershöfðingjar séu fam- ir að hugsa á þá leið, að ailt það umstang verði til lítils ef Saddam sleppi ekki verr en svo frá sínu landvinningaævintýri að hann haldi talsverðu af hemaðarmætti sínum, eiturgasi þar á meðal og ef til vill möguleikum á að koma sér upp kjamavopnum eftir nokkur ár. Ef útkoman yrði þessi, hefði Saddam möguleika á að verða áfram dáður af mörgum aröbum og öðmm múslímum sem hug- rökk hetja arabaþjóðar og íslams, er boðið hefði hinum voldugu Vesturlöndum byrginn og haldið nokkumveginn velli. Með því móti gæti Irak e.t.v. haldið stöðu sinni sem svæðisbundið stórveldi, ógnað grönnum sínum áfram og keppt héreftir sem hingað til við Egyptaland og Sýrland um for- ustu fyrir aröbum. Á þetta líst a.m.k. ekki Saúdi- Arabíu og Arabíuríkjum i banda- lagi við hana. Þau virðast því nokkumveginn sammála Vestur- veldunum um að nauðsynlegt sé að losna við Saddam og her hans. „Mjög fljótlega eftir að sprengjuárásimar hófúst, byrjuð- um við (Bandaríkin) að reyna að ná markmiðum, sem koma Kúvæt ekkert við,“ segir Yahia Sadowski, sérfræðingur um Aust- urlönd nær við Brookings Ins- titution í Washington. Þau mark- mið em að dómi Sadowskis: Að Iama her og vígbúnað íraks, svo að það geti í framtíðinni ekki ráð- ið miklu um gang mála utan landamæra sinna. Og að Iama efhahagsstyrk þess, svo að hann verði ekki notaður til að halda hemaðarmættinum við eða end- urreisa hann. Sadowski og fleiri álíka sér- ffæðingar gefa í skyn, að skiln- ingur á viðhorfum bandarísks al- mennings kunni að hafa valdið nokkm um að Bush og aðrir ráða- menn þarlendir hafi farið að láta að því liggja, að stríðsmarkmið Bandaríkjanna væm þau sem að ofan greinir. Bent er á að banda- rískur almenningur hafi alltaf ver- Rústir í Bagdað eftir loftárás - Bandarfkjamenn og (rakar em sammála um að strfðið sé ekki fyrst og fremst háð út af Kúvæt. ið því ffábitinn að lenda í meiri- háttar stríðum langt ffá landa- mæmm sínum og eftir Víetnam- stríðið gildir það alveg sérstak- lega um þriðja heiminn. 78 af hundraði með stríði Þetta geti hinsvegar breyst, segja sérfræðingamir, ef Banda- ríkjamenn fáist til að trúa því að þeir heyji réttlátt stríð, stríð hins góða gegn því illa. Þesskonar sannfæring, bæði með Banda- ríkjamönnum og öðrum, magnast oft ef hægt er að persónugera and- stæðinginn, beina athyglinni að forkólfi hans sem sterkum og jafnframt illum og djöfúllegum persónuleika, er haldi öllum þráð- um meðal óvinanna í hendi sér. Enginn sigur, ekkert réttlæti, ekk- ert öryggi sé því mögulegt nema að forkólfur þessi sé kveðinn nið- ur í eitt skipti fyrir öll. Eitthvað á þessa leið fór Bush að þegar hann sendi her sinn gegn Panama í árslok 1989. Þá sögðu bandarískir ráðamenn: Við fómm ekki í stríð við Panama, heldur Noriega, illan harðstjóra og eitur- lyfjasala (sem þessi panamski valdhafi vissulega var). Og þorri Bandaríkjamanna taldi að þetta hefði verið vel og vasklega gert af stjóm þeirra. Það má vera að Bush hafi haft þetta í huga er hann beindi sviðs- íjósinu að Saddam sem höfúðpaur illra afla. Það hefur Bush líka gert með góðum árangri, enda sá leik- ur einkar auðveldur þegar foringj- ar eins og Saddam eiga í hlut. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar em 78 af hundraði Bandaríkjamanna sam- mála því að farið var í stríð við Ir- ak. Af síðustu ummælum breskra og ffanskra ráðamanna er helst að skilja að þeir séu i þessu nokkum- veginn á sama máli og þeir bandarísku. Fjöldamorð á fuglum Persaflói er mikill viðkomustaður farfugla, og hœtta er á að olíubrákin grandi þeim í hundruðþúsundatali Olíubrákin mikla á Persaflóa hefur þegar drepið þúsund- ir fugla og gæti orðið hundruð- um þúsunda að bana á næstu vikum. Þetta er álit dýravernd- unarfélagsins World Society for the Protection of Animals (WSPA). „Þetta er án vafa skæðasti ol- íuleki sögunnar," segir John Walsh, aðstoðarframkvæmda- stjóri félagsins, sem verið hefur í Saúdi-Arabíu síðan 10. þ.m. og fylgst með olíubrákinni og tjón- inu sem hún hefur valdið. Þegar olía lak úr tankskip- Dagur Þorieifsson inu Exxon Valdez út i Prince William Sound við Alaska 1989 varð hún að bana a.m.k. um 90.000 fúglum, e.t.v. um 270.000, að áiiti aðila á vegum Bandaríkja- stjómar. WSPA telur líklegt að tjónið á fúglalífi af völdum ol- íunnar á Persaflóa verði miklu meira, þar sem olíubrákin þar nái yfir stærra svæði. Þar að auki er Persafiói mikill viðkomustaður farfugla. „Eftir nokkrar vikur, þegar farfuglar á norðurleið koma á fló- ann, fjölgar þeim sem verða í hættu upp í hundmð þúsunda,“ segir Walsh. Brákin er þegar komin suður fyrir stríðssvæðið og farin að menga flóaströnd Saúdi- Arabíu. Bandaríkin og Saúdi-Arabía saka íraka um að hafa af ráðnum hug veitt út í flóann sjö til ellefú miljónum tunna af olíu. írakar segja að olían hafi mnnið út í fló- ann úr hreinsunarstöðvum, sem flugher bandamanna hafi sprengt í sundur. I A1 Jubail á Saúdi-Arabíu- strönd er stöð til að hreinsa fúgla, sem lent hafa í olíunni, en hún hefúr hvergi nærri undan og er áríðandi að fleiri slíkum verði komið á fót, að sögn Walsh. Hann sagðist hafa horft á fjölda fúgla, sem þegar vom atað- ir í olíu og létu fyrirberast á kóral- rifi skammt ffá ströndinni. Þá var útfall og þegar aldan skall á rifinu hreif hún fuglana með sér. „Þeir börðust um í þykkri brákinni en gátu ekki synt,“ segir Walsh. „Þeir bmtust um meðan þeir sukku smámsaman, aðeins höfuðin stóðu upp úr og að síð- ustu aðeins nefin. Saklausir em þeir af stríðinu en þó fómarlömb þess.“ 6 S(ÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. febrúar 1991 Evstrasaltsríkin MarkaÖs lögmál í hernum Þótt þeir stæri sig af því að vera harðlínukommúnistar, þá eru ýmsir háttsettir yfirmenn sovéska hersins ekki yfir það hafnir að taka við kapítah'skum ávinningi. Lettneska dagblaðið Diana seg- ir ffá því að Vodopyanov herfor- ingi, varayfirmaður stjómmála- deildar Eystrasaltsumdæmis sov- éska hersins, hafi neitað að tala við blaðamenn um yfirstandandi her- æfingar án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Segir blaðið að Vodopy- anov herforingi hafi haldið því ffam, að vel væri greitt fyrir slík viðtöl á Vesturlöndum. Svipaðar sögur hafa gengið í Vilnius að sögn eistneska blaðsins The Estonian Independent, en þar er sagt að sovésku hermennimir í Sjónvarpstuminum krefji erlenda fféttamenn um amerískar sígarettur í aðgangseyri að tuminum. Og þeg- ar inn sé komið verði blaðamenn- imir að greiða þóknun fyrir viðtal. Haft er eftir fmnskum blaðamanni að slíkt viðtal kosti 100 þýsk mörk, en ffanskur blaðamaður kvaðst hafa sloppið með 50 Bandaríkja- dali. El/ólg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.