Þjóðviljinn - 17.04.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Page 3
I PAGr 17. apríl er miðvikudagur. 107. dagur ársins. Sólarupprás ( Reykjavík kl. 5.51 - sólarlag kl. 21.06. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Kambodíu og Sýrlands. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Verkamenn svara brottrekstri úr Bretavinnunni. 21 maður leggur niður vinnu á flugvell- inum. Bandaríkin í þann veginn að fara í stríð?. Barnaskólarnir hætta á laug- ardaginn. Rauði krossinn fær skólahúsin til umráða f sumar. fyrir 25 árum Gleðikonur í höfuðborg Perú fóru i kröfugöngu fyrir utan þing- húsið í dag (15/4) til að mót- mæla því að loka á hóruhús- um bæjarins. Sá spaki Enginn maður kemst nær þvf að vera Mikki mús. (Graham Graane um Fred Astaire) MÍN á kvótasölu Snær Karlsson formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ Lögin um fískveiðistefnuna, vemdun fiskstofha og fulla atvinnu og svo framvegis gera ráð íyrir því að það sé fijálst framsal á þessum heimildum. Ég hef hinsvegar ákveðnar athugasemdir við það. Ég tel óeðlilegt að sleppa þessu al- gerlega lausu í hendumar á einni stétt í þjóðfélaginu. Þetta bitnar greinilega mjög illa á ýmsum stöð- um, sérstaklega norðan- og austan- lands þar sem smábátaútgerð hefur verið gildur þáttur i atvinnustarf- seminni. - Ég tel rétt, í ljósi þeirrar reynslu sem við erum að fá af kvótabraskinu, að rikið taki að sér að sjá um sölu aflaheimilda og njóti þá tekna af sölunni. Það er trúlega óhjákvæmilegt að þétta eignarhaldið á kvótanum með það markmið í huga að ná ffam ítrustu hagkvæmni með hveija sóknarein- ingu. - Ég tel ekki ólíklegt, ef af- leiðing af þessari kvótasölu verður einhverskonar skattur, að hluta þeirra fjármuna verði varið til þess að styrkja atvinnulíf í ýmsum bæj- um, einsog Húsavík, sem hafa byggt á útgerð smábáta og hafa orðið fyrir skakkaföllum af völd- um kvótakerfisins. Ég vara mjög við hugmyndum um að færa tekjur af veiðileyfasölu inn í skattakerfið. Þær eru fáránlegar og jafhast á við það að menn fari að éta útsæðið í stað þess að setja það niður. ________________A ÐÖFINNI Eru allir eins? Kosningar eru í nánd. Lýðræðisrétturinn er nú öllum boðinn. Nú eigum við hinir al- mennu kjósendur að velja þjóðinni fram- tíð. Eðlilega greinir okkur á um hvernig sú framtíð eigi að vera og ekki síður hverjum við treyst- um best til þeirra verka sem óhjákvæmilega þarf að vinna til þess að draumarnir rætist. I þessu greinarkomi ætla ég ekki að segja þér, landi minn, hvað þú átt að kjósa eða hvemig þú átt að hugsa. Þess í stað langar mig til að segja þér hvemig ég hugsa þessa síðustu daga fyrir kosningar. Ef þér finnst þér ekkert koma það við skaltu bara hætta að lesa. Mér finnst i fyrsta sinn að með atkvæði mínu á kjördag sé ég að kjósa um framtíð þessarar þjóðar. Ekki um menn til að lappa upp á mistök síðustu missera og ára. með þessu er ég ekki að segja að allt sé eins og ég helst vildi. Nei, alls ekki. Hins vegar sé ég fyrir mér að með því jafnvægi sem þó er komið á í þjóðarbúskapnum skapist svig- rúm til að bæta lífskjörin, auka jöfhuð og byggja upp atvinnuveg- ina. Til þess að þetta megi verða þarf að endurskoða þá ramma sem atvinnulífmu eru búnir. Þar verður fyrsta skreftð að vera afnám rang- láts kvótakerfis i fiskveiðum. Kerf- is sem fært hefur auðfjölskyldum í þessu landi fiskistofnana til geð- þóttaráðstöfunar. Þetta kerft á ekk- ert skylt við friðun eða skynsam- lega nýtingu. Þama ráða skussar auðvaldsins en ekki dugnaður is- lenskra sjómanna. Hagsmunir landverkafólks eru fyrir borð bom- ir og heil byggðarlög eiga það á hættu að leggjast í auðn. Landbúnaðurinn er fóstra þessa samfélags. Löngu áður en þessi þjóð hafði nokkra vitlega mögu- leika til útgerðar var landbúnaður- inn lifibrauð þjóðarinnar. Sú þjóð sem ekki hefúr vit til þess að nýta slíka auðlind er vissulega á villi- götum. Landbúnaðarmálin verður að endurskoða með það að mark- miði að jafnvægi skapist milli framleiðslu og neyslu. Orku fallvatna og jarðhita verður að nýta skynsamlega og tryggja öllum þegnum samfélags- ins jafnan rétt til nýtingar þessarar auðlindar. Það gerist með jöfnun orkuverðs. Með þvi er ekki bara jafnaður húshitunarkostnaður heimilanna heldur einnig aðstaða atvinnuveganna. Allt þetta þýðir eflingu byggðanna allt íkringum landið. Þannig nýtum við kosti landsins best. Ef þú landi minn ert enn að lesa ertu mér kannski sammála um sumt af þessu og ef til vill flest. En nú skulum við spyrja okkur spum- ingar: Em ekki allir þessir flokkar, allir stjómmálakarlar og kerlingar eins - allt sama tóbakið? Mitt svar er nei! Ég get ekki hugsað mér að kjósa menn sem nota áður nefndar auðlindir til að braska með. Og _nú verð ég reiður og ljót- orður. Ég þoli ekki þessa djöfúls söluáráttu sem er að verða aðall þessarar þjóðar. Selja, selja, selja allan andskotann. Framsóknar- menn em höfUndar braskstefnu í sjávarútvegi - selja, selja. Krötum er alveg sama þó útlendingar fái að kaupa hvað eina sem þeim dettur í huga á þessu landi fjöll og dali - selja, selja. Sjálfstæðisflokkurinn hélt á dögunum landsfund sölu- mennskunnar þar sem samþykkt var að selja og selja, auðlindir, veiðileyfi, orkufyrirtæki og hvað eina sem mönnum datt í hug að væri söluvara. Ef ég veiti þessum mönnum brautargengi í kosningum er eins víst að sölumennskan nái inn að merg þessarar þjóðar. Ég álít að þama fari umboðslausir ónytjungar sem ekki eigi rætur í íslenskum vemleika. Þetta fólk virðist sér ekki meðvitað um það hvemig ís- lensk þjóð hefur þrifist og af hvaða verðmætum hún mun þrífast. Þessi öfl munu áður en varir selja rass- inn undan sjálfúm sér í ógáti. Verð- ur þeim fyiirgefið? Með einu at- kvæði ræð ég svosum litlu, en minn stuððning fá þeir ekki til sölu þessarar þjóðar. Ég vil að þessi þjóð beri höfuð- ið hátt, horfi fram á veginn með því stolti sem eitt sinn einkenndi þessa þjóð. Þannig og aðeins þann- ig getum við varðveitt sjálfstæði okkar, tungu og menningu. Ég held að það gleymist í öllu þessu er- lenda fjármagnskjaftæði að erlend- ir auðmenn geta keypt allt frá þess- ari þjóð án þess að snerta sparifé sitt. Þá verður íslenska auðvaldið í fyrmefndum flokkum umboðs- menn auðhringanna og við leigu- liðar. Við ísiendingar búum í góðu landi og ef við bemm til þess gæfu að standa saman um nýtingu þess- ara gæða og skipta þeim réttiátlega með okkur mun okkur vel famast. Til þess þarf dugnaður að fá að njóta sín og skussaskapur að leggj- ast af. Menntun þjóðarinnar þarf að miða að þvi að fólk aiist upp i íslensku samfélagi og komi tii með að nýta menntunina í þágu þess. Menntalýður með sparitau og auð- valdsmont mun aldrei gagnast þessari þjóð. Kynslóð þessa fólks er sú sem nú fer í broddi fylkingar í landsölunni. Og þetta hyski mun senn taka völdin i þessu þjóðfélagi og þá mun þreklaus ísienska þjóðin enn einu sinni tapa sjálfstæði sínu. Það er alveg spuming hvort lýð- veldið Island nái að fagna fímmtíu ára afmæli sínu, nema þá með leyfi kanslara Þýskalands og senn Evr- ópu. Landi minn, ertu enn að lesa hugleiðingu mína? Ef svo er þá em þetta mín lokaorð. Við skulum enga áhættu taka á kjördag. Við skulum fylkja okkur um þjóðemis- hyggju og jafnréttishugsjón. Hvað sem þér kann að finnast þá treysti ég Alþýðubandalaginu einu til að tryggja þessari þjóð framtíð. Það em ekki allir eins. Fyrsta skrefið verður að vera afnám rangláts kvótakerfis í fiskveiðum. Kerfis sem fært hefur auðfjölskyldum í þessu landi fiskistofnana til geð- þóttaráðstöfunar Þetta fólk virðist sér ekki meðvitað um það hvernig íslensk þjóð hefur þrifist og af hvaða verðmætum hún mun þrífast * Við Islendingar búum í góðu landi og ef við ber- um til þess gæfu að standa saman um nýtingu þessara gæða og skipta þeim réttlátlega með okk- ur mun okkur vel farnast Slða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.