Þjóðviljinn - 17.04.1991, Síða 4
Etrijrntmtr
FHETTIR
A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Zulema Yoma og Carlos Menem nýkomin I Bleika húsið I desember 1988. Hjónabandssælan reyndist fallvölt og valdið
spillti...
Forsetaraunir
í Bleika húsinu
Forseti Argentínu, Carlos Menem, er horfínn af sjónarsvið-
inu. Hann hefur ekki látið sjá sig opinberlega um nokkurt
skeið, og virðist enginn vita hvar hann er niður kominn.
Ástæða þess að forsetinn er farinn í felur er ekki sögð æ há-
værari sögur af botnlausri fjármálaspillingu innan argent-
ínska peronistaflokksins. Hún er ekki heldur talin stafa af
enn háværari sögum af ævintýralegu ástalífi og hjónabandsraunum
forsetans, þar sem eiginkona hans, Zulema Fatima Yoma, lagði fram
formlega beiðni um skilnað fyrir fáeinum vikum með ásökunum um
líkamlegt ofbeldi eiginmannsins.
Nei, Carlos Menem, forseta
Argentínu, varð litið í spegil fyrir
skömmu og það rann upp fyrir
honum að andlit hans var ekki sú
ímynd eilífrar æsku og karl-
mennsku, sem hann taldi sig rétt-
borinn til. Það sem blasti við hon-
um var þreytulegt andlit og rúnum
rist af hrukkum og pokum sem
ekki var forseta sæmandi.
Hann brást við með því að
gangast undir skyndikúr í andlits-
lyftingu, sem meðal annars fólst í
sprautumeðferð með sérstöku efni,
collagen, sem á að láta hrukkur
hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Verst var að forsetanum lá svo
mikið á, að meðalið var notað í of
stórum skammti, og andlit hans
tók að blása út eins og blaðra.
Blaðafulltrúar Bleika hússins -
Casa Rosada - forsetahallarinnar í
Buenos Aires, gáfu þá skýringu á
forföllum forsetans, að hann hefði
orðið fyrir matareitrun. En það var
engin náð og miskunn, og þann 3.
apríl sl. birti dagblaðið „Pagina
12“ stolna ljósmynd, þar sem hið
útblásna andlit forsetans blasti við
eins og væri hann sjálfur Garg-
antua endurborinn.
En sjaldan er ein báran stök
þegar ólánið er annars vegar.
Fréttir dagblaða af spillingunni
í Argentínu ganga nú svo langt, að
talið er að farið sé að volgna undir
forsetastóli Menems. Og böndin
berast æ nær nánustu samstarfs-
mönnum hans og ættingjum.
Það var ekki síst í kjölfar þeirr-
ar ákvörðunar ríkisstjómarinnar að
„einkavæða“ mörg. ríkisfyrirtæki,
sem hneykslisögumar fóm af stað
fyrir alvöru. En einkavæðingin
hefur meðal annars leitt til sölu á
ríkisflugfélaginu og á símanum.
Margir ráðherrar og ráðuneytis-
stjórar hafa nú orðið að segja af sér
eftir að upp komst að þeir höföu
stungið í eigin vasa hluta af sölu-
verðinu. Meðal þeirra sem þannig
hafa fengið uppsagnarbréfið er
ráðherrann sem fór með sölu ríkis-
eigna, en hann var gerður að sendi-
herra í Madrid.
Nýverið gaf sendiherra Banda-
ríkjanna í Argentínu þá yfiriýs-
ingu, að engar framkvæmdir væm
mögulegar í Argentínu án þess að
hin réttu hjól væm smurð með
mútum. Og lykilmaður í því gang-
virki var sagður vera mágur forset-
ans og sérlegur ráðgjafi í efnahags-
málum, Emir Yoma. Hann er eins
og Carlos og Zulema af sýrlensk-
um uppruna. Forsetinn og kona
hans voru bæði múslimar, en Carl-
os snerist til kaþólsku vegna
stjómmálaffama síns gegn miklum
mótmælum eiginkonunnar. Eftir að
hjónabandserfiðleikamir fóru að
segja til sín lýsti hún því yfir að
trúskiptin sýndu veikleika eigin-
mannsins og að fleiri siðferðis-
brestir heföu komið í kjölfarið.
Hefúr Zulema Yoma óspart gagn-
rýnt bresti eiginmannsins um leið
og hún hefúr látið í ljós vilja sinn
til þess að ganga í hlutverk Evitu
Peron og fá hlutdeild í völdum eig-
inmannsins.
En það er ekki bara að mágur
forsetans og sérlegur efnahagsráð-
gjafi liggi nú undir ákæm um spill-
ingu. Nýlega birti spænska dag-
blaðið „Cambio 16“ játningar eit-
urlyijasala nokkurs og efnahags-
ráðgjafa Menems, sem Iýsti því
hvemig tveir aðrir nánir ættingjar
forsetafrúarinnar og háttsettir emb-
ættismenn í liði forsetans heföu
komið upp svikamyllu með eitur-
lyfjasölu og „hreinsun“ eiturlyfja-
dollara í Bandaríkjunum. Annar
þessara ættingja Zulemu var hátt-
settur ráðgjafi í utanríkisráðuneyt-
inu, hinn var Amira Yoma, kona
sem hefúr skrifstofu sína við hlið
forsetaskrifstofunnar í Bleika hús-
inu og skipuleggur opinberar mót-
tökuathafnir forsetans. Samkvæmt
heimildamanni blaðsins höföu þau
flutt margar ferðatöskur af eitur-
lyíjadollurum frá Miami til Arg-
entínu. Þessar uppljóstranir um lið-
ið í kringum Carlos Menem og
konu hans bætast nú við ævintýra-
legar sögur af ástalífi þeirra hjóna
og ásakanir hennar um ofbeldis-
hneigð eiginmannsins. Hann hefur
talið sig ímynd hinnar sönnu karl-
mennsku og eilífu æsku og verið
orðaður við þekktar gleðikonur, en
hún hefur leikið hina dyggðum
prýddu Evitu er leiti huggunar
undan ofbeldi eiginmannsins hjá
enn hugprúðari karlmennum úr yf-
irstjóm hers og lögreglu. Og nú
stendur endanlegur hjónaskilnaður
fyrir dyrum. Hvers á einn forseti
að gjalda með afmyndað andlit af
collagen? -ólg/l’Espresso
Bömin þjást
^ Nowsud, landamærabæ í
Iíranska Kúrdistan sem er í
rústum síðan í íransk-
íraska stríðinu 1980-88,
situr kúrdnesk flóttastúlka
við aðalgötuna, á að giska
þriggja ára. Hún þrýstir
að sér höndunum og hefur aug-
un lokuð, andlitið gagntekið af
kvöl.
Hún hefúr misst af foreldrum
sínum og aðrir flóttamenn frá
íraska Kúrdistan, sem streyma
framhjá í endalausri röð, em of
uppteknir við sín böm til að gefa
sér tíma til að sinna henni.
Af þeim e.t.v. næstum tveimur
miljónum Kúrda, sem em á flótta
undan ógnarstjóm og hryðjuverk-
um Iraksstjómar, em það bömin,
þau vamarlausustu af öllum, sem
þjást mest. Og meðal þeirra er dán-
artíðnin mest, einkum úr blóðsótt,
sem breiðist ört út.
Árásir Irakshers koma niður á
bömunum ekki síður en þeim full-
orðnu. Fréttamenn segja frá böm-
um með hroðaleg bmnasár eftir
fosfórsprengjur. Mörg hafa látið líf
og limi er þau stigu á jarðsprengj-
ur, sem írakar lögðu við landamæri
sín og Irans í stríði sínu við það
ríki. Fréttamenn hafa eftir læknum
og hjálparstarfsmönnum í flótta-
mannabúðum íransmegin við
írask-írönsku landamærin að næst-
um öll flóttabömin hafi blóðsótt og
niðurgang. Leiðin ffá landamærun-
um til einna búðanna er 40 km og
meðfram henni sáu fréttamenn
hvarvetna böm sitjandi á hækjum
sér. Læknar segja að niðurgangur-
inn geti orðið mörgum bömum,
sem em steinuppgefín og þjást af
vökyaskorti, að bana.
íraksstjóm hefúr heitið því að
þeim Kúrdum, sem snúi heim,
verði ekkert mein gert og engir
flóttamannanna verði sóttir til saka
nema þeir sem ffamið hafi „morð,
nauðganir og þjófnaði.“ En flótta-
fólkið tekur ekki mark á því, þykist
hafa æma reynslu fyrir því að lof-
orð ráðamanna í Bagdað séu mark-
leysa. Þar að auki mun íraksstjóm
sjálf ætla sér að skera úr um, hvaða
Kúrdar og hve margir teljist „sekir
um glæpi“.
Kúrdnesk telpa á flótta - sum bömin verða jarðsprengjum að bráð, önnur týna
foreldrum sínum.
Hvað er svo glatt - Jeltsln heldur upp á sextugsafmælið með gömlum félögum. Nú sækist hann eftir milliliðalausum
samböndum við Vestur-Evrópu.
Jeltsín: Rússland vill í S.þ.
Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti, sem nú er á ferðalagi í Vest-
ur- Evrópu, sagði í gær að Rúss-
land stefndi að því að fá fulla að-
ild að Sameinuðu þjóðunum.
Sagði Jeltsín að fráleitt mætti
heita að Úkraína og Hvíta-Rúss-
land væru aðilar að S.þ. en ekki
stærsta og fjölmennasta lýðveldi
Sovétríkjanna, það er að segja
Rússland.
Þegar leiðtogar Bandaríkjanna,
Bretlands og Sovétrikjanna ræddu
stofnun Sameinuðu þjóðanna á ár-
um heimssfyijaldarinnar síðari var
ákveðið að auk Sovétríkjanna
sjálffa yrðu tvö sovétiýðveldanna,
Hvíta-Rússland og Úkraína, þar
fullgildir aðilar. Varð það að ráði
er Stalín kvartaði yfir þvi að ójafn
yrði leikur stórveldanna í hinum
nýju alþjóðasamtökum ef Sovétrik-
in heföu þar aðeins eitt atkvæði, en
Bandaríkrn væru á hinn bóginn
með flest rómanskamerísku ríkin
sín megin og Bretar samveldi-
slöndin.
Jeltsín sagði að til bráðabirgða
gæti Rússland gert sig ánægt með
áheymaraðild að S.þ. Það hefði
einnig áhuga á aðild að fleiri Qöl-
þjóðastofnunum og -samtökum,
t.d. Evrópuráði og Evrópuþingi.
Vesturevrópskir leiðtogar, hræddir
við að flækjast í deilum þeirra
Gorbatsjovs og Jeltsíns, hafa verið
varkárir í viðræðum við þann síð-
amefnda.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991
Síða 4