Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 10
/7r?ENMNG Upp rís Stúdentaleikhús Stúdentaleikhúsið í Tjarnarbíói. Menn, menn, menn. Einþátt- ungar eftir Melkorku Teklu Ólafsdóttur („Á meðan við snert- umst“), Sindra Freysson („Hungurdansarinn“) og Berg- ljótu Arnalds ( „Ein, tvær, þrjár, jafnvel fjórar“). Leikstjórn: Ás- geir Sigurvaldason. Lýsing: Jó- hann Pálmason, Egill Örn Arna- son. Tónlist: Eyþór Arnalds. Stúdentaleikhúsið hefur komið og farið og ieitað fyrir sér með Þrjár konur frá liönum öldum. ýmsum hætti. Stundum var farið með leikverk sem aðrir kynnu að vera feimnir við, stundum reynt að skoða klassískt verk upp á nýtt, stundum var eitthvað sérsmíðað handa leikhúsinu, einatt var bland- að saman atvinnuleikurum og áhugafólki úr háskólanum. Það var ofl gaman. Nú er Studentaleikhúsið risið upp aftur og í þessari sýningu sem tiltölulega hreinræktað „nem- endaleikhús“ - höfúndar verkanna ungir stúdentar, leikarar allir úr sama hópi og nemendur úr Mynd- lista- og handíðaskólanum hafa bú- 2 konur á þing fyrir G-listann í Reykjavík! í síðustu alþingiskosn- ingum vantaði aðeins innan við 200 atkvæði á að 3. maður á G-lista næði kjöri. Þann herslu- mun má ekki vanta nú! Með öflugu starfi síðustu daga fyrir kosningar og góðri kosningaþátttöku getum við tryggt að Auður Sveinsdóttir lands- lagsarkitekt nái inn á þing. Þá munu 2 konur sitja á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið í Reykjavík. Látum ekki herslumuninn vanta! Kjósum Svavar, Guðrúnu og Auði sem fulltrúa Reykvíkmga á Alþingi íslendmga. G-USTINN í REYKJAVÍK ið til leikmynd og búninga. Og þeg- ar á allt er litið var þetta þarft stefhumót og um margt skemmti- legt. Það er hægur vandi að finna allskonar unglingasyndir í verkum og túlkun, en sýningin er borin upp af metnaði og útsjónarsemi sem er góðs viti. Fyrsti einþáttungurinn segir ífá afbrýðiseminni og þeirri sígildu hremmingu að elskendur geta ekki orðið eitt. Már heitir pilturinn sem ekki sættir sig við þetta, hvorki við það að Ama hans hefúr þekkt menn áður né heldur að hún á sér heim í skáldskap sem hann kemst ekki inn í. Það er trúverðugur sársauki í því hvernig Melkorka Tekla Ólafs- dóttir hnýtir þennan tilvistarhnút. En úrvinnslan er gölluð, ekki síst vegna þess hve Már er gerður þröngur og grimmur: það vantar of margt í hann til að áhorfandinn fái trú á ást skáldkonunnar ungu til hans. I Hungurdansaranum lýsir Sindri Freysson þeim glaðbeitta Finni sem fer á kvennaveiðar á kjötmarkaði bæjarins og gengur bara vel, þar til ung listakona ruglar hans rím. I þessu verki er um margt hnyttilega unnið úr eilífri þver- stæðu: sami maður vill leika laus- um hala um leið og hann freistast af öryggi (vana, endurtekningu, óffelsi Úr „Á meðan viö snertumst" eða hvað hann vill nefna það). Textinn og leikurinn kemst á mest flug í tvískiptingu Finns í innri og ytri mann, en það verður verkinu til trafala þegar á líður hve oft og títt það er sundur slitið. ,Jíin, tvær, þijár, jafnvel í]órar“ eftir Bergljótu Ámalds má vel heita kvennasöguleikrit. Þar er tímamúr- inn rifinn niður á milli hórkonu ffá fimmtu öld, galdrakonu frá sext- ándu öld, nítjándu aldar stúlku sem bar út bam sem faðir hennar hafði gerthenni - og tuttugustu aldar konu sem b í ður eftir fóstureyðingu. Það er komið víða við í þessu stutta verki, líklega of víða (til dæmis tengdist áminning um útrýminga- búðir okkar aldar efninu mjög laus- lega og dreifir athyglinni frá því sem máli skiptir: konunum fjómm). Það er augljóst, að sögulegar tilvís- anir í kvennakúgun á fyrri tíð em mjög ágripskenndar, en þær eignast dijúgan styrk í samspili við tilvem- hnút nútímakonunnar, sem stendur andspænis frelsi og nauðung með allt öðmm hætti en konur fyrri alda. Það skal sagl Ieikstjóra og leik- umm til hróss, að leikur var tiltölu- lega jafn og nær vel upp fyrir það dæmigerða áhugaleikhús þar sem það fer einatt saman að náttúmtal- ent springur út í stjömuleik meðan einhver klaufaskapur í smærri hlut- verkum dregur allt niður. Það náðist oftast nær nauðsynlegt öryggi í framgöngu, en það þurfti svo ekki að koma á óvart þótt oftar en ekki vantaði á þann herslumun sem seg- ir: hér er frelsið listræna fundið. Best tókst til í glettnu samspili tveggja Finna (Valur F. Einarssonog Atli Rafn Sigurðsson) og sögulegra kvenna (Brynhildur Björnsdóttir, Sigríður Kxistinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Helga Vala Helgadóttir). Margt var vel til fund- ið í nýtingu sjónrænna möguleika og svo þeirrar sviðshönnunar sem gefúr leikendum meira en hálfl hús- ið - ekki síst í síðastnefnda þættin- um. Árni Bergmann ÞJÓÐVILJINN Míðvikudagur 17. mars 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.