Þjóðviljinn - 17.04.1991, Síða 13

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Síða 13
 SMÁFRÉTTIR YlÐHOBF Skautasveilinu lokað Ákveðið hefur verið að loka skautasvellinu í Laugardal frá og með 22. apríl. Síðasti opn- unardagur verður sunnudag- urinn 21. apríl. Fram að helgi verður svellið opið frá kl. 17 til 22 en laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 18. Gert er ráð fyr- ir að svellið verði opnað aftur 1. nóvember. Fyrirlestur um geðklofa Síðasti fyrirlestur vetrarins, sem félagið Geðhjálp stendur fyrir, verður fimmtudagskvöld- ið 18. apríl kl. 20.30. Margrét Bárðardóttir sálfræðingur flyt- ur fyririestur um geðklofa. Fyr- iriesturinn verður á Geðdeild Landsspítalans i kennslustofu á 3. hæð og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Spilakeppni eldri borgara Önnur umferð i þriggja kvölda spilakeppni Félags eídri borg- ara í Kópavogi, verður að Auðbrekku 25 föstudags- kvöldið 19. apríl kl. 20.30. Dans á eftir að venju. Allir vel- komnir. Björgvin Halldórsson Rokkað á himnum Hótel (sland hefur nú sýnt stórsýninguna „Rokkað á himnum" fyrir fullu húsi síðan í september í fyrra. Sýningin er byggð á 10 gullaldar árum ameríska rokksins frá 1954 til 1964. Kjarni sýningarinnar eru 70 ógleymanleg lög úr gamla djúkboxinu en inn á milli flétt- ast lltil saga um sálina hans Jóns og Gullna lið rokkaranna sem rokka ofar skýjum. Höf- undar sýningarinnar eru Björn G. Björnsson og Björgvin Hall- dórsson en hann er einnig meðal söngvara sýningarinn- ar. Hljómsveitin Stjórnin leikur undir en dansar eru eftir He- lenu Jónsdóttur. Stöðugleiki í efnahagsmálum, samstaða um nýja fiskveiðistefnu Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Bolungar- vík er í fyrsta sæti á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Vest- fjarðakjördæmi. I þessum kosningum eru menn að kjósa um þann stöðugleika í efnahags- málum sem rikt hefur undanfarið eða glundroðann sem íhaldið leiddi yfir þjóðina fyrir 1988. í öðru lagi er verið að kjósa um launamál. Alþýðubandalagið leggur mikla áherslu á lífskjarajöfhun með það að markmiði að ná kaupmættinum upp á næstu tveimur árum. I þriðja lagi er kosið um sjávarút- vegsmálin. Alþýðubandalagið telur nauðsyn þess að breyta fiskveiðistefn- unni blasa við öllum þeim sem á annað borð vilja af ástandinu vita. Við viljum ffeista þess að ná samstöðu um nýja fiskveiðistefnu á þeim grunni sem Al- þýðubandalagið hefur samþykkt. En við bendum líka á nauðsyn þess að breyta kvótakerfinu á meðan við þurf- um enn að búa við það. Þar á ég við hugmyndimar um að tengja kvótann byggðunum, þannig að tryggt sé að veiðiheimildir séu ekki seldar úr byggðalögunum og grundvellinum þar með kippt undan tilveru þeirra og lífs- afkomu fólksins. Svo virðist sem fjöldi aðila hafi tekið upp þessar hugmyndir Afþýðu- bandalagsins um byggðakvóta. Forysta okkar gæti því skilað sér í lífsnauðsyn- legum lagfæringum á kvótakerfinu á meðan unnið er að því að ná samstöðu um nýtt form fiskveiðistjómunar. Byggðakvótann má útfæra á ýmsa vegu og til dæmis er ekki sjálfgefið að hann sé bundinn við einstakar byggðir heldur tengist stærri svæðum. Við leggjum einnig áherslu á að handfæra- veiðar verði teknar út úr kvótakerfinu og settar eingöngu í banndagakerfi. í fjórða lagi er nú verið að kjósa um samgöngu og byggðamál. Alþýðu- bandalagið vill gera stórátak i sam- göngumálum á þessum áratug og við emm að óska eftir umboði til að koma þeim málum í framkvæmd. Við getum vísað til jarðganganna sem dæmi um hvað við leggjum mikla áherslu á úr- bætur í samgöngumálunum. Þetta er eitt mesta byggðamálið í dag að bæta samgöngur milli sveitarfélaga. Annað stórt byggðamál er aukin menntun út á landsbyggðinni. Ég minni á að nú er tilbúinn samningur milli menntamálaráðuneytisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum um Fram- haldsskóla Vestfjarða. Þetta er mikið hagsmunamál og færir framhalds- menntunina í ríkara mæli heim í héruð. Framhaldsskólinn á að starfa út um allt kjördæmið og áhersla verður lö,gð á fullorðinsfræðslu og annað slíkt. Eg tel að Alþýðubandalagið hafi sótt veru- lega á í Vestfjarðakjördæmi og það er greinilegt að áherslur okkar í ýmsum Kristinn H. Gunnarsson byggðamálum hafa fallið í góðan jarð- veg. Vestfirðingar eru betur meðvitaðir um það en oft áður að Alþýðubanda- lagið er virkilegur landsbyggðarflokk- ur. Verk ráðherra flokksins eru nú að skila sér, bæði gagnvart landinu i heild og einstökum kjördæmum. Muntu ná kjöri? í sjálfix sér er ekki hægt að fiill- yrða neitt, en viðtökumar hafa verið þannig að ég tel raunsætt að reikna með að það muni hafast. -»g „Að ljúga með þögninni“ S ævistarfi Árna prófasts Þór- arinssonar sem Þórbergur Þórtjarson færði í letur kall- ar Árni það „að Ijúga með 1iögninni“ þegar mannfólkið eiðréttir ekki ósannindi þó það viti betur. Því miður virðist þetta vera ótrúlega áber- „Fréttastofa" Stöðvar 2 hefur ekki minnst einu orði á gífurlega hækkun byggingarkostnaðar ráðhúss í Reykja- vík (þ.e. hækkun upp á 1.400 miljónir) þrátt fyrir nýlegar upplýsingar um það ffá borgaryfirvöldum sjálfum. Hún hefur ekki heidur minnst á að þrátt fyr- ir þetta heldur Davíð Oddsson borgar- stjóri því ffam að hækkun kostnaðar við byggingu hússins „verði um 20% meiri en gert var ráð fyrir í upphafi“ þó að þeir hafi upplýsingar i höndun- um sem sýna að kostnaðurinn hefur þegar farið 107% ffam úr áætlun og þrátt fyrir umfjöllun um þetta í blöðum og þrátt fyrir að hafa fengið sendar fféttatilkynningar um málið. Þetta ætla þeir ef til vill að geyma þar til eftir kosningar eða gleyma bara alveg. Al- menningi kemur þetta náttúrlega ekk- ert við að þeirra mati. Þetta er svo sannarlega að ljúga með þögninni. Fréttastofa ríkissjónvarpsins hefur heldur ekki leiðrétt og upplýst fólkið eins og henni ber að gera að mínu mati þegar hún veit betur. Hún birti þó við- tal við Guðrúnu Pétursdóttur forsvars- mann samtakanna Tjömin lifi þann 25. febrúar síðastliðinn, en leyfði aðstoð- arborgarverkffæðingi að villa um fyrir almenningi með því að bera saman áætlaðan byggingarkostnað nú við áætlun sem gerð var löngu eftir að ffamkvæmdir við byggingu ráðhúss hófust til að fá út „hæfilega" hækkun. Þeir hafa fengið gögn sem sýna fram á þessa gífurlegu hækkun og gætu auk þess lesið um þetta i blöðum (t.d. í greinum undirritaðs í DV 5. mars og 19. mars sl.) og hafa fengið senda um þetta fféttatilkynningu og vita því bet- ur. Það virðist vera tilfellið að þeir ótt- ist að „styggja" borgarstjóra og geyma þetta þar til eftir kosningar eða gleyma bara alveg. Er þetta sjónvarp fyrir fólk- ið í Iandinu eða einhvem forréttinda- hóp? Ef frétt á annað borð kemur þá er íslenska aðferðin að útvatna hana svo almenningur skilji ekki hvað talað er um eins og í ofangreindu tilfelli því það heitir að gæta „hlutleysis". Hér er ég ekki að saka einstaka fféttamenn heldur finnst mér þetta vera heildar- áhrif ffétta hér á landi í allt of mörgum málum. Ég álít að fféttamenn eigi að skoða mál sjálfir og fylgja þeim eftir þótt það geti oft verið erfitt en láti ekki aðila komast upp með útúrsnúninga. Grundvallarspumingar um aðal- og aukaatriði og mismun á nokkmm milj- ónum eða þúsund miljónum skiptir fólk að sjálfsögðu miklu. Undirritaður hefur sýnt ffam á að skattar hafa stóraukist í stjómartíð Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra þrátt fyrir síendurteknar fullyrðingar hans i fjölmiðlum um að hann hafi lækkað skatta. Þetta kemur fram í greinum undirritaðs í DV síðasta fimmtudag og í grein sem mér var lof- að að birtist í Mbl. eigi síðar en 16/4 '91. Borgarstjóri gengur meira að segja svo langt að ætlast til að vera kosinn til æðstu embætta hjá þjóðinni út á þetta „affek“ sitt. Ég ber þar saman árin 1981 og 1989 en fyrra árið er síðasta heila ár vinstri meirihlutans í Reykja- vík en það síðara er nýjasta árið með endanlega álagningu. Þetta byggi ég allt á gögnum útgefnum af borgar- stjóm Reykjavíkur. Á þessum tíma hefur útsvar á mann hækkað um tæp- lega 27% umfram verðlag. Fasteigna- skattar á hvem íbúa í Reykjavík hafa hækkað um heil 39% á föstu verðlagi. Aðstöðugjöldin hafa þó hækkað enn meira eða um tæplega 70% á hvem einasta íbúa í Reykjavík á föstu verð- lagi. Það er ekkert skritið að skattar hafi aukist á Reykvíkinga eins og bmðlað hefur verið með fé almenn- ings. Það er nefnilega ekki hægt að halda ffam að ffamkvæmdir hafi aukist gífurlega í borginni þrátt fyrir lækkun skatta eins og borgaryfirvöld hafa gert. Hvaðan komu þá peningamir? Vom þeir galdraðir í borgarsjóð? Davíð Oddsson segir í annarri málsgrein í nýjum kosningabæklingi sinum sem nú er að berast landsmönn- um: „Til að breiða yfir stjómleysið velja vinstri menn þá einföldu leið að seilast ætíð dýpra ofan í vasa skatt- borgaranna". I Ijósi þess hver segir þetta myndu skátamir í spaugtofunni nú trúlega horfa hvor á annan og segja: „Vá!“ I tíð núverandi rikisstjómar hafa skattar hækkað mikið en það hefur þó verið viðurkennt og mikið um það fjallað í fjölmiðlum. Ég hef skorað á samtök launþega og vinnuveitenda og stofnanir eins og Hagffæðistofnun Háskóla íslands og Þjóðhagsstofhun að hafha eða staðfesta tölur mínar um skatta á Reykvíkinga. Hafa skattar á Reykvíkinga á stjómar- tima Davíðs Oddssonar hækkað eins og ég segi, eða lækkað eins og borgar- yfirvöld segja? Ég skora á þá að þeir upplýsi almenning fyrir kosningar því þar er meðal annars kosið um skatta- mál því „árangurinn" í Reykjavík er einmitt eitt af áhersluatriðum formanns stærsta flokks landsins í þessari kosn- ingabaráttu. Nú er það spumingin hvemig og hvort fféttastofur sjónvarpsstöðvanna upplýsa almenning um skattana og byggingarkostnað ráðhúss líka og raunar hvemig allir fjölmiðlar fara með mál þessi næstu daga. Höfundur er hagfræðingur Tvískinnungur í umhverfismálum A Dr. Ólafur R. Dvrmundsson skrifar Stofnfundur félags um heilbrigðislöggjöf Stofnfundur félags um heil- brigðislöggjöf verður haldinn í dag kl. 16 í fúndarherbergi í G- álmu Borgarspítalans (í kjallara). Að félagsstofnuninni lokinni verður sótt um inn- göngu (International Associ- ation for Medical Law, sem heldur níunda ársfund sinn í Belgíu á sumri komanda. Gísl frumsýndur á Blönduósi Leikfélag Blönduóss frumsýnir ( kvöld leikritiö Gísl eftir Brendan Beham í leikstjóm Ingu Bjarnason. Alls hafa um 30 manns tekið þátt í undir- búningi sýningarinnaren leik- arar eru 16. Aöalhlutverk eru í höndum þeirra Sveins Kjart- anssonar, Kolbrúnar Zophon- íasdóttur og Jóns Inga Einars- sonar. Leikmynd er eftir Hjör- dísi Bergsdóttur myndlistar- mann, lýsingu hannaði Ingvar Björnsson Ijósameistari Leik- félags Akureyrar og búninga gerði Unnur Kristjánsdóttir. Ekki er fyrirhugað að sýna nema á Blönduósi en þar er sýnt í Félagsheimilinu við ein- ar þær bestu aðstæður sem eru hjá áhugaleikfélögum á landinu. Oft er að því vikið í ræðu og riti að gróður- og jarðvegseyðing sé mesta umhverfisvanda- mál þjóðarinnar. Vera má að það sé mesta „sýnilega“ vandamálið, en hætt er við að mengun ýmiss konar sé í raun alvarlegra mál, ekki síst þegar litið er til framtíðar. Margt bendir til þess að unnt verði að draga mjög úr eyðingu gróðurs og jarðvegs á komandi árum, en mengun- in fer stöðugt vaxandi, sérstaklega í þéttbýli. Taumlaus markaðs- og neysluhyggja, hagvaxtarkapphlaup og aukin iðnvæðing auka mengunina, það er greinilegt víða erlendis, og við erum á sömu braut ef ekki verður gripið til viðeigandi ráðstafana. Það verður að takast á við orsakir mengunar og ann- arra umhverfisspjalla, ekki nægir að bæta úr afleiðingunum. Það hefúr vakið athygli mína um langt árabil hve þéttbýlisbúar eru dóm- harðir og jafnvel reiðubúnir að mæla með róttækum aðgerðum til að stemma stigu við jarðvegseyðingu. Sist skal það lastað og að sjálfsögðu er vaxandi áhugi á landgræðslu og skóg- rækt fagnaðarefhi. En það vekur stund- um furðu hve grunnt þessi áhugi ristir, og það er æði algengt að fólk Iíti að- eins til eins eða tveggja þátta sem geta haft áhrif á ástand gróðurs og jarðvegs, t.d. lausagöngu eða ofbeit búfjár. Við- horfin reynast oft afar einhæf og sömu- leiðis umræðan, m.a. í fjölmiðlum. Stórvirkjanir og stóriðja eiga greinilega sterk ítök í hugum margra enn í dag, sérstaklega í þéttbýli. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu ætt- um að líta okkur nær. Það er m.a. vit- að, þótt ekki sjáist með berum augum, að blýmengun í grasi er orðin mikil í Vatnsmýrinni við Hringbraut og gróð- ur í hraununum suður við Straumsvík er verulega flúormengaður. Ekki bætir slíkt ástand umhverfisímynd okkar í hugum erlendra ferðamanna. Mér er ljóst að allir stjómmála- flokkar hér á landi sýna ýmsum þáttum umhverfismála vaxandi áhuga. Þeir vilja gjaman skreyta sig með grænum lit á tyllidögum og fyrir kosningar, en enginn þeirra, nema Kvennalistinn, fylgir þó alhliða „grænni" stefnu. Stöku ffambjóðendur í flestum eða öll- um flokkum kunna án efa góð skil á „grænni" hugmyndaffæði, en sjónar- mið þeirra eru hvorki áberandi í stefnuskram né í málflutningi flokk- anna. Það sýna m.a. álversumræðumar. „Grænu" málin falla í skuggann fyrir hagvaxtarsjónarmiðum og virðist ekki mikill munur á flokkum, hvort sem þeir hafa kapítalisma eða sósíalisma að leiðarljósi. Til að takast á við umhverfismálin í heild alveg ffá grunni þarf hugarfars- breytingu. Þá kemur til kasta hinnar „grænu“ hugmyndarffæði sem nýtur vaxandi hylli meðal þeirra sem líta umhverfismálin alvarlegum augum. Það er eðlilegt að á brattann sé að sækja þar sem hefðbundnar hagffæði- kenningar eru alls ráðandi. Vaxandi markaðshyggja, sem sumir kalla frjáls- hyggju, bætir ekki ástandið nema síður sé. Enn ræður efnishyggjan ferðinni. „Grænir'* flokkar, helstu boðberar samnefhdrar hugmyndaffæði, eiga nú þingmenn á um 20 þjóðþingum víða um heim, en sá fyrsti var kjörinn á þing í Sviss 1979. Þróunin hefur verið ör. Þrátt fyrir ýmsar hrakspár em því „græn“ stjómmál í sókn víða. Nýlega unnu finnskir græningjar mikinn kosn- ingasigur. Ástæða þess að ég vík hér að „grænni" hugmyndaffæði og „græn- um“ stjómmálum er m.a. sú, að færi fólk að skoða umhverfi og náttúruauð- lindir í vistrænu samhengi, færi að hugsa um þau mál í heild ffemur en aðeins afmarkaða þætti þeirra, þá myndi tvískinnungur í umhverfismál- um hverfa smám saman. Grænt fram- boð, hið fyrsta hér á landi með um- hverfismál i fyrirrúmi, vakti athygli við borgarstjómarkosningamar í Reykjavík vorið 1990. Nú kveða þessi grasrótarsamtök sér aftur hljóðs fyrir Alþingiskosningamar í vor. Grænt framboð telur tímabært að tekist verði á við umhverfismálin f heild; náttúm- vemd, hagræn sjónarmið, þjóðfélagið o.s.ffv., í stað þess að einblína á af- markaða þætti eins og tiðkast hér á landi. Grænt framboð boðar alþjóð- lega „græna“ hugmyndafræði sem sniðin er að íslenskum aðstæðum. Þeir sem í raun og vem vilja taka umhverf- ismálin föstum tökum og gefa þeim forgang geta því kosið fyirstu „grænu“ alþingismennina í vor. Höfundur er landsráðunautur 1 landnýtingu hjá Búnaðarfélagi Islands og stuðningsmaður „Græns framboðs“. Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.