Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 2
eftir Guðlaug Arason 23. ágúst 1980. Laugardagsnótt. Það var loks hætt að rigna. Þremenningamir sátu þögulir frammi í sendlabílnum og reyktu hver í kapp við annan. Heimir ók. í fyrsta sinn f langan tíma hafði slest upp á vinskapinn og þeir orðið ósammála. Þrátt fýrir að áætlun þeirra hafði að mestu leyti staðist, var Ingi langt frá því að vera sáttur við þá hug- mynd Finns að láta flutningabíiinn renna út af þjóðveginum. Þeir höfðu rifist, en eins og fyrri daginn var það Finnur sem réð ferðinni. Auk þess var Heimir á hans bandi. Þegar þeim var ljóst að bílstjóri flutninga- bílsins var látinn, vildi Ingi hætta við allt saman; setja vínið aftur inn í bílinn og flýta sér heim. A þann hátt væru þeir lausir allra mála. En það fannst Finni fráleitt og í nokkrar mínútur leit út fyrir að samstaða þeirra væri rofin. En svo lægði þessa öldu jafn skyndilega og hún hafði risið þegar Finnur sótti haglabyssuna. Hann hafði ekkert sagt. Aðeins haldið á byssunni og horft á Inga. Þá var þeim öllum ljóst að úr því sem kom- ið væri, yrðu þeir að halda áfram. - Við byijuðum saman og endum saman, sagði Finnur ákveðið. Er það skilið? Hinir jánkuðu. Án þess að hugleiða málið frekar sagði Finn- ur, að nú væru þeir neyddir til að breyta áætlun- inni. Þeir yrðu að setja á svið slys, og láta þetta líta út sem karlinn hefði fengið fyrir hjartað og keyrt út af. Og þetta gerðu þeir. Þó gekk Ingi til verksins eins og í leiðslu, og ffamkvæmdi hveija skipun þögull og umyrðalaust. Svo var það ekki fyrr en þeir voru komnir niður að Bifröst í Borgarfirði að Heimir sagði upp úr eins manns hljóði: - Strákar, þetta gengur aldrei hjá okkur. Þeg- ar bíllinn finnst, sjá allir að vínið vantar. Helvít- is... í fátinu sem hafði gripið þá við dauða mannsins, var eins og enginn hefði hugsað út í þetta atriði. - Og hvað með það? sagði Finnur eftir svo- litla umhugsun. Vínið hefði ekki fundist, hvort sem bíllinn hefði staðið á veginum eða ekki. I rauninni græðum við á þessu öllu, sjáiði það ekki? Núna er ekkert vitni! Enginn sem getur bent á okkur, eða gefið vísbcndingu um hverjir hafi getað gert þetta. Þetta er okkur í hag! Ekki drápum við karlinn, við erum saklausir af því. Þetta hefúr allt gengið samkvæmt áætlun nema hvað gaurinn drapst úr hjartaslagi. Allt annað stenst og við höldum okkar striki. Það eina sem við þurfúm að gera er að passa okkur ennþá bet- ur. Samþykkt? - Samþykkt, svaraði Heimir um hæl. Ingi þagði. - Hvað með þig? spurði Finnur hranalega og sneri sér að Inga. - Jú, ég býst við því, muldraði hann. - Og það hreyfir enginn við víninu fyrr en ég segi til, bætti Finnur við. Hinir þögðu. Líkt og fyrr um kvöldið var umferðin lítil. En ef þeir mættu bíl, notuðu þeir sama bragðið og áður - að henda sér niður í sætunum svo að eng- inmn sæist nema bílstjórinn. Eini munurinn var sá, að enginn þeirra hló í þetta sinn. Þegar þeir komu í Mosfellssveitina, beygði Heimir til vinstri upp Reykjaveg. - Jæja, nú erum við sloppnir, sagði Finnur og hallaði sér aftur á bak í sætinu. Við erum sam- kvæmt áætlun. Vegurinn upp að Hafravatni var holóttur og illur yfirferðar eftir rigninguna, og þunglestaður bíllinn hjó hverja holuna á fætur annarri. Yfir Úlfarsá var þröng trébrú og þegar bíllinn ók yfir hana, kastaðist hann til svo að minnstu munaði að afturendinn slengdist utan í brúarhandriðið. - Undarlegur andskoti að alltaf skuli vera svona miklar holur á veginum rétt áður en maður kemur að brú, dæsti Heimir þegar honum hafði tekist að ná stjóm á bílnum. - Við emm alveg að verða komnir, sagði Finnur. Þú manst svo að beygja til vinstri. - Já, hvað er þetta maður! , Upp að Krókatjöm lá grófúr malarvegur og á þeirri leið neyddist Heimir til að aka varlega. Þeir höfðu alltaf kviðið þessum kafla, því það var vitað mál að bíllinn yrði lestaður. En Heimi tókst á undraverðan hátt að sneiða fram hjá hraunnibbum og stómm steinum sem stóðu upp úr veginum, og innan tíðar blasti við þeim sum- arbústaðurinn og bretabragginn. Hvergi var ljós að sjá í nærliggjandi bústöðum og nú vom þeir komnir í hvarf frá Hafravatnsleiðinni, þar sem hættan var á að einhver umferð væri. Það hým- aði yfir þeim félögum. Þeir virtust hafa gleymt hinum óþægilega atburði sem átt hafði sér stað fyrr um kvöldið. - Allt eins og blómstrið eina, sagði Ingi og reyndi að sýnast kátur. Þeir gátu ekið bílnum fast upp að hurð sem var á hlið braggans, þannig að bíllinn sást ekki ffá veginum ef svo ólíklega vildi til að einhver ætti leið hjá á þessum tíma sólarhrings. Þegar þeir stigu út úr bílnum vom þeir orðlausir. Það sást ekki í rauða litinn fyrir drullu. - Við verðum bara að þvo bílinn á eflir, sagði Finnur loks og opnaði braggahurðina. Ekkert mál. Síðan byrjuðu þeir að afferma. Allt sam- kvæmt áætlun. Allt eins og þeir vom búnir að ákveða, nema hvað sigurvímuna vantaði. Köss- unum röðuðu þeir út í eitt braggahomið á bak við margra ára gamlan heystabba, leifar frá því afi Finns hafði verið með hesta. Þeir unnu hratt án þess að mæla orð frá vömm. Þegar búið var að koma þessum 520 vínkössum fyrir og hylja þá með heyi, skiptu þeir um föt; fóm úr svörtu jökk- unum og klæddu sig aftur í gömlu yfirhafnimar. Loks finkembdu þeir bílinn þannig að hann var að innan rétt eins og þeir höfðu tekið við honum. Lambhúshettur og hanskar vom sett ofan í tösk- una hjá haglabyssunni og stungið inn í heystabb- ann ásamt svörtu jökkunum. Þeir unnu eins og fagmenn, eins og þeir hefðu aldrei gert annað um ævina en að ræna flutningabíl. - Eigum við ekki að fá okkur nokkrar bokk- ur í nesti, sagði Heimir. Mér finnst við hafa... - Nei! öskraði Finnur og steytti hnefann framan í hann. Heimir hrökklaðist undan. - Hvað er að þér maður, slappaðu af. Hvað heldurðu að það geri til þótt við tökum með okk- ur nokkrar helvítis flöskur. - Heyrðu góði, sagði Finnur ógnandi en reyndi að vera rólegur. Þið emð búnir að sam- þykkja ákveðna hluti og því verður ekki breytt. Það er ég sem ræð og það er ég sem segi til hve- nær við opnum fyrsta kassann! - Blessaðir hættiði þessu, sagði Ingi óþolin- móður eins og honum kæmi þetta ekki við. Við skulum drifa okkur. Heimir sfrunsaði út og settist undir stýri. - Jæja, sagði Finnur og leit í kringum sig til að fúllvissa sig um að allt væn einsog hann vildi hafa það. Ingi, við skulum koma okkur út. Það er ekki hægt að fela þetta betur. - Þú verður svo að sjá til þess að fylgjast vel með því að enginn komi hingað, sagði Ingi þeg- ar Finnur var að læsa hurðinni. — Hafðu ekki áhyggjur af því, svaraði Finnur, þetta er ömggara en í helvíti, hingað kemur ekki sála. Það tók þá ekki langan tíma að keyra frá sumarbústaðnum og niður Haffavatnsafleggjar- ann. Á Suðurlandsveginum var lítil umferð þennan laugardagsmorgun, enda klukkan ekki orðin sjö. Þeir stönsuðu við bensínstöðina í Árbæ til að þvo bílinn og fjarlægja öll hugsanleg sönn- unargögn sem kynnu að leynast í honum. Síðan héldu þeir áfram niður að Glæsibæ þar sem Finn- ur og Ingi fóm út, en Heimir ók áfram inn í Voga til að skila bílnum. Hann átti síðan að ganga að Laugamesapóteki, þar sem Finnur ætlaði að taka hann upp í. Og þetta gekk allt eftir. Það var ekki að sjá að eigandi sendlabílsins hefði komið heim um nótt- ina, þar var allt með sömu ummerkjum og verið hafði kvöldið áður. Heimir lagði bílnum á sinn stað, læsti honum og gekk óséður í burtu. - Þú manst svo eftir að skola litinn úr hárinu á þér, sagði Finnur við Heimi, þegar hann nam staðar við Hlemm og hleypti þeim Inga út. Ég hef samband við ykkur. Og munið að við vorum allir þrir saman á rúntinum í nótt. Þeir veifúðu í kveðjuskyni og skelltu hurð- inni. Þar með var punktur settur aftan við vissan kafia í ævintýri þeirra félaga, sem hófst fynr til- viljun hálfúm mánuði áður á skemmtistaðnum Hollywood. Ingi tók strætó upp í Breiðholt þar sem hann bjó hjá móður sinni. Þegar hann kom inn í íbúð- ina voru allir í fasta svefni. Hann settist á rúmið sitt og dró fram peningaveskið sem hann haföi stungið inn á sig þegar hann sótti lyklana í hanskahólfið á flutningabílnum. Hann opnaði veskið, og við honum blasti mynd af Daníel heitnum, brosandi í hvítri skyrtu með bindi. Þeir höföu verið nágrannar meðan Ingi átti heima á Akureyri. Það vareinmitt Daníel sem alltafhaföi gert við gamla hjólið hans ef það bilaði. Og nú var hann dáinn. Það hefði ekki þurft að gerast ef Finnur heföi látið hann fá töfiumar. Ingi reyndi að sannfæra sjálfan sig um að hann heföi alla tíð verið frábitinn þessu og aldrei tekið þátt í ráninu með góðri samvisku. Ekki eins og hinir, sem virtust frá upphafi gera þetta sér til gamans. Einkum Finnur. Og Heimir var alltaf sammála honum, hvemig sem málin snemst. Það eina sem batt þá saman var vonin um skjótfeng- inn gróða. Á þessari stundu gerði Ingi sér ljóst að hann stóð einn. Og hann vissi jafnframt að hann var í hættu. Úr þessu var Finnur líklegur til alls. ÍRÓSA- •garðinum LA STANDANDI VANDRÆÐI Annars vil ég ekki kalla stjóm Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks viðreisn. Eg veit ekki hvað hún á að reisa við. Kannski Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur Her- mannsson EILÍFÐIN ENDAR Á AKUREYRI Næsta jarðvist sem ég man eftir er þegar ég var færður í böndum til Egyptalands. Þar átti ég að verða þræll... Á leið yfir eyðimörk var ég að deyja úr þorsta þegar kona kom og gaf mér að drekka. Ég hefi síðan komist að því að hún er búsett hér á Akureyri... Fyrir nokkrum ámm hitti ég konu hér á Akureyri, það kom í ljós að við höföum bæði verið við hirð Loðvíks fjórtánda... Hulinn heimur LEYNDARDÓMAR MANNKYNSSÖG- UNNAR Leikarinn Robin Williams kveðst hafa veitt því athygli að Ronald Reagan mælti aldrei orð frá munni meðan Nancy (for- setafrú) drakk úr vatnsglasi. Tíminn FÆDDUR MIÐGARÐSORMUR Mikil stassjón og merkileg er Seðlabanki Islands. Hann er sagður hafa verið í upphafi ein einasta skúffa í skrifborði í ein- hverri stofnun, en tók síðan að þenjast út smám saman. Tíminn ENDA BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Auðvitað gerði Morgun- blaðið Sjálfstæðisflokknum engan grikk. Reykja víkurbréf Morgunblaösins OG HANN EIGNAÐ- IST CHURCHILL ÍSLANDS! Borgaraflokkurinn? Hann vann engan sigur, en hann tapaði ekki heldur þar sem hann bauð ekki fram í eigin nafni. Morgunblaöiö EKKERT MÁ MAÐUR LENGUR Fjömtíu og fimm daga fang- elsi fyrir að ljúga að lögreglu. Víkurfréttir ÍSLENSK HAGFRÆDI Bjóða ríkinu að gefa sér pen- inga sem þeir em búnir að eyða Pressan 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 11. maí 1991 !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.