Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 21
VAGGTIÐINDI ■ Stöðin hf. gefur bráðlega út safnplötuna „Húsið“ til styrktar húsi Krísuvíkursamtakanna í Krísyvlk. Átján lítt þekktar hljómsveitir birtast þar með eitt lag hver og ber mikið á dreif- býlishljómsveitum. Platan hef- ur verið I vinnslu allt síðastliðið ár en kveikjuna að plötunni átti hljómsveitin Blautir Dropar sem ákvað að gefa lag sitt „Segðu mér“ til málstaðarins... ■ Paul McCartney gefur út plötuna „Unplugged - the Off- icial bootleg" síðar í þessum mánuði. Platan var tekin upp fyrr á þessu ári í Bretlandi fyrir þátt MTV „Unplugged“ þar sem ýmsir flytjendur spila lög sín órafmagnað. Á plötunni flytur Paul ásamt hljómsveit 17 lög sem spanna allan hans feril, sex Bítlalög eru flutt ásamt Wings-lögum, lögum af sóló- plötum Pauls og eitt lagið, „I lost my little girl“, samdi Paul jafnvel áður en hann gekk ( The Quarry Men, hljómsveitina sem varð kveikjan að Bítlun um... ■ Plötum Karls Örvarssonar og Blúskompanísins, sem Steinar ætluðu að gefa út (vor, hefur verið seinkað fram á haustið. Hinsvegar mun fyrir- tækið bráðlega gefa út safn- plötu með Vilhjálmi heitnum Vilhjálmssyni, „Við eigum sam- leið“, sem byggir á lagavali samnefndrar sýningar. Einnig er von á öðrum hluta „Aftur til fortíðaT-útgáfunnar og verða tímabilunum 1950-60, 1960-70 og 1970-80, aftur gerð skil á þrem plötum. Sumarlegt yfir- bragð verður alls ráðandi á þessum væntanlegu plötum svo líklega fáum við að heyra Bjarka Tryggvason með (sól og sumaryl og Hönnu Valdísi með Sól, sól skín á mig... Skífan er langt komin með vinnslu sinnar árlegu sumar- safnplötu. I ár kennir margra grasa; Rúnar Þór, Geiri Sæm og Sverrir Stormsker verða með lög, svo og Júlíus Guð- mundsson, Sigríður Guðna- dóttir og ívar Sigurbergsson (Gulleyjan). Hljómsveitirnar Or- gill og Eftirlitið stíga sín fyrstu útgáfuspor á plötunni og hljóm- sveitin Bless veröur með kántr- Irokklag. ■ Heyrst hefur að Skífan ætli sér að gefa út þungarokksafn- plötu með þeim hljómsveitum sem skipa hina gróskumiklu þungarokksflóru dagsins I dag. Vonandi verður sú plata að veruleika sem fyrst þvl löngu er orðið tímabært að þessar hljómsveitir verði tiltækar í föstu formi. ■ Vagg framundan: Svörtu Kaggarnir spila skemmtilegt léttrokk og rokkabillí á Tveim vinum I kvöld. Yngri sveitir fá svo að spreyta sig, á morgun og á mánudaginn leikur hljóm- sveitin Guði gleymdir og Þriðja eyrað leikur á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Gerninga- þjónustan óguriega Infemo 5 býður svo upp á tónleikaorgíu á Tveim vinum fimmtudaginn 16. Galileó heldur uppi stans- lausu stuði á Púlsinum I kvöld og jass- og blússveitin Blái fiðringurinn, með Lindu Gísla- dóttur I broddi fylkingar, leikur á sama stað miövikudaginn 15. maí. Já, Formaika! Fyrir þónokkuð mörgum árum gekk í sjónvarpinu auglýsing sem mörgum er enn í fersku minni. Kvenmannshönd strauk yfir ýmis eðal- efhi og spurði: Marmari? Fura? Og alltaf var svarið það sama: Nei, Formaika. Nú geta menn spurt eftir hlustun á litla, stimplaða plötu í stóru, snotru umslagi; The Stone Roses? The Inspiral Carpets? Og svar- ið yrði það sama: Nei, Formaika. Hljómsveitin sem nefnir sig eftir þessu undra gerviefhi viðurkennir áhrifavaldana - en hefur einnig þó- nokkuð fleira til brunns að bera en að vera stæling, eins og klæðningin komast þeir vel ffá sínu. - Þessi plata var tilraun, segja þeir Einar Pétur trommari og Karl Ægir bassaleikari: - Við höfðum mjög litla reynslu af hljóðversvinnu en samt höldum við að við komumst ágætlega frá þessu. Auk riþmaparsins, sem segjast hafa verið útnefndir til að sjá um al- menningstengsl hljómsveitarinnar, eru í sveitinni Ottó Tynes, sem syngur og leikur á gítar, og Vemharður sem spilar á gítar. En það eru blikur á lofti. - Venni vill bara vera rokkari og hefur sett okkur nokkrar hömlur. Þegar við erum bara þrír að æfa er útkoman allt önnur en þegar Venni er með. I haust þegar við höfum tekið langt sumarffi verður hann ekki með og við verðum búnir að fá tölvukarl á hljómborð. - Hljómsveitin er hálfgert dreifbýlisband, halda drengimir áfram. - Einar og Venni koma ffá Isafirði þar sem Venni var áður í hljómsveitinni Gult að inn- an, Kalli kemur ffá Þorlákshöfn og hafði aðallega setið inní herbergi og spilað þungarokk. Ottó er hinsvegar úr Reykjavík. (Þess má geta að Ottó tók þátt í Söngkeppni ffamhaldsskólanna í ár og lenti í þriðja sæti.) - Við byijuðum í janúar í fyrra og spiluðum fyrst hálfgert kántr- írokk í anda Violent Femmes. Tónlistin var fyrst tekin hrá úr smiðju Ottós en nú byggjum við meira yfir gmnna ffá Ottó á æfingum. Stefhu- breytingin yfir í dansrokkið var ekki meðvituð. Við höfðum alltaf hafl þennan fíling I okkur og þegar við fórum í hljóðver um jólin var ljóst hvert stefndi. Við ákváðum að hafa lögin á plötunni sem ólíkust, „King of soul“ er kraftmikið lag en „Lazy dazy man“ rólegra. Hörður Braga- son úr Júpiters heldur þessu eiginlega saman hjá okkur á plötunni með frábærum hljómborðsleik. Við þorum að lofa að næsta plata verður þúsund-sinnum betri þótt þessi sé alls ekki slæm. Eg spyr þá útí textana. - Textamir hafa engan boðskap, em bara hreinasta bull á ensku en í ffamtíðinni ætlum við að bulla á íslensku. - Fáið þið góðan hljómgmnn? - Við eigum engan séns á að verða vinsælir og gemm því meira af því að skapa okkur sérstöðu. Framtíðarsteínan hjá okkur gæti kallast dularfull tónlist. Það er alltof mikið af rokki hér á landi. Við lýsum tón- list okkar sem beinni andstöðu við rokkabillíið og það eina sem við stefnum að er að verða ekki rokkarar. Við vitum ekki hvort slík yfirlýs- ing fer fyrir bijóstið á íslenskum hlustendum. Formaika án trommarans og að viðbættri kæmstu. Mynd - Jim Smart. - Umslag nýju plötunnar er hálfgert klúður, hvað fór úrskeiðis? - Eg held að við getum kennt heymardaufum prentara á íslenskri prentstofu um allt þetta mál. Það var alltaf ætlunin hjá okkur að hafa umslagið lítið eins og plötuna en þar sem litlar plötur sjást lítið núorð- ið em mistök prentarans kannski skiljanleg. Þetta mál er eftir allt sam- an bara fyndið og platan fær að fara í stóra-plötusafnið. Formaiku-bakkbitið vill segja mér sögu í lokin:- Stærsti aðdáandi okkar er yndisleg gömul kona sem mætir alltaf á æfingar hjá okkur á þriðjudögum og fimmtudögum. Hún vinnur vaktavinnu og á ffí daginn eftir svo hún er vel íðí, með pelann í töskunni. Henni finnst Helgi Bjöms ofsalega finn söngvarai og er tiðrætt um það. Við setjum allt í botn en hún situr sem fastast, klappar eftir lögin og skorar á okkur að spila í Danshöllinni! Plata Formaiku er komin í flestar plötuverslanir og bíður eftir kaup- endum. Hún á það skilið að heyrast. í sumar fara meðlimimir til sín heima en hljómsveitin byijar aftur á ftillum krafti í haust. Ottó Tynes ætlar að setja saman hljómsveit og þræða pöbbana í sumar. Síðasta tækifærið i bili gefst i kvöld en þá mun Formaika spila með Iánstromm- ara í kjallara í Lídó. Drápfrændinn Áður en hinn 23ja ára Steven Patrick Mor- rissey hitti hinn 19 ára gamla Johnny Marr og þeir ákváðu að stofna hljómsveit, hafði Mor- rissey unnið í plötubúð og vaktað spítala. Hann var óskaplega dapur, hafði yfirgefið menntaveginn 17 ára gamall og þurfti nú að takast á við tónlist sem gerandi, en ekki sem þiggjandi. Morrissey hafði verið fránuminn af tónlist allar götur síðan hann keypti fyrstu plötuna sína sex ára gamall árið 1965. Það var „Come and stay with me“ með Marianne Fa- ithful. Poppstjömumar höfðu verið hans einu vinir. Fyrst sökk hann sér niður í Bítlana, síð- an The New York Dolls og tók pönkinu fegins hendi þegar það reið yfir Bretlandseyjar. „Þeg- ar ég var ungur,“ segir Morrissey í nýlegu blaðaviðtali, „útilokaði ég mannkynið sífellt í þágu popptónlistar. Eg hafði mjög lítil sam- skipti við jafnaldra mína dró heldur glugga- tjöldin fyrir og hlustaði á tónlist. Það er mjög eðlilegt að eitthvað mikið hafi farið úrskeiðis. Tónlist er eins og eiturlyf og það eru engar endurhæfingarstöðvar.“ Hljómsveit Morrissey og Johnny Marr hét The Smiths og var stofnuð 1983. Skemmtilega fijór gítarleikur Marr og angurvær en ólgandi söngstíll Morrisey spunnu eggjandi poppþráð sem gagnrýnendur og hlustendur festust um- vörpum í. The Smith hættu 1987 eftir rikulega uppskeru og Morrissey gaf út „Viva hate“, breiðskífu sem fékk þokkalegar viðtökur. I þrjú löng ár hafa aðdáendur þurft að bíða eftir nýrri plötu, „Kill Uncle“ sem nýlega er komin út. Enn og aftur þarf að byrja á gömlu tug- gunni; Morrissey er miklu betri með gömlu Smiths-félögunum. Sérstaklega er gítarleiks Marr sárt saknað. Morrissey er reyndar alveg sammála, hann saknar gömlu félaganna og viðurkennir fuslega að The Smiths var há- punkturinn á hans ferli. En það eru litlar líkur á frekari samstarfi Morrissey og Marr. Johnny Marr fannst alltaf að hann stæði í skugganum af Morrissey á meðan The Smiths störfuðu og síðan hljómsveitin hætti hefur hann starfað með ekki ómerkeri mönnum en Paul McCartney, Bryan Ferry, The Talking Heads og nú er von á plötu sem hann gerði í sam- vinnu við Bemard Sumner, aðalmanninummm í New Order. En maður kemur í manns stað. Undirleikarar á „Kill Uncle“ eru Andrew Par- esi á trommum, Mark E. Nevin úr þjóðlaga- poppsveitinni Fairground Attraction leikur á gítar og semur tónlistina með Morrissey og hljómborðsleikarinn úr Madness, Mark „Bed- ders“ Bedford leikur á bassa. „Kill Uncle“ er vinaleg og létt plata og sem betur fer er Morrissey farinn að minnka við sig bömmerhjalið í textunum. í Asian mt“ syngur hann blíðlega gegn kynþáttaofbeldi á Bretlandi og í „Sing up your life“ segir hann áheyrendum að gera það sama og hann gerir; að syngja. Þegar hefur það lag og „Our Frank" verið gefin út á smáskffum, gáfulegt val því þessi lög hljóma vel og renna ljúflega. Besta lagið er þó kraftmesta lag plötunnar, „Found found found“, þar sem Morrissey syngur ofan á drífandi gitarinn; „Fundinn, fundinn, fund- inn/ einhver einvhers virði í þessum dmnga.“ Morrissey, sem hefur alltaf tortryggt aðrar mannvemr, hefur loks eignast sannan vin, ein- hvem sem skilur hann og alla hans sérvisku fullkomlega. Vinurinn er enginn annar en Mi- chael Stipe, söngvari R.E.M. „Þetta samband hefiir ekkert með kynlíf að gera,“ segir Morrissey sem er viðurkenndur hommi, „við höfiim bara hist og farið í langar gönguferðir og talað. Michael er mjög gef- andi, mjög yndisleg mannvera." Tónlistarlegt samstaif er mögulegt og hafa þeir ákveðið að koma fram í enska sjónvarpsþættinum „Rock Steady“. En Morrisey vill að Michael hafi frumkvæðið og þar sem R.E.M. ætlar að taka upp nýja plötu á árinu og fara í tónleikareisu má búast við að töf verði á þessu samstarfi poppguðanna. Morrissey hefur líka tilkynnt riatónleikaferðalag um Bretlandseyjar og er þegar orðið uppselt á flesta tónleikana. „Kill Uncle“ er ekki stórt skref á tónlistar- legri þróunarbraut Morrissey. Fyrir næstu plötu mætti hann næla sér í ferskar hugmyndir og jafnvel söðla algjörlega um tónlistarstíl svo hann festist ekki i miðjumoðs poppstöðnun. Það yrði leiðinlegt ef hann færi að vakta spít- ala aftur. Plötur Morrissey: með The Smiths - The Smiths 1984 - Hatful of Hallow (Smáskífusafn og endurhljóðblandanir) 1984 - Meat is murder 1985 - The Queen is dead 1986 - The World won’t listen (safnplata) 1987 - Louder than Bombs (tvöföld saínplata) 1987 - Strangeways, here we come (safnplata) 1987 - Rank (Tónleikaupptökur) 1988 Sólóplötur - Viva Hate 1988 - Bona Drag (smáskífusafn) 1990 - Kill Uncle 1991 Gunnar L Hjálmarsson Laugardagur 11. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.