Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 19
Náttúran er hvorki vond
né góð heldur nauðsyn
Náttúran er ekki ríki hins
góða, sem stendur andspænis
hinu illa í líki mannlegs samfé-
lags. Hitt er svo víst að mannfólk-
ið þarf meir á náttúrunni að
halda en náttúran á mönnum:
Satt best að segja kæmist hún
miklu betur af án okkar.
í aprílhefli tímaritsins Veru
birtist grein eftir Sigrúnu Helga-
dóttur um „Kvenlæga vistfræði“.
Þar er reynt að færa rðk að því, að
græningjar og kvenfrelsiskonur
eigi margt sameiginlegt. Nema
hvað græningjar hafi komist að sín-
um niðurstöðum með „rannsókn-
um, tilraimum, útreikningum og
líkönum". Konumar séu hinsvegar
sjálfkrafa vinsamlegar náttúrlegu
umhverfi mannsins, vegna sins
kveneðlis, þær „byggja afstöðu sína
fyrst og fremst á umhyggju fyrir
bömum og fjölskyldu og öllu sem
lifir“.
Eru konur
náttúrlegri?
Það er eins og fyrri daginn:
Þegar komið er að einhveiju sem
ekki verður sannað eða afsannað,
þá lendir maður í vandræðum. Tök-
um til dæmis þá röksemd, að um-
hyggja kvenna fyrir bömum og
fjölskyldu geri þær að „græningj-
um“ að eðlisfari. Hvers vegna er sú
umhyggja sem karlar bera fyrir
bömum og fjölskyldu eitthvað ólík-
legri til sömu niðurstöðu? Spyr sá
sem ekki veit. Eða svo dæminu sé
snúið á annan veg: Er það endilega
víst að umhyggja móður fyrir sín-
um afkvæmum sé nátúmvemd-
andi? Er það einmitt ekki „náttúr-
leg“ hneigð hjá móður, að láta nátt-
úruna víkja fýrir þörfum bamanna:
Þær þarfir koma fyrst og á undan
samhenginu í lífkeðjunni og mörgu
öðm sem flestir einstaklingar, karl-
ar sem konur, velta sjaldan fyrir sér.
Sannleikurinn er sá, að nútíma-
fólk, alið upp i iðnvæddum samfé-
lögum, það verður ekki hliðhollt
vistfræðilegum sjónarmiðum nema
með vissri upplýsingu, menntun, að
viðbættum lágmarksvilja til að vera
reiðubúinn til að skerða eigin
neyslu nú og hér ef það má koma
náttúrlegu umhverfi okkar að haldi.
Til að vera „græningi" í orði sem á
borði þarf sérstakt átak, sem nær
langt út fyrir meira eða minna af-
mörkuð kynhlutverk.
Er manneskjan
ónáttúrleg?
Greinin i Vem er sama marki
brennd og mörg önnur feminísk
skrif: Hún byggir á tviskiptingu
mannkyns í hið góða (kvenlæga) og
hið illa eða grimma (karllæga). Hér
birtist þetta í því formi, að konur
séu lífunnendur að eðlisfari, en
karlar þá ekki. Þar á ofan er svo
bætt við gamalli rómantískri venju:
að stilla náttúrunni upp sem riki
hins góða andspænis mannlegu fé-
lagi (sem karlar stjóma og fallið er í
synd).
Greinarhöfundur segir á þessa
leið: „Lífverur jarðar mynda sam-
hangandi vef en raðast ekki í
upptypping (eina orðið sem sam-
heitaorðabókin mín nefndi í stað út-
lenska orðsins píramíta). Menn
bjuggu upptyppinginn til og settu
hann inn í náttúmna og notuðu
hann síðan til að réttlæta félagslega
valdniðslu. í náttúrunni er hvað
öðm háð, ekkert öðm æðra og sam-
hjálp miklu algengari en sam-
keppni. Upptyppt samfélög fólks
em því óeðlileg svo og sú hugsun
að einn sé öðmm æðri hvort sem
um er að ræða tengsl fólks, fólks og
annarra lífvera eða lífvera innbyrð-
is.“
Hér er það eitt rétt að hvað er
öðm háð í náttúrunni. Að öðm leyti
er hér um þá undarlegu söguskoðun
að ræða, að eiginlega sé maðurinn
ónáttúrlegt fyrirbæri (öll samfélög
hans em „upptyppt“ í þeim skiln-
ingi að jafnvel svokölluð frumstæð
samfélög þekkja vald og valdhafa).
Sá sem étur og
er étinn
Mannheimum er stillt upp sem
illum á móti hinni góðu náttúm,
sem er mjög fegmð i leiðinni. Því
vissulega er náttúran „upptyppt" í
þeim skilningi að sumar lífverur
em sterkari en aðrar eða gæddar
betri möguleikum til að komast af.
Það er sömuleiðis meira en hæpið
að fullyrða að samhjálp sé algeng-
ari en samkeppni í náttúmnni. Al-
gengasta „samhjálp" tegunda er
náttúrlega sú að ein étur aðra, með
þeirri grimmd er samræmið fengið
og óþarfi að fegra það með siðferð-
isdómi eins og „samhjálp". Náttúr-
an er ekki ævintýrið þar sem Rauð-
hetta og amma hennar fá að vera í
friði fyrir úlfinum sem er hvergi ná-
lægur. Samhjálp innan tegundar er
einkum um að koma ungviðinu á
fót (og mennimir em einna skástir
við þá samhjálp lika). En að öðm
leyti er ekkert algengara en „sam-
keppni“ einnig innan tegundar:
samkeppni um maka, um hreiður-
stæði, um pláss, um „rými“ og um
fæðu. Og ótal dýrategundir þekkj-
um við þar sem einhver einstak-
lingur berst til höfðingdóms ein-
hverskonar og tekur sér vald yfir
konum flokksins og ungviði - og
lætur eins og hver annar harðstjóri
án þess að hafa þurft að ganga í
skóla til mannfólksins svosem.
Guö, maður og
náttúra
Einhveiju sinni var guð einn
góður talinn, en mannkyn allt aumt
og í synd fallið. í uppreisn gegn
þessari heimsmynd var einskonar
almætti og jafhvel möguleg al-
gæska („maðurinn er í eðli sínu
góður") flutt yfir á mannfólkið. Nú
síðast hafa menn gefist upp á þeirri
manndýrkun og þá taka sumir upp á
því að skilja á milli náttúru og
manns með þeim hætti, að mannfé-
lagið er slæmt, en náttúran ein-
hverskonar ímynd æðri gæsku: Pa-
radísargarður væri hún ef ekki væri
syndafallið og syndafallið er mann-
eskjan.
Við komumst ekki langt með
þessum hætti. Það er hvorutveggja
skammgóður vermir, að mikla fyrir
sér fullkomleika mannsins eða
„dyggðir" náttúrunnar. Mesti kost-
ur náttúrunnar er náttúrlega sá, að
hún stillir saman mörgum lífsþátt-
um í óendanlegum margbreytileika.
Helsti galli mannfólksins er sá, að
þótt maðurinn sé vitaskuld partur af
náttúrunni, þá er hann svo vel útbú-
inn með greind og útsjónarsemi til
að komast af og koma upp afkvæm-
um að hann leggur undir sig æ
stærri parta af jörðunni. Með því
móti sker hann ekki aðeins niður
jafnt og þétt lifslíkur annarra teg-
unda: hann grefur lika undan sinni
eigin tilveru. í þeirri bjartsýni sem
byggir á þeirri reynslu þúsund kyn-
slóða að „allt hefur alltaf reddast
einhvemveginn" heldur hann
ótrauður áfram að bijóta undir sig
landið og skóginn og vötnin og
neitar að horfast í augu við að veisl-
an er í rauninni búin og verið að slá
lífsvíxla hjá komandi kynslóðum
sem æ minni innistæða er fyrir.
Grimmar stað-
reyndir
Maður er því miður alltaf að
rekast á nýjar og nýjar tölur og
skýrslur sem lemja þessa vitneskju
inn í hausinn á veslings lesandan-
um miskunnarlaust. í yfirlitsverk-
inu „Ástand heimsins 1991“ frá
Worldwatch Institute í Bandaríkj-
unum segir meðal annars:
„Á þeim tuttugú árum sem liðin
em síðan menn héldu fyrst upp á
Dag Jarðar árið 1970, hefur heim-
urinn misst næstum því 200 miljón-
ir hektara af skógi, það er svæði
sem er jafnstórt Bandaríkjunum öll-
um austan Mississippifljóts. Eyði-
merkur hafa stækkað um 120 milj-
ónir hektara og hafa lagt undir sig
stærra svæði á þessum tíma en nú er
i ræktun i Kína. Þúsundir jurta- og
dýrategunda sem deildu með okkur
jörðinni árið 1970 era ekki til leng-
ur. Á þessum tuttugu áram hefur
fólki fjölgað um 1,6 miljarða, eða
um fleiri einstaklinga en lifðu á
jörðunni um síðustu aldamót. Og
bændur jarðar hafa misst út í veður
og vind um það bil 480 miljarða
smálesta af mold, sem svarar til
þess jarðvegs sem Indveijar rækta
nú.“
Tölur af þessu tagi segja eitt:
Það era ekki aðeins hin veiku efna-
hagskerfi þriðja heimsins eða mið-
stýrð efhahagskerfi Sovétblakkar-
innar sem var sem era gjaldþrota.
Ef taka ætti tillit til þess hve miklu
vestræn iðnríki hafa sóað af vatni,
mold, skógum já og lofti, til að
halda uppi sínum lífskjöram og
neyslu, þá gengi dæmið alls ekki
upp. Heimsbúskapurinn skuldaði
miklu meira en hann getur nokkra
sinni staðið við. Mannkynið er eins
og hver önnur misheppnuð fiskeld-
isstöð: á hausnum. Á hvínandi kúp-
unni.
Eftir er enn
okkar hlutur
Þetta er stærsta staðreynd
heimsins. Og þótt ýmis græn við-
horf njóti vaxandi skilnings, ekki
síst þau sem lúta að þrifnaði og þvi
að koma í veg fyrir beina eitrun, þá
hefur engin sú vakning orðið enn
sem um munar í sambúð manns og
jarðar. Einstaklingar hugsa sitt og
hér og þar era til vísar að hreyfing-
um sem vilja láta saman fara kenn-
ingu og hegðun í þessum eihum. En
efnahagskerfm, stjómmálahreyf-
ingamar, launþegasamtökin, við-
skiptalífið - enginn hefur í alvöra
hugsað sitt dæmi upp á nýtt.
Enda ekki von. Það er ekki von
að menn ráðist í að búa t.d. til flokk,
sem legði á ráðin um það fyrst og
ffemst hvemig spara mætti orku og
hráefni og jarðveg og draga úr
óþarfa neyslu (Hvað er óþarfi? spyr
þá hinn markaðsfijálsi). Sá sami
væri að mæla
með hreyf-
ingu sem
vildi í raun skera niur lífskjör eins
og menn hafa skilið þau til þessa
(lífskjör era þá nokkumveginn það
sama og hátt neyslustig). Og sá
hinn sami ætti eftir að leysa fyrir
sjálfa sig og aðra þann hnút sem
einna erfiðastur er: Hvemig ætti
slikur niðurskurður að fara ffam
með jafnræði? Þvi þeir ríku, þeir
hafa alltaf sitt á hreinu. Ef að um-
hverfisvemdin sker niður bílaum-
ferð til dæmis eða gerir hana mun
dýrari en hún nú er, þá gerist það
fyrst og ffemst að bíllinn hættir að
vera alþýðumunaður í nokkrum rík-
ustu löndum heims, en verður mun-
aður hinna ríku - eins og í fátækum
löndum heims.
En sú stóra staðreynd (að veisl-
an er búin) hún er samt það stór, að
hún mun beija upp á hjá körlum og
konum, grænum og bláum og rauð-
um af æ meiri krafti með hveiju ári
sem líður. Um hana og út ffá henni
| munu pólitísk
' átök næstu ára-
Bergmann tuga fara ffam.
Evrópumarkaöshyggjan I JSá - I
Hagsmurrif og vaifcos hr íslancfa EVRÓPUMARKAÐSHYGGJAN í'" iM
* HAGSMUNIR 0G VALKOSTIR ÍSLANDS
j Eftir dr. Hannes Jónsson, %
fv. sendiherra
Kynnið ykkur allar hliðar Evrópumarkaðsmálanna í traustu, óháðu og að-
gengilegu heimildarriti. Höfundur gerir sannsýna heildarúttekt á hagsmunum
Islands í gömlu Evrópu 18 nýlenduríkja og í stærri heimi 170 ríkja. Yfirgrips-
mikið efni sett fram á lipru máli og í myndum, myndritum, teikningum og
töflum svo lesandi geti sjálfur sannreynt hvort gróði eða tap, sjálfstæði eða
fullveldisafsal fylgi aðild að Efnahagssvæði Evrópu og EB. Ómissandi inn-
legg í Evrópumarkaðsumræðuna. 118 bls. kilja. Fæst hjá flestum bóksölum
og útgefanda.
Verð kr. 1.000,- Pöntunarsími (91)75352.
BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR
Pósthólf 9168 - 109 Reykjavík - Sími 75352
Laugardagur 11. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA19