Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 26
Hiartans ál Á meðal erlendra þjóða er farið að gæta verulegrar tor- tryggni í garð áls innan um mat- væli, og það ekki að ástæðulausu. Víða er farið að flokka ál með þungmálmum í vísindarítum vegna eituráhrífanna, sem það veldur, þótt það sé eðlislétt. Fyrir nokkrum mánuðum tók ég saman og birti yfirlit um helstu eiturá- hríf áls. Fyrir mér vakti að vekja menn til umhugsunar um notkun áls í framtíðinni. Mikill og einhæfur á- róður hefur verið rekinn fyrir ágæti nýrrar álbræðslu í íslensku um- hverfi og að öðrum ólöstuðum hefur Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra gengið þar harðast fram. „Hún snýst nú samt“ Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að bæta enn við upp- lýsingum, því ráðamenn taka ekkert mark á þeim í metnaðarblindri fýsn HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup-Skeifimni -Kringlunni Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg L6utótar2-6 stoi 71539 HTOintxarg 4 stná 77272 sinni að „landa þeim stóra“. Það er líka huggun harmi gegn, að mistak- ist verkefnið, á iðnaðarráðherra alltaf frátekið pláss á hvíldar-og hressingarhælinu við Kalkofnsveg. ,4íún snýst nú samt“ sagði sá á- gæti maður Kópemíkus. Tek ég mér hann til fyrirmyndar og klappa enn á sama stein. Þar sem iðnaðarráðherra er hag- fræðingur að mennt er líklegt að tímaritið The Economist komi hon- um fyrir sjónir öðru hverju. I heft- inu 27. apríl sl. er greinarkom með heitinu Aluminium and heart disea- se - ál og hjartveiki. Áliö truflar rafboð til hjartans Þar greinir Derek Birchall, einn af vísindamönnum ICl (Imperial Chemical Industries) í Runcom frá athyglisverðum niðurstöðum þar sem aukin tíðni hjartveiki í Norður- Englandi borið saman við Suður- England er rakin til súrara gmnn- vatns. Við þær kringumstæður leys- ist meira af ál-jónum út í gmnnvatn- ið. Aukinn styrkur áls í líkamsvess- um hefur áhrif á raf-svömn hjartans með því að trnfla bæði kalsíum- og jámbúskap líkamans. Það sem helst vegur upp á móti þessu er tilvist kís- ils. Aukinn styrkur hans virðist slá álið út. ÁI er þriðja algengasta frumefni jarðar og ofgnótt þess í líkamanum veldur auk hjartakvillanna blóð- sjúkdómum, beinátu, hraðri elli- hrömun heilans og ýmsum nýma- kvillum. Fæstir sýna samt merki á- leitrunar og það virðist vera vegna áhrifa kísilsins. Hlutverk kísils Kísill er eitt þeirra frumefna, sem lífefnafræðin hefur aldrei fund- ið afgerandi hlutverk. Við vitum að hann kemur við sögu í myndun beina og tengivefja þeirra, sina og bijósks, en enginn veit nákvæmlega hvemig. Án kísils dregur vemlega úr vexti planta og dýra. En um leið og fæðan inniheldur kísil fer allt á betri veg. Derek Birchall telur það hafa svipuð neikvæð áhrif að kísil vanti í umhverfið eða of mikið sé af áli til staðar. Mest af þekkingunni um eiturá- hrif áls kemur frá rannsóknum á sjúklingum með nýmasjúkdóma sem fá meðhöndlun í nýmavélum. Þá er álstyrkur blóðsins aukinn og koma þá fýrmefnd eitmnareinkenni oft í ljós. Um leið og dregið er úr ál- styrk, dregur úr einkennunum. Hr. Birchall var líka kunnugt um að vatn í súrari kantinum sem inniheldur áljónir í nokkm magni er banvænt fýrir fisk. En um leið og styrkur kísils var aukinn í þessu um- hverfi, braggaðist laxinn. Kisillinn hafði svo góð áhrif við þessar menguðu kringumstæður að lax- fiskamir tóku jafnvel upp minna ál en þeir gera jafnan í náttúmnni þar sem álstyrkur er langtum minni. Sambýli við kísil hentar áli vel: ólífræn siliköt binda ál betur en nokkur önnur efnasambönd. I vatni verða til álsiliköt, sem hafa engin á- hrif á lífverur. Að minnsta kosti ekki á meðan sýmstig helst skap- legt. Hækki það hins vegar, t.d. af völdum súrs regns eða annarrar mengunar, leysast álsilikötin upp og eitrunarhættan er aftur fýrir hendi. Eitt lítiö líffræöiágrip Eins og áður er getið mglast líf- kerfi á áli og jámi. Frumeindimar em svipaðar að stærð og bera sömu rafhleðslu. Ef of mikið jám er i um- hverfinu, binda lífvemr það með hvítuefni er nefhist ferritin. Engin slík vöm er til fýrir ál. Það sem verra er, hvítuefhið transferrin, sem flytur jám í lífvemm, mglast á jámi og áli. Áljónir eiga því greiða leið inn í frumur. Þegar þangað er komið tmflar ál flutning á kalsíum og ýmislegt fleira andstyggilegt. Þar með em 26 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 11. maí 1991 raf-boðskipti fhunanna komin í ólag. Flestir sem þekkja til líffræði vita að á milli fruma berast skilaboð með raf-slögum. Það em kalsíum- og klóijónir, sem bera rafhleðslum- ar yfir frumuhimnumar. Ef boð- skipti á milli fruma em ekki í góðu lagi, rétt eins og símakerfi upplýs- ingsþjóðfélagsins, fer all í steik. Þau líffæri sem einkum em háð þessum rafboðum, eins og heili og hjarta, vinna þá ekki eðlilega og fer þá að harðna á dalnum. Þessi tenging áls við hjartveiki er ný af nálinni og vafalaust beinast sjónir vísindamanna á næstunni að því að skoða þessar vísbendingar Derek Birchall betur. Þetta em samt upplýsingar sem ákvarðanataka stjómvalda ætti að byggjast á. Þáttur Guðmundar Einarssonar Það er vert að minnast þess að í grein minni um ál og tengingu þess við Alzheimer sjúkdóminn alræmda höfðaði ég sérstaklega til ábyrgðar Guðmundar Einarssonar, aðstoðar- manns iðnaðarráðherra að hann kynnti sér þessi mál til að ráða hús- bónda sínum heilt. Guðmundur er nefnilega taugalíffræðingur að mennt. Mér og öðrum til mikilla von- brigða varð fátt um svör. Sú Iína vafalaust valin að þegja þetta í hel. Þegar Guðmundur var spurður sl. haust hvort hann ætlaði ekki að svara grein minni málefnalega kvaðst hann ekki finna nein gögn á landinu, sem hægt væri að byggja á og gaf það jafnvel í skyn að Einar Valur hefði diktað eitthvað upp af þessu. Eg fékk hins vegar fjölda sím- hringinga fólks, sem tók upplýsing- amar alvarlega. Þessi pistill er þvi ekki síður til að viðhalda samband- inu við áhugasaman almenning. Það er leitt til þess að vita að hlutskipti Guðmundar Einarssonar skuli nú vera orðið það að skrifa skæting i Alþýðublaðið sem iðnað- arráðherra þykist of merkilegur til að skrifa undir eigin nafni. Að fóstri umbótamannsins Vilmundar Gylfa- sonar skuli vera orðinn að endur- varpsstöð fýrir Jón Sigurðsson, sem er helblárri en nokkurt ihald. O, tempora, o mores. Á milli vonar og ótta Það verður líka spennandi að fýlgjast með því hveiju Össur Skarphéðinsson endurvarpar á síð- um Alþýðublaðsins í sumar. Mun hann reyna að réttlæta stjómina, sem formaður hans kveður nú vera á milli vonar og ótta, eða slær hann um sig með alkunnum brand- araflaum til að breiða yfir bágt sál- arástand ungra jafnaðarmanna vegna haglabyssubrúðkaupsins sem átti að kenna við maístjömuna? Hendi það líffræðingana Össur og Guðmund hins vegar að fá bak- þanka vil ég benda þeim á það að fagleg umræða um umhverfismál hefúr engin verið á síðum Alþýðu- blaðins og það kæmi sér áreiðan- lega vel fýrir nýja umhverfisráð- herrann þeirra að þeir fæm að dusta tykið af fræðunum. Einar Valur Ingimundarson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.