Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 5
L AU GARDAGSFRETTIR
Háspennuástand í bankakerfinu
að ríkir háspennuástand í
bankakerfínu þessa daga
vegna yfirlýsinga Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra
og Friðriks Sóphussonar fjár-
málaráðherra um vaxtahækk-
anir, sem von er á,“ sagði
heimildamaður Þjóðviljans
innan bankakerfísins.
Stjómir viðskiptabankanna
hafa fundað stift þessa dagana,
enda tiðkast að tilkynna um
vaxtabreytingar 11. hvers mán-
aðar. í öllum bönkunum hefur
hinsvegar verið ákveðið að
fresta ákvörðunum um vaxta-
hækkanir þar til liggur fyrir
hvað ríkisstjómin ætlar að gera,
þannig að vextir munu ekki
hækka hjá bönkunum fyrr en 21.
maí nk., en þá er ljóst að hækk-
un verður.
Þær tölur um vaxtahækkanir
sem vom uppi á borðum í
stjómum bankanna vom 1,5
prósent hækkun til að byrja
með, en reiknað er með að fleiri
vaxtahækkanir komi i kjölfarið
þannig að útlánsvextir verði á
bilinu 25 til 30 prósent áður en
langt um líður.
Þeir benda á að stjómvöld
hafi lýst því yfir að þörf sé á um
30 miljarða króna spamaði fyrir
ríkissjóð á árinu, en ljóst er að
bankamir þurfa sjálfir um 30 til
40 miljarða króna innlán á árinu
til þess að halda í horfinu. Það er
því verið að ræða um kapphlaup
um 60 til 70 miljarða króna.
Seðlabanki íslands hefúr
hinsvegar spáð því að peninga-
spamaður í landinu verði um 27
miljarðar króna á árinu, þannig
að ljóst er að baráttan um spam-
aðinn verður hörð ef markaður-
inn á að fá að ráða, einsog Frið-
rik Sóphusson hefúr boðað.
„Þetta mun hafa það í för
með sér að vextimir munu ijúka
upp, sem hefúr í för með sér
auknar álögur á atvinnuvegina,
húsnæðiskostnaður eykst, vöm-
verð hækkar og verðbólgan fer
af stað,“ sagði heimildarmaður
Þjóðviljans.
Þá gagnrýna bankamenn
harðlega hvemig staðið hefúr
verið að málum síðan stjóm
Davíðs tók við. Forsætisráð-
herra ríður á vaðið með því að
tilkynna að vaxtahækkanir séu
óhjákvæmilegar, þannig að allir
halda að sér höndum þessa dag-
ana og bíða eftir hækkununum,
en nú þykir ljóst að Friðrik mun
ekki tilkynna hækkun á vöxtum
spariskírteina ríkissjóðs fyrr en
eftir útvarpsumræðumar í byij-
un næstu viku.
-Sáf
Davíð neitar
heiðursmanna-
samkomulagi
Forsætisráðherra Davíð
Oddsson sendi í gær frá
sér fréttatilkynningu þar sem
hann neitar því að nokkurt
heiðursmannasamkomulag
hafí verið á milli hans og Jóns
Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkisráðherra, um að Skóg-
ræktin og Landgræðslan yrðu
fluttar frá landbúnaðarráðu-
neytinu yfir í umhverfisráðu-
neytið.
Fram til þessa hefúr Davið
neitað að ræða við fjölmiðla um
þetta mál og er þessi fréttatil-
kynning einu viðbrögð hans við
því upphlaupi sem orðið er í rík-
isstjóm hans út af þessu máli.
Fréttatilkynningin er stutt og við
birtum hana orðrétt hér á eftir:
„í þeim viðræðum, sem for-
menn stjómarflokkanna áttu, og
leiddu til myndunar ríkisstjóm-
ar, urðu þeir ásáttir um að
styrkja bæri stöðu umhverfis-
ráðuneytisins. I þvi sambandi
hljóta verkaskipti milli einstakra
ráðuneyta að koma til álita þótt
frá einstökum atriðum hafi ekki
verið gengið. Þessir þættir verða
ræddir á milli stjómarflokka um
leið og lagabreyting á haust-
þingi er undirbúin."
Egill Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðismanna í Austur-
landskjördæmi, sagði við Þjóð-
viljann að svonefnt heiðurs-
mannasamkomulag Davíðs og
Jóns Baldvins um flutning
Skógræktar ríkisins og Land-
græðslunnar frá landbúnaða-
ráðuneyti yfir til umhverfisráðu-
neytis, hefði hvorki verið rætt í
þingflokki Sjálfstæðismanna á
meðan á stjómarmyndunarvið-
ræðunum stóð né á eftir.
Egill segist vera jafn andvíg-
ur flutningi þessara stofnana yf-
ir í umhverfisráðuneytið og
hann var á þingi 1989 þegar það
var reynt af þáverandi stjómar-
flokkum. Þá varð mikil umræða
um málið sem náði ekki fram að
ganga, meðal annars vegna
harðrar andstöðu Sjálfstæðis-
manna. Þar var einna fremstur í
flokki núverandi menntamála-
ráðherra, Ólafúr G. Einarsson.
Helsta röksemd Sjálfstæðis-
manna þá gegn því að flytja
þessar stofnanir yfir til um-
hverfisráðuneytisins vom feng-
in úr Brundtland-skýrslunni
svonefndu þar sem fram kemur
að auðlindir verði best varð-
veittar í umsjá þeirra sem þær
nýta.
Svo virðist sem mikil and-
staða sé i þingflokki Sjálfstæð-
ismanna gegn áðumefndu heið-
ursmannasamkomulagi flokks-
formanna Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks gegn flutningi
þessara stofnana yfir í umhverf-
isráðuneyti. Halldór Blöndal
landbúnaðarráðherra hefúr lýst
yfir andstöðu sinni og vitnað til
þess að skógrækt og land-
græðsla séu orðnar að atvinnu-
greinum hjá bændum samhliða
heföbundnum búskap. Þá er
ennfremur vitað um andstöðu
þeirra Pálma Jónssonar og Egg-
erts Haukdals og jafnvel fleiri
þingmanna Sjálfstæðisfiokksins
gegn fiutningum þessara stofn-
ana yfir til umhverfisráðuneytis-
ins.
-grh/-Sáf
114. löggjafarþingið
kemur saman
á mánudag
Alþingi kemur saman nk.
mánudag 13. apríl. Það
er harla óvanalegt að Alþingi
komi saman að sumri til, síð-
ast þegar það gerðist var á
Þingvöllum 1974, þegar 1100
ára afmæli íslandsbyggðar
var minnst. Þetta verður 114.
þingið og búast menn við að
það standi í einn mánuð.
Sumarþingið mun væntan-
lega taka á nokkrum mikilvæg-
um málum, má þar nefna að
sameina þingið í eina málstofú,
en það var samþykkt á síðasta
þingi. Almálið og samningar um
Evrópskt efnahagssvæði verður
sjálfsagt rætt á þessu þingi.
Einnig er talið að hallinn á fjár-
lögunum verði ræddur og má
búast við hörðum umræðum um
það mál.
Stefnuræða forsætisráðherra
er einn af föstum liðum í upp-
hafi þings, og bíða menn nú
spenntir eftir að heyra hvað
Davíð Oddsson segir um niður-
skurð þann sem hann og Jón
Baldvin hafa boðað. Það má og
búast við að stjómarandstaðan
láti að sér kveða vegna fordæm-
is stjómarinnar í vaxtahækkun-
um.
-sþ
Svavar Gestsson afhendir verðlaunin ( kosningagetraun sem Alþýöubandalagið I Reykjavík stóð fyrir. Verð-
launin voru ferð að eigin vali með Samvinnuferðum- Landsýn að verðmæti krónur 60.000.-. Frá vinstri: Þor-
steinn Gunnarsson verðlaunahafi, Ingólfur V. Gfslason, kosningastjóri ABR, og Svavar Gestsson þingmaöur.
Mynd: Jim Smart.
Kosningaúrslitum spáð með
ótrúlegri nákvæmni
Svavar Gestson afhenti fyr-
ir Alþýðubandalagið í
Reykjavík Þorsteini Gunnars-
syni verðlaun fyrir að vera með
nákvæmustu spá um úrslit
þingkosninganna í Reykjavík-
urkjördæmi.
Svavar Gestson sagði, þegar
hann afhenti Þorsteini verðlaunin,
að getspeki Þorsteins væri hreint
ótrúleg.
Spá Þorsteins var aðeins 1615
atkvæðum frá niðurstöðum kosn-
inganna í Reykjavík. Sums staðar
var Þorsteinn svo nákvæmur að
það var hreint lygilegt, t.d. var
hann aðeins 27 atkvæðum frá því
að spá rétt fyrir um atkvæðamagn
Sjálfstæðisflokksins og 44 at-
kvæðum frá því atkvæðamagni
sem Kvennalistinn fékk hér í
Reykjavík.
Þorsteinn sagði að hans að-
ferð heföi verið einföld, - ég velti
skoðanakönnunum fyrir mér og
hlustaði á almannaróm, sagði
Þorsteinn. -sþ
Skriða vaxtahækkana
blasir við
Eg sé nú blasa við hættulega
skriðu vaxtahækkana sem
enginn getur séð fyrir hvar muni
enda, sagði Asmundur Stefáns-
son forseti ASÍ í samtali við Nýtt
Helgarblað í gær.
Ásmundur sagði að það væri
ekki bara ríkissjóður sem þyrfti á
auknu lánsfé að halda frá lands-
mönnum, bankamir væru einnig
komnir í umtalsverðan vanda
vegna samkeppninnar um sparifé
landsmanna og það væri aðeins
tímaspursmál hvenær þeir fylgdu í
kjölfar vaxtahækkana ríkissjóðs.
Ásmundur sagði að orsakir
þessa vanda væm að hans mati
þríþættar:
I fyrsta lagi væri halli ríkis-
sjóðs spennuvaldur á fjármagns-
markaðnum.
1 öðm lagi skapaði húsbréfa-
kerfið aukna þenslu, þar sem allir
heföu nú aðgang að lánum til
húsakaupa óháð tekjum eða eign-
um. Reynslan af húsbréfakerfmu
heföi jafnframt sýnt, að dregið
hefði úr innri fjármögnun kerfisins
miðað við fyrra kerfi. Ásmundur
sagði að ávöxtun í húsbréfakerfinu
væri nú komin yfir hæstu útlána-
vexti bankanna, sem væri full-
komlega óeðlilegt þar sem um rík-
istryggð bréf væri að ræða. Sagði
Ásmundur það kaldar kveðjur sem
forsvarsmenn húsbréfakerfisins
heföu fært fólki nýverið, að það
ætti að fresta íbúðakaupum um
sinn. Þetta væm skilaboð til þeirra
sem ekki heföu fjárráð til að bíða,
því markaðslögmálin heföu skotið
þeim aftur fyrir hina.
Þriðja atriðið, sem einnig hef-
ur aukið vandann, er hinn nýi
hlutabréfamarkaður sem hér hefur
myndast vegna niðurgreiðslna rík-
issjóðs í formi skattaívilnana.
Þannig námu hlutabréfakaup á síð-
asta ári 3.615 miljónum, sem var
nærri helmingur innlánaaukningar
í bönkum.
Allir þessir þættir virkuðu til
þess að draga innlánsfé frá bönk-
unum og skapa óeðlilega þenslu á
fjármagnsmarkaðnum.
Ásmundur sagði að við þess-
um vanda væm tvö ráð.
Annað þeirra, sem ríkisstjóm-
in heföi nú valið, væri að hækka
vexti. Háir vextir munu hins vegar
ekki koma í veg fyrir erlendar lán-
tökur, sagði Ásmundur, og er fyrir-
sjáanlegt að fyrirtæki munu leita
eftir erlendu lánsfé á lægri vöxtum
í vaxandi mæli.
Ásmundur sagði það jafhframt
áhyggjuefhi ef vextimir héldu
áfram að æða upp, því það gæti
annars vegar valdið eignamissi
þeirra sem væm búnir að taka á sig
miklar skuldir og hins vegar
myndi það draga svo úr fjárfest-
ingum að atvinna færi minnkandi.
Hin leiðin til að bregðast við
þenslunni er að sögn Ásmundar að
taka á þeim þrem vandamálum
sem em orsakavaldar hennar: rík-
ishallanum, húsbréfakerfinu og
skattfríðindum hlutafjáreigenda.
Þetta væm stóm málin sem
nýja ríkisstjómin þyrfti að glíma
við.
Stjóm BSRB sendi í gær ffá
sér mótmæli vegna vaxtahækkana
ríkisstjómarinnar og segir þær
stangast á við þær forsendur þjóð-
arsáttar, að fj ármagnskostnaður
verði færður niður. Segir í tilkynn-
ingunni að launafólk mótmæli að
efnahagsbatinn verði étinn upp af
fjármagnskerfinu.
-ólg.
Laugardagur 11. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5