Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 8
NÝTT (ÍIÓOVILIINN Úfgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f Framkvæmdastjórl: Hallur Páil Jónsson Rltstjórar: Ami Bergmann, Óiafur H. Torfason, Helgi Guðmundsson Umsjónarmaður Helgarbiaðs: Bergdís Ellertsdótir Fréttastjórt: Slgurður A. Friðþjófsson Afgrolðsl Auglysinj Sirnfax: 6 Verð: 150 Setning o Prentun: »: n 6813 33 jadoild: tr 68 1! 819 35 krónur f lausast g umbrot Pren Oddihf. MO-68 13 31 au tsmiðja Þjóðviljans hf. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Aðsetun Sfðumóia 37,1C ð Reykjavik Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Fyrsta og síðasta drengskaparsamkomulagið í fréttum hefur þegar komið fram fyrsta ágrein- ingsmál stjórnarflokkanna. Að þessu sinni er deilt um forræði skógræktar og landgræöslu. Jón Bald- vin Hannibalsson hefur sagt að hann og Davíð Oddsson hafi gert um það drengskaparsamkomu- lag að landgræðsla og skógrækt skuli flytjast til umhverfisráðuneytisins. Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra vill ekkert af þessu vita og hefur hafnað samkomulaginu með öllu. Hann telur að flutningur á þessum málaflokkum komi ekki til greina. Þessi umræða er ekki aðeins merkileg fyrir ágreiningsefnið, heldur er hún til marks um vinnu- brögðin við myndun stjómarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra og borgarstjóri telurað hann geti notað sömu vinnubrögð sem forsætisráðherra og sem borgarstjóri. Þar gat hann treyst á einsflokks- einræði á öllum sviðum. Og í flokkseinræðinu var hann einráður. Embættismennirnir eru nær allir flokksbundnir Sjálfstæðismenn og vinna sem slík- ir í borgarkerfinu. Borgarstjórastóllinn er þess vegna fýrsti verndaði vinnustaðurinn á (slandi. Ef borgarstjórinn hallast í sæti sínu eru embættis- mennirnir óðara tilbúnir með bómullarstrangana til þess að hlaða í kringum borgarstjórann. En nú er öldin önnur. Forsætisráðherra hefur engin völd önnur en þaú sem hann fær með sam- ráði við annað fólk. Hver ráðherra hefur fullt og endanlegt forræði á sínum málaflokki. Halldór Blöndal þarf þess vegna ekki að hlýða Davíð Oddssyni frekar en honum sýnist og hið sama er að segja um aðra ráðherra; til dæmis Þorstein Pálsson sem telur sig áreiðanlega ekki í sérstöku þjónustuhlutverki andspænis Davíð Oddssyni eftir það sem á undan er gengið. En vandi Davíðs er sá að hann kann ekki hlutverkið, hefur ekki lært rulluna og auk þess er mikill vafi á því að hann geti lært þessa rullu. Maður sem hefur verið einvaldur á vernduðum vinnustað borgarstjóraskrifstofunnar í tæpan áratug þarf nú að læra lexíu sem gæti orð- ið honum snúin. Vafasamt er að minnsta kosti að ráðríkir höldar eins og Halldór Blöndal hrökkvi fyr- ir tveggja manna tali úr Viðey, enda hefur nú kom- ið í Ijós að Davíð Oddsson kannast ekki við þetta samkomulag. Þannig gæti svo farið að hér hafi verið á ferðinni fyrsta og síðasta tilraun núverandi ráðherra til að gera sín á milli drengskaparsam- komulag. Vaxtahækkunarráðherrann tekur til hendinni Forseti Alþýðusambands (slands sagði vaxta- hækanir ríkisstjórnarinnar að undanfömu óhugn- anlegar. Hann benti einnig á að með þessu móti væri hætta á því að verðlag færi hækkandi á nýj- an leik. Iðja og Dagsbrún hafa þegar gert skarpar ályktanir um þessi vinnubrögð og formaður BSRB hefur tekið í sama streng, meðal annars í viðtöl- um við Þjóðviljann á dögunum, að með þessari stefnu sé ríkisstjórnin að afhenda bönkunum ávinninginn af þjóðarsáttinni. Og stjóm Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar kemst þannig að orði að haidi ríkisstjórnin þessari stefnu hljóti fé- lagið að grípa til sinna ráða og hækka sína taxta. Þannig hefur ríkisstjórnin þegar á fýrstu dögum starfs síns efnt til ófriðar við samtök launafólks. Og það er athyglisvert að þessi vaxtahækkunar- skriða fer af stað með sérstakri blessun Alþýðu- flokksins, en vaxtahækkunarráðherrann er sem kunnugt er Jón Sigurðsson sem hefur þessi mál í hendi sér. - S. 0-ALIT 8 SfÐA.-rr- NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 11. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.