Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 6
Brestir í samsteypustjóm Þjóðverja Bæverskir íhaldsmenn reiðir út af minnkandi áhrifum. Frjálsdemókratar færa sig nær jafnaðarmönnum Waigel og Kohl - flokksmenn hins fyrrnefnda vilja bjóða fram utan Bæj- aralands. ugt má vera, lengi verið banda- lag sem grundvallast á því að kristilegir demókratar bjóði ekki fram í Bæjaralandi og Kristilega sósíalsambandið hvergi nema þar. Þannig hafa flokkamir tveir komið fram sem einn og ætíð verið saman í stjóm. En full- komin ánægja hefur aldrei verið með þetta samstarf, síst í bæj- erska flokknum. Hans menn líta á sig sem sannan og heilsteypt- an íhaldsflokk, en kristilega demókrata sem alltof miðju- sækna og veiklaða af frjáls- lyndi. Bæjersku íhaldsmennim- ir em þar að auki öfundssjúkir í garð miðjuflokksins fijálsdemó- krata, sem þeir telja að hafi allt- of mikil völd í stjóm miðað við fylgi. Sameining Þýskalands veld- ur mildu um að þykkjan milli kristilegu flokkanna hefur auk- ist upp á síðkastið. Þýskaland hefur stækkað en Bæjaraland ekki, sagði einhver spaklega. Það fer ekki milli mála að eftir sameininguna skiptir bæjerski íhaldsflokkurinn minna máli í stjómmálum Þýskalands sem heildar en áður var. Með tilstyrk austurþýsku atkvæðanna hafa hinir stjómarflokkamir tveir nú nægilegan styrk á sambands- þingi til að stjóma áffam þótt Waigel og hans menn segðu sig úr stjóm. I þýskum stjórnmálum er * ólgan með meira móti þessa dagana og ekki einungis út af ófremdarástandinu í (hinu fyrrverandi) Austur- Þýskalandi. Milli tveggja stjórnarflokka, kristilegra demókrata og Kristilega sósí- alsambandsins, sýður ergelsi ef ekki bein illska og þriðji stjórnarflokkurinn, frjáls- demókratar, hallast sífellt nær jafnaðarmönnum, ,,hinum“ stóra flokknum í þýskum stjórnmálum og aðalflokki í stjórnarandstöðu. Milli forustumanna kristi- legu flokkanna tveggja hafa klögumálin undanfarið gengið á víxl og stundum með stóryrð- um, einkum af hálfu fomstu Kristilega sósíalsambandsins í Munchen, höfuðborg Bæjara- lands. Er raunar margra mál að ráðamenn í borg prúðmennisins Derricks séu orðljótastir stjóm- málamanna í Þýskalandi. Þeir beina spjótum sínum einkum að Helmut sambandskanslara Kohl, leiðtoga bróðurflokksins Kristilegra demókrata. Kohl reiddist þessu svo mjög að hann aflýsti fýrir skömmu fundi með helstu ráðamönnum Kristilega sósíalsambandsins, þeim Theo Waigel, formanni flokksins og fjármálaráðherra og Max Strei- bl, forsætisráðherra í Bæjara- landi. Þýskaland hefur stækkaö - Bæjaraland ekki Á bakvið þessi illindi liggur ósk Kristilega sósíalsambands- ins um að bjóða fram utan Bæj- aralands. Með kristilegu flokk- unum tveimur hefur, sem kunn- ~N Utboö Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í eftirtalin verk: 1. Skagavegur - styrking 1991 Lengd kafla 4,7 km og efnismagn 8.000 rúmm. Verki skal lokið 24. júní 1991. 2. Siglufjarðarvegur - malarslitlag 1991 Lengd kafla 9,3 km og efnismagn 3.700 rúmm. Verki skal lokið 1. ágúst 1991. 3. Siglufjarðarvegur - rásir 1991 Lengd kafla 9,3 km og efnismagn 40.000 rúmm. Verki skal lokið 1. október 1991. Vettvangs- skoðun 21. maí nk. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 27. maí 1991. Vegamálastjóri Sjónarsviptir að Strauss I gremju sinni út af þessu hafa sumir forustumanna Kristi- lega sósíalsambandsins farið á flot með kröfur um að flokkur- inn bjóði fram utan Bæjara- lands. Það höfðu þeir raunar stundum við orð fyrr, meðan sambandslýðveldið var aðeins Vestur-Þýskaland. En aldrei varð alvara úr því. Franz Josef Strauss, leiðtogi flokksins lun áratuga skeið sem lést fýrir tveimur árum, var að vísu geysi- vinsæll í Bæjaralandi, en átti erfitt með að ná til kjósenda ut- an þess. Síðan hann lést þykir flest- um flokkur hans svipminni en áður, einnig utan Bæjaralands. í fyrstu þingkosningunum í Þýskalandi öllu frá því að Hitler kom til valda bauð fram í aust- urþýsku fylkjunum flokkur, sem stóð nærri bæjerska íhalds- flokknum, en náði þar aðeins um þremur af hundraði at- kvæða. Það er því ekki ástæða til að ætla að Kristilega sósíal- sambandið myndi ríða feitum hesti frá kosningum, þar sem flokkurinn byði fram í öllu land- inu. Ofan á annað mætti þá vita- skuld búast við að kristilegir demókratar byðu fram í Bæjara- landi. Það sem leysti úr læðingi þetta reiðikast bæjersku íhalds- mannanna gegn bróðurflokkn- um er að öllum líkindum ósigur þess síðamefnda í kosningunum í Rheinland-Pfalz fyrir fáeinum vikum. Það hefur verið eitt ör- uggasta vígi kristilegra demó- krata, enda sátu þeir þar að völdum samfleytt í 44 ár. Kohl kanslari er sjálfur þaðan og þar kom hann sér upp í stjómmálun- um. Ósigurinn þar var því um leið mikill persónulegur ósigur fyrir hann. Því virðist nú mörg- um að hann standi ekki vel að vígi. Kohl má vara sig Segja má með sanni að hið pólitíska hamingjuhjól hafi reynst Kohl einkar hverfúlt. Fyrir nokkrum mánuðum var hann dáður sem leiðtoginn sem sameinaði Þýskaland. En nú telja Austur- Þjóðveijar, sem dáðu hann mest áður, hann hafa svikist um að bjarga þeim frá hmni í efnahagslífi og Vestur- Þjóðveijar saka hann um svikin loforð um að hækka ekki skatta, sem hann hækkar til að reyna að rétta við ástandið fýrir austan. Kohl hefúr auk annars aldrei verið óumdeildur leiðtogi í eig- in flokki, og úr röðum þess flokks beinast nú einnig að hon- um gagnrýnar raddir. En hann hefur að vísu sýnt áður að í inn- anflokkspólitík er hann einkar laginn við að fóta sig við erfiðar aðstæður og þoka til hliðar óþægilegum keppinautum. Jafnaðarmenn eru vitaskuld með hressasta móti eftir sigur- inn í Rheinland-Pfalz. Eftir hann er svo komið að þeir stjóma öllum gömlu vestur- þýsku fýlkjunum nema Baden- Wúrttemberg og Bæjaralandi (sumum að vísu í félagi við aðra flokka). Og ftjálsdemókratar, sem þrátt fýrir smæð sína hafa vegna miðjuaðstöðu sinnar alla tíð getað komið ár sinni vel fýr- ir borð með því að stjóma með stóm flokkunum til skiptis, meta málin ef til vill svo að nú sé tími til þess kominn fýrir þá að skipta yfir einu sinni enn. Þeir era sem óðast að færa sig upp að jafhaðarmönnum í stjómmálum fýlkjanna. Af öll- um mönnum stendur þeim mest á sama um gremju bæjerska íhaldsflokksins og eijumar milli hans og kristilegra demókrata. Br^men Branden Nordrhein- en- - heinlahd a þjóðviljinn / ebé Jafnaðarmenn stjórna nú átta af 11 vesturþýsku fylkjunum „gömlu“, sumum í samstarfi viö frjálsdemókrata eða græningja. Þar að auki stjórna þeir I Brandenbúrg og í Berlín í samstarfi við kristilega demókrata. Að Branden- búrg frátalinni ráða kristilegir demókratar I öllum fylkjunum þar sem áður var Austur-Þýskaland, en „vestantjalds” aðeins I Baden- Wurttemberg, auk þess sem bróðurflokkur þeirra I Bæjaralandi ræður þar. En það bróðerni gerist nú flátt mjög. (Fylki jafnaðarmanna eru Ijós á kortinu, hin dökk.) Skólastjóri Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri auglýsir eftir skólastjóra. Við skólann er kennt á hljómborðs- hljóðfæri, gítar, blokkflautu og málmblásturshljóð- færi auk tónfræðigreina. Nemendur skólans eru þrjátíu. Gott íbúðarhúsnæöi i boði. Umsóknarfrest- ur er til 31. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum -um menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu Skaftárkrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri. Nánari upplýsingar veita Ari Agnarsson í síma 98- 74716 og Bjarni Matthíasson í síma 98- 74840. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.