Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 7
Major: Knýjum Saddam frá völdum Allt var í gær á huldu um hvernig gengi í viðræðum Kúrda og íraksstjórnar í Bag- dað, íraksstjórn segist ekki taka í mál að gæslusveitir á veg- um Sameinuðu þjóðanna verði sendar til íraska Kúrdistans og John Major, forsætisráðherra Breta, sagði í ræðu að Bretar myndu með beitingu neitunar- valds síns í Öryggisráði S.þ. koma í veg fyrir að nokkuð yrði siakað á viðskiptabanninu gegn írak meðan Saddam forseti Hussein væri þar við völd. Talið er að helstu ágreinings- atriðin í viðræðum fulltrúa Kúrda og íraksstjómar séu kröfiir Kúrda um alþjóðlega ábyrgð á samning- rnn þessara aðila og olíuborgina Kirkuk, en hvomga af þeim kröf- um vill íraksstjóm samþykkja. Viðræðumar fara nú ffam með mikilli leynd og segir Reuters- fféttamaður einn að stemmningin kringum þær minni á tvær af sög- um Agöthu Christie, sem einmitt gerast í Bagdað, þar sem skáld- konan raunar dvaldist er hún skrifaði þær. Sögur þessar era Murder in Mesopotamia og They Came to Baghdad. í þeirri síðar- nefndu er bæði um að ræða morð og ráðstefnu. Tillagan um að lið á vegum Sameinuðu þjóðanna taki við af vesturlandahersveitum í íraska Kúrdistan er undan rifjum vestur- veldanna rannin, en í gær kvaðst Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa fengið orðsendingu frá íraks- stjóm þar sem „mjög skýrt“ væri tekið fram að sú stjóm vildi ekk- ert lið frá S.þ. til eftirlits á svæð- inu. Vesturveldin munu hafa von- ast til að íraksstjóm þætti illskárra að hafa lið undir merkjum S.þ. í Norður-Irak til vemdar Kúrdum en vesturlandahersveitir. John Bolton, aðstoðaratanrikisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á það í gær að stjórn hans liti ekki svo á að „nei“ íraksstjómar i þessu máli væri endanlegt. Hann benti einnig á að margt hefði ver- Kúrdneskt bam, sem ekki lifði af flóttann að heiman, laugað áður en það er borið til grafar í flóttamannabúð- um í (ran. Dánartalan i flóttamannabúðunum hefur lækkað vegna hjálpar sem berst utan frá, en margir, eink- um börn, deyja þó enn af afleiðingum þess sem yfir þá gekk á flóttanum. Og enn er allt (óvissu um hvort gerð- ar verða ráðstafanir, sem duga til að tryggja Kúrdum öryggi í þeirra eigin landi. ið hafst að á vegum S.þ. í Afgan- istan án samþykkis stjómarinnar þar og hið sama gæti komið til greina í Irak. Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Breta, flutti einnig ræðu í gær og sagði m.a. að Saddam ír- aksforseti stæði í vegi fyrir því að kúrdneskir flóttamenn fengju vemd, að friður til frambúðar yrði tryggður milli íraks og Kúvæts og að viðskiptabanninu gegn írak yrði aflétt. „Ekki getur til greina komið að neitt verði slakað á við- skiptabanninu meðan ofsóknir Saddams gegn minnihlutum halda áfram,“ sagði Hurd. Hann sagði og að heimssamfélagið yrði að halda áfram að sjá Kúrdum fyrir vemd, hvort sem írakar sam- þykktu að gæslulið á vegum S.þ. annaðist þá vemd eða ekki. AD UTAN Umsjón Dagur Þorleifsson: Rudolf Serkin látinn Rudolf Serkin Á miðvikudagsnótt lést í Gu- ilford í Vermont, Bandaríkjun- um, Rudolf Serkin, sem talinn er einn snjöllustu einleikara á píanó á þessari öld. Hann fædd- ist 1903 í Eger (nú Cheb) í Bæ- heimi og voru foreldrar hans rússneskir. í Bandaríkjunum hefur hann búið síðan á fjórða áratugi. Serkin, sem byijaði að spila á tónleikum sex ára, hafði áhrif á fjölda tónlistarmanna með flutn- ingi tónlistar og kennslu. 1949 stóð hann að því að stofna til ár- legrar tónlistarhátíðar í Marlboro í Vermont og varð þessi litla borg í fylki, sem ekki er beint í alfara- leið, við það mekka tónlistar- manna um víða veröld. Serkin lætur eftir sig eigin- konu, sex böm og 11 bamaböm. Sovéskir hermenn særðir Níu sovéskir hermenn særð- ust í gær er skotið var á þá við landamæri Armeníu og Aserbæd- sjans. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem sovésku herflokkamir, er ásamt aserskum lögreglusveit- um eiga í átökum við Armena, verða fyrir teljandi manntjóni. Armenar segja að 48 manns a.m.k. hafi verið drepnir í átökun- um en Aserar 20. Rettarhálsi 2 - 110 R vik- Simar 31956-685554 Hreinlego allt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR KEW HOBBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, veröndina o.fl. Úrval aukahluta! Nýiar innréftingar i eldhús og ó bað eru værvran Mýjar innréttingar kallaa breytingaM s>^nJ J5 innréttingar í eldhús, stakar sýnishorn me& go&om afs'æ*-Tóubrautum fyrir fataskópa. skápaeiningar ogJnu^k^n á máluSum innréttingum í eldhus, og Dg sumarsmellurtnn^^ ^ úr 600 lltum, allt a^ama verSt. P Ennfremur bjóSast nokkrir sturtuklefar a frabæru ve . iMval Nýbýiavogi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pósthóif 167.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.