Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 15
leið á löngu þar til við vorum famir að kasta en það var til einskis. Hugurinn eirði einhvem veginn ekki við það. Við vissum af fossunum þama innar þótt við sæum þá ekki enn. Eg rásaði því austur með og sá fljótlega í annan fossinn. Ég var þá kominn austur undir rætur Eystraijalls. Áin er forkunnar falleg. Þama hlaut að vera bleikja. Ég reyndi aðeins að kasta en fann fljótlega að þetta þýddi ekki neitt. Hér var við ann- að að vera. Umhverfíð er stórbrot- ið og flnlegt í senn. Ég svipaðist um, drakk vatn úr tærri lind og beið félaga minna. Bílar hafa far- ið þama vestur yfir ána. Það virt- ist sæmilegt en hér var viðvömn á skilti. Áin er hættulegri en hún sýnist. Hér litlu innar hafa orðið slys. Ég settist á stein. Hér byrjar birkikjarrið fyrir alvöru að klæða brekkur Eystrafjalls. Allsstaðar þar sem hægt er að festa rætur og fá frið fyrir snjó og vatnagangi, vex hrísla. Fyrir ofan kjarrið eru hamrar sem fara hækkandi eftir því sem ég sá inneftir. Allt er sundurskorið af giljum. Hér ligg- ur gönguslóð inn brekkumar. Mér fmnst að ég geti sætt mig við að fara ekki lengra. Þeir koma „strákamir“ og Sæbjöm vill að við drífum okkur á leiðarenda. Við röltum inn brekkumar. Slóðin er ýmist niður á aumum eða uppi í hlíðinni. Þetta verður því stór- brotnara sem innar dregur. Háir stapar og klettahöfðar hurfu upp í þokuna sem hafði sigið að. Fram úr giljunum koma skriður. Þama hafa birkihríslur skotið rótum og beijast fyrir lífi sínu, örsmáar. Áin rennur í brekkurótum og grefur djúpa hylji, því hún er vatnsmikil. Sumsstaðar em klappir sem beina henni fram á aurinn en hún slær sér jafnharðan að brekkunni aftur. Hér em nokkrir hnausar sem áin hefur rifið úr brekkunni og skilið eftir á aumum, svona í bili. Á hveijum hnausi er hrísla, enda er líklegast að það séu einmitt rætur hríslunnar sem valda því að þetta er hnaus en ekki bara dreif af mold. Má af þessu nokkuð læra. Leiðin eftir brekkunum er ekki löng og fyrr en varir emm við inn við fossana. Þama koma tvær ár, Núpsá, sem kemur úr norðri og Hvítá, sem kemur úr vestri. Þær falla báðar ofan í sama hylinn. Báðar vom alveg tærar en nafnið Hvítá bendir til að svo hafi ekki alltaf verið. Umhverfið er hrika- legt hér og hugurinn leitar upp fyrir brúnir. Gaman væri að fara á keðjunni upp Kálfsklif og inn með Núpsá. Dalurinn kvað vera fallegur. Þaðan er hægt að fara inn að Grænalóni eða eftir Eystrafjalli og á Súlutinda. Þaðan sést yfir Skeiðaráijökul og austur til Ör- æfa. Hver veit hvað. Þama er nú öræfaseiðurinn kominn og best er að hægja á. Þetta bíður betri tíma og verður ekki gengið í vöðlum. Allir kannast við tilfmning- una þegar miklu marki er náð og móðurinn rennur af. Maður sígur örlítið saman. Ég fann dálitið íyr- ir þessu þama. Við félagamir skoðuðum dálítið hylinn þama sem jeppamenn hafa nokkmm sinnum ekið yfír á síðustu ámm. Hann var ekki fær í vöðlum, þótt við kræktum saman höndum allir þrír. Eftir það röltum við rólega eftir kjarri vaxinni hlíðinni til baka. Ekki vissum við þá ýmis ör- nefhi á þessum slóðum. Staðar- hóll eða Réttargil hefðu dvalið fyrir okkur annars. Þegar við komum aftur að bílaslóðinni dmkkum við svolítið af vatni og lögðum í'ann. Framundan var þessi líka dorrann. Fætumir höfðu stirðnað ögn og ekki sama til- hlökkunin sem lá í loftinu. Við fylgdum bílaslóðinni suður með Eystrafjalli. Þegar kom ffam að Ijallsendanum var slóðin komin nokkuð ffam á aurana. Við vomm orðnir heitir á ný. Þama við fjalls- endann kemur Súla undan jöklin- um. Hún er myndarlegt jökulvatn og ég sting upp á að nú skulum við skoða upptökin, það muni okkur engu. Já, Karvel vill það endilega. Sæbjöm aftekur það með öllu og herðir gönguna. Við reynum að hanga í honum. Það tókst furðanlega. Slóðin liggur í stómm sveigum eftir aumum en við fomm sjónhendingu beint á Seldalsöxl. Þar framan við vom bílamir. Hann var farinn að sletta svolítilli rigningu en heitum göngumönnum leiðist það ekki. Sæbjöm hafði nefnt það á leiðinni inneftir að þear liði á gönguna til baka vildi hann fá greinargóða lýsingu á kvöldmatnum sem við myndum elda í Kálfafellskoti um kvöldið. Hann hefði reynslu fyrir þvi að þetta væri hressandi. Nú, við emm þama á göngunni og eitthvað famir að hægja á. Fæt- umir byijaðir að slettast ögn og ekki alveg sama hvar stigið var niður. Allt í einu snarast Sæbjöm að mér og vill fá að vita hvemig þetta verði. Ég segi eins og er „þetta verður kjöt sem ég steiki á pönnu, ffamhryggur úr feitu fjallalambi. Svo verður grænmeti, laukur, gulrætur og kál. Yfírþetta mun ég hella...“ Á meðan ég er að lýsa þessu skáblínir hann á mig augunum. Það færist einbeiting í svipinn og þegar allt var orðið ljóst rýkur hann af stað. Við höfð- um ekki roð við honum og urðum að hlaupa við fót. Mig langaði að segja, að það yrði enginn matur fyrr en ég kæmi en út af ýmsu varðandi leiðina inneftir þorði ég það ekki. Okkur miðaði vel þenn- an sprettinn. Við beinlínis slengd- umst áfram. Allt hefur sín tak- mörk og auðvitað fór að draga af okkur aftur. Við mölluðum áffam um tíma og skröfuðum saman. Eitthvað leiddist Sæbimi þófíð, því nú vildi hann glöggva sig bet- ur á kvöldmatnum. Ég þuldi allt eins og fyrr en hef þó frásögnina ítarlegri. Viðbrögð hans voru þannig að hafí svipurinn Iýst ein- beitingu í fyrra sinnið þá brann nú eldur úr augunum. Hann geystist af stað. Þetta leit ekki vel út. Til allra hamingju komu bílamir brátt í ljós og þá drógum við hann uppi. Við hægðum nú á göngunni og skröfuðum saman aftur. Leiðin lá skammt ffá ánni og nú var tæki- færið til að litast um. Karvel var stómm brattari en ég og fór að velta fyrir sér ömefnum. Vissum við til dæmis hvað þetta berg héti, sem skagaði þama fram við hyl- inn. Nei, ekki var það nú. Hyls- berg, drengir mínir, og Hylsbergs- hylur fyrir framan. Þetta er fínasta nafnakerfi. Hylsbergshylsrennur taka svo við neðar og Hylsbergs- hylsrennukvöm í beinu fram- haldi. Þama neðst væri svo Hyls- bergshylsrennukvamarbrot. Það er betra fýrir ykkur lesendur góð- ir að fara rétt með þetta. Svona leikfími léttir röltið. Brátt komurii við að vaðinu og nú hafði hækkað í um 15 til 20 sm. Þótt þetta væri létt fyrir vaska drengi í vöðlum er ekki víst að þessi munur væri í lagi fyrir alla jeppa. Þama er tals- verður straumur. Bílamir okkar vora nokkra langa metra frá ánni. Og þá var nú erfitt að rífa sig úr vöðlum og yfirhöfnum. Það er af nærgætni við lesendur að ég lýsi því ekki nákvæmlega en víst er að á okkur var ekki þurr þráður. Allt límt saman. Við komumst upp í bílana þótt stirðir væmm og ókum rólega sem leið lá í Kálfafellskot. Mikið var ég feginn að Karvel fór út að opna túnhliðið. Heima á hlaði stóðu brátt kátir sveinar og hrifust af útganginum hver á öðr- um og þessum liðlegu fótum sem menn báru fyrir sig. Um kvöld- matinn fór eins og til stóð og aldrei hef ég verið jafn feginn að komast í bað. Sæbjöm sagði að sínir fætur mældu 20 km göngu. Það lét nærri því okkur sýndust vera um 9 km frá görðum inn að fossum þegar við mældum á korti. Við sváfum uppi á lofti og þetta vom bara liðlegir plankar sem við bröltum á upp stigann. Einhver sagði „helvíti varþað Bjössi að þú vildir ekki skoða Súlu.“ A Laugardagur 11. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.