Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 11
„Mesta ósamkvæmi Alþýðu- flokksins felst að sjálfsögðu í 10 ára stjómarsamstarfí hans við sjálfstæðismenn. Ég dreg enga dul á, að ég er andstæðingur við- reisnarstjómarinnar, ekki íyrst og ffemst vegna þess að ég vilji for- dæma allar aðgerðir hennar, held- ur vegna þess, að enginn hug- sjónalegur ggrundvöllur er íyrir samstarfi jalhaðarmanna og íhaldsmanna í rikisstjóm. Al- þýðuflokkurinn hefur í rauninni ekki komið ffam neinum af sínum stefnumálum. Ljóst er að þátttaka Alþýðuflokksins í ríkisstjóm stendur beinlínis í vegi fyrir sam- einingu jafnaðarmanna i einn flokk, því að leiðin til sósíalism- ans liggur ekki um bæjarhlað íhaldsins.“ Hannibal bendir á að einasta vonin til þess að Alþýðuflokkur- inn hverfí aflur til síns fyrra hlut- verks sé að hann verði fýrir áfalli i næstu kosningum. „Sósíaldemókratar em lang fjölmennasti pólitíski skoðana- hópurinn á Islandi. Þá er að finna í öllum flokkum. Það hefur verið hlutverk Alþýðuflokksforystunn- ar fýrr og siðar að koma í veg fýr- ir að þeir sameinuðust í einum flokki. Er ástæða til að láta þeim haldast það uppi mikið lengur?“ Og Jón Baldvin gefur Al- þýðuflokknum eftirfarandi ein- kunn í Nýju landi: „Alþýðuflokkurinn er svo kyrfilega bundinn á klafa Sjálf- stæðisflokksins, gegnum þéttriðið net fjárhagslegra hagsmuna, að foringjamir munu aldrei sjálfvilj- ugir slíta stjómmálasamstarfinu, sem þeir eiga upphefð sína og þjóðfélagsaðstöðu að þakka. Hann getur einfaldlega ekki ffam- ar séð sér pólitískt farboða af eig- in rammleik.“ Þaö loga eldar Sjálfstæðisflokkinn, þar sem engu stefnumáli jafnaðarmannaflokks hefur verið fram komið.“ Alþýðuflokknum veröivefsaö Hannibal Valdimarsson tók einnig til máls í þessum útvarps- umræðum og sneri máli sínu til Gylfa Þ. Gíslasonar menntamála- ráðherra Viðreisnar: lifflMfftljlinKjiO Nú skulum við hverfa til upp- hafs ársins 1969, einu og hálfú ári áður en Viðreisn féll og grípa nið- ur í forsíðugrein í Nýju landi, fijálsri þjóð, sem Ólafur Hanni- balsson, sonur Hannibals Valdi- marssonar og bróðir Jóns Bald- vins, skrifar. Nefnir hann greinina Enginn vinnur sitt dauðastríð. Greinin byrjar svona: Við eigum góðar minningar um Viðreisn, sagði Jón Baldvin Hannibalsson við „Mér er ljóst, að við enga þegna þjóðfélagsins hafa ókjör fjögurra gengisfellinga, og þar með í raun og veru sjálf stjómar- stefnan núverandi, komið harðar en við námsmennina, einkanlega þá, sem nám stunda erlendis.“ Hannibal vitnar siðar í ræð- unni í grein eftir ungan mennta- mann í Uppsölum, sem er Al- þýðuflokksmaður og Alþýðu- blaðið birti: „Viðreisnarstjómin er fallin. Gersamlega fallin í áliti, rúin trausti og tiltrú fýrri fýlgismanna. Segja má að hún hangi á einu hálmstrái: Með vaxandi van- trausti á stjómarflokkana hefur traust manna á stjómarandstöðu- flokkunum ekki vaxið að sama skapi.“ Seinna í greininni fjallar Ólaf- ur um Alþýðuflokkinn og jafnað- arhugsjónina: upphaf stjórnar- myndunar- viðræðnanna „Einasta leiðin til að toga Al- þýðuflokkinn aftur á rétta braut er sú, að kjósendumir refsi honum fýrir íhaldsþjónkun hans og segi honum þannig til vegar.“ í útvaipsumræðum 1965 gaf Hannibal ráðherrum Viðreisnar eftirfarandi einkunn: „Þeir hafa reynzt duglitlir, reikulir og raunalega ófarsælir stjómendur." Þetta em góðar minningar, því verður ekki neitað, eða kannski minni Jóns Baldvins um gósenár Viðreisnar sé jafn óbrigðult og minni hans um það sem gerðist úti í Viðey, um heiðursmannasam- komulag og annað þar ffam eftir götunum. En við réttum Jóni Baldvin hjálparhönd og hressum enn betur upp á minni hans með því að vitna í ræðu sem hann flutti við útvarpsumræður 17. maí 1966. „Reykvíkingar: Hugsið! - Hvemig brygði ykkur við ef eldar loguðu í hveiju húsi í borginni á morgun? Það er staðreynd, það er eldur laus á hverju einasta al- þýðuheimili í þessari borg. Sem betur fer em það ekki húsin ykkar sem brenna: Það em peningamir ykkar sem fúðra upp í verðbólgu- eldi hins stjómlausa þjóðfélags Sjálfstæðisflokksins." Og nú er Jón Baldvin sestur í ríkisstjóm með sama Sjálfstæðis- flokki og fýrsta verk þeirrar ríkis- stjómar er að hleypa vöxtunum lausum þannig að ljóst má vera að ekki líður á löngu áður en alþýðu- heimilin í Reykjavík og annars- staðar fara að brenna upp í orðsins fýllstu merkingu á vaxtabáli hægri stjómarinnar. -Sáf Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga (International Co- uncil of nurses. ICN) var stofnað 1899 og er þar með elsta al- þjóða stéttarsamband kvenna. Hjúkmnarfélög 97 landa em innan vébanda þess. Félag íslenskra hjúkmnarkvenna (stofnað 1919) gerðist aðili að sambandinu á Al- þjóðaþingi í París árið 1933, en það ár fengu íslenskar hjúkrunarkonur rikisviðurkenningu. Alþjóðasambandið ákvað árið 1963 að fæðingardagur Florence Nightingale 12. maí (1820-1910) yrði alþjóðadagur hjúkrunarfræð- inga og þar með helgaður minningu hennar og ómetanlegu ffamlagi til hjúkrunar. Æ síðan hafa félög hjúkrunar- ffæðinga um heim allan minnst Florence Nightingale á þessum degi, með því að vekja athygli á málefhum hjúkrunar og þá einkum þeim sem teljast brýnust hveiju sinni. Það viðfangsefni sem stjóm Al- þýðusambandsins hefúr kosið að beina sjónum sínum að þetta árið er geðheilbrigði/geðhjúkrun. Það er valið vegna nýlegra upplýsinga um ómannúðlegar aðstæður margra þeirra sem við geðræn vandamál eiga að stríða víða um heim. Milj- ónir bama og unglinga, fúllorðinna og aldraðra, þjást af bráðum eða langvarandi geðtruflunum eða fötl- un af einhveiju tagi. Fötlunin skilur eftir sig slóð einangraðra einstak- linga og rofinna fjölskyldna í sam- félögum sem ekki valda því að sinna þessum verkefnum sem vert væri og mannréttindi gera ráð fýrir. Nú, á tímum stórstígra ffamfara í tækni og vísindum sem sannarlega er þakkarvert og kemur mörgum til góða, verður þáttur geðheilbrigðis- þjónustunnar afskiptur. Þetta viðgengst þrátt fyrir það að við vitum öll að flestar fjöl- skyldur munu einhvem tíma þurfa á aðstoð og stuðningi að halda. Þeir sem minna mega sín, eiga sér gjaman formælendur fáa. Hér á landi höfúm við þó átt því láni að fagna að kvennasamtökin hafa æv- inlega rétt margar hlýjar hendur þar sem hjálpar var þörf. Barátta þeirra fýrir bættri heilbrigðisþjónustu, fjárffamlög og annar stuðningur verður seint fúllþakkað. Mikið hef- ur áunnist, en margt bíður úrlausn- ar. Sá hópur sem þarf á geðheil- brigðisþjónustu að halda er fjöl- mennastur þeirra sem þurfa sér- hæförar þjónustu við. Hjúkrunarfélag íslands og Fé- lag háskólamenntaðra hjúkmnar- fræðúiga hafa um það samvinnu að minnast alþjóðadags hjúkrunar- fræðinga. Félögin munu ekki ein- ungis nýta þann dag, heldur munu birtast greinar áffam, um hina ýmsu þætti innan geðheilbrigðisþjónut- unnar. Deild geðhjúkrunarfræðinga innan Hjúkrunarfélags íslands hélt opna ráðstefnu þann 19. april sl. um „Viðhorf neytenda til geðhjúkmnr og geðheilbrigðisþjónustu“. Þar töluðu bæði neytendur, aðstand- endur og hjúkmnarffæðingar og þeir töluðu saman. Á ráðstefnunni kom margt gott fram sem svo sannarlega þarf að ræða, skoða og leita úrlausna á. Ekki aðeins meðal hjúkranarffæð- inga, heldur allra starfshópa geð- heilbrigðisþjónustunnar. Við hljót- um stöðugt að meta hvar við stönd- um. Hveijar brotalamimar em, hvar við þurfúm og getum gert bet- ur. Hvað við þurfum að endurskoða og endurskipuleggja. Neytendur þurfa að vera þátt- takendur í þeirri umræðu. Við veðr- um að læra að hlusta. Ég gat ekki að því gert að eftir að hafa hlýtt á mál neytenda og að- standenda, þá minntist ég síðasta erindis í Sálmi skáldsins Halldórs Kiljan Laxness: (Kvæðakver 1956) ,JÞú hefur bak mitt barið langs og þvers og brjóst mitt kramið allt og sundurrifið. Mœtti ég spyrja: Herra minn til hvers, og hvenær kemur sálubótarlyjið. “ Sálubótarlyfið er ugglaust ekki á næsta leiti, en ég er nokkuð viss um að með góðum vilja og sam- vinnu má margt færa til betri vegar. Vafalaust viljum við öll, sem í heilbrigðisþjónustu störfúm, gera okkar besta. Staðreyndin er samt sú, að harmakveinin verða æ háværari um að þjónusta sé ekki til reiðu þegar hennar er þörf. Einkan- lega langtímaþjónusta. Neytendur okkar em vamarlaust fólk sem ekki á auðvelt með að kvarta. Það gæti komið niður á því. Við höfúm öll siðareglur að leiðarljósi. Við höfúm líka aðra reglu sem okkur er inn- rætt, „það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Við eigum vel menntaðar heil- brigðisstéttir, við erum vel upplýst þjóð, við búum í góðu landi og er- um auðug á margan hátt. Siðmenn- ing þjóða birtist í því hvemig hún býr að sínum minnstu bræðrum. Við geðhjúkmnarffæðingar teljum okkar stóra vanda vera þann að við emm of fá. I deildinni em 60 og með Ms í geðhjúkmn 2. Sér- ffæðinám í geðhjúkrun hefúr ekki verið í boði í 8 ár. Brýnasta verk- efnið er að koma því af stað. Geð- hjúkmnarffæðinga er þörf víðar en á geðdeildum. I öldrunarþjónustu em nokkuð margir þeirra nú þegar starfandi og þyrfti fleiri. Geðhjúkr- unar er hvarvetna þörf. Starfið er krefjandi og oft erfitt. Umbunin ætti að vera eftir því. Það er ósk mín nú í gróandanum að við berum gæfú til að leysa þau verkefni sem framundan em á farsælan hátt og með ffiði. Það gæfi neytendum þjónstu okkar mesta ró í geði. Svanlaug Alda Árnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, starfandi i ðldrunarþjónustu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.