Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 23
eru ekki bara einfold, þau eru líka hljóðlát og hógvær eins og þau vilji ekki láta mikið á sér bera. Og litaskalinn er líka hljóðlátur: til- brigði í gráu yfir í blátt með stöku brúnu eða bleiku innskoti. Hvorki liturinn né formin hafa minnstu þörf íyrir að þrengja sér upp á okkur. Þau standa ekki íyrir inni- byrgðar persónulegar tilfmningar sem þurfa að fá útrás. Hér er held- ur ekki verið að fjalla um eftirlík- ingu náttúrunnar. Málarinn styðst við alþekkt fyrirbæri og form úr umhverfinu til þess að taka af all- an vafa um það að myndin eigi sér ekki neina dulda eða dramatíska skirskotun. Hér er fyrst og fremst verið að rannsaka nokkrar grund- vallareigindir málverksins, form, lit og vídd. Það sem gerir málverk Sverre Wyller áhugaverð er fyrst og ffemst sá heiðarleiki sem fólginn er í aðferð hans, hvemig hann ein- faidar myndmál sitt og hreinsar af öllum óþarfa í því skyni að kom- ast að ákveðinni myndrænni nið- urstöðu. Niðurstöður hans valda engri byltingu en þær em byggðar á ákveðinni rökréttri þróun og em staðfesting á sjónrænu gildi sem varðar ekki bara málverkið sem slíkt, heldur líka manninn og af- stöðu hans til umhverfisins. Ásmundarsalur „Það gefur auga leið“ nefnist sýning á smáverkum eftir 7 lista- menn sem nú stendur yfir í As- mundarsal. Þetta er sýning sem minnir okkur á það að myndlistin sækir nú út yfir hefðbundin mið málverks, teikningar og skúlptúrs og nýtir sér hvaðeina í umhverfi okkar bæði sem efnivið og við- fangsefni. Þannig sýnir Anna Þóra Karlsdóttir örsmáa ullar- skúlptúra úr þæfðri ull. Guðrún Marinósdóttir sýnir samsett verk úr blönduðu efni með skírskotun til náttúrunnar á sjó og landi. Guðrún Gunnarsdóttir sýnir „Samhæfur", einföld form úr tág- um og hör sem minna á handverk „ftumstæðari“ þjóða. ína Salóme sýnir litaðar bómullarmyndir. Ás- laug Sverrisdóttir sýnir verkin „Þráður og lína“, sem eru gróf- ofnar tjásur úr togi settar upp and- spænis geómetriskum línuteikn- ingum. Níels Hafstein sýnir 16 „línuteikningar" sem gerðar eru úr svörtu línureipi, sem bundið er í mismunandi hnúta og „Grálita- boga“, sem er eins konar útskorin mynd af parti af regnboga sem lit- aður er með mismunandi dökku grafítblýi. Verk þetta er sam- kvæmt skilgreiningu höfundar teikning. Að lokum sýnir Kristín Jónsdóttir myndir úr ullarflóka sem hylur dulda skrifl er minnir á gömul handrit. Flest verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að leitast við að gefa efniviðnum nýja vídd eða skilgreina viðfangsefiii sitt út frá nýjum forsendum og stjaka þann- ig við stöðluðum hugmyndum um myndlistina og form hennar. Það gefur auganu leið að nýrri og ferskri sjónrænni reynslu. Borg og Hafnarborg Þeir Baltasar og Haukur Dór sýna um þessar mundir málverk í Hafnarborg í Hafnarfirði og Gall- erí Borg í Reykjavík, sem geta í báðum tilfellum talist unnin í anda expressíónismans. Myndir Baltasars í Hafnarborg eru unnar út frá upplifun hans á Eddukvæð- unum, en myndir Hauks Dórs eru á mörkum þess að vera óhlutlæg- ar og standa nærri formleysumál- verkinu og Cobra-listinni sem blómstraði í N-Evrópu á 5. cg 6. áratugnum. Expressíónisminn mótaðist sem listastefna í upphafi aldarinn- ar sem eins konar andsvar við im- pressíónismanum. í honum fólst róttækt uppjör við fortíðina og samtímann, þar sem myndlistin hvarf í fyrsta skipti meðvitað frá því að miðla ytri sjónrænum áhrifum með eftirlíkingu náttúr- unnar en leitaði þess í stað eftir þeim frumkrafti sem býr imira með manneskjunni og hefur með sköpunarmáttinn að gera. Til þess að stíga slíkt skref þurfli að strika yfir alla myndlistarsöguna og byija frá núlli. Expressíónisminn var andsvar við þeirri firringu sem vinnuskilyrði iðnaðarsamfé- lagsins buðu upp á. Hann var líka andsvar við þeim söguskilningi 19. aldarinnar sem gekk út frá linulegri þróun til stöðugt meiri framfara og stöðugt fullkomnari heimsmyndar á grundvelli vís- inda og tækni. Hann var jafhframt andsvar við forræðishyggju borg- arastéttarinnar, hemaðarhyggju hennar og þjóðrembu, en höfðaði til þeirra ftumkrafla sem bjuggu í hverjum manni óháð stétt, þjóðfé- lagsstöðu menntun eða þjóðemi. Um leið tefldi expressíónisminn ffam rómantískri tilvistarangist gegn þeirri rökhyggju vísindanna sem einkenndi söguskilning 19. aldarinnar. Fyrir expressíónistun- um var sannleikur myndlistarinn- ar fólginn í verknaðinum: í stað þess að likja eflir ytri fyrirmynd var form myndarinnar og litur mótað í athöftiinni við að bera lit- inn á léreftið. Afmyndun sú á veruleikanum sem margir sáu í verkum expressíónistanna, var í rauninni einungis fólgin í því að Haukur Dór: Málverk Laugardagur 11. maí 1991 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 23 Baltasar: Völuspá hin upphafna fegurðarímynd var dregin niður á jörðina og snúið þar með í andhverfu sína út frá þeim tilvistarlegu forsendum sem vom gmndvöllur listsköpunar ex- pressíónistanna. Expressíónism- inn gegndi þannig mikilvægu pól- itísku og menningarlegu hlutverki á fyrstu áratugum aldarinnar og var um leið ögmn við viðteknar hefðir og smekk sem og stétt- skipta menningarpólitík þess tíma. Það verður ekki hjá því kom- ist að líta á myndir þeirra Baltas- ars og Hauks Dórs í þessu sögu- lega samhengi. Og því verður vart neitað, að það mikilvæga og bylt- ingarkennda hlutverk sem ex- pressíónisminn hafði í upphafi aldarinnar er ekki til staðar leng- ur. Eftir stendur mikill sögulegur arfur sem orðinn er að skóla eða fýrirframgefnu formi. Sá sem málar í anda expressíónismans í dag byijar ekki á núlli eins og þeir Ensor, Kirchner eða Nolde. Hann byijar á ákveðinni hefð. Hann er ekki í andstöðu við myndlistina sem stofhun í þjóðfélaginu, held- ur er hann orðinn hluti af henni. Þannig hefur það ekki sambæri- lega merkingu að mála í anda ex- pressíónismans í byrjun og lok 20. aldarinnar. Baltasar notar sér formmál expressíónismans til þess að færa hugarheim Eddukvæðanna nær samtimanum. Bókmenntalegt innihald verkanna verður í sjálfu sér ekki til þess að auka á mynd- rænt gildi þeirra, heldur notfærir listamaðurinn sér þennan goð- sögulega bókmenntaheim til inn- blásturs. Myndimar eru fullar af myrkri, kulda og hryssingi, en jafnframt kraumar undir sá suð- ræni skaphiti sem einkennir Balt- asar og minnir stundum á landa hans Goya. Má þar til dæmis nefna myndina sem sýnir þær Hyndlu og Freyju ríða úlfinum og geltinum, þar sem húmorinn í Hyndluljóði kemst einnig vel til skila. Haukur Dór stendur nær sam- tímanum í sínum expressíónisma. Pensilskrift hans er nær ósjálfráð i heiftarlegum hraða sínum og tryllingi. Hún er fagmannlega unnin og stendur formleysumál- verkinu nærri. En formleysumál- verkinu var hins vegar aldrei ætl- að að verða skóli, og um leið og það verður það er sú hætta alltaf fýrir hendi að það snúist upp í andhverfu sína og verði að innan- tómu formi. Það er þessi hætta sem þeir eiga báðir við að glíma, Baltasar og Haukur Dór, hvor með sínum hætti. Spumingin sem þeir standa ffammi fýrir er sú sama og allir þeir er láta sig málið varða verða að svara: á myndlistin að vera eins og hver önnur stofnun í þjóð- félaginu, eins og kirkja sem leyfir öll trúarbrögð innan sinna vé- banda, eða á hún að taka sér stöðu utan stofnananna og ögra okkur tíl endumýjunar skynfæranna og endurskoðunar á afstöðu okkar til samfélagsins og umhverfisins? Ólafur Gíslason. RARIK-kórinn heldur vortónleika laugardaginn 11. maí 1991 í Breiðholtskirkju í Mjódd og hefjast þeir kl. 17.00. r A efnisskránni eru íslensk og erlend lög. Stjómandi kórsins er Violeta Smid, tónlistarkennari. Undirleik og útsetningu laga annast Pavel Smid, tónlistarkennari. Einsöngvarar em Guðrún Lóa Jónsdóttir og Guðrún Ingimarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.