Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 18
Jóhann sækir í sig veðriö á Euwe-mótinu - vann Ljubojevic í 7. umferð Jóhann Hjartarson er að sækja í sig veðríð á minningar- mótínu um Max Euwe, fyrrum forseta FIDE og heimsmeistara 1935-1937. Jóhann vann júgó- slavneska stórmeistarann Lu- bomir Ljubojevic í 7. umferð mótsins í 44 leikjum. Jóhann tefldi opna afbrigði spænska leiksins og náði snemma betri stöðu gegn hratt leikandi Júgó- siavanum sem var kominn með vonlausa stöðu eftír rösklega 32 leiki. Anatolij Karpov vann Tim- man í 42 leikjum í mótteknu drottningarbragði og Kasparov vann sína fyrstu skák er hann lagði Kortsnoj að velli í 35 leikj- um með svörtu. Kortsnoj fékk að bragða á frábærri undirbúnings- vinnu heimsmeistarans. Valeri Salov komst upp við hliðina á Short með því að leggja Van der Wiel að velli í 53 leikjum í Nimzoindveskri vöm. Skák Gurevitsj og Short lauk hinsvegar með jafntefli eftir 44 leiki. Þeir tefldu hollenska vöm. Staðan: 1.-2. Short og Salov 5 v. 3. Karpov 4 1/2 v. 4. Kasparov 4 v. 5. Kortsnoj 3 1/2 v. 6. Jóhann, 7- 10. Timman, Ljubojevic, Van der Wiel og Gurevitsj 2 1/2 v. Viðureign skákrisanna í 6. umferð átti óskipta athygli áhorf- enda. Þetta var ósvikin baráttu- skák ffá upphafi til enda. Heims- meistarinn virtist eiga betri stöðu eftir byijunina en Karpov varði stöðu sina af miklu öryggi. Fálm- kenndar atlögur Kasparovs mnnu út í sandinn og Karpov hrifsaði til sín frumkvæðið. Éftir u.þ.b. 50 leiki blasti sigurinn við og þeir fjölmörgu sem biðu eftir uppgjöf heimsmeistarans urðu vitni að furðulegum umskiptum: 6. umferð: Garrij Kasparov - Anatolij Karpov Spænskur leikur I. e4 e5 2. R13 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 II. Rbd2 Bf8 12. a4h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl c5 16. d5 Rd7 17. Ha3f5 18. Hae3 Rf6 19. Rh2 (Við höfum farið hratt yfir sögu enda em þeir búnir að þvæla þetta afbrigði fram og til baka í síðasta HM-einvígi sem haldið var í New York og Lyon. Karpov gerði yfirleitt ýmsar smábreyt- ingar á taflmennsku sinni. Við höfum hér fengið upp sömu stöðu og í 20. skákinni sem einkenndist af stórkostlegri flugeldasýningu Garrijs. Framhaldið varð 19. .. Kh8 20. b3 bxa4 21. bxa4 c4 22. Bb2 fxe4 23. Rxe4 Rfxd5 24. Hg3 He6 25. Rg4 De8 og nú var Garrij kominn í gang og fyrsta sprengjan féll: 26. Rxh6! - eftir drottningarfóm í viðbót muldi hann niður vamir Karpovs og vann glæsilega. Mér fannst æði forvitnilegt að heyra er einn sterkasti stórmeistari Sovétríkj- anna og fyrmm aðstoðarmaður Karpovs, Valeri Salov, hélt því SKAK blákalt fram að þessi skák hefði verið soðin saman fyrirffam og lokatölur einvígisins einnig fyrir- fram ákveðnar. Með því ynnist tvennt: Kasparov héldi titlinum og Karpov slyppi jafnffamt ffá einvíginu með „fullum sóma“. Þessar samsæriskenningar, m.a. dyggilega studdar af Boris Spasskij, vom afar vinsælar með- an á einvíginu stóð og eftir það.) 19... Dd7! 28... He8 29. b3 Bf7 30. Df2 De7 (Peðsfómir Kasparovs em sérstakt rannsóknarefni. Hér mátti leika 30. .. Bxb3 og Ka- sparov hefur sennilega hugsað sér framhaldið: 31. axb5 axb5 32. g5 hxg5 33. Bxg5 De7 34. Bxf6 og ef nú 34. .. gxf6 þá 35. e5! dxe5 35. Rxe5 og 36. Dg3+ eða 36. Rh4 ásamt 37. He3 o.s.ffv. Eftir (Endurbót Karpovs. Þessi leikur hlýtur að vera betri en 19... Kh8, m.a. vegna þess að það er alls ekki gefið að kóngurinn standi betur á h8 en g8.) 20. exf5 Hxe3 21. fxe3 Bxd5 22. Rg4 Be7 23. e4 Bf7 24. RD Hd8 25. De2?! (Kasparov hefur náð að byggja upp betri stöðu þótt vamir Karpovs séu traustar. Það er eins og hann veigri sér við endataflinu sem kemur upp eftir 25. e5 dxe5 (ekki 25... Rxg4 26. e6! og vinn- ur) 26. Dxd7 Rxd7 27. axb5 axb5 28. Rgxe5 þótt möguleikar hans hljóti að teljast allvænlegir. Kannski hefur hann ekki fundið neitt vænlegt framhald eftir 28. .. Rxe5 29. Rxe5 Bb3.) 25... Bc4 26. De3 Rxg4 27. hxg4 Bf6 28. Bd2 (Kasparov býður uppá peðið á b2 en Karpov lætur sér fátt um finnast. 28. e5 var freistandi en svartur heldur velli t.d. 28... dxe5 29. Dxc5 Rd3! 30. Bxd3 Dxd3 og nú strandar 31. Rxe5 á 31... Dg3! og svartur vinnur. Eftir 29. Rxe5 Bxe5 30. Dxe5 Rd3 31. Bxd3 Dxd3 er staðan hinsvegar jöfh t.d 32. Dxc5 Dg3 o.s.frv.) hvíts.) 49.. . g6 50. g4 g5 51. Ha7 Bf4 (Það er ótrúlegt hvemig Ka- sparov nær að töfra fram jafntefli úr þessari töpuðu stöðu en vissu- lega hjálpar tímahrak uppá.) 52. f7+! (Síðasta tilraunin.) 52.. . Bxf7 53. d7 Kf8 a b c d e f g h Nigel Short er sigurstranglegastur á Euwe-mótinu þegar tvær umferðir eru eftir. Hann á þó eftir að mæta Karpov. Helgi Ólafsson 34. .. Dxf6 gæti svarið verið 35. e5! dxe5 36. Dxc5 o.s.frv.) 31. axb5 axb5 32. Dfl Hb8 33. Bd3 (Kasparov er búinn að missa þráðinn. En hvar? Hann gat vald- að b3 - peðið með 33. He3 en hef- ur sennilega óttast 33. .. Rc6 og svartur á betri stöðu.) 33.. . Rxd3 34. Dxd3 c4 35. bxc4 bxc4 36. Da3 Hb3 37. Da8+ De8 38. Dxe8+? (Keppendur vom í geigvæn- legu tímahraki og drottningaupp- skipti þjóna ekki hagsmunum hvíts. Betra var 38. Da6.) 38.. . Bxe8 39. g5 hxg5 40. Bxg5 Bb2! (Tímamörkunum hefur verið náð og Kasparov þarf að glíma við fripeð svarts á c-línunni. Hann tekur strax þá stefnu að fóma manni og fá sem mest fyrir hann. Nýja tímakerfið, 60 leikir á 6 klst., er kröfuhart fyrir tafi- mennsku á þessum hæðum. Þeir léku 20 erfiða leiki til viðbótar á aðeins á 2 klst.) 41. Hdl Ba3 42. e5 c3 43. exd6 c2 44. Hd5 Hbl+ 45. KÍ2 Hdl 46. Ha5 cl(D) 47. Bxcl Bxcl 48. Ha6 Hd5 49. f6 (Með hugmyndinni 49... gxf6 50. d7! og nær síðasta peði 54. Rgl! (Þessi leikur breytir auðvitað engu en Karpov þarf samt að vanda sig. Hann á skyndilega við ákveðin vandamál að stríða og vill stytta sér leiðina fram að tím- ammörkunum við 60. leik.) 54.. . Hd2+?? (Eftir 54. .. Be6 gæti hvítur gefist upp, t.d. 55. Rh3 Bd2 o.s.frv.) 55. Kel Hd5 56. Rh3 Bd2+ 57. Ke2 Kg7 (Nú strandar 57. .. Be6 á 58. Ha8+ og 59. d8(D).) 58. Ha2 Bcl 59. Hc2 Ba3 60. Rxg5! (Þar féll peðið sem varð að lifa.) 60.. . Bg8 61. Hc7 Kg6 Jafntefli! Hvílíkt klúður. Meira að segja eftir að tímamörk- unum hefur verið náð aftur leikur Karpov enn af sér. Betra var 61... Be7 62. d8(D)+ Hxd8 63. Hxe7+ Kf6 og riddarinn fellur. Þótt stað- an sé ffæðilegt jafntefii þyrfti Ka- sparov að þjást heilmikið til að ná þeim úrslitum. Nú getur hann leikið 62. Hc8 sem þýðir að ör- uggasta leið Karpovs er 62. .. Hxd7 63. Hxg8+ Hg7 með jafnt- efli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann Kasparov sleppur þegar þeir kappamir mætast í Amsterdam. Á móti þar 1988 missti Karpov að eigin sögn af hvorki fieiri né færri en 25 vinningsleiðum i tapskák sinni við Kasparov. Frábær frammistaða Nigels Shorts kemur ekki á óvart og margt bendir til þess að hann sé sterkari en nokkm sinni fyrr. Það er eins og hann hafi fengið byr undir báða vængi með því að komast í áskorendakeppnina á elleftu stundu, en hann varð að sigra Mikhael Gurevitsj í síðustu umferð millisvæðamótsins í Manila í fyrra. Eins og sakir standa einblína menn einkum á Ivantsjúk og Karpov sem verð- andi mótherja Kasparovs, en Short er til alls líklegur og verður fróðlegt að fylgjast með frammi- stöðu hans á næstunni. Lítum á sigur hans yfir Ljubojevic í 6. umferð en Short hefur geysilega sterkt tak á Ljubo og vinnur hann nánast alltaf þegar þeir mætast: 6. umferð: Nigel Short - Lubomir Lju- bojevic Caro - Kann I. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. RD e6 5. Be2 c5 6. 0-0 Re7 7. c3 Rec7 8. Be3 Rd7 9. a3 c4 10. Rbd2 b5 II. Rel (Kjaminn í þeirri áætlun sem Short hefur beitt að undanfömu gegn Caro-Kann vöminni með ffábæmm árangri kemur hér fram; hann hyggst mynda peða- stormsveit á kóngsvængum.) 11.. . h5 12. g3 (Vitaskuld ekki 12. Bxh5 Dh4! o.s.frv.) 12.. . Bh3 13. Rg2 g6 14. Hel Bxg2 15. Kxg2 Hb8 16. h3 a5 17. RD Be7 18. Dd2 Rb6 19. Rg5 Kf8 20. g4! (Vamir svarts em heldur veik- ar á kóngsvæng og mótspil á drottningarvæng langt undan.) 20.. . hxg4 21. hxg4 Kg7 22. Hhl Dd7 23. Bf4 Hbf8 24. De3 Dd8 a b c d e 25. Rh7!! (Stórglæsilegur leikur og út- færslan eftir því.) 25.. . Hxh7 26. Hxh7+ Kxh7 27. Hhl+ Kg8 28. Dh3 Bh4 29. Bh6! g5 (Þvingað, því eflir 29. .. He8 30. f4! á svartur enga vöm við hótuninni 31. Bg5 o.s.frv.) 30. f4 gxf4 31. Bdl! (Annar frábær leikur sem sýnir hversu góð tök Short hefúr á fléttunni sem hófst með 25. Rh7. Nærtækasta ffamhaldið var 31. Bxf8 Kxf8 32. Dxh4 Dxh4 33. Hxh4, en eftir 33... Ra4! er svart- ur með í leiknum.) 31.. . Rd7 32. Bc2 Rdxe5 (Örvæntingarfull tilraun til að snúa atburðarásinni við.) 33. dxe5 Rxe5 34. Bxf8 D+ 35. Kfl Dg5 36. Dxh4 Dcl+ 37. Del! Dxel+ (Döpur nauðsyn. Kannski hefúr Ljubojevic ætlað að leika 37. .. Dxc2 sem strandar á litilli en snoturri fiéttu: 38. Hh8+ Kxh8 40. Dxe5+ og mátar.) 38. Kxel Kxf8 39. g5 Kg7 40. Kf2 f5 41. Hel Rd3+ 42. Bxd3 cxd3 43. KxD - og Ljubojevic gafst upp. I dag teflir Jóhann við Gurevitsj með hvítu. Kasparov mætir Timman og Karpov Van der Wiel. Toppslagurinn er á milli Short og Salov og einnig tefla Kortsnoj og Ljubojevic. 18.SIÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 11. maí 1991 u. i i in ‘

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.