Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 10
Minningarnar um Viðreisn Sigurður Á. Friðþjófsson tók saman L „Við eigum góðar minningar um Viðreisn,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, þegar viðræður hans og Davíðs Oddssonar um myndun hægri stjómarinnar voru á fullu á bak viö tjöldin, skömmu áður en Davíð fékk op- inbert umboð til stjórnarmynd- unar. 17. april árið 1969, eftir að Viðreisnarstjómin hafði setið í 10 ár, skrifaði sami Jón Baldvin rit- stjómargrein í Nýtt land- Fijáls þjóð: „Eitt megineinkenni íslenzkr- ar þjóðfélagsþróunar á undan- fomum árum hefur verið það, að við höfum stöðugt verið að drag- ast aftur úr þeim þjóðum, sem við, þrátt fyrir allt, höfum helzt reynt að halda til jafhs við. Bilið fer sífellt breikkandi. Ef ekki verður að gert í tíma getur svo farið, að örlög íslands verði hin sömu og þeirra byggðarlaga á Is- landi, sem hafa verið að tærast upp; fólksflóttinn staðnæmist ekki í Stórreykjavík, heldur haldi áfram út fyrir landsteinana. Land- flótti margra sérmenntaðra manna, lækna, verkfræðinga og nú síðast iðnaðarmanna, og vax- andi brottflutningur almennt til annarra landa, er forsmekkur að þessari þróun. A aldafjórðungs afmæli lýðveldisins er þjóðin haldin ugg og kvíða um framtíð- ina.“ Af lausbeizlaðri dýrtíðarófreskju Þetta var nú Iýsing Jóns Bald- vins á ástandinu hjá þjóðinni eftir tíu ára Viðreisn. En við skulum leita í smiðju foður hans, Hanni- bals Valdimarssonar, að sögulegri upprifjun á fyrstu ámm Viðreisn- arstjómarinnar, en hún birtist í greininni „Þjóðfélagstannpína og lækningavonir“ í Fijálsri þjóð 7. febrúar 1964. „Lítum t.d. á tímabilið síðan 1959 og rekjum þróun þessara mála síðan stig af stigi. Það tímabil hefst með því að stjóm Alþýðuflokksins lækkar allt kaup með lögum. Yfirlýst var, að þetta væri gert til að stöðva verðbólgu og dýrtíð. Svo mikið lagði verkalýðshreyfingin upp úr því, að þetta mætti takast, að hún þoldi bæði hina lögbundnu kaup- hækkun og kauprýmun af völdum hækkandi verðlags allt það ár, án þess að knýja fram kauphækkun. Þegar árið 1959 hafði kvatt, kom ný rikisstjóm - rikisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins undir forsæti Olafs Thors. Eitt hennar fyrsta verk var að gefa ófagra lýsingu á ástandi efnahagsmála. Verðbólga og dýr- tíð hafði síður en svo stöðvzt. Nú væri engin leið fær, nema stór- felld gengislækkun. Henni var skellt á í marz 1960, og ný dýrtíð- aralda flæddi yfir landið. Þá fyrst þraut þolinmæði verkalýðshreyf- ingarinnar. Kauphækkun var loks Ingólfur Jóhannsson Stefán Valdimarsson knúin ffam. Ný gengislækkun með nýrri verðhækkunarskriðu var svarið. Er nú öllum ljóst að þetta var hefndarráðstöfún reiðra valdhafa. Allir vita nú og viður- kenna, að engin efnahagsleg rök vom fyrir þessu gengisfalli. Hef- ur af því leitt fleira illt en af flest- um öðmm stjómarathöfnum. Dýrtíðaraukningin, sem af seinni gengisfellingunni ieiddi, var óbætt fram til vorsins 1962. Þá knúðu verkalýðsfélögin fram nokkra kauphækkun, en svo hóf- leg var hún, að þá var kaupmáttur tímakaupsins aðeins 90 móti 109 í ársbyrjun 1959. I ársbyijun 1963 viðurkenndu allir, að kaup verkamanna væri svo Iágt orðið, að það yrði að hækka. Varð þá allsheijarsam- komulag um að hækka verka- mannakaup um 5% án nýrrar samningsgerðar. Enn óx dýrtíðin hraðfara fyrri hluta árs 1963. Hugðust þá verka- lýðsfélögin rétta hlut sinn í júní síðast liðnum. En þá var fallizt á 7,5% kauphækkun til bráðabirgða og frekari aðgerðum ffestað til 15. október. Yfir sumarið var dýrtíðar- óffeskjunni hleyp lausbeizlaðri á landslýðinn. Vísitalan hækkaði um 16 stig, eða nálega 12%, og gerðu samningamir í desember lítið betur en að vinna upp það, sem úrskeiðis hafði gengið í verð- lagsmálum, frá því upp var staðið ffá bráðabirgðasamkomulaginu sl. vor.“ Soramedferö og gengisfellingar Þessi upprifjun foður Jóns Baldvins á fyrstu árum þeirrar Viðreisnar sem Jón Baldvin á svo góðar minningar um, er ekki eini vitnisburðurinn um bága efha- hagsstjóm Viðreisnarflokkanna. Næst skulum við grípa niður í þingræðu Bjöms Jónssonar sem hann flutti við eldhúsdagsumræð- ur 1971, skömmu eftir að Við- reisn hafði skilað af sér þjóðarbú- inu. „Á síðustu 10 árum, sem þeir vom við völdin, hækkaði vísitala vöm og þjónustu um hvorki meira né minna en 183 stig miðað við vísitöluna 100 1963, eða að Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Valgerður Elíasdóttir Bröttuhlíð 12 Hveragerði verður jarðsungin þriðjudaginn 14. maf kl. 15:00 frá Fossvogs- kirkju. Álfheiður Unnarsdóttir Elsa Auðbjörg Unnarsdóttir bamaböm og bamabamabörn Björn Jónsson: Höfuðmarkmiðið er að fella viðreisn- arstjómina og fá endi bundinn á þá óstjórn, vanstjórn og spillingu sem rlkt hefur undir hennar forystu sfð- ustu 11 árin. Ólafur Hannibalsson: - Viöreisnarstjórnin er fallin. Gersamlega fallin ( áliti, rúin trausti og tiltrú fyrri fylg- ismanna. Hannibal Valdimarsson: Einasta leiðin til þess að toga Alþýðuflokkinn aftur á rétta braut er sú, að kó- sendurnir refsi honum fyrir íhaldsþjónkun hans og segi honum þannig til vegar. Jón Baldvin Hannibalsson: Alþýðuflokkurinn er kyrfi- lega bundinn á klafa Sjálfstæðisflokksins, gegnum þéttriöið net fjárhagslegra hagsmuna. 10«SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. maí 1991 meðaltali um 18-19 stig á ári. Og þegar lokin nálguðust, var skrið- urinn enn svo þungur, að á síðustu valdamisserum fyrrverandi stjómar, þ.e. ffá fyrsta ársfjórð- ungi 1970 til fyrsta ársfjórðungs 1971, hækkaði vöruverð og þjón- usta um tæp 30 vísitölustig, mið- að við sama grunn og ég áður nefndi eða úr 230,9 stigum í 260,2 stig.“ Seinna í sömu ræðu rifjaði Bjöm upp gengisfellingasögu Viðreisnar: „Fjórar gengisfellingar vom ffamkvæmdar á átta ámm. Fylgdi þeim öllum ýmist algert afhám verðlagsbóta, eins og 1960 og 1961, eða stórfelld skerðing, eins og 1967 og 1968. í fjögur ár sam- fellt vom verðlagsbætur á laun af- numdar með lögum, og samtök launafólks vom neydd til að heyja vinnudeilur allt að þrisvar sinnum á ári til að ffeista þess að halda í horfinu um launakjör sín, en tókst þó ekki oft og iðulega. Þannig hrakaði kaupmætti tímakaups verkamanna um nær 20 stig mið- að við vísitölu 1963 sama sem 100 ffá þriðja ársfjórðungi 1967 til þriðja ársfjórðungs 1969, og við fall viðreisnarinnar stóðu sak- ir þannig, að mjög skorti á þrátt fyrir öfluga sókn verkalýðssam- takanna í kjarasamningunum 1970, að náðst hefði ffam sá kaupmáttur tímakaups, sem skárstur varð í tíð viðreisnarimuu, á árunum 1966 og 1967.“ Þessi vinnubrögð Viðreisnar kallar Bjöm seinna í ræðunni „sorameðferð“. Óstjórn, vanstjóm og spilling 28. apríl 1969 kynnti Bjöm í útvarpsumræðum hvert helsta takmark Samtaka fijálslyndra og vinstri manna væri, en einsog kunnugt er var Jón Baldvin einn helsti hvatamaður að stofnun Samtakanna. Höfúðmarkmiðið var: „Að fella núverandi ríkis- stjóm og fá endi bundinn á þá óstjóm, vanstjóm og spillingu, sem ríkt hefúr undir forystu henn- ar síðustu 11 árin.“ Við skulum grípa niður í ræð- una á nokkrum stöðum: „Síðustu tvö árin hefúr stein- inn tekið úr í þessum efnum, er kjör verkafólks hafa fyrir beinan tilverknað stjómvalda verið rýrð um 20-25% að mati verkalýðs- samtakanna.“ „Engum umtalsverðum lífs- kjarabótum, a.m.k. sem laun varða, sem enzt hafa til lang- ffama, hefúr verið komið ffam allan þennan langa valdaferil..." „Algert stjómleysi í allri með- ferð fjárfestingar- og lánamála hefúr verið slíkt, að helzt má flokka undir fjárhættuspil." „Að hinu leytinu stendur svo Alþýðuflokkurinn, sem hefúr fyr- irgert öllum siðferðilegum rétti til að bera sér í munn orðið jafnaðar- stefna eftir ellefú ára þjónustu við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.