Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 2
 í ..MaS Agúst - nóvember 1980. I hádegisfréttum laugardaginn 23. ágúst mátti heyra í útvarpinu frásögn af bílslysi sem átti sér stað í Norðurárdal í Borgarfirði. Flutn- ingabíll, sem hafði verið á leið frá Reykjavík til Akureyrar, ók út af veginum og hvolfdi. Bílstjór- inn, sem var einn í bílnum, var látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins voru sögð ókunn. Ekki var hægt að greina ffá nafni mannsins að svo stöddu. Staðlað orðalag sem íslendingar kunnu utan- að og fóru ósjálfrátt með í huganum í hvert sinn sem álíka ffétt heyrðist í útvarpinu. Ekki orð um áfengisstuld. Það var ekki fyrr en á mánudeginum að út- varpið upplýsti um hvarf 520 kassa af áfengi sem verið höfðu í bílnum. Sagt var að rannsóknariög- reglan hefði fengið málið til meðferðar, en sýnt væri að bílstjórinn hefði látist af hjartaslagi. Og þar með hljóp skriðan af stað. Næstu daga fjölluðu dagblöðin ýtarlega um málið. Á forsíðu sumra þeirra birtust myndir af hjónunum sem óku fram á flutningabílinn og gerðu lögreglunni í Borgamesi viðvart. Þau höfðu verið að koma af ættarmóti norðan úr landi og konan allt í einu rekið augun í hjólför sem lágu út af veginum. Gripið var til stórkalla- leturs í fyrirsögnum af þessum atburði, viðtöl tekin við flutningabílstjóra á leiðinni Reykjavík- Akureyri og þeir spurðir álits, gangandi vegfar- endur í Austurstræti teknir tali og jafhvel bænd- ur í Norðurárdal. Rannsóknarlögreglan vildi lítið segja úm málið, en gat þó upplýst í sjónvarpsviðtali eitt kvöldið, að líklega hefði áfenginu verið stolið. Hvort það var gert áður en billinn fór útaf eða ekki, var tæplega hægt að fúllyrða á þessari stundu. Þó benti allt til þess að ránið hefði verið framið áður en bíllinn valt. - Og engar vísbendingar? spurði fféttamað- urinn. - Nei, svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn ábúðarfúllur. Ekki enn sem komið er. En við biðjum fólk að hafa samband við okkur ef það heftir orðið vart við mannaferðir I kringum síys- staðinn aðfaranótt laugardags. Því miður þá held ég að umferð hafi verið mjög Jítil þessa nótt, bæði vegna veðurs og þeirrar staðreyndar að þetta var um helgi. Þó er ljóst að það hefur þurft að nota eitthvert farartæki til að koma öllu þessu áfengi burtu. - En vitiði ekki ennþá hvert hefúr verið farið með alla þessa kassa, hvort leiðin hefúr legið suður eða norður? spurði fféttamaður. - Nei, ekki með vissu, svaraði fulltrúi lög- vísinnar. — Hvora leiðina telur þú líklegri? - Ég vil ekkert um það segja. - Því má svo bæta við, sagði fréttamaðurinn, og sneri sér að alþjóð, að verðmæti þessa áfeng- is nemur miljónum, ef ekki tugum miljóna króna. Ýmsir blaðamenn fúndu hjá sér köllun til að kanna málið nánar og birtu sínar hugleiðingar á síðum dagblaðanna. Þeir geystust upp i Norður- árdal og birtu ljósmyndir af dularfullum hjólfor- um í námunda við slysstaðinn; einn fann tóma ginflösku í vegakantinum skammt þar frá og taldi ekki ólíklegt að einmitt þessi flaska hefði eitt sinn tilheyrt farmi þeim sem átti að selja hjá ÁTVR á Akureyri, en var nú horfinn. Annar taldi fúllvíst að víninu hefði verið stolið áður en bíllinn fór útaf, því ekkert óvenju- legt traðk eða spark var sjáanlegt í brekkunni, þar sem bíllinn fór niður. Síðan kom þessi klausa: „En þegar blaðamaður hugði betur að, mátti sá nýleg hjólfor eftir tvo bíla á hlaðinu bak við Fomahvamm. Þama vora einnig fótspor, að minnsta kosti eftir tvo einstaklinga ef ekki þijá. Munstrið í dekkjum flutningabílsins fellur að þessum hjólförum. En þama sá blaðamaður líka hjólfor eftir annan bíl, sem greinilega var með tvöfold dekk að aftan. Hjólfor þessi enda á mal- arveginum sem liggur upp að Fomahvammi. Rannsóknarlögreglan vildi ekki tjá sig um þetta atriði. Samt má leiða að því getum, að þjóf- amir hafi með einhveiju móti komið fluminga- bílnum á bak við húsið og þar hafi hið raunvera- lega rán átt sér stað. Hvort Daníel heitinn var lát- inn á þeirri stundu er ekki vitað. Talstöðin í bíln- um hafði verið rifin úr sambandi þannig að hann hefúr ekki getað látið vita af sér. En hafi hann verið á lífi, hversvegna ók hann þá í áttina norður en ekki suður, þar sem mun styttra var að komast í síma?“ Og með þsssa áleitnu spumingu var lesand- inn skilinn eftir í óvissunni. Af hverju fór maður- inn eiginlega norður? Var hann að elta þjófana og hafði síðan fengið hjartaáfall skömmu eftir að hann var lagður af stað? Þá skýringu töldu ýmsir mjög sennilega og héldu því statt og stöðugt fram, að þýfið væri fólgið einhvers staðar norðan Holtavörðuheiðar. Með þessa staðreynd að leið- arljósi fékk rannsóknarlögreglan á Ákureyri það verkefni að yfirheyra alla „gamla kunningja" sína á Norðurlandi. Á sama hátt var Iögreglan á ísafirði sett inn í málið, því ekki var talið loku fyrir það skotið að þjófamir hefðu farið eitthvað vestur. Lögreglan á Austurlandi tók einnig að svipast um eftir dularfullu áfengisflæði, og var í því sambandi komið upp um nokkra braggara sem höfðu það sér til dundurs að eima gambra í bílskúram og kjöllurum. Enginn sem áfengi hafði um hönd á almannafæri, var óhultur fýrir þessari spumingu: „Og hvar fékkstu þessa flösku?“ Á Homafirði var leigubílstjóri kallaður til yfirheyrslu hjá Iögreglunni, því nóttina áður hafði hann selt einum farþega sínum brennivíns- flösku á uppsprengdu verði. Þegar kaupandinn var búinn úr flöskunni, lagði hann saman tvo og tvo og fékk þá útkomu að hann hafi verið að versla við eftirlýstan brennivinsþjóf; hringdi óð- ar í lögregluna og tilkynnti þetta ólögmæta at- hæfi leigubílstjórans. En það var sama hvað var reynt. Slóðin end- aði á heimkeyrslunni heim að Fomahvammi, gamla gistihúsinu sem staðið hafði autt í mörg ár, en var nú allt i einu búið að fá nýtt hlutverk. Því hjólforin á bak við húsið sýndu svo ekki varð um villst, að þama hafði ránið átt sér stað. Það eina sem lögreglan hafði handbært til að fara eftir, voru hin hjólförin. I blöðunum var birt mynd af þeim og menn beðnir að bera þau sam- an við dekkin á bílum sínum, því ekki var hægt að útiloka þann möguleika að einhveijum bíl hefði verið stolið án vitundar eigandans. Þar með hófst nýr kapítuli í rannsókn þessa dularfulla þjófnaðar þar sem rúmlega helmingur þjóðarinnar lá undir gran. Nú mátti sjá sendibíl- stjóra úti um allt land hlaupa með dagblöð út að bílum sínum, leggja þau upp að hjólbörðunum og bera myndina saman við munstrið í dekkjun- um. Rannsóknarlögreglunni bárast á annað hundrað staðfestingar þess, að viðkomandi bif- reið var með samskonar dekk að aftan og mynd- in sýndi. Meira að segja bóndi á Jökuldal lét vita af því að undir heyvagninum hans væra dekk með þessu „þjófamerki", eins og hann kallaði það. Én heyvagninn hefði verið í notkun hjá sér undanfamar vikur, þannig að tæplega kæmi hann til greina. Þetta gæti hann sannað. Enginn af þeim sem hringdu út af dekkja- munstrinu taldi minnstu líkur á að sinn bíll hefði verið notaður. Það var aðeins einn sendibílstjóri í Reykjavík sem klóraði sér svolítið í höfðinu þeg- ar hann var að ræða við lögregluna. Dekkin und- ir hans bíl vora með þetta umrædda munstur og hann var ekki alveg viss um hvort jafn mikil olía væri á bílnum og ætti að vera. - Og finnst þér það eitthvað einkennilegt? spurði lögreglumaðurinn í símann. - Ja, ég veit það eiginlega ekki, svaraði mað- urinn, þetta era nú langar vegalengdir sem mað- ur keyrir. En mér finnst einhvemveginn að það ætti að vera meira á tanknum. - Já, það er nú með fleiri, svaraði lögreglu- maðurinn og glotti illkvittnislega í tólið. Hann var nýbúinn að tala við bóndann á Jökuldal og þvi ýmsu vanur. - Nei, ég ætlaði bara svona rétt að láta ykkur vita af þessu, sagði bílstjórinn hógvær. - Já, þakka þér fyrir það, ég punkta þetta nið- ur. Mætti... vera... meiri.. olía.. í... tanknum, sagði lögreglumaðurinn og skrifaði greinilega niður um leið og hann talaði. Er þetta ekki rétt hjá mér? — Jú, jú, þetta er ljómandi. Vertu sæll. - Blessaður, sagði lögreglumaðurinn og lagði tólið á um leið og hann stundi. Þrátt fyrir umfangsmikla vinnu hjá lögregl- unni, yfirheyrslur og símhringingar, virtist málið vera komið i strand. Þangað bárast engar upplýs- ingar sem gátu leitt menn á sporið. í þessu óvenjulega sakamáli var enginn ákveðinn staður sem hægt var að benda á, þar sem þjófamir gátu hugsanlega leynst. Allt landið kom til greina. í fyrstunni hafði lögreglan talið líklegast að áfengið væri að finna í Reykjavík, eða í það minnsta í nágrenni höfuðborgarinnar. En eftirþví sem vikumar liðu og ekkert nýtt gerðist, fóra menn að hallast að þeirri skoðun, að víninu heföi verið komið fyrir úti á landi. Allsstaðar vora skúrar, útihús eða kofar, þar sem hægt var að fela 520 kassa af áfengi. Jafnvel einkaheimili. Úr þvi þjófamir komust óséðir ffá Fomahvammi á ann- að borð, gátu þeir verið hvar sem var. En það var tvennt sem lögreglan var sann- færð um. Þjófamir voru þrír og ránið var skipu- lagt út í ystu æsar. Það vissu menn þegar af- greiðslumaður í birgðageymslu ÁTVR í Reykja- vík viðurkenndi að hafa svarað í símann föstu- daginn fyrir ránið og gefið upplýsingar um ferð- ir flutningabílsins norður. Hann bar því við, að viðkomandi heföi sagst ætla að fá far með bíln- um og þyrfti því nauðsynlega að ná á bílstjórann. Af þessu var ljóst að ránið hafði verið vel undirbúið og þama vora ekki neinir venjulegir aukvisar á ferðinni. Þeir sem raunveralega vora sekir fylgdust grannt með gangi mála. Fyrstu dagana eftir ránið gættu þeir þess vandlega að láta ekki sjá sig sam- an á almannafæri; höfðu aðeins stuttlega sam- band í síma sín á milli. Einn kunningi Heimis hafði verið færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni og var meðal annars spurður að því hvar hann heföi verið nóttina sem ránið var ffamið. En þar sem hann gat sýnt fram á, að aldrei þessu vant hafði hann verið heima hjá sér, þá var honum sleppt. Það var greinilegt að lögreglan stóð ráð- þrota ffammi fynr þessu vandamáli. Ingi stund- aði sína vinnu eins og ekkert hefði í skorist, en neyddist til að hlusta á vinnufélaga sína bolla- leggja um það hvemig þessum bíræfnu þjófum lánaðist að stela 520 kössum af áfengi rétt eins og að drekka vatn. Honum leið aldrei vel undir slíkum samræðum og forðaðist að leggja nokkuð til málanna. En þrátt fyrir að Iögreglan virtist stödd á blindgötu, vora menn þar innanhúss sannfærðir um að fyrr eða síðar kæmu þjófamir upp um sig. Nú var aðeins eitt að gera. Að bíða. •GARÐINUM LOKSFENGUST MAKLEG.. MÁLAGJOLD Níu manns létu lífið er brú lét undan þunga mannfjölda sem safnast haföi saman til að horfa á unga stúlku ffemja sjálfsmorð. DV KÆRLEIKURINN UMBER ALLT NEMA SKÓGRÆKTINA. Það verður að segjast eins og er að þessi ríkisstjóm byggist meira á trausti en skjalfestum orðum, meira á ást og kærleika en löngum kaupmála. Fríðrík Sophusson VIÐ UPPHAF STJÓRNARSAM- STARFS Stjómmálamenn upphefja sjálfa sig og þessi upphafning á víst að vera leiðin tif farsældar... Hvað er ffægð? Hvað er dýrð? Gröfin sem bíður vor allra. Helgispjall Morgunblaósins BRAGDER AÐÞÁ BARNIÐ FINNUR Nú (eflir kosningar) er valdsmaðurinn ekki reiðubúinn að ræða hvað sem er við fjöl- miðla lengur, nema í styttingi, skætingi, útúrsnúningi og af hroka. Agnes Bragadóttir í Lesbók Morgunblaósins VOR GUÐ ER BORG Á BJARGI TRAUST Núverandi ríkisstjóm var mynduð á bjarghelíu gagn- kvæms trausts. Leióari í Alþýóublaóinu MARGUR BLÁSINN BELGUR SPRAKK... Sjálfstæðismenn eru komnir í ógöngur með það hvemig fjöl- miðlasKrumið er búið að pumpa miklu lofti í Davíð Oddsson og gera hann að númeri. Tíminn LÍKA TÖFRAR DAVÍÐS? Töfrar eru bamalegir og óhagffæðilegir í eðli sínu. Stefnir, tímarit ungra Sjálfstæóismanna ALLT ER GLATAÐ NEMA ÆRAN Jón Baldvin fór að asnast til að segja ffá því í þingflokknum sínum að hann væri heiðursmað- ur. DV 2.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.