Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 5
mm V Borgarstjórn öll sér borgarstjóra! Launahækk- anir ný forsenda samninga Launamálaráð BHMR hefur sent frá sér ályktun þar sem var- að er við aðgerðum af hálfu rík- isins sem bitna á launafólki. Varað er við raunvaxtahækkun- um, skerðingum á húsnæðis- lánakerfinu, hækkunum á opin- berum gjöldum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þá skorar BHMR á ríkið sem vinnuveitanda að standa við samn- ingsákvæði um launahækkanir vegna viðkiptakjarabata og önnur ákvæði, enda sé það forsenda nýrra samninga. Bent er á að mið- að við verðlagsþróun þurfi að koma til sérstök hækkun launa. Viðskiptakjör hafi batnað um tæp 14 prósent frá febrúar 1990 til sama mánaðar 1991 og innan við eitt prósent af þessum bata hefur skilað sér til launafólks, segir í ályktuninni. Um Qögur prósent hafa verið lögð í varasjóð fyrir- tækjanna. „BHMR skorar á launanefndir að hækka laun í samræmi við hækkun verðlags og bata við- akiptakjara. Það á að skila sér i launaumslögin samkvæmt kjara- samningum," segir í ályktuninni. Þá telur launamálarráðið að staða ríkisfjármála mætti vera betri og bendir á að launaþáttur ríkisútgjalda sé vanmetinn þar sem ekki hefur verið eíht til kjarasamn- inga við félagsmenn BHMR og ekki hafi verið greidd lögbundin ffamlög í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þá er bent á að ríkið eigi útstandandi 14 miljarða króna í óinnheimtum sköttum, að þrátt fyrir góða afkomu fyrirtækja skili þau minni sköttum en reiknað hafi verið með og að þrátt fyrir mjög háa raunvexti séu engir skattar af fjármagnstekjum. -gpm Davíð tapar í þing- flokknum Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann teldi það ekki áfall fyrir sig að Björn Bjarnason hafi lotið í lægra haldi fyrir Eyjólfi Konráði Jóns- syni í kosningum í þingflokkn- um um formennsku í utanríkis- málanefnd Alþingis. Báðir menn sóttu mjög fast að fá embættið og var í gangi kosn- ingabarátta innan þingflokksins sem Eyjólfur síðan vann, en hann fékk 15 atkvæði en Bjöm 11. Dav- íð, formaður Sjálfstæðisfiokksins, hafði á þingfiokksfundinum á miðvikudag mælt með þvi að Bjöm yrði kosinn, en fékk vilja sínum sem sagt ekki framgengt. Hann vildi ekki viðurkenna að um átök innan þingfiokksins væri að ræða þó hann sjálfur hefði kos- ið að Bjöm hlyti embættið. Svo virðist sem þingfiokkurinn sé ekki alveg búinn að fyrirgefa Davíð að hafa boðið sig fram á móti fyrrver- andi formanni Þorsteini Pálssyni í formannsembætti fiokksins í vor. Hvorki Bjöm né Eyjólfur vildu nokkuð um málið segja í gær. Þó sagðist Eyjólfur hljóta að vera ánægður með niðurstöðuna. -gpm velur Val á borgarstjóra er ekki einkamál Sjálfstæðis- flokksins eins og hefur mátt skilja af ummælum sjálfstæðis- manna og fréttum sumra fjöl- miðla. Það er borgarstjórnin öll sem velur sér borgarstjóra, ekki bara borgarstjórnarflokk- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðrún Agústsdóttir, vara- borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, þegar Þjóðviljinn innti hana eftir áliti hennar á þeirri ákvörðun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fresta ákvörðun um tilnefningu eftir- manns Davíðs Oddssonar úr röðum borgarfulltrúa flokks- ins. Guðrún sagði að þar sem löngu væri orðið ljóst að sá sem A* blaðamannafundi Út- flutningsráðs íslands (Úí) í gær var kynnt skýrsla ráðsins um möguleika á útflutningi ís- Ienskrar heilbrigðisþjónustu. Gunnar Rafn Birgisson, markaðsstjóri ÚI, sagði að hægt væri að nýta íslenska þekkingu til gjaldeyrisöflunar, en til þess þyrfti fjármagn og rétta stefnu- mörkun. Gunnar Rafn kynnti skýrsluna og sagði möguleika gjaldeyrisöfiunar innan heilbrigð- isgeirans m.a. felast í beinum verkefhaútflutningi og þróunar- hjálp, notkun íslenskra sjúkrahúsa til aðgerða, uppbyggingu einka- sjúkrahúsa og heilsuferða útlend- inga til landsins. - Það eitt er víst að við íslend- ingar höfúm upp á margt að bjóða á þessu sviði. Þar má nefna þekk- ingu, jarðhita, fagurt umhverfi o.fl., sagði Gunnar. að er mikilvægast fyrir þjóðina og ekki síst launa- fólk að forðast allar kollsteypur í launamálum, aðalatriðið er að byggja upp jafnvægi í efnahags- málum, þenslan að undanförnu er áhyggjuefni og getur valdið aukinni verðbólgu, sagði Frið- rik Sophusson fjármálaráð- herra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Svavar Gestsson, Abl., bað um umræðuna til að fá svör um áform ríkisstjórnar- innar í vaxta- og kjaramálum. Friðrik bætti því við að hann teldi eðlilegt að allir samningsað- ilar fylgdust að bæði á almennum markaði og hjá ríkinu til að tryggja stöðugleika og forðast misræmi. Hér virðist sem Friðrik sé að skipa sér í fiokk með Vinnu- veitendasambandinu, en sem kunnugt er telja forystumenn þess ekki rétt að launafólk njóti við- skiptakjarabatans að þessu sinni. Sagði Svavar að skýrt kæmi fram í þessu svari að ríkisstjómin vildi ekki skila viðskiptakjarabatanum til launafólks. Olafur Ragnar Grímsson fyrr- verandi fjármálaráðherra sagði það bundið í samkomulagi um framlengingu þjóðarsáttarsamn- ætti að gegna embæftinu núna væri önnum kafinn maður á öðr- um vettvangi, ættu borgarbúar og borgarstjóm skýlausan rétt á því að nú þegar í stað yrði ráðinn nýr borgarstjóri. - Það er óviðunandi að þeirri ákvörðun skulu vera slegið á frest í sex vikur á meðan þessi 20 manna klíka borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins kemur sér ekki saman og þorir ekki að tjá sig opinberlega um málið, sagði Guðrún. - Þetta er alveg dæmalaus vandræðagangur og ærið sérstæð niðurstaða. Það er í rauninni alveg makalaust að Sjálfstæðismenn sem hafa barið sér á bijóst fyrir að vera hinn samhenti og styrki meirihluti geti svo ekki einu sinni Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, sagði að frá sjónarhóli Ríkisspítalanna væri inganna frá því í nóvember síðast- liðnum að laun hækkuðu, væri um viðskiptakjarabata að ræða. „Það er skylda Friðriks að standa við þetta og hækka laun opinberra starfsmanna nú,“ sagði Ólafur Ragnar. Svavar spurði einnig um fyrirhugaðar vaxtahækkanir ríkis- ins á spariskírtcinum sinum og benti á að vaxtahækkunin sem ríkið stæði nú fyrir væri brot á þjóðarsáttarsamningum og að rík- ið bryti samningana einnig ef laun hækkuðu ekki vegna batans. Davíð Oddsson forsætisráð- hcrra sagðist skilja áhyggjur Svavars og Sambandsþings ml aöalfundi Þormóðs ramma í gær kom fram að 58 milj- óna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á síðasta ári, en velta þess var rúmur miljaröur króna. Fjármagnskostnaður fyrirtæk- isins nam 69 miljónum króna sem eru mikil umskipti til hins betra frá fyrra ári. Alls nam afii togara fyrirtækisins, sem eru tveir, um 7.500 tonnum auk þess sem um komið sér saman um það, þegar á reynir, hver taki við af Davíð Oddssyni í embætti borgarstjóra, sagði Sigrún Magnúsdóttir, borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins. Elín Ólafsdóttir, borgarfulltnii Kvennalistans, tók í sama strcng. Hún sagði að sér þætti þessi ákvörðun Sjálfstæðismanna með ólíkindum og með öllu óforsvar- anleg. - Davíð Oddsson hefur með þessu blekkt borgarbúa illilega. Hann hefur látið í það skína allt frá því í fyrra er hann varð kosinn varaformaður og ljóst var að hann ætlaði sér ffarna í landsmálapólit- íkinni, að hann myndi draga sig í hlé sem borgarstjóri, sagði Elín. — Þetta mál allt sýnir Ijóslega að Sjálfstæðisfiokkurinn er ekki fyrsta skrefið varðandi markaðs- átak í heilbrigðismálum að taka til í okkar eigin garði. Verkamannasambands íslands sem harðlega hefur gagnrýnt vaxtahækkanimar. Hann sagði hinsvegar að þetta væri vandi sem fyrri ríkisstjóm hefði skilið eftir sig, vandi sem hefði verið falinn með yfirdrætti í Seðlabankanum. Friðrik var honum sammála og sagði að fýrri stjóm hefði frcstað vaxtahækkunum og aukið á vand- ann með mikilli lánsfjárþörf. Hann vildi ekki svara þcirri spumingu Svavars hve mikið stæði til að hækka vextina á spari- skírteinunum, en boðaði hækkun eftir helgi. Steingrímur Her- mannsson fyrrverandi forsætis- 1600 tonn af rækju komu þar til vinnslu. Þá nam eiginfjárhlutfall Þormóðs ramma um 23%. Launa- greiðslur fyrirtækisins voru 274 miljónir króna en starfsmanna- fjöldi þess var um 220 starfsmenn sem er álíka og verið hefur undan- farin ár. Á síðasta ári var hlutafé fyrir- tækisins aukið um 40 miljónir króna að nafnvirði og þar af keyptu Siglfirðingar 10 miljónir á þessi samhenti, sterki flokkur sem hann gjaman státar af. Flokkurinn er í reynd samsettur úr nokkmm klíkum. Þegar á reynir kemur það í Ijós að innan flokksins er hver höndin upp á móti annarri eins og best sést af því að þeim tekst ekki einu sinni að koma sér saman um nýtt borgarstjóraefni, sagði Sig- rún. Guðrún Ágústsdóttir benti á að það væri fullt af hæfu fólki til í borginni til að gegna starfi borg- arstjóra. Ef nýr borgarstjóri finnst ekki í röðum borgarfulltrúa meiri- hluta og minnihluta þá er einfald- ast að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. - Glundroðinn innan Sjálf- stæðisfiokksins á ekki að bitna á borgarbúum og stjóm borgarinn- ar, sagði Guðrún. -rk — Ekki þýðir að fara út í inn- flutning á sjúklingum erlendis firá á meðan Islendingar bíða unn- vörpum eftir spítalaplássi, sagði Davíð. - Hér á landi vantar til- finnanlega starfsfólk á spítalana, en ef þau mál komast í lag, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að byija að prófa sig áfram í smáum stíl með aðgerðir hér, sagði Davíð. Hann sagði að í sínum huga væm fimm svið sem við gætum horft til varðandi markaðssetningu heil- brigðisþjónustu. Það væm sér- hæfðar lækningar, almennar lækningar, endurhæfing, verk- efnaútflutningur, t.d. til þróunar- landanna, og heilsuhótel. Ef markaðssetning kemst á og unnið veður að henni af skyn- semi, ættu íslcnskir læknar og aðrar heilbrigðisstéttir að hafa nóg að gera. ráðherra sagði að í síðustu ríkis- stjóm hefði tekist að lækka vexti þrátt fyrir þrýsting um annað. Þá taldi Steingrímur það undarlegt að það ætti að fara að hækka vext- ina á ríkisskuldabréfum þegar vit- að væri að þeir vexiir héldu öðr- um vöxtum háum og að þeir væm gólf í vaxtakcrfinu. Hann spáði því að þetti yrði ekki til annars en að verðlag færi á fulla ferð líkt og gerðist árið 1988 þegar vextir vom hækkaðir. Hann taldi og vitnaði til Seðlabankans að réttara væri að takmarka útgáfu húsbréfa í stað þess að hækka vextina. -gpm genginu 1,25. Afgangurinn var seldur Verðbréfamarkaði Islands- banka á gcnginu 2,15. Hluthafar í Þormóði ramma em um 200 tals- ins. Ólafur Marteinsson fram- kvæmdastjóri segir að framhaldið ráðist alfarið af því hvort áfram- hald verði á þeim stöðugleika sem náðst hefur í stjóm efnahagsmála ásamt lágri vcrðbólgu. -grh Mannauður markaðssettur Skýrsla Útflutningsráðs (slands um útflutningsmöguleika fslenskrar heil- brigðisþjónustu var kynnt í gaer. Á myndinni má sjá frá vinstri: Einar Stef- ánsson augnlækni, Grím Sæmundsson lækni, Gunnar Rafn Birgisson, markaðsstjóra hjá Ú(, Ingjald Hannibalsson, framkvæmdastjóra Úl, og -sþ Ríkisstjórnin vill ekki skila batanum til launafólks Hagnaöur hjá Þormóði ramma Föstudagur 17. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.