Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 8
NÝÍI (MÓMHUINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvaomdastjórl: Hallur PðH Jónsson Afgrelðsta: ® 68 13 33 Auglýstngadeild:» 68 13 10 -68 13 31 Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson, Símfax:68 1935 Ólafur H. Torfason Umsjónamnaður Helgarblaðs: Bérgdts Eltertsdóttir Verð: 150 krónur (lausasölu Setnlng og umbrot: Prentsm löja Pjóöviljans hf. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síðumtila 37,108 R eykjavík Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóðfrelsis Hinn mikli leiötogi Eins og kunnugt er ákvað landsfundur Sjálfstæðisfiokksins að skipta um formann með knappri atkvæðagreiðslu. Hinn mikli leið- togi steig fram og var með sigurræðuna til- búna í vasanum til að lesa upp í beinni út- sendingu sjónvarpsstöðvanna. Hann hefur nú fengið að sýna hvað í honum býr. Kosninga- barátta hans þótti með afbrigðum litlaus og kraftlaus. Honum hefur svo tekist að skora eitt mark sem fólst í því að bjóða Alþýðuflokknum 5 stóla, en Alþýðuflokksforystan gengur sem kunnugt er ekki fyrir málefnum heldur fyrir stólum og með þeim var hægristjórnin komin til valda. En síðan tekur við ein samfelld harm- kvælasaga. Ekki líður svo fréttatími fjölmiðl- anna að ekki komi fram að minnsta koti eitt klúður á stjórnarheimilinu. Hið fyrsta var með- ferðin á hækkun vaxta þar sem því var lýst yf- ir að vextirnir hlytu að hækka verulega vegna vanda ríkissjóðs. Slðan hafa engar ákvarðan- ir í vaxtamálum verið teknar nema um hækk- un á vöxtum ríkisvíxla og allt peningakerfið er frosið fast vegna þess að allir bíða eftir öðrum vaxtaákvörðunum stjórnvalda. Eftir að hið mikla verðbólgubál geisaði og gengi var breytt oft á ári hafa vaxtaákvarðanir og mikilvægi þeirra breyst í grundvallaratriðum. Áður var það einföld meginregla stjórnmálamanna, sem flestir þeirra kunnu, að nefna ekki gengis- breytingu fyrr en gengisbreyting var ákveðin. Nú gegna vextirnir svipuðu hlutverki og geng- ismálin áður. Stjórnmálamenn, að minnsta kosti ráðherrar, láta það vera að tala um vexti og vaxtahækkanir fyrr en vaxtabreytingar hafa verið ákveðnar. En núverandi ráðherrar fjár- mála og forsætisráðuneytis kunna ekki þessi grundvallaratriði. Þeir hafa þannig þegar fallið á fyrsta prófinu sem ráðherrar - burtséð frá því sem þó er alvarlegast í vaxtamálunum, að með vaxtahækkunum er verið að flytja fjár- muni frá launafólki til fjármagnseigenda og að með vaxtahækkunum er verið að brjóta þjóð- arsáttina. En ekki tekst betur til í öðrum málum. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst því yfir að hann sé staðráðinn í því að hafa Viðeyjarsamkomulag formanna stjórnarflokkanna að engu. Og Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir á sama hátt að hann muni framfylgja búvöru- samningnum í einu og öllu og þannig hafna í raun leiðsögn hins mikla leiðtoga. Og fréttatími sjónvarpsstöðvanna í fyrra- kvöld var enn ein staðfestingin á því, að hinn mikli leiðtogi er ekki borinn í heim Sjálfstæðis- flokksins. Fréttatíminn var ein samfelld stað- festing á því að forystukreppan í Sjálfstæðis- flokknum er endurborin og heitir að þessu sinni Davíð Oddsson. Fyrsta fréttin, var um það að umhverfisráðherra og landbúnaðar- ráðherra mæta saman á fundi til þess að taka við gjöfum, því enginn veit hver er húsbóndi hvers. Síðan fylgdu tvær fréttir um niðurlæg- ingu formanns Sjálfstæðisflokksins á tveimur stöðum: Fyrst úr borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins þar sem átti að ákveða nýjan borgarstjóra. Það tókst ekki þar sem allt logar í illdeilum meðal þeirra já-bræðra og -systra sem Davíð hefur raðað í kringum sig í borgar- stjórnarliði Sjálfstæðisflokksins. Og seinna áfallið fyrir leiðtogaímyndina var ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins um formann utanríkismálanefndar. Davíð Oddsson hafði lofað Birni Bjarnasyni vegsemdinni. Davíð gerði tilllögu á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins í fyrradag. Niðurstaðan varð sú að Davíð fékk 11 atkvæði, en hinn armur Sjálf- stæðisflokksins 15 atkvæði. Þannig var for- maðurinn kominn í hreinan minnihluta I þing- flokknum. Niðurstaða miðvikudagsins 15. maí var því sú, að formaður Sjálfstæðisflokksins nýtur hvorki trausts í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins né í borgarstjórnarflokki og er samt kallaður valdamesti maður landsins í fjölmiðl- unum. Augljóst er að sú einkunn er á misskiln- ingi byggð. Hins mikla leiðtoga er enn beðið í Sjálfstæðisflokknum. Forustukreppa áratug- anna hefur tekið sér bólfestu í einum og sama manninum. Það er að vísu nýjung. SG 0-AUT 8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991 W aums — ii t n rn«r wn .u -iue«Din«on

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.