Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 21
Hlutur sjómanna hafði lækkað um 8% þann 1. október sl. vegnas olluverðhækkunar. Mynd; Mummi. Einar Oddur veit betur Athugasemdir vegna ummæla formanns VSÍ í ræðu sem Einar Oddur Kristjánsson hélt á aðalfundi VSÍ þann 14. maí sl. telur hann tvær undantekningar á því að laun- þegasamtök hafi undirgengist hina svokölluðu þjóðarsátt. Telur hann sjómenn vera í þeim hópi. Þó svo að Einar Oddur haldi þessu fram á aðalfundi VSí er ég viss um að hann veit betur. Launakerfi sjómanna er gjör- ólíkt þeim launakerfum sem aðrir launþegar í landinu búa við. Sjó- menn eru á hlutaskiptakerfi og fá því hlut úr tekjum útgerðarinnar. Þetta veit Einar Oddur. Kjara- samningar sjómanna segja m.a. til um hve stóran hlut af tekjum út- gerðarinnar sjómenn fá, auk þess sem í þeim eru tiundaðir þeir launaliðir sem ekki tengjast beint hlutaskiptunum. Jaínframt er sjó- mönnum tryggt lágmarkskaup í kjarasamningnum ef ekki aflast fyrir kauptryggingu. Sjómenn luku mun siðar við gerð kjara- samninga en aðrir launþegar, m.a. vegna deilna um þátttöku sjó- manna í olíukostnaði útgerðar. Sjómannasamband íslands undir- ritaði kjarasamning við viðsemj- endur sina þann 24. nóvember sl. Sá kjarasamningur tekur í einu og öllu mið af þeim þjóðarsáttar- samningum sem gerðir voru við stærstu launþegasamtökin í febrú- ar 1990. Samkvæmt kjarasamn- ingum og lögum hafði reyndar hlutur sjómanna í heildartekjum útgerðarinnar lækkað um 8% þann 1. október sl. vegna olíu- verðhækkunar og var sú lækkun ekki leiðrétt í kjarasamningnum þrátt íyrir þjóðarsáttina. Einar Oddur getur því ekki með réttu ásakað sjómenn fyrir að hafa samið um eitthvað annað en þjóð- arsáttarsamningamir fólu í sér. Vegna hlutaskiptakerfis sjó- manna ráðast tekjur þeirra ekki eingöngu af kjarasamningi milli sjómanna og útvegsmanna, held- ur fá þeir hlut úr tekjum útgerðar. Markaðsaðstæður hafa að undan- fömu verið með þeim hætti að fiskverð hefúr hækkað vemlega og þar með tekjur útgerðarinnar. Auloiar tekjur útgerðarinnar hafa að sjálfsögðu skilað sér í bættum hag sjómanna. Þegar markaðs- verð sjáfarafúrða hefur fallið á er- lendum mörkuðum hefúr hingað til þótt sjálfsagt að útgerðin og þar með sjómenn tækju á sig skellinn. Mér er því spum hvort Hólmgeir Jónsson framkvæmdastj óri Sj ómannasambands Islands skrifar eitthvað annað eigi að gilda þegar markaðsverð á fiskafúrðum hækkar. Varla fer VSI að banna kaupendum á fiskafurðum Islend- inga að greiða hærra verð fyrir af- urðimar á þeim forsendum að á íslandi gildi þjóðarsátt og hærra verð geti leitt til hækkunar á laun- um sjómanna á Islandi umfram sáttina. Reyndar hafa ekki allir sjómenn fengið launahækkanir. Markaðsverð á rækju, síld og loðnu hefur að undanfömu lækk- að, en ekki hækkað og því hafa laun þeirra sjómanna sem ofan- greindar veiðar stunda lækkað, en ekki hækkað. Einar Oddur segir í ræðu sinni: „Því miður hafa einstakar skipshafnir gerst offarar, gerst skiptökumenn og hreinlega kúgað eigendur skipanna til að hækka fiskverð umfram það sem eigend- umir töldu rétt og skynsamlegt. Til allrar hamingju er hér um und- antekningartilvik að ræða, en eigi að síður er það stórkostlega alvar- legt og algjörlega óviðunandi.“ Að mati formanns VSI þurftu sjómenn i nokkmm tilvikum að neyða útgerðina til að auka tekjur sínar i samræmi við þá hækkun á fiskverði sem aðrar útgerðir fengu. Þessi orð Iýsa reyndar því vandamáli sem samtök sjómanna standa frammi fyrir varðandi kjaramál sjómanna. Fiskvinnslan á stóran hluta af útgerðinni og getur því skammtað skipum sín- um verð fyrir aflann að eigin geð- þótta. Sjómenn á skipum í eigu fiskvinnslu bera eðlilega kjör sín saman við sjómenn á skipum sem ekki tengjast vinnslu og hafa sama markmið og önnur fyrirtæki í landinu, þ.e. að fá sem mest fyr- ir afurð sína. Sjómcnn á skipum í eigu vinnslunnar annars vegar og sjómenn hjá sjálfstæðum útgerð- um hins vegar vinna undir sömu kjarasasamningum en hin kjörin geta engu að síður verið afar mis- munandi. Sjómenn hafa ekki beð- ið um annað en að sanngjamt verð verði greitt fyrir fiskinn sem taki mið af markaðsaðstæðum á hveij- um tíma. Þetta hefur reyndar gerst varðandi verð á rækju, síld og loðnu. Enginn vill hins vegar um það ræða, því verð á ffaman- greindum fiskafurðum hefúr lækkað, en ekki hækkað. Ólíklegt er að formaður VSI telji eðlilegt að þrátt fyrir lækkun á verði þess- ara fisktegunda eigi laun sjó- mannanna sem þær veiða að hækka í takt við hækkanir þjóðar- sáttarinnar. Þrátt fyrir þjóðarsátt- ina hafa sjómennimir tekið á sig skellinn vegna erfiðra markaðs- aðstæðna á afurðum þessara teg- unda. Fulltrúar fiskkaupenda ásamt fulltrúa útgerðarmanna höfnuðu þeirri leið sem fulltrúar sjómanna lögðu til varðandi verð- lagningu á sjávarafla og kölluðu þar með yfir sig þá óánægju sem braust út varðandi fiskverð. Eitt er víst að ef markaðsverð á fiskaf- urðum fellur verður ekki sett samasemmerki milli fiskverðs annars vegar og almennra launa- hækkana í landi hins vegar. Þá verður málflutningurinn þveröf- ugur við þann málflutning sem formaður VSI hefur nú frammi. Þetta er reynsla undanfarinna ára og þarf ekki að fara lengra aftur en til ársins 1988 til að sannreyna þessa hluti. Kaj Munk í Kópavogi og Hveragerði Leikfélag Homaíjarðar ætlar að bregða sér suður á land um helgina og sýna Leikritið um Kaj Munk. Guðrún Asmundsdóttir samdi leikritið. Hlín Agnarsdóttir leikstýrir og Hákon Leifsson leik- ur Kaj Munk. Með önnur helstu hlutverk fara: Ólöf Guðrún Helgadóttir, Þorvaldur Viktors- son, Ingvar Þórðarson, Jón Guð- mundsson, Sigrún Eiríksdóttir, Hreinn Eiríksson, Erla Einars- dóttir, Hjalti Vignisson og Auður Bjamadóttir listdansari sem sam- ið hefur dansa við verkið. Þjóðviljinn hafði samband við Hákon Leifsson sem sagði að þau hefðu sýnt leikritið átta sinnum við prýðilegar undirtektir. Það er sérstaklega algengt að eldra fólk sem man eftir Kaj Munk og ffétt- um af honum á striðsámnum hafi fengið mikið út úr þessari leik- sýningu, sagði Hákon. I fréttatil- kynningu frá Leikfélagi Homa- fjarðar er vitnað í leikdóm Aðal- heiðar Geirsdóttur sem segir m.a.: „Stórbrotnu efni var komið til skila áhrifarikt og eftirminnilega, sýningin heilsteypt, borin uppi af einlægni og leikgleði.“ Leikritið verður sýnt í Hveragerði kl. 16.00 á laugardag og i Kópavogskirkju kl. 21.00 sunnudag og kl. 14.00 á 2. í hvítasunnu. PETUR GUNNARSS0N - alvöruhúmoristi. Snilldarlegar athuganir á samtíðinni, hnyttni, sagnalist. Þrettán ára skólagöngu var lokið... Hurð skall að baki. Lífið framundan samfelld frímínúta. Skáldsagan Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson kom ut fyrst áriö 1976 og sló í gegn. Bækurnar sem komu í kjölfarið leiftra af sama andríki. Og nú fást þær allar saman í Stórbók. Skemmtilesning í sérflokki. Tilvalin stúdentsgjöf. Mál IMI og menning Siðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Föstudagur 17. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.