Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 13
að Umboðsmanni hafi borist kvörtun málsaðila vegna þess að yfirlæknir geðdeildar tiltekins spitala hefði synjað honum um aðgang að sjúkraskýrslum er vörðuðu dvöl hans á umræddri geðdeild 1970-71. Umboðsmaður lýsir í skýrsl- unni því áliti sínu, að þegar fyrir gildistöku læknalaga nr. 53 ffá 1988 hafi sú meginregla gilt, að „einstaklingar œttu rétt á að kynna sér þœr upplýsingar, sem stjómvöld hefðu skráð um einka- hagi þeirra, nema mikilvægir al- mannahagsmunir eða hagsmunir einkaaðila mœltu því i gegn “. Þar sem nokkrir læknar þijóskuðust við að túlka lögin á þessa lund lagði rikisstjómin ffam sérstakt ffumvarp fýrir Al- þingi, þar sem skilningur um- boðsmanns var áréttaður og allur vafi tekinn af um rétt sjúklinga í þessu efni. Málið snérist hins vegar í höndum ríkisstjómarinnar í meðforum Alþingis, sem féllst á kröfur nokkurra lækna og tak- markaði þannig rétt íslenskra sjúklinga enn ffekar miðað við það sem áður hafði gilt. Ragnar Aðalsteinsson sagði i erindi sínu á ráðstefnu Rauða krossins um þetta mál, að „ekki verði séð að þingmenn hafi gert sér neina grein fyrir því, að með breytingunni var lögfest ákvæði, sem brýtur gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu eins og hann hefur verið túlkaður af Mannréttindadómstól Evr- ópu. “ *** Lög um fangavist í andstööu viö mannréttinda- ákvæöi Lög um fangelsi og fangavist nr. 48 ffá 1988 em annað dæmi um íslenska löggjöf, þar sem brotið var í bága við alþjóðleg mannréttindaákvæði og skuld- bindingar íslands í þeim efnum. Þar er um að ræða ákvæði um agaviðurlög í fangelsum. Segir í Arsskýrslu umboðsmanns Al- þingis ffá 1989 að 26. gr. laganna „gæti hæglega farið í bága við ákvæði 5. og 6. gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópu“ og að um „meinbugi" væri að ræða á lög- unum sem leiðrétta þyrfti í sam- ræmi við fyrmefhdan Mannrétt- indasáttmála. I erindi sínu hjá Rauða kross- inum komst Ragnar Aðalsteins- son svo að orði um þessa laga- setningu háttvirts Alþingis: „ Samkvæmnt 24. gr. laganna gat forstöðumaður fangelsis ákveðið að fangi skyldi settur í einangrun i allt að 30 daga, og skyldi sá tími ekki teljast til refsi- tíma, heldur bœtast við refsing- una. Ekki naut fangi aðstoðar verjanda eða annars talsmanns við slíka ákvörðun, og ekki gat hann kært ákvörðunina til œðra stjómvalds eða dómstóls. Kæra barst umboðsmanni Alþingis, og var niðurstaða hans sú, að ákvæðið bryti í bága við 5. og 6. gr. Mannréttindasáttmáia Evr- ópu. Gerð var siðan gangskör að því að breyta lögunum á þessu ári til samræmis við sáttmálann. Þá er og rekið dómsmál út af þessu sama máli fyrir dómstól- um. Það verður að teljast hneisa fyrir bæði framkvœmdavaldið og löggjafarvaldið að ákvæðið skyldi samþykkt, svo berlega braut það í bága við ákvæði mannréttindasáttmála og jafn- framt í bága við viðtekna sann- gimis- og réttlætishugsun i lýð- ræðisriki á ofranverðri 20. öld. “ *** Genfarsáttmálinn og alþjóölegar skuldbindingar A ráðstefnu Rauða krossins um mannréttindamál var sérstak- lega fjallað um Genfarsáttmálana um vemdun fanga og almennra borgara á stríðstímum, sem ríkis- stjórn íslands fullgilti 1965. Á fundinum tók Elías Dav- íðsson til máls utan dagskrár og vakti meðal annars athygli á því, að með aðild að sáttmálunum hefðu aðildarríkin tekið á sig skuldbindingu um ffamkvæmd, sem ekki hefði verið virt. Vitnaði hann þar til eftirfarandi ákvæða í 49. gr I. sáttmálans, 50. gr. II. sáttmálans og 129. gr. III. sátt- málans sem allar eru svohljóð- andi: „Aðildarriki skuldbinda sig til að koma á hverri þeirri lög- gjöf sem nauðsynlegt kann að reynast til að staðfesta raunveru- legar refsingar til handa einstak- lingum sem framkvæma eða gefa skipun um framkvæmd sérhverra þeirra brota á þessum sáttmála sem talin eru upp í næstu grein. Sérhver aðili sáttmálans er skuldbundinn til að leita uppi persónur sem taldar eru hafa framið eða skipað fyrir um fram- kvœmd slikra grófra brota, og skulu slikar persónur, án tillits til þjóðemis, leiddar fyrir eiginn landsrétt. Einnig má, ef þess er fremur óskað og það reynist í samræmi við eigin landslög, framselja slíkar persónur til annars aðila sáttmálans, hafi sá aðili gefið út ákœru á hendur viðkomandi. “ (lausleg þýðing ólg.) Þau grófu brot, sem hér er átt við, varða í rauninni stríðsglæpi og möguleika hins alþjóðlega samfélags til að taka á þeim. Elías greindi ffá því, að hann hefði komið ábendingum um þessa vanefnd á Genfarsáttmál- anum á ffamfæri við Alþjóða- nefnd Rauða krossins og fleiri aðila, og bent m.a. á að íslenska ríkisstjómin hefði ekki staðið við þessa skuldbindingu ffekar en margar aðrar með því að stað- festa Genfarsáttmálana í eigin lögum. Kom ffam hjá nokkrum ffum- mælenda það sjónarmið, að al- þjóðalög eins og Genfarsáttmál- inn væri í raun ekki annað en viljayfirlýsing, þar sem ekki væri um neitt alþjóðlegt ffamkvæmda- vald að ræða. Lögleiðing ein- stakra ríkja á ákvæðum sáttmál- ans hefði lítið að segja nema þau gerðu það nánast öll, en til þess væri lítil von. Elías Davíðsson hefur látið mér í té svarbréf ffá Alþjóða- nefnd Rauða krossins við ábend- ingu sinni. Þar kemur m.a. ffam, að Al- þjóða Rauði krossinn hafi á síð- asta ári sent fyrirspum til aðildar- ríkja Genfarsáttmálanna um hvaða aðgerða eða lagasetningar viðkomandi ríki hafi gripið til í þeim tilgangi að hindra brot á sáttmálanum. í bréfinu kemur ffam að engin svör hafi borist ffá Islandi við þessum fyrirspumum. Af þessu má ráða, að þótt i al- þjóðasáttmálum um mannréttindi felist mikil réttarbót og þeir séu ein mikilvægasta forsenda frið- samlegrar sambúðar þjóða, þá er samþykkt þeirra ekki næg, ein og sér, ef aðildarríkin virða ekki skuldbindingar sínar og hirða jafnvel ekki um að svara fýrir- spumum um þær frá þar til bær- um aðilum. Það er hér sem annars staðar, að árvekni og upplýsing borgaranna er forsenda fyrir ár- vekni stjómvalda, og að mann- réttindi verða ekki virk á alþjóða- vettvangi nema þjóðir heims séu samtaka þar um. *** Fyrirvarar íslands gagnvart Mannrétt- indayfirlýsingu S.Þ. Athyglisvert er að þegar rík- isstjóm Islands lagði fýrir Al- þingi tillögu um staðfestingu Mannréttindasáttmála S.Þ. árið 1978 töldu flutningsmenn að gera þyrfti 5 fýrirvara við samþykkt- ina, til þess að sáttmálinn gæti samrýmst íslenskum lögum og stjómarskrá. Fyrirvarar þessir voru eflir- farandi: 1. Fyrirvari um ákvæði um að eigi skuli þess krafist af neinum manni að vinna þvingvunar- eða nauðungarvinnu. Ástæða fýrirvarans em ákvæði í íslenskum lögum sem heimila nauðungarvinnu vegna vangoldinna bamsmeðlaga. 2. Fyrirvari um skyldu til að skilja unga fanga ffá eldri fong- um. Sagði Baldur Möller fýrir Mannréttindanefhdinni að þó þessi regla viðgengist á Islandi þá þætti ekki rétt að gangast undir skuldbindingu um hana. 3. Fyrirvari við ákvæði þess efnis, að útlendingi, sem stjóm- völd hafa ákveðið að vísa úr landi, skuli heimilt að skjóta slíkri ákvörðun til æðra stjóm- valds til endurskoðunar. í greinargerð Baldurs Möller fýrir Mannréttindanefnd S.Þ. ffá 1982 segir hann samkvæmt fund- argerð að viðurkenna verði að „lög um útlendinga hafi að geyma ákvæði, sem ef til vill þurfi lagfæringar við til þess að þau endurspegli fullkomlega ástand mannréttinda i landinu “. Slík lagfæring hefur ekki ver- ið ffamkvæmd ennþá, en um þetta atriði sagði Ragnar Aðal- steinsson á ráðstefnu Rauða krossins: „Löggjöf okkar um út- lendinga er ekki i samrœmi við ákvæði mannréttindasáttmála og framkvæmd hennar er ugglaust brot gegn þeim ákvæðum. " 4. Fyrirvari við ákvæði þess efnis, að enginn skuli þurfa að þola að mál hans sé rannsakað fýrir dómi eða honum refsað í annað sinn fýrir misgjörð, sem hann hefur þegar verið sakfelldur fýrir eða sýknaður af með loka- dómi. Baldur Möller segir fýrirvara þennan stafa af ákvæði þess efnis í íslenskum lögum, að hafi sak- bomingur verið sýknaður eða fundinn sekur af mun vægari glæp en hann var ákærður fýrir, eða ef nýr og óyggjandi vitnis- burður komi í ljós í málinu, þá sé heimilt að taka málið fýrir að nýju. Sama gildi ef sakbomingur eða aðrir hafi orðið uppvísir að því að spilla fýrir niðurstöðu dóms með saknæmum hætti. Umboðsmaður Alþingis hef- ur bent á í greina.gerð sinni, að almenn ákvæði vanti í íslensku stjómarskrána um réttláta með- ferð fýrir dómi. 5. Fyrirvari við ákvæði um að allur stríðsáróður skuli bannaður með lögum. Þessi fýrirvari var gerður þar sem talið var að hann gæti skert tjáningarffelsið. Með þessum fýrirvörum töldu íslensk stjómvöld að ís- lensk löggjöf uppfýllti í einu og öllu kröfur Mannréttindasáttmál- ans, þannig að ekki þyrffi ffekari lagasetningu hér á landi. Eins og ffam hefúr komið hér að ofan, m.a. í erindi umboðs- manns Álþingis ffá 1988, þá fær það ekki staðist. Nefnir hann þar m.a. að ákvæði vanti um veiga- mikil mannréttindi eins og skoð- anaffelsi, jafhrétti, bann við aft- urvirkum refsilögum, vemd fjöl- skyldulífs o.fl. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis er sú, að brýnt sé að endurskoða mannréttindaákvæði íslensku stjómarskrárinnar, en einnig komi mjög til greina, að mannréttindasáttmálar þeir sem Island er aðili að, eða hlutar þeirra, verði teknir í íslensk lög. I greinargerð sem Stefán M. Stefánsson prófessor ritaði fýrir umboðsmann um þessi mál og birt er í Ársskýrslu 1988 kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að „sennilega sé rétt að lögtaka allaþjóðréttarsamninga nema þá sem augljóslega er ekki ætlað að hafa bein réttaráhrif. “ *** Mikilvægi mann- réttindasáttmála I inngangi Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna segir m.a.: „Hafii mannréttindi verið fyr- ir borð borin og litilsvirt, hefiur slíkt haft i för með sér siðlausar athafnir, er ojboðið hafa sam- visku mannkyns, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fiái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og af- komu." Ragnar Aðalsteinsson vitnaði f þessi orð í erindi sinu hjá Rauða krossinum og bætti síðan við: „Á þvi leikur að minu viti enginn vafi, að skilyrði varanlegs friðar er að mannréttindum verði aflað fylgis og framkvæmdar um heimsbyggðina alla. Þá fyrstget- um við vœnst þess að búa við óttaleysi. Þess vegna er það skylda okkar að berjast ekki ein- ungis fyrir framfylgd mennrétt- inda i heimalandi okkar, heldur hvarvetna. Þetta verður best gert með því að kynna sér sáttmálana, ekki aðeins lauslega ogyfirborðslega, heldur þannig að ákvæði þeirra verði óaðskiljanlegur hluti hversdagslifs okkar. Mannrétt- indi og mannréttindasáttmálar eru ekki til hátiðabrigða, heldur til daglegra nota. Við eigum bæði sjálfrátt og ósjálfrátt að bregða mælikvarða mannrétt- indasáttmálanna á okkar eigin athafnir og athafnir þeirra sem fara með stjómvaldið i landinu. Við eigum ætíð að spyrja okkur sjálf og aðra, hvort ákvarðanir og athafnir samræmist sjónar- miðum á mannréttindasviði. Við eigum að ætlast til þess af stjórn- málamönnum og embættismönn- um, að þeir tileinki sér til fiulln- ustu efni og anda mannréttinda- sáttmálanna og við eigum að krefjast þess af fréttamönnum að þeir spyrji hvort ákvarðanir og athafhir samræmist mannrétt- indasáttmálum. “ William Hogarth: Nokkrir virðingarmestu (búar tunglsins: konungsvald, kirkjuvald og dómsvald. Koparstunga frá 1724. Myndin sýnir afstöðu vaxandi borgarastéttar á Bretlandi til hinnar aðalsbomu yfirstéttar sem skip- aði mönnum rétt út frá forsendum aðalstignar. Föstudagur 17. maí 1991 - NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.