Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 12
Mannréttindi til heimabrúks r I tilefni ráðstefnu Rauða krossins um mannréttindi Ólafur Gíslason tók saman „Island er aðiliþýðingarmikilla alþjóðasamninga um mann- réttindi...Islensk lög ganga a.m.k. að ýmsu leyti skemmra i vernd mannréttinda en þessir sáttmálar. Getur þetta valdið vanda í lagaframkvæmd hér á landi og jafnframt orðið til þess að ís- lenska rikið verði dregið til ábyrgðar fyrir þeim alþjóðastofnun- um, sem ætlað er að framfylgja nefndum mannréttindasamning- um." Þannig komst Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður að orði í erindi sem hann flutti á ráð- stefnu Rauða krossins um mann- réttindi þann 4. maí síðastliðinn. Orð hans eru þörf áminning til okkar íslendinga um það, að mannréttindi eru eru ekki sjálf- gefin í okkar daglega umhverfi, og að skuldbindingar okkar í þeim efhum ná einnig út fyrir landsteinana. Vitnaði Ragnar í erindisbréf Gauks Jörundssonar, umboðs- manns Alþingis, til forsætisráð- herra og forseta Alþingis ffá því í desember 1988, en bréf þetta er birt í fyrstu ársskýrslu umboðs- manns fyrirárið 1988. Þar segir m.a.: ,,Eg bendi á, að í islensku stjómarskrána vantar almenn ákvæði um veigamikil mannrétt- indi. Sem dæmi má nefna skoð- anafrelsi, jafnrétti, bann við aft- urvirkum refsilögum, vemd jjöl- skyldulífs og rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Akvæði íslensku stjómarskrár- innar um félagsleg mannréttindi eru fábrotin. Mörg mannréttindaákvæði islensku stjómarskrárinnar eru ófullkomin af ýmsum ástæðum. Akvæði 63. og 64. gr. um trú- frelsi, 66. gr. um friðhelgi heimil- is, 72. gr. um prentfrelsi og 73. gr. um félagafrelsi hefta ýmist í engu eða að takmörkuðu leyti vald löggjafans. Sum mannréttinda- ákvæði ganga skammt efni sínu samkvæmt. Akvæði 72. gr. nær þannig aðeins til prentfrelsis, en eigi til tjáningarfrelsis almennt. 65. gr Jjallar fyrst og fremst um handtöku, sem er liður i rann- sókn refsimála, en frelsi og rétt- aröryggi almennt nýtur þar ekki vemdar. 66. gr vemdar ekki einkalíf manna yfirleitt, heldur takmarkast við ákveðna þœtti þess." Þessi aðvörðunarorð um- boðsmanns Alþingis munu vænt- anlega koma þeim á óvart, sem lifað hafa i þeirri trú, að vart væri að finna það réttarríki í veröld- inni, er byggi við fullkomnari vemd mannréttinda en það ís- lenska. Hér á síðunni er gripið á nokkmm þeim atriðum sem þeir Ragnar Aðalsteinsson og Gaukur Jörundsson minntust á hér að of- an, auk þess sem vitnað er í greinargerð íslands fyrir Mann- réttindanefhd Sameinuðu þjóð- anna (fúndargerð), Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis o.fl. Verður ekki betur séð af þessari umfjöllun en að pottur sé víða brotinn í islenska réttarríkinu og að áberandi skorti á upplýsingu og ffæðslu um mannréttindamál hér á landi, einnig innan sjálffar löggjafarsamkundunnar. *** íslensk löqqjöf og alþjóöasáttmálar Sú aðvömn umboðsmanns Alþingis og Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, að margt vanti á að íslensk Iöggjöf samræmist alþjóðlegum mann- réttindasáttmálum minnir okkur á það, að mælikvarðinn á þá mann- réttindavemd sem íslensk löggjöf veitir er ekki lengur íslensk stjómarskrá, heldur alþjóðlegir mannréttindasáttmálar, sem Is- land hefúr undirritað og þar með skuldbundið sig til að ffamfylgja. Þessir sáttmálar hafa verið unnir bæði á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna leggur m.a. þá skyldu á íslensk stjómvöld, að leggja ffam greinargerð fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd mann- réttindamála á Islandi. Þegar fulltrúi Islands, Baldur Möller, þáverandi ráðuneytis- stjóri, gerði grein fyrir ffam- kvæmd mannréttindamála á Is- landi fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í mars 1981, sagði hann m.a. samkvæmt fúndargerð: „Það er regla í íslenskri lög- gjöf, að alþjóðleg Iagasetning haji ekki lagagildi á íslandi. Þetta á einnig við um alþjóða- samninga sem Island er aðili að. Ákvæði þeirra geta ekki gilt gagnvart islenskum borgurum, nema þau hafi verið felld inn í ís- lensk lög. Slikir samningar eru hins vegar að sjálfsögðu bind- andifyrir Island gagnvart öðrum löndum. Aukþess reyna íslenskir dómstólar að túlka islensk lög í samrœmi við slika sáttmála. " Og Baldur Möller segir enn ffemur: „Þegar menn könnuðu lög- gildingu sáttmálans (Mannrétt- indayftrlýsingar Sameinuðu þjóðanna) töldu menn að ákvæði hans væru fullkomlega i sam- rœmi við islensk lög, með undan- tekningum varðandi þau ákvæði, sem fyrirvarar voru gerðir um. Því var ekki talið nauðsynlegt að grípa til sérstakrar löggjafar til þess að veita sáttmálanum laga- legt gildi." Þessar yfirlýsingar Baldurs Möllers íyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna stangast í veigamiklum átriðum á við þau sjónarmið sem umboðsmaður Al- þingis hefur sett ffam, og sem Ragnar Aðalsteinsson ítrekaði í erindi sínu á vegum Rauða kross- ins. Enda hefúr komið til dóms- fellinga hér á landi, þar sem ís- lerisk lög sem stangast á við al- þjóðlegar mannréttindaskuld- bindingar Islendinga, hafa verið látin ráða. Bendir Ragnar Aðal- steinsson á slík dæmi i grein sinni „Alþjóðlegir mannréttindasátt- málar og íslenskur landsréttur" í Tímariti lögffæðinga 1. hefti 1990, þar sem m.a. er tekið dæmi af hæstaréttardómi nr. 1290 ffá 1987, þar sem veijandi málsins taldi dómara í undirrétti ekki hafa verið hlutlausan, þar sem hann hafi gegnt hlutverki Iögreglu- stjóra og dómara í senn, en slíkt stríði m. a. gegn ákvæðum Mann- réttmdasáttmála Evrópu. I úrskurði Hæstaréttar er ekki fallist á þessa röksemd á þeirri forsendu að landslög séu alþjóða- lögum æðri, þar sem þeim ber ekki saman. Þessu máli var sem kunnugt er skotið til Mannréttindanefndar Evrópu í ffamhaldi úrskurðar Hæstaréttar, og komst Mannrétt- indanefhdin að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt ákvæðum Mann- réttindasáttmálans um óhlut- drægni dómstóla væri dómari, er gegndi bæði lögreglu- og dóm- arastörfúm, vanhæfúr um að gæta óhlutdrægni í starfi. I framhaldi þessa gerði ís- lenska ákæruvaldið sátt við ákærða, Jón Kristinsson. Síðan voru sett lög um aðskilnað um- boðsvalds og dómsvalds á ís- landi, sem taka eiga gildi 1992. Lagasetning þessi reyndist nauð- synleg til að firra ísland hneisu á alþjóðavettvangi og samræma ís- lenska löggjöf alþjóðlegum skuldbindingum. I millitíðinni hefúr það hins vegar gerst, að felldir hafa verið dómar í hæstarétti, þar sem breytt hefur verið frá fyrri reglu, að ís- lensk lagasetning hafi forgang ffam yfir alþjóðlegar skuldbind- ingar Islands. Það gerðist í hæstaréttardómi frá 9. janúar 1990, þar sem sýslu- maður Ámessýslu og fulltrúi hans er kváðu upp tiltekinn hér- aðsdóm, eru taldir hafa átt að víkja sæti í dómsmáli á gmnd- velli ákvæða Mannréttindasátt- mála Evrópu, þótt hann bijóti í bága við gildandi íslensk lög. Um þessa niðurstöðu segir Ragnar Aðalsteinsson í grein sinni: „Afþessari greiningu á dómi Hæstaréttar verður aðeins ein ályktun dregin, og hún er sú, að ákvæði alþjóðlegra mannrétt- indasamninga, sem ísland hefur fullgilt, séu nú hluti landsréttar og ákvæði landslaga sem eru ósamþýðanleg mannréttinda- ákvæðum slíkra samninga, verði að vikja. Islenskum dómstólum sé þvi skylt að beita reglum slíkra samninga sem gildandi lands- réttur væri, og veita þeim for- gang, þegar þær rekast á ósam- þýðanleg ákvœði landsréttar." í ffamhaldi þessa segir Ragn- ar svo: „Ef dómurinn hefði afneitað þeirri túlkun, sem fram kom hjá Mannréttindanefndinni og ríkis- stjómin féllst á með sáttinni við Jón Kristinsson, þá hefði Island hlotið fordæmingu þjóðasamfé- lagsins, a.m.k. hins evrópska hluta þess. Undan þessari for- dæmingu varð ekki komist nema með þvi að láta dualismann lönd og leið á sviði alþjóðlegra mann- réttindasamninga og fallast á ...að rétt sé að beita reglum al- þjóðasamninganna um vemd mannréttinda sem landsréttur væri, þannig að þjóðréttarreglur hafi forgang ef þeim lýstur sam- an við ósamþýðanlegar reglur landsréttar." *** Upplýsingaskylda stjórnvalda Ein mikilvægasta forsenda fyrir tryggingu á ffamkvæmd mannréttindaákvæða felst i því að almenningur sé vel upplýstur um mannréttindaákvæði og þau réttindi og þær kvaðir sem þeim fylgja. I inngangi Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna er lögð áhersla á þetta og sagt að einstaklingar og yfirvöld eigi jafnan að hafa yfirlýsinguna í huga og kappkosta með ffæðslu og uppeldi að efla virðingu fyrir mannréttindum. Þegar skýrsla ís- lands var lögð fyrir Mannrétt- indanefnd S.Þ. lögðu allir nefhd- armenn áherslu á þetta atriði i umfjöllun sinni um íslensku skýrsluna. Var fúlltrúi stjóm- valda, Baldur Möller ráðuneytis- stjóri, m.a. spurður hvort Mann- réttindasáttmáli S.Þ. hefði verið þýddur á íslensku og honum drcift, hvemig honum hefði verið komið á ffamfæri og í hversu mörgum eintökum. Hvort al- menningur vissi um aðild íslands að sáttmálanum og viðaukum hans og þeim möguleika að kæra meint mannréttindabrot til Mann- réttindanefndarinnar og hvort skýrsla Islands til nefndarinnar yrði birt á íslensku eða því komið á framfæri að hún hefði verið lögð ffam. Svar Baldurs Möllers var á þessa leið samkvæmt fúndargerð: „ Mannréttindasáttmálinn hefur verið gefinn út i Lögbirt- ingablaðinu á íslensku og ensku og þannig tiltækur lögmönnum og öðrum lesendum. Það er hins vegar mjög ólík- legt, að almenningur muni sýna alþjóðlegum réttarstofnunum mikinn áhuga, jafnvel þótt þær fengju umræðu í dagblöðum, sem einnig er mjög ólíklegt að gerist á meðan ekki er um neina árekstra að ræða á þessu sviði. Þannig sé mjög ólíklegt að skýrsla Islands til Mannréttinda- nefndarinnar verði birt opinber- lega, því áhugi almennings á slíkri frœðilegri umræðu sem þar sé að jinna væri raunverulega enginn." Ekki verður séð að íslensk stjómvöld hafi á þessum tíma (október 1982) haft mikla tiltrú á áhuga íslendinga á mannréttinda- málum né nauðsyn þess að halda uppi vakandi umræðu og ffæðslu um þau mál. I erindi sínu á vegum Rauða krossins gerði Ragnar Aðal- steinsson þetta að umtalsefni, og sagði að textar þeirra mannrétt- indasáttmála, sem ísland hefúr gerst aðili að, væm hvergi til að- gengilegir fyrir almenning, og þá væri ekki einu sinni að finna i því lagasafhi sem nú er notað. Ekki væri því tryggt að íslenskir lög- menn hefðu sáttmála þessa við höndina, hvað þá almennir borg- arar. Tók Ragnar síðan dæmi af ffændum okkar í Færeyjum, sem hefðu meira að segja gert sérstakt kver um þessi mál sem notað væri til kennslu í færeyskum grunnskólum. Á ráðstefnunni kom einnig ffam að Rauði krossinn er nú að vinna að útgáfú Genfarsáttmál- anna um vemd fanga og al- mennra borgara á stríðstímum á íslensku, en þeir hafa ekki verið gefnir út áður, þótt íslenska ríkis- stjómin hafi fúllgilt þá árið 1965. Er augljóst að brýn þörf er á því, að samningar þessir verði allir gefhir út í sérstöku aðgengi- legu kveri með inngangi eða við- auka er skýri þýðingu þeirra fyrir almenning og þá möguleika sem í þeim felast fyrir einstaklinga að skjóta meintum mannréttinda- brotum til alþjóðlegra mannrétt- indastofnana. *♦* Læknalög í and- stööu viö mann- réttindasáttmála Sem dæmi um íslensk réttar- ákvæði sem stangast á við alþjóð- legar skuldbindingar Islands í mannréttindamálum má nefna viðbót við læknalög, sem Alþingi samþykkti 1989, löngu eftir að Alþingi hafði staðfest aðild ís- Iands að Mannréttindasáttmála Evrópu. I Ársskýrslu Umboðsmanns Alþingis ffá 1989 er greint ffá þvi 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ - Föstudagur 17. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.