Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 11
Skólinn er ekki hús heldur fólkið sem í Það er hátt til lofts og vítt til veggja í hinum nýju húsakynn- um væntanlegs Listaháskóla Is- lands í Laugarnesi. Þegar inn er komið blasa við stórir og miklir hurðalausir saUr með ómáiuð- um veggjum. I þessum víðu húsakynnum hafa útskriftar- nemar MHÍ sett upp sýningu á lokaverkefnum sínum við skól- ann, og má fuilyrða að sjaldan hafi íslenskir myndlistarmenn komist í önnur eins salarkynni til þess að leika sér. Enda sögðu nemendur að í fyrstu hefði það virst ógnvekjandi að eiga að fylla þetta rými með lifandi iist. Rýmið virtist svo yfir- þyrmandi. En eftir að þau fóru að kynnast því tók það að skreppa saman, svo að á end- anum virtist það ekki mega vera öllu minna ef það ætti að rúma með góðu móti alla þá starfsemi sem þarna er fyrirhuguð. Sýningin er sem vænta mátti fjölbreyti- leg, enda taka þátt í henni 55 nemendur sem eru að brautskrif- ast, auk íjögurra gestanemenda. Frá málaradeild brautskrást nú 13 nemendur, og eru málverk þeirra yfirleitt í stóru formi, þar sem áhrifa gætir bæði frá form- leysumálverki, nýrri geómetríu, eins konar súrrealisma, express- íónisma, nýju raunsæi og póstmó- demískri skreytilist. Ellefú nemendur útskrifast frá íjöltæknideild, og eru þar áber- andi tilraunir með ólík efni í ein- hveiju hugmyndalegu samhengi við umhverfið. Frá textíldeild útskrifast tveir nemendur sem sýna verk er nálg- ast bæði skúlptúr og umhverfis- verk, og sama má segja um graf- íkdeildina: einnig hún sprengir af sér hefðbundnar leiðir grafiklistar og nálgast bæði skúlptúr og mál- verk. Ur skúlptúrdeildinni útskrif- ast 6 nemendur með fjölbreytileg verk þar sem þó er í flestum til- fellum lögð áhersla á að tengja verkin umhverfmu með nýjum hætti, þannig að sjálft form skúlp- túrsins verði ekki aðalatriðið, heldur tengsl þess við umhverfið og áhorfandann. Við notuðum tækifærið og króuðum af nokkra nemendur úr skúlptúrdeild, til þess að fá þá til að segja okkur svolítið um verk sín og þær hugmyndir sem á bak við þau liggja. Þessir nemendur voru Sif Æg- isdóttir, sem sýnir tréskúlptúr unninn úr grófu tré, þar sem tveir flekar úr borðviði skerast í strýtu- laga formi sem virkar eins og það sé að detta, þótt það standi stöð- ugt. í miðju forminu er gagnsæ kúla, hálffull af vatni, sem mynd- ar eins konar stöðugleika í verkið með láréttum vatnsfletinum, um leið og kúlan miðlar birtunni úr umhverfinu inn í verkið og gefur því loftkenndari vigt. Anna Eyjófsdóttir sýnir verk sem hún nefnir Ferð I-III, og er verkið í þrem hlutum. Verkið tengist höfuðskepnunum, jörð, lofti, vatni og eldi og ferðalagi í gegnum þær. Fyrsti hlutinn er þrír bjálkar utandyra sem þar standa hálfbrunnir og eru brenndir að hluta á meðan á sýningunni stendur og verða orðnir að ösku áður en yfir lýkur. Annar hlutinn er gríðarmikill flugdreki með mislitum seglum, sem bundinn er upp í lofti salartns. Þriðji hlutinn er tvær ísaxir sem festar eru á strengi í loftinu. Verk þetta virðist torrætt í fyrstu, en af orðum lista- konunnar mátti ráða að verkið ætti sér tímalega vídd, sem ekki liggur í augum uppi, þar sem ein- stakir hlutar þess eiga eftir að gegna sínu hlutverki og eiga sín ferðalok í framtíðinni. Helgi Eyjólfsson sýnir óhefl- uð tréborð og battinga sem settir hafa verið í bönd, eða öllu heldur vírstrengi, sem sveigja viðinn og setja hann í spennuþrungið sam- band við umhverfið. Sagðist Helgi hafa unnið verkið á staðn- um og fyrir þetta umhverfi, þar sem möguleikar þess væru nýttir til þess að skapa spennu á milli rýmisins og þess náttúrulega efn- is sem viðurinn væri. I verkinu má sjá vissa hliðstæðu við þá við- leitni mannsins að beisla náttúr- una í kringum sig. Guðrún Hjartardóttir notar einnig óheflaðan við í verk sitt, sem er eins konar umhverfisverk fyrir skilningarvitin: þefskyn, heym, snertiskyn, sjón og þreifi- skyn. Hefur hún byggt upp eins konar hrauka úr óhefluðum römmum með gati efst sem miðl- ar skynfærunum ólíku áreiti, en áreitin eru öll fengin frá mjúku, svolítið slepjulegu, sætu og ilm- andi og litriku ávaxtahlaupi. Verkið er til þess fallið að vekja til umhugsunar um það, hvaða áreiti það eru sem skipta máli fyr- ir okkur þegar við njótum listar og í hverju sú athöfn er fólgin að upplifa listaverk. Þuríður Helga Jónasdóttir sýnir tvo gríðarstóra jám- grindaboga undan gömlu braggalaga skemmulofti, sem hún setur á hvolf og tengir saman þannig að þeir skerast um miðju í X. Bogamir em a.m.k. 10 m að lengd hvor um sig, falleg smíð i sjálfri sér, en auk þess að tengja þá saman í X þann- ig að þeir standa hefur Þuríður dregið línur á nærliggjandi glugga og veggi, sem tengja bog- ana betur við umhvcrfið og setja þá í samhengi við rými salarins. Þuríður sagðist hafa frá upp- hafi viljað gera verk sem fjallaði um jafnvægi og hreyfingu, og þegar hún fann boga þessa sá hún að þeir gátu einmitt þjónað mark- miði hennar. Eins og sjá má af þessari fá- tæklegu lýsingu eiga skúlptúr- verk þessi það sameiginlegt að vera eitthvað annað og meira en hreint og einangrað form. Þau vísa út fyrir sig sjálf til umhverf- isins og áhorfandans. Það kom einnig fram i spjalli við nemend- uma að þeim fannst sú ofur- áhersla sem áður hefði verið lögð á gildi formsins sem slíks ekki vera fullnægjandi lengur: það þyrfti að hafa hlutverk og merk- ingu er tengdist umhverfinu. Einnig bentu þau á þá tilhneig- ingu sem er áberandi á þessari sýningu, að einstakar greinar myndlistar sækja yfir á svið hinna, og það væri reyndar áber- andi að æ fleiri greinar seildust inn á svið skúlptúrsins, hvort sem um væri að ræða textíl, málverk eða grafík. Það var ekki annað á þessum nemendum að heyra en að þau bæru skóla sinum gott vitni: þau hefðu haft góðan umsjónarkenn- ara sem hefði séð þeim fyrir frjó- um og hugmyndaríkum gestak- ennurum sem hefðu gert skólann bæði lifandi, gagnlegan og áhugaverðan. Að vísu væri að- staðan vægast sagt bágborin í gamla skólahúsnæðinu, en þau vandræði yrðu líka til þess að menn kæmust fyrr upp á lagið með að bjarga sér sjálfir. „Skóli er ekki hús,“ sagði Helgi Eyjólfsson, „heldur fyrst og fremst það fólk sem þar starfar, kennarar og nemendur." Þau sögðust kveðja skólann með blendnum tilfinningum af söknuði og fögnuði yfir loknum áfanga, en öll sögðust þau stefna á framhaldsnám erlendis, og voru Þýskaland, Danmörk, Holland og Italía nefnd í því samhengi. - Og atviimumöguleikar að námi loknu? - Þeir eru nánast engir. Það er á vissan hátt kvíðvænlegt að koma út úr vemduðu umhverfi og félagsskap skólans og þurfa að standa á eigin fótum. Þótt mönn- um sé almennt farið að skiljast að skúlptúr er annað en bronsmyndir af föllnum hetjum úr þjóðíifinu sem eigi að prýða torgin, þá virð- ast arkitektar, skipulagsfræðingar og stjómvöld ekki hafa lært að nýta sér þá þekkingu sem við öfi- um okkur í þessum skóla. Þar vantar viðhorfsbreytingu og skilning á því hvemig skúlplúrinn getur gefið umhverfinu merkingu og nýja vídd fyrir manninn og auðgað mannlífið. — Og nýi Listaháskólinn i þessum nýju húsakynnum? Verð- ur hann myndlistinni ekki lyfti- stöng? Þau virtust sammála um að þær aðstæður sem hér væri hægt að skapa myndu gjörbylta að- stæðum hjá MHÍ, en hins vegar vom sum með efasemdir um sam- búðina við leikaranema, dansara og tónlistarfólk. Það gæti mynd- ast spenna og samkeppni á milli þessara hópa. Það var greinilegt að eftir 4 ára dvöl í völundarhúsi MHI áttu þau erfitt með að sjá fyrir sér hinn nýja og sameinaða Listaháskóla Islands í þessum glæsilegu húsakynnum. Því skól- inn snýst þegar allt kemur til alls ekki um hús, heldur fólk. -ólg. Guðrún Hjartardóttir við myndverk fyrir fimm skilningarvit. Sif Ægisdóttir við verk sitt, sem hún kallar Ævintýri. Rætt við nokkra nemendur MHÍ í tilefni skólasýningar í nýjum húsakynnum Listaháskóla íslands Föstudagur 17. maí1991 NÝTT HELGARBLAÐ — S|ÐAH iUBtíbutsö‘1 HW?LJIVQ3L<! — A9J8.0J“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.