Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 6
Innri markaðurinn - vatn á myllu Mafíunnar? Fjórir þingmenn frá þýska fylkinu Nordrhein-Vestfalen eru komnir til Italíu, þeirra erinda að ræða við þarlenda embættismenn og lögregluforingja um hvað sé til ráða í baráttunni gegn glæpasam- tökum. Þjóðverjamir fjórir flugu í fyrradag til Palermo á Sikiley, sem lengi hefur verið kölluð höf- uðborg mafíunnar þar á eyju. Víða í Evrópu gætir nú ótta við að ítölsku mafíumar muni, er innri markaður Evrópubandalagsins svokallaður verður kominn á legg, eiga hægar með en áður að útbreiða starfsemi sína til annarra landa bandalagsins. Þýsk stjóm- völd hafa öðmm fremur látið í ljós áhyggjur af þessu. Gert er ráð fyrir að innri markaðurinn verði kominn á 1993. Kínversk- sovéskur landamæra- samningur Utanríkisráðherrar Kína og Sovétríkjanna undirrituðu í gær í Moskvu samning um landamæri þeirra þar sem Mansjúría og Austur-Síbería mætast. Verða landamærin að mestu óbreytt, en dregin eitthvað nákvæmlegar. Þetta er einskonar bráðabirgðasátt um landamærin milli stórvelda þessara, því að ekki er allur ágreiningur um þau hér með úr sögunni. 1969 kom til harðra bar- daga milli sovéskra og kínversla-a hermanna við fljótin Amúr og Us- súri, þar sem þau renna á þeim landamæmm sem nú hefur verið samið um. 71 sovéskur hermaður féll í þeim bardögum, að sögn sovéskra stjómvalda. Við þau átök náði ljandskapurinn með Sovétmönnum og KJnverjum há- marki. KEW HOBBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, veröndina o.fl. Úrval aukahluta! Hreinlega allt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Rettarhálsi 2 - 110 R vík - Símar 31956-685554 Um Júgóslavíu í stuttu máli Dökku svæðin eru héruð í Króatíu byggð Serbum. Júgóslavía er sambandsríki sex lýðvelda og tveggja sjálf- stjórnarsvæða, sem heyra raun- ar undir eitt lýðveldanna, Serb- íu, og hafa nú litla sjálfstjórn í raun. Ibúar Júgóslavíu eru nú um 23,5 miljónir. Auk annars sem stuðlar að sundmng em lífskjör og ástand í efhahags- og atvinnumálum, sem er mjög mismunandi eftir lýðveld- um og sjálfstjómarsvæðum. At- vinnulífið er mest þróað og lífskjör best í Slóveníu og Króatíu, en fá- tækastir og minnst þróaðir em menn í Svartfjallalandi, Kosovo og Makedóníu. SLÓVENÍA. Um 90 af hundr- aði íbúa þar em Slóvenar, sem em kaþólskir og menningarlega ná- tengdir Austurríkismönnum og vom stjómarfarslega sameinaðir þeim eða undir þá gefnir frá ní- undu öld til þess er Júgóslavía var stofnuð. Margra mál er að ef Sló- venía segði sig úr Júgóslavíu yrði hún efnahagslega háð Austurríki. KRÓATÍA. Um 74 af hundraði íbúa em Króatar, sem em kaþólsk- ir og vom frá 12. öld til þess er Júgóslavía var stofnuð meira eða minna háðir Ungverjum og Aust- urríkismönnum, sem þeir urðu fyr- ir miklum menningaráhrifúm frá, sem og ítölum (vegna ítaka Feney- inga austan Adríahafs). Um 11,5 af hundraði landsmanna em Serbar, sem búa þar flestir á vissum svæð- um. SERBÍA. 87 af hundraði íbúa þar em Serbar, sem em rétttrúnað- arkristnir (orthodox). Em Serbar þannig í menningarlegum og trúar- legum efnum tengdari Grikkjum, Búlgömm, Rúmenum og Rússum en löndum sínum Króötum og Sló- venum. Mikil áhrif á þjóðina hafði einnig að frá því á 15. öld ffarn á þá 19. var hún undir yfirráðum Tyrkjaveldis Ósmansættar. VOJVÓDÍNA. Serbar em þar um 55 af hundraði íbúa, en af öðr- um íbúum svæðisins em Ungveijar fjölmennastir, rúmlega 19 af hundraði. Svæðið var frá fomu fari hluti Ungveijalands uns það var sameinað Júgóslavíu er hún var stofnuð. KOSOVO. Albanir, sem em íslamskir að trú og ekki slavneskir eins og Serbar, Svartfellingar, Kró- atar, Slóvenar og Makedónar, em þar um 90 af hundraði íbúa. Ef til ffekari upplausnar og borgarastyij- aldar kæmi í Júgóslavíu myndi Al- banía að líkindum reyna að inn- lima svæðið. BOSNÍ A-HERZEGÓVÍNA. Þar er ekkert eitt þjóðemi langíjöl- mennast, eins og í hinum lýðveld- unum. Slavneskumælandi múslím- ar, sem teljast sérstök þjóð, em um 39 af hundraði íbúa, Serbar um 32 af hundraði og Króatar um 29 af hundraði. (Allir tala þeir sama málið, serbókróatísku sem er sam- eiginlegt mál Serba og Króata.) Ólíklegt er að það lýðveldi héldist lengi sameinað, ef Króatar og Serbar kæmu sér upp eigin ríkjum. SVARTFJALLALAND. Um 67 af hundraði landsmanna em Svartfellingar, sem munu raunar flestir telja sig til Serba. Þeir hafa orð á sér sem miklir bardagamenn og em stoltir af því, að þeir vom skemur undir tyrkneskum yfírráð- um en sumir granna þeirra. Landið var sjálfstætt ríki (fýrst undir stjóm biskupa, síðan jarla (hospodara) og loks konunga) samfleytt ffá því um 1700 til loka heimsstyijaldarinnar fyrri erþað varsameinað Júgóslav- iu. Svartfellingar era rétttrúnaðar- kristnir. MAKEDÓNÍA. 68 af hundraði landsmanna em Makedónar og um 20 af hundraði Albanir. Makedón- ar em rétttrúnaðarkristnir og slav- nesk tunga þeirra skyldari búl- görsku en serbókróatísku, enda vom þeir fyrr á tíð taldir með Búl- görum. Landssvæði þetta var undir yfnráðum Tyrkja ffá því á síðari hluta 14. aldar til Balkanstríðanna 1912-13, er það var lagt undir kon- ungsríkið Serbíu. Nu fæðast æ færri börn í heiminum Og samt, og samt er fólksfjölgunarsprengingin enn á fullu... I*" fyrsta sinn í sögunni er að því komið að það dregur úr barnsfæðingum í heiminum. Jafnvel í löndum Suður-Asíu og Afríku þar sem hefð er fyrir barnmörgum fjölskyldum eiga konur nú færri börn en um og upp úr 1960. Ástæðan er fyrst og fremst sú að notkun getnað- arvarna er mun útbreiddari en þá. Þessar upplýsingar koma ffam í ársskýrslu þeirrar stofnunar Sam- einuðu þjóðanna sem fjallar um fólksfjöldamál (UNFPA) sem ný- lega var kynnt í Genf. Samkvæmt skýrslu UNFPA dregur nú jafnt og þétt úr bams- fæðingum í Suður-Ásíu. Gera má ráð fyrir að í meðalfjölskyldu þar verði fjögur böm á scinni hluta þcssa síðasta áratugs aldarinnar. En síðar muni fjölskyldur enn minnka og 2,2 börn vera í hverri fjölskyldu á ámnum 2020-2050. 1 Afríku fæðast enn mörg böm í fjölskyldu hverri, cn samt dregur úr frjósemi í Norður-Afríku, Kenya, á Mauritius, í Senegal og Zimbabwe. Það fæðast færri böm afþeirri einföldu ástæðu að tekist hefur að fá mun flciri til að nota getnaðar- vamir en áður. Um 1960 notaði aðeins tíundi hluti gifts fólks í þró- unarlöndum einhverskonar getn- aðarvamir, en nú er fjöldi þeirra í sömu löndum kominn upp fyrir helming. I Austur-Asíu, þar sem bamsfæðingum hefur fækkað um helming á síðasta aldarfjórðungi hefur notkun getnaðarvama aukist úr 17% í 71% segir í skýrslu UNFPA. Hér mun muna mestu um það átak sem gert hefur verið til að hafa hemil á fólksfjölgun í Kína. I þessari þróum kemur og við sögu breyttur hugsunarháttur. Ný kynslóð ungra kvenna í þróunar- löndunum mun eignast færri böm en fyrri kynslóðir, m.a. vegna þess að þær gera sér grein fyrir því að það er betra að eiga minni en heil- brigðari fjölskyldu. I Kenya er til dæmis svo komið að helmingur giftra kvenna vill ekki eiga fleiri böm en þær nú eiga, og 26% vilja bíða að minnsta kosti í tvö ár þangað lil þær cignast næsta bam. En þó að menn nú í fyrsta skipti sjái fram á það að úr bams- fæðingum dragi, þá fæðast samt fleiri böm í heiminum en menn höfðu búist við. Fólksfjölgunar- sprengingin er enn á fullu ef svo mætti segja. íbúar heims em í dag 5,4 miijarðar. Árið 2025 verða þeir orðnir 8,5 miljarðar með þeim framreikningi sem nú er gerður. Það er 38 miljónum meira en menn héldu fyrir svosem tveim ár- um. Þessi ljölgun þýðir að fólks- íjöldinn í heiminum muni fara yfir tíu miljarða þegar árið 2050, og ætti að aukast enn í hundrað ár þar til mannkynið stöðvaðist á 11,6 miljörðum, segir í margnefndri skýrslu. Þessar spár em mest tengdar því hve mikil fólksfjölg- unin er enn í mörgum þróunar- löndum (búist er við því t.d að íbú- um fjölgi um hclming í Nígeríu á næstu tuttugu ámm). En þessir langtímaspádómar em að sönnu marklitlir ef menn hafa það í huga að í þeim felst ekk- ert um jarðarbúskapinn, um þá umgengni manna við náttúmauð- lindir og hráefni og orku sem gæti staðið undir slíkum vexti - eða öllu heldur stöðvað hann með hörm- ungum. Né heldur verður ráð gert fyrir mögulegum stórslysum á heilsufari mannfólksins (t.d. tengdum því að ónæmiskerftð brestur undan miklu fargi). í ríkustu löndum heims er fólksfjölgunin í þann veginn að hverfa. Hún er undir 1% á ári í Norður-Ameríku og Evrópu. í Svíþjóð er fólksfjölgunin aðeins 0,2%. í nokkmm Evrópulöndum fæðast færri en þar deyja á ári hveiju. Síðan 1965 hefur bömum á konu hverja fækkað úr 2,1 í 1,7: án innflutnings mundi íbúum Evr- ópu líklega alls ekki fjölga neitt það sem eftir lifir aldar. En inn- flutningur á sér stað vitanlega og gerir sig líklegan til að verða eitt mesta pólitískt ágreiningsefhi í álfunni á næstu ámm. áb tók saman. Gorbatsjov bannar verkföll Gorbatsjov Sovétríkjaforseti birti í gær tilskipun er bannar verkföll í orkugeiranum, efna- og málmiðnaði. Búist haföi verið við slíku banni eftir verkfall kolanámumanna sem lauk fyrr í mánuðinum og lék efnahag Sov- étríkjanna hart. Fyrirtækin í þessum framleiðslugreinum fá á móti aukinn ráðstöfunarrétt yfir hagnaði sínum. Gyðinga- hatur í Rúmeníu Moses Rosen, yfirrabbíni rúmenskra gyðinga, sagðist í gær sjá merki þess að fasistar væm að eflast að fylgi og áhrifum þar í landi. Sagði rabbíninn þetta á fundi með fréttamönnum, sem hann kvaddi saman eftir að hægriöfgasinnað blað, Europa, haföi birt grein þar sem því var haldið fram að í ríkisstjóm og á þingi „yrði ekki þverfótað fyrir gyðingum sem ætluðu sér að gera Rúmeníu að nýlendu ísra- els.“ Greinina skrifaði Radu Nic- olae, fyrrum sjóliðsforingi, sem hélt því fram í fyrra að hann heföi verið aðalmaðurinn í sam- særi um að steypa Ceausescu einræðisherra af stóli. Um 800.000 gyðingar bjuggu í Rúmeníu fyrir heims- styijöldina síðari. Flestir þeirra vom myrtir af nasistum, með dijúgri hjálp Rúmena sjálfra, og þeir sem eftir liföu fluttust til Israels o.fl. landa. Nú em gyð- ingar aðeins 0,08 af hundraði íbúa Rúmeníu. Síðan Rúmenar losnuðu við Ceausescu hafa þeir farið að kenna Ungveijum, sem em fjöl- mennir í Transsylvaníu, og gýð- ingum um að hafa leitt yfir þá al- ræðisvald kommúnista. 6.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.