Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 16
11 ¥7' I A rl-tLJLfjA NNINGIN Úr dagskrá Kirkjulista- hátíðar ‘91 Laugardagur 18. maí kl. 14:00 - Hallgrímskirkja: Setning Kirkjulistahátíðar ‘91. Mótettukór Hallgrimskirkju, Dómkórinn, Kór Langholtskirkju og Camerata Vocale frá Freiburg syngja. Frumflutt verður hátíðar- ljóð eftir Matthías Johannessen. Kl. 17:00 - Laugameskirkja: Mozarttónleikar. Flutt verða verk- in Vesperae Solennes de Confes- sore, KV 339, og Te Deum, KV 141. Flytjendur: Sigriður Gröndal sópran, Dúfa Einarsdóttir alt, Þor- geir Andrésson tenór og Halldór Vilhelmsson bassi, kammersveit og kór Laugameskirkju. Konsert- meistari: Hlíf Siguijónsdóttir. Stjómandi: Ronald Tumer. Sunnnudagur 19. maí Kl. 11:00 - LanghoJtskirkja: Hátíðarguðsþjónusta. Flutt verður Messa í D-moll, KV 65, eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir sópran, Björk Jónsdóttir alt, Bjöm Jónsson tenór og Ragnar Davíðs- son bassi, hljóðfæra- leikarar og Kór Langholtskirkju. Stjómandi: Jón Stefánsson. Kl. 11:00 - Neskirkja: Hátið- arguðsþjónusta. Flutt verður Messa i G-dúr, KV 49, eftir Moz- art. Flytjendur: Ingveldur Ólafs- dóttir sópran, Stefanía Valgeirs- dóttir alt, Einar Öm Einarsson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Stjómandi: Guðni Þ. Guð- mundsson. Mánudagur 20. maí. Verkið endurflutt við hátíðar- guðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 11:00. Hvers virði er lífið? Viðtal við Hjalta Hugason, formann framkvæmdastjómar kirkjulistahátíðar í kynningarbréfi sem Hjalti hefur skrifað vegna kirkjuUstahá- tíðar er vikið að þeirri spurningu hvort ástæða sé til þess að halda þessa hátíð. Spurningunni er svar- að á þann hátt að kirkjan þarfnist Iistahátíðar til þess að verða þrótt- rneiri kirkja. Þjóðviljinn spurði Hjalta að því hvort ekki mætti snúa þessu við. Þarfnast listamenn kirkjunnar? Mér sýnist þróunin stefna í þá átt, sagði Hjalti, að ýmsir listamenn, ekki síst rithöfundar, séu að hverfa að spumingum sem eru trúarlegar eða kirkjulegar út frá mínu sjónar- homi séð. Það er spurt um tilveru okkar. Hvers virði er hún? Þetta er meðal annars mjög greinilegt í sænskum bókmenntum. Það er jafn- vel verið að glíma við lífsgátuna í fullri alvöm þó að hún sé ef til vill ekki meðhöndluð á sama hátt og venja er til innan kirkjunnar. 1 Sví- þjóð sýnist mér báðir þessir aðilar vera að uppgötva að þeir eigi sam- leið. Ég hefði gjaman viljað sjá svip- aða þróun hér á íslandi. Vonandi get- ur kirkjulistahátíð stuðlað að því. Því hefúr stundum verið haldið ffam að listamenn séu eiginlega í samkeppni við kirkju og trú. Það er jafnvel sagt að á þessari öld hafl list- in tekið við af trúnni hvað varðar skilgreiningar á því óhugnanlega og því yndislega. Hvað segirþú um það? Mér finnst þvert á móti að báðir þessir aðilar séu að glíma við að sýna fólki tilveruna út frá öðru sjónar- homi. Ef maður nálgast málið með opnum huga þá getur ekki verið um samkeppni að ræða. Þá fagnar maður öðmm sem eru að glíma við það sama. Þú segist vona að kirkjulista- hátíð geti skapað samband milli listamanna og kirkju. Eg veit ekki betur en kirkjan tengist listasögunni alltfrá upphafi. Hefur kirkjan glatað þessum tengslum? Ég held að ef við skoðum þetta út frá núinu þá hafi orðið viss að- skilnaður á milli kirkju og lista á ákveðnu tímaskeiði. í Vestur-Evrópu held ég að þessi mál hafi þróast í að- skilnaðarátt frá miðri 16. öld eða þar um bil og fram á fyrstu áratugi þess- arar aldar. A þessu umrædda tímabili held ég að bilið milli lista og kirkju hafi orðið einna breiðast. Þetta má að hluta skýra sögulega. Við þekkjum að sjálfsögðu afstöðu siðbreytingar- manna til lista. Þar má nefna lúterska rétttrúnaðinn og einnig Kalvínistana, ef litið er út fyrir landsteinana. Það var lagt mikið upp úr einfaldleika kirkjuhússins, myndskreytingar máttu ekki koma fyrir, og þó að lút- herska kirkjan hafi aldrei gengið eins langt þá átti þessi þróun sér stað þar líka. Éftir siðbreytingu voru tengslin milli kirkju og listar ekki eins lífræn og þau höfðu áður verið. Ég held jafnvel að óhætt sé að tala um hningnun og stöðnun á ákveðnum sviðum lista. Það eru frekast tónlist- in og orðlistin sem hafa blómstrað innan lúthersku kirkjunnar. Myndlist hvarf hins vegar að hluta til og segja má að leiklistin hafi horíið úr litúrgí- unni vegna þess að helgisiðimir ein- földuðust til mikilla muna. Þegar kemur fram á Upplýsingatímabilið þá má segja að bilið milli margra list- greina og kirkju verði að gjá. Fagur- fræði upplýsingarmanna var afar einföld í sniðum, að ekki sé meira sagt. Fyrir siðbreytingu voru þessi tengsl miklu nánari og mér finnst að við séum á leið inn í tímabil þar sem leiðir kirkju og listar liggja saman á ný. Geta listamenn starfað af sjálf- stœði i tengslum við kirkju? Sjálfstæði hjá Iistamönnum get- ur valdið og hefur valdið vissri hneykslun í kirkjunni. Hins vegar held ég að kirkjan þurfi á ögrun að halda. Eins og allar aðrar stofnanir þá hættir henni kannski til að falla inn í ákveðna staðalmynd af sjálfri sér og boðskap sínum. Ný túlkun gæti hjálpað til að uppgötva víddir sem hún hefúr vanrækt í sinni eigin arfleifð. Hafa kirkjunnar menn þá gott af að hneykslast? Ég held það í raun og veru. Það má benda á það að ýmsir einstakling- ar innan kirkjunnar hafa náttúrlega valdið hneykslun. Lúther er kannski nærtækasta dæmið. Hann olli gríðar- legri hneykslun á sínum tíma. Ný túlkun hefur tilhneigingu til að gera það. Sama er að segja um Pál post- ula. Hann olli hneykslun innan kirkj- unnar á sínum tíma. Hann tók nýtt skref. Það má segja að hann opni kirkjuna fyrir heiðingjunum, það er að segja þeim sem ekki voru gyðing- ar. Fram að þeim tíma haföi verið lit- ið svo á að menn ættu að gerast gyð- ingar fyrst og ganga svo til liðs við kirkjuna. Hann gerir kirkjuna hins vegar að heimstrúarbrögðum með því að snúa sér beint til erlendra þjóða, þeirra sem ekki voru gyðing- ar. Þetta olli miklum deilum sem voru við það að kljúfa kirkjuna. Það er eins innan kirkjunnar og annars staðar. Það verður að takast á um hugmyndir. Sannleikuriim er fjöl- þættur og við getum nálgast hann frá ýmsum hliðum. Eg sé það I dagskrá kirkjulista- hátíðar að þú œtlar einmitt að spjalla um Pál postula 24.maí. Hver var Páll postuli? í sambandi við tónleikana sem haldnir verða þennan sama dag Iang- aði mig til þess að grípa svolítið á þessari persónu sem Mendelssohn semur þessa óratóríu út ffá. Það sem ég geri verður að líkindum að velta fynr mér ýmsum hliðum þessa máls. Ég reyni að setja verkið í sögulegt samhengi og spyija hver sé boðskap- ur þessarar óratoríu. Mig langar líka til þess að glíma við Pál sjálfan. Hver var þessi Páll? Hann rúmar griðar- legar andstæður, hann tilheyrði tíma- bili Krists, en hann er til umræðu enn í dag. Hann var viðstaddur grýtingu fyrsta píslarvottarins, hann skrifar bréf þar sem óðurinn um kærleikann kemur inn í myndina. Hann ofsótti kristna ffumsöfnuðinn, en er ofsóttur sjálfúr f lokin lyrir sömu trú. Síðan má geta þess að þetta er önnur stóra óratórian sem er flutt á listahátíð. Á síðustu listahátíð var flutt óratórían Elía. Mig langar líka til að glíma við spuminguna um það hvort eitthvað sé sameiginlegt með Elía, þessum spámanni 9. aldar fyrir Krist, og Páli postula. Af hverju velur Mendelsso- hn sér þessa tvo? Kannski er það vegna þess að þetta eru persónur sem glíma við guðdóminn. Hver mótar stefnu þessarar listahátiðar? Hver velur það efni sem er á boðstólum? Framkvæmdastjóm sér að mestu leyti um að móta stefnuna. Dagskrá- in mótast líka að nokkru leyti af þeirri áherslu sem er í kirkjustarfi hér á landi. Uppisstaða dagskrárinnar er tónlist. Það er engin tilviljun, heldur markast það af því að tónlistarhefðin er mjög rik innan kirkjunnar. Hins vegar viljum við breikka þetta svið og koma inn með fleiri listgreinar. Það er grundvallarhugsunin bak við sýninguna: Form og frumvinnu, þar sem brugðið er upp sýnishomum af arkitektúr og myndlist í kirkjum. Brennipunkturinn í þeirri sýningu má segja að sé sá að hún á að sýna okkur hvemig þessar tvær listgreinar vinna saman að mótun kirkjuhúss. Þetta er ekki yfirlitssýning, heldur lítil sýning sem bregður upp svip- myndum, gefúr hugmyndir. Það verður fjallað um bókmenntir á há- tíðinni. Það fer fram leiklestur á tveim bókmennta-verkum og flutt verður Ijóðadagskrá sem ber nafnið: Undir sumarsól. Það er gert til þess að minna á að við innan kirkjunnar þurfúm að leggja meiri rækt við þessar síðasttöldu listgreinar en við höfum áður gert. í þessari ljóðadag- skrá er hins vegar ekkert ff ekar verið að flytja trúarljóð. Þetta em ljóð sem fara inn á sömu svið eða sömu víddir og kirkjan. Ljóð sem spyija: Hvers virði er lífið? -kj 16- SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 17. MAl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.