Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Blaðsíða 19
Margeir sigraði á karabísku eyjunni St. Martin Margeir Pétursson hlaut 71/2 vinning úr 9 skákum. Eyjar Karabíska hafsins hafa ekki þótt verulega líklegir staðir fyrir skákmót. Því virðist nefni- lega vera svo farið að eftir því sem sunnar dregur á jarðarkringl- unni er eins og andlegt atgervi manna slævist og ærið verkefni flestum að bæta sér upp endalaust vökvatapið þar sem þeir liggja dæsandi með blómakrans um hálsinn og banda ffá sér aðvífandi skorkvikindum; stúlkur í strápils- um kannski ekki langt undan. Skák í þungavigt hóf landnám á eyjunni Curacao fyrir tæpum þrjátíu árum er þar var haldið frægt áskorendamót. Þegar langt var liðið á mótið hafði loftslagið leikið Mikhael Tal svo grátt, að hann var fluttur á spítala og varð að hætta þátttöku. Sagt er að eini maðurinn sem heimsótti hann hafi verið Bobby Fischer og hafði þó allt á homum sér vegna meints samtryggingarkerfis Sovétmanna með Tigran Petrosjan, síðar sigur- vegara, í broddi fylkingar. Á eyj- unni Saint Martin, sem liggur eigi langt undan ströndum Puerto Rico, hafa ferðamálafrömuðir staðið fyrir sterkum opnum mót- um undanfarin ár og þangað stefhdi Margeir Pétursson skón- um á dögunum enda ekki sporlat- ur maður þegar skákmót em ann- ars vegar. Þetta var hans fimmta á þessu ári og jafnffamt hið árang- ursríkasta og hefur ffammistaða hans þó verið með ágætum. Hann kom beint ffá opna mótinu í Torcy í Frakklandi þar sem hann hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum. Þátttakendur í Saint Martin vom að stærstum hluta eyja- skeggjar og grannar þeirra, stór hópur bandarískra stórmeistara, allmargir Frakkar og síðan nokkr- ir skákmenn héðan og hvaðan. Sovéskir stórmeistarar létu ekki sjá sig, Aeroflot-flugfélagið er ekki með áætlun á þessar slóðir. Verðlaun vom betri en t.d. á Opna New York-mótinu á dögunum en herkostnaður meiri. Fyrstu verð- laun vom átta þús. bandaríkjadal- ir og þau hreppti Margeir óskipt. Hann hóf mótið strax af miklum krafti, vann tiltölulega viðráðan- lega andstæðinga í þrem fyrstu umferðunum, gerði jafntefii í 4. umferð við Kamran Shirazi og svo hófst alvaran; í næstu þrem umferðum tókst honum að vinna þrjá af öflugustu skákmönnum mótsins, Bandaríkjamennina Dmitry Gurevitsj, Alexander Iv- anov og Frakkann Oliver Renet. Þá var hann kominn með vinn- ingsforskot á næstu menn. I 8. umferð gerði hann jafntefli við Walter Browne í mikilli baráttu- skák og í þeirri síðustu við Ro- man Dzindzihasvili. Öliver Renet gat náð Margeiri með sigri í lokin en glutraði vinningsstöðu niður í tap i skák sinni við Alexander Iv- anov. Lokastaðan varð þessi: 1. Margeir Pétursson 71/2 v. (af 9) 2.-6. Dzindzihasvili, Kudr- in, A. Ivanov, D. Gurevitsj (allir frá Bandaríkjunum) og Raossis Eistlandi 7 v. 7.-12. Renet (Frakkl.), Moskalenko (Sov- étr.), Federowicz (Bandar.), O. Castro (Kolumbíu), Todorcevic (Júsgóslavíu) og Kraut (Þýskalandi) 61/2 v. Tafl- mennska Margeirs var heilsteypt og hann lenti aldrei í taphættu. Lítum á sigur hans yfir Alexander lvanov: 6. umferð: Alexander Ivanov - Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. RD Bg4 (Þessu tiltölulega sjaldséða afbrigði hafa niargir íslenskir skákmeistarar beitt á liðnum árum með góðum árangri.) 6. Be2 e6 7. h3 Bh5 8. 0-0 Rc6 9. Be3 cxd4 10. cxd4 (10. Rxd4 er öruggara þótt sá leikur valdi svörtum engum sér- stökum erfiðleikum.) 10... Be7 11. Rc3 Dd6 12. Rb5 Dd8 13. Re5 Bxe2 14. Dxe2 Rb4! 15. d5 (Það er ekki að sjá að hvítur hafi neinar bætur fyrir staka peðið á d4. Þessi leikur leysir úr þeim vanda en skapar annan sem varð- ar lélega staðsetningu léttu mann- anna. Óhætt er að fullyrða að svartur standi þegar talsvert betur að vígi.) 15.. . Rfxd5 16. Bxa7 0-0 17. Hfdl Da5 18. a3 Rc6 19. Bd4 Rf4 20. Dfl Rxd4 21. Hxd4 Bf6 22. Hxf4 Bxe5 23. Hb4 Had8! (Hér opinberast erfiðleikar Iv- anov, honum reynist mjög erfitt að halda völdum á d-línunni.) 24. Hdl g6 25. g3 Da6 26. De2(?) (Það er eins og hvítur átti sig ekki á því að hann verður að tefla uppá jafntefli í þessari stöðu. 26. Rc3 þjónaði því markmiði einna best.) 26.. . Dc6! 27. Kh2 (Vitaskuld ekki 27. Hxd8 Hxd8 28. Dxe5 Hdl+ og mátar.) 27.. . Hxdl+ 28. Dxdl Bf6 29. De2 Hd8 30. Ra7 Dcl 31. DD Dfl! (Ivanov var í miklu tímahraki og þessi leikur setur hann í mik- inn vanda því 32. Dxf6 strandar á 32. .. Hdl og mátar. Best er að leika 32. Dg2 en Ivanov hefúr aðrar meiningar.) 32. Hf4? Be5! 33. Hxf7 (Ekki var um annað að ræða því eflir 33. He4 Hd2 er hvíta staðan vonlaus.) 33... Bxg3+! (Ótuktarlegur leikur svo ekki sé meira sagt, 34. Kxg3 strandar á 34. .. Dgl+ 35. Kh4 Hd4+ 36. Hf4 g5+ og vinnur.) 34. Dxg3 Kxf7 35. Dh4 Dd3 36. Dxh7+ Kf6 37. Dxb7 De2 38. Kg2 Hd5 - og Ivanov gafst upp. SKAK % Helgi Ólafsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Keflavik og Njarðvikum Opið hús Opiö hús i Ásbergi á laugardögum kl. 14. Félagarog stuöningsmenn velkomnir í kaffi og rabb. Stiórnin___________________________________ Alþýðubandalagið i Reykjavik Kosningahappdrætti Dregið hefur veriö i kosningahappdrætti G-listans f Reykjavík. Vinningsnúmerin voru innsigluð og veröa birt fijótlega eftir mán- aðamót. Félagar og stuöningsmenn eru hvattir til að gera skil sem fyrst. Kosningastjórn G-listans í Reykjavík AB Vesturlandi Kosningahátíð Kosningahátíð verður haldin í Rein á Akranesi laugardaginn 25. mai. Nánar auglýst síðar. Nefndin AB Norðurlandi eystra Kosningahappdrætti Dregiö var í kosningahappdrætti ABNE 1. maf og númerin inn- sigluð. Vinningsnúmer verða birt í Þjóðviljanum um leið og full skil hafa átt sér stað. Kosningastjórnin Alþýðubandalagið i Reykjavik Aðalfundur Aöalfundur ABR verður haldinn miðvikudaginn 22. maf 1991, kl. 20.30, að Hverfisgötu 105, 4. hæð. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn ABR AB Reykjanesi Drætti frestað Drætti í kosningahappdrætti G- listans á Reykjanesi erfrest- að til 20. maf nk. Umboðsmenn miða em beðnir að gera skil eigi sfðar en 19. maf til Birnu Bjarnadóttur, sfmi 40580. Vinningsnúmer verða auglýst 22. maí. Kosningastjómin Föstudagur 17. maí 1991 - NÝTT HELGARBLAÐ SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.