Þjóðviljinn - 15.06.1991, Side 1
111.tölublað Laugardagur 15. júní 1991 56. árgangur
17. júní, jjjóðhátíðardagur (slendinga, er á mánudag. Vonandi viðrar jafn vel á landsmenn þá og í aær þegar Þorfinnur tók þessa
mynd af krökkunum, sem þá þegar voru komnir í þjoðhátíðarskap. Þjoðviljinn sendir landsmönnum pjóðháfiðarkveðjur.
Sjúklingaskatturinn
fjórfaldar lyfjakostnað
Arlegur lyfjakostnaður ellilífeyrisþega hækkar að minnsta
kosti um 420 prósent við reglugerðarbreytingar til lækkun-
ar lyfjakostnaðar hins opinbera sem taka gildi um næstu
mánaðamót. Áttræð kona sem nú greiðir 6.020 krónur fyr-
ir lyfin sín á einu ári þarf að greiða fjórfalt hærri upphæð eða 25,379
krónur fyrir sömu lyfjaskammta næsta ár.
Þessar tölur eru fengnar með
því að taka dæmi af lyfjaþörf átt-
ræðrar konu, búsettri úti á landi í
bæjarfélagi þar sem lyfjakostnaður
er einn sá lægsti á landinu.
Ástæðumar fyrir þessari gifúr-
legu hækkun eru þær að Trygg-
ingastofnun mun eftir 1. júlí ekki
lengur taka þátt í kostnaði við
svefnlyf, hægðalyf, róandi lyf,
sýklalyf og lyf sem fást i lausa-
sölu. Föst lyf sem gamalt fólk þarf
að taka árið um kring falla lang-
flest í þessa flokka og því er þetta
dæmi mjög raunhæfl.
Læknir lét Þjóðviljanum í té
upplýsingar úr sjúkraskrá um
lyfjaþörf konunnar síðasta árið
sem er mjög dæmigerð fyrir þenn-
an aldurshóp, ef til vill nokkuð
minni að sögn læknisins.
Lyfjafræðingur við Garðsapó-
tek, sem aðstoðaði okkur við að
finna verð lyfjanna fyrir og eftir
hækkun, lét þess einnig getið að
lyfjaþörf þessa hóps, þ.e. um og
yfir áttrætt, væri heldur minni en
fólks á aldrinum 60 - 75 ára. Hér er
því heldur dregið úr en hitt miðað
við það sem dæmigert er í lyfja-
kostnaði eldra fólks.
Fyrir niðurgreidd lyf greiðir
elli- og örorkulífeyrisþegi fasta-
gjald sem nú er 230 krónur en
hækkar í 250 kr. Hækkunin er ekki
mikil en reglugerðin felur einnig i
sér að greiða þarf fastagjaldið fyrir
tveggja mánaða skammt í stað
þriggja áður. Gjald fyrir svokölluð
bestukaupalyf lækkar hins vegar úr
170 kr. í 150 kr. Fastagjald annarra
en elli- og örorkulífeyrisþega er nú
Föst lyf:...................Nú
1. Renitec..............750 kr.
2. Caleorid.............920 kr.
3. Furix................650 kr.
4. Tafil................920 kr.
5. Asepin...............900 kr.
6. Laktalósa............680 kr.
Önnur lyf sem vísað var á á sama ári:
7. Hydrocortison-krem...510 kr.
8. Flemoxid-töflur......230 kr.
9. Dolyl-verkjatöflur...460 kr.
Samtals................6.020 kr.
750 kr. en verður 850 kr. Fasta-
gjald fyrir bestukaupalyf fyrir
venjulega greiðendur er 500 kr. en
var 550 kr. áður.
Við hvert lyf er skráður saman-
lagður kostnaður á ári og þá lítur
reikningsdæmið svona út:
Eflir breytingu Hækkun
920 kr. 170 kr.
1.240 kr. 320 kr.
1.200 kr. 550 kr.
4.092 kr. 3.172 kr.
4.482 kr. 3.582 kr.
8.800 kr. 8.120 kr.
1443 kr. 633 kr.
2.702 kr. 2.472 kr.
500 kr. 40 kr.
25.379kr. 19.359 kr.
Lyf sem kosta6.020 kr. í dag munu kosta 25.379 kr. eftir breytinguna.
Hækkunin er því 19.359. kr., eða riflega fjórföld. -vd.
Er ritskoðun í
menntamála-
ráðuneytinu?
Um þessar mundir stend-
ur yfir sýning á myndasögum
í menntamálaráðuneytinu.
Þjóðviljanum var tjáð að
eftir að sýningin var sett upp
hafi tvær myndir verið tekn-
ar og fjarlægðar af siðferðis-
ástæðum.
Þjóðviljinn hringdi í Þór-
unni Hafstein, deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu, og
spurði hana hvort satt væri ffá
sagt. Þórunn sagðist taka alla
ábyrgð á þessu máli. Engar
myndir hefðu að vísu verið
teknar niður, en hún hefði stað-
ið fyrir því að fluttar voru
myndir sem henni þóttu vera á
mörkum þess að geta staðist.
Þær blöstu við öllum þar sem
þær héngu, sagði Þórunn.
Aðspurð sagðist Þórunn
tæpast telja að hægt væri að
kalla þetta ritskoðun. Taldi
miklu ffekar eðlilegt að starfs-
menn menntamálaráðuneytisins
hefðu hönd í bagga með því
hvað sýnt væri í þeirra húsum.
Tvær myndir voru
fjarlægðar. Önnur myndin mun
vera skripamynd af núverandi
ríkisstjóm, og fram kemur slag-
orðið: Frelsi og mannát, sagði
heimildamaður Þjóðviljans. Á
myndinni sat þessi teiknaða rik-
isstjóm við borð og var að éta
mann. Þórunn Hafstein staðfesti
að mannát hefði verið gefið í
skyn. -kj
Heimtaði
hundrað
kleinuhringi
Maður nokkur braust inn
í aðsetur fylkisstjórnarinnar í
Flórida í gær og lokaði sig
inni á einni skrifstofunni.
Heimtaði hann að honum
yrði færðir hundrað kleinu-
hringir með sultu, vín og
maríjúana.
Að sögn lögreglu er maður-
inn háskólastúdent á þrítugs-
aldri. Hann mun hafa haldið því
fram að hann bæri sprengiefni,
en það er óstaðfest. Ekki er vit-
að hvort maðurinn er vopnaður,
en það er nokkuð víst að hann
tók enga gísla.
Lögreglan í Flórída lét alla
yfirgefa bygginguna og um-
kringdi hana. Lögreglan var
enn við dyr kleinumannsins í
því skyni að fá hann til að gef-
ast upp þegar Þjóðviljinn fór í
prentun. reuter/be