Þjóðviljinn - 15.06.1991, Side 3
Að gefnu tilefni
Sprungur í velferð og jökli
Eg var að slæpast á Suðurlandi um síðustu helgi, iagði land
undir hjól á laugardagskvöldið og ók austur í Skaftafeli.
Ég hafði hug á að skoða Skeiðará í þeim sakleysislega ham
sem hún var sögð vera, hafði með mér myndavéi ef ske
kynni að kvöldsólin léki við hvern sinn fingur. Ég var einn á ferð,
með svefnpoka í aftursætinu og var ekki ráðinn í hvort ég færi
suður aftur um nóttina.
Eg kom í Skaflafell upp úr
klukkan tíu um kvöldið og naut
kyrrðar og kvöldveðurs, gerði
nokkrar tilraunir til myndatöku á
litfilmu, en ákvað að fara til baka
vel fyrir miðnætti, gista á Eddu-
hótelinu á Klaustri og fara svo upp
að SkeiðaráijökJi morguninn eftir
ef veðurguðimir vildu svo vera
láta.
Þegar ég vaknaði á
sunnudagsmorgun var veðr-
ið á Klaustri eins og maður
getur best óskað sér á ferða-
lagi, glampandi sólskin og
næstum logn. Við þau skil-
yrði kom auðvitað ekki ann-
að til greina en fara aftur
austur og líta nánar á jökul-
inn, huga að því hvort hann
skilaði meira vatni í Skeið-
ará en daginn áður, aldrei að vita
nema maður gæti orðið viðstaddur
meiriháttar uppákomu í náttúrunni.
Eins og fréttimar höfðu verið af
ástandi mála mátti greinilega búast
við miklum tíðindum. Tímasetn-
ingar vom að sönnu nokkuð óná-
kvæmar, hvort hlaup yrði i Skeið-
ará í dag, eftir viku, mánuð eða
kannski ekki fyrr en í haust var
ekki ljóst, en allir virtust sammála
um að eitthvað mikið væri í upp-
siglingu. Skeiðará að miklu leiti
týnd, vatnið stigið upp úr öllu
skynsamlegu valdi í Grímsvötnum,
jökullinn skriðinn ffam um meira
en hundrað metra á nokkrum mán-
uðum og hafði auk þess hækkað
svo mjög að sjálfur Lómagnúpur
var að hverfa á bak við hann séð
frá veginum við tjaldstæðið í
Skaftafelli. Samkvæmt myndum
sem ég hafði séð í sjónvarpinu fyr-
ir fáeinum dögum hefur Ló-
magnúpur blasað við frá þessum
stað í háa herrans tíð.
A stéttinni við verslun Kaupfé-
lagsins í Skaftafelli hitti ég gamla
kunningja ffá Akureyri, Tryggva
Jakobsson og konu hans Svanhildi
Jóhannesdóttur.
„Eruð þið að landverja?“
spurði ég, og þóttist minnast þess
að þau hefðu starfað við landvörslu
í þjóðgarðinum. Það kom í ljós að
síðan voru liðin nokkur ár. Að
hætti þeirra sem þykjast þroskaðir,
með mikið vit á mannlífinu, sögð-
um við:
„Mikið hvað tíminn er fljótur
að líða.“
Við Tryggvi hófum svo spak-
legt samtal um það sem við héld-
um að væri að gerast undir jöklin-
um og auðvitað urðum við strax
sammála um að það væri bæði dul-
arfullt og mikilfenglegt.
„Það verður líklega engin smá-
sprenging þegar hún brestur fram,“
sagði ég. I því komu fféttir frá
kunnugum á svæðinu að vatns-
rennsli væri farið að aukast vestar-
lega á sandinum.
„Nú, já. Þá skellur hún beint á
veginn,“ sagði einhver og ég fékk
á tilfínninguna að þá myndi mikið
ganga á.
Eg spurði Tryggva hvort mér
væri ekki allir vegir færir upp að
jökulbrúninni á gömlum Volvo. Jú
hann taldi engin tormerki á að ég
æki upp að jöklinum eftir slóð
skammt vestan við brúna. Hann
tók fram að ég skyldi forðast slóð-
imar sem stefndu til hægri, þær
lægju allar að ánni, langt frá upp-
tökunum. Við brostum báðir: ann-
aðhvort væri nú að ritstjóri Þjóð-
Tímasetningar voru að sönnu nokk-
uð ónákvæmar, hvort hlaup yrði í
Skeiðará í dag, eftir viku, mánuð eða
kannski ekki fyrr en í haust var ekki
ljóst, en allir virtust sammála um að
eitthvað mikið væri í uppsiglingu.
viljans varaði sig á hægri afleggj-
urum!
Við kvöddumst þama á stétt-
inni, þau fóm að hitta kunningjana,
en ég gekk inn í Kaupfélagið og
hugleiddi að fá mér kaffibolla áður
en ég legði i hann. Á síðustu
stundu skipti ég um skoðun og
pantaði pilsner með gamla laginu.
Brosmild og geðug stúlka rétti
fram flösku af Egils pilsner og lét
þess getið um leið að ffaskan kost-
aði 180 krónur.
„Ég bað um venjulegan pil-
sner,“ sagði ég. Hún lét sér hvergi
bregða og benti mér á að ég hefði
fengið það sem ég bað um.
„Kostar pilsnerinn hundrað og
áttatíu krónur?" spurði ég.
„Já,“ sagði ungur maður sem
hafði eitthvað með viðskiptin að
gera. „Gos er alltaf dýrara á veit-
ingahúsum.“
Ég hafði sem sagt ekki gert
mér neina grein fýrir því að ég
væri kominn í veitingahúsabrans-
ann, þar sem líterinn af Egilspil-
sner kostar 540 krónur eða átta
sinnum meira en sama magn af
mjólk.
Ég afþakkaði veitingamar,
kannski ekki úr hófi glaðlega, og
gekk út úr veitingabransanum en
inn í samvinnuverslunina og keypti
mér hálfþott af pilsner í dós fýrir
hundrað kall.
Ég ók upp sandinn, eftir tiltölu-
lega greiðfarinni slóð, og trúði
ekki mínum eigin augum þegar ég
sá snjóföl, nokkur hundmð metra
breiða rák, á sandinum. En það fór
ekki á milli mála að skúrimar sem
vom ósköp hefðbundnar við þjón-
ustumiðstöðina í Skaftafelli fyrir
fáum mínútum höfðu verið él á
sandinum.
Ég fýlgdi ráðum Tryggva alveg
þangað til ég kom að greinilegum
gatnamótum á slóðinni. Mér fannst
einhvemveginn að fleiri hefðu ekið
til hægri og ég ætti því að fara þá
leið að upptökunum. Eftir nokkra
umhugsun afréð ég þó að láta ekki
deigan síga og valdi slóðina til
vinstri. Slóðin endaði á háum jök-
ulmðningi. Handan við leirlitað
lón reis jökulveggurinn kolsvartur
og spmnginn langsum og þversum.
Á nokkmm stöðum rann vatn út úr
veggnum í lækjum á stærð við
þann bæjarlæk sem ég þekkti einu
sinni vel.
- Nú, já. Hann er farinn að
leka, hugsaði ég. - Þá er þess lík-
lega ekki langt að biða að niður-
stöðumar úr vísindalegum spekúla-
sjónum okkar Tryggva komi í ljós.
Hver veit nema jökullinn springi
þá og þegar undan þeim þunga
sem Skeiðará gamla hlýtur að vera
að hlaða upp, að ekki sé nú talað
um ef gusan úr Grímsvötnum kem-
ur um leið.
Þrátt fyrir uggvænlegar vís-
bendingar um það sem kynni að
gerast ákvað ég að leggja lykkju á
leið mína og krækja fýrir lónið,
gangandi, og komast alveg að jök-
ulveggnum. Þegar ég var nýstiginn
út úr bílnum skall yfir ný skúr og
það ekki af nettara taginu. Því
hætti ég við gönguferðina, en ók til
baka, beygði inn á umræddan
hægri afleggjara og komst á leiðar-
enda.
Þama var Skeiðará eins og
slöttungs á austur á fjörðum, áreið-
anlega vel væð á klofstígvélum og
fjarri því að vera það foráttuvatns-
fall sem menn þekkja. Hér gat ég
auðveldlega gengið alveg að jökl-
inum í landslagi sem gleður augað
á sérkennilegan hátt. Ekki er það
fagurt eftir mínum skilningi, kol-
svartir og gróðursnauðir jökulmðn-
ingar, en hér er saga hreyfmgarinn-
ar á jöklinum greinilega skráð með
gijótmðningum og melhólum. En
yflr þessu öllu er einhver mögnuð
tign. Mér var um og ó vitandi það
að jökullinn er á talsverðri ferð.
Ekki svo að skilja að vísindamenn
hafi gefið hina minnstu ástæðu til
að ætla að hér gerist eitthvað í svo
skjótri svipan að mér myndi ekki
gefast tóm til að koma mér burt, en
maður er satt að segja ekki mikill
bógur samanborið við jökul sem
skriður ffam um meter á sólarhring
og mylur undir sig hvað sem fyrir
er. Enda fékk ég kveðjuna. Ég var
rétt kominn upp á melhólinn þar
sem bíllinn stóð þegar ég heyrði
skruðninga ffá jökulbrúninni og sá
þvi ekki lengur ástæðu til að vera
að snuðra einn á þessum einmana-
lega stað.
Þetta var hin skemmtilegasta
ferð og gaf gott tóm til hugleið-
inga. A heimleiðinni fór ég m.a. að
velta fyrir mér hvort eitthvað væri
sameiginlegt með því sem væri að
gerast í þjóðlífinu og hræringunum
í Skeiðaráijökli.
Meðfylgjandi mynd sýnir vel
sprungumar í jökulbrúninni. Það
leiðir strax hugann að því sem við
sjáum nú vera að gerast á stjóm-
málasviðinu. Spmngur eru að
myndast í velferðarkerfið á íslandi.
Ríkisstjómin hefur lagt á nýjan
sjúklingaskatt, sem nema mun mil-
jörðum króna á næstu ámm. Hún
er að skera niður námslánakerfið,
einnig um marga milljarða á
kjörtímabilinu. Hún er að
leggja nýjar vaxtabyrðar á
þá sem em að koma sér upp
húsnæði og hefur auk þess
hækkað vexti á þeim hús-
næðislánum sem tekin hafa
verið á síðustu ámm. Sá
frægi misgengishópur, sem
lenti í því að skuldimar
mku upp vegna lánskjara-
vísitölunnar á sama tíma og
kaupmáttur launanna hrapaði niður
úr öllu valdi, fær nú nýja sendingu
frá ríkinu með því að vextir þeirra
lána sem áttu að greiða úr vanda
þeirra em hækkaðir. Má um það
segja að eljusemi ríkisvaldsins í að
höggva í þann knémnn sé með
ólíkindum.
P.s.
Nýjustu fféttir benda til þess að
Skeiðará hafi skipt sér og renni nú
að hluta til í Sandgýgjukvísl. Lík-
lega em „vísindalegar niðurstöður“
okkar Tryggva þar með mnnar út í
sandinn! hágé.
Sá frægi misgengishópur, sem lenti í
t»ví að skuldirnar ruku upp vegna
ánskjaravísitölunnar á sama tíma og
kaupmáttur launanna hrapaði niður
úr öllu valdi, fær nú nýja sendingu
frá ríkinu með því að vextir þeirra
lána sem áttu að greiða úr vanda
þeirra eru hækkaðir.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1991