Þjóðviljinn - 15.06.1991, Qupperneq 9
KVIlKMTNBir iR^.
Óbærileg
tímasóun
HASKÓLABIO
Astargildran (Venusfallc)
Leikstjóri: Robert Van Ackercn
Aðalleikarar: Horst-Giinter Marx,
Sonja Kirchberger, Myriem Roussel
Það fyrsta sem manni dettur i
hug þegar Astargildran er loksins
búin er að Ackeren (leikstjórinn)
hafi einhvemtíma séð Óbærilegan
léttleika tilvemnnar og ákveðið að
hann langaði líka til að gera svo-
leiðis mynd. Svo að hann gerir
mynd um kvensaman lækni sem á
afbrýðisama kæmstu og ástleitna
hjákonu, fyrir utan allar hinar. En
þar sem Léttleikinn skartaði bæði
frábæm handriti og fyrsta flokks
leikurum, þá hefúr Astargildran
hvomgt.
Það er ekkert handrit til staðar,
leikaramir (ef leikara skyldi kalla)
arka viðstöðulaust um regnvot
Það virðist vera ny kvenpersóna á uppleið í kvikmyndum þessa dagana. Ur Stál I stál.
Ástargildran minnir á tveggja tlma langa Chanel-auglýsingu.
stræti eða hanga í fallegum íbúð-
um, í fallegum fötum sem það fer
úr í sífellu. Það er lítið sagt í
myndinni, í staðinn horfist fólk
þýðingarmikið í augu svo að
stundum hefur maður á tilfmning-
unni að það sé verið að sýna
tveggja tíma langa Chanel ilm-
vatnsauglýsingu en ekki kvik-
mynd. Og í þau fáu skipti sem eitt-
hvað er sagt þá em það óttalegar
klisjur sem, ef eitthvað, gera
myndina enn verri.
Það er lítið hægt að segja um
leikarana, þeir gera ósköp lítið.
Horst-Gúnter Marx leikur lækninn
kvensama sem vill endilega prófa
að vera ástfanginn. Hann sýnir það
með tvennum svipbrigðum og fer
tuttugu og átta sinnum úr skyrt-
unni. Sonja Kirchberger leikur
kæmstuna, hún er með ofsalega
stór bijóst og ofsalega lítinn heila
(segir hún sjálf). Hún gengur um í
flegnum kjólum sem hún er lagin
að fara úr, setur upp skúffú og kall-
ar tippi læknisins ýmsum nöfnum.
Spennandi. Myriem Roussel leikur
ástkonuna, hún er agalega falleg
ballerína sem hefúr aldrei verið
ástfangin. Hún er líka með stór og
falleg augu og henni gengur best
með þýðingarmiklu augnaráðin.
Mér er frámunað að skilja
hvemig nokkmm manni getur dott-
ið í hug að eyða tíma í að búa til
svona „kvikmynd" og blekkja síð-
an saklausa áhorfendur til að eyða
tíma í að horfa á hana.
Ein
í safnið
Afram stelpur
REGNBOGINN
Stál f stál (Blue steel)
Leikstjóri: Katheryn Bigelow
Handrit: Katheryn Bigelow &
Eric Red
Framleiðendur: Edward R.
Pressman & Oliver Stone
Kvikmyndataka: Amir Mokri
Aðalleikarar: Jamie Lee Curtis,
Ron Silver, Clancy Brown,
Elizabeth Pena
Katheryn Bigelow leikstýrði
síðast myndinni Near dark prýði-
lega, það var blanda af ástarSögu
og óhuggulegri vampírumynd. Nú
lætur hún þjóðsögumar vera og
einbeitir sér að misjafnlega
skuggalegum hliðum mannfólksins
í vemleika nútímans, sem em síst
huggulegri, og útkoman er
óhugguleg ástarsaga með meim.
Jamie Lee Curtis leikur nýlið-
ann Megan í lögreglu New York-
borgar. Megan er ánægð með að
vera lögga, draumur hennar hefúr
ræst, en fyrsta kvöldið sem hún er
á vakt verður hún vitni að því þeg-
ar vopnaður ræningi rænir stór-
markað. Hún fer að honum og
drepur hann. Það er i sjálfu sér
nógu slæmt, en verra verður það
þegar vopn ræningjans fmnst ekki
og Megan er sagt upp störfum í
lögreglunni fyrir að hafa drepið
óvopnaðan mann. Það sem hún sá
ekki, en við áhorfendur sáum sýnt
hægt, var að einn maðurinn sem
var í stórmarkaðinum tók byssu
ræningjans og stakk henni á sig.
Sama dag og Megan er sagt
upp kynnist hún sjarmerandi og vel
stæðum verðbréfasala, Eugene
(Ron Silver), sem hún verður ást-
fangin af. Lífið virðist ekki vera
svo hábölvað þangað til lögreglan
bankar upp á hjá henni um miðja
nótt til að yfirheyra hana um morð.
Maður haföi verið skotinn um nótt-
ina og hjá líkinu fannst skothylki
sem nafn Megan haföi verið skorið
í, og það er eina vísbendingin sem
lögreglan hefúr um morðingjann
eftir að Megan er hreinsuð af öll-
um grun.
Megan er tekin i lögregluna
aftur og nú í rannsóknarlögregluna
undir stjóm Nick Mann (Clancy
Brown).
Megan er að mörgu leyti nýliði
í lífinu og hún er jafn óundirbúin
undir ástarævintýri með veraldar-
vönum manni eins og Eugene og
að leita uppi kaldrifjaðan morð-
ingja.
Stál í stál er sérkennileg
spennumynd, áhorfandinn veit
svarið við fiestum spumingum, en
spennan felst í því hvort nýliðinn
Megan geti staðið undir álaginu
sem fylgir stöðunni sem hún er í.
Og hvort hún gangi yfir strikið frá
því að vera lögregluþjónn yfir í
persónulega hefnd.
Jamie Lee Curtis sýndi í A fish
called Wanda að hún hefur fleira til
bmnns að bera en glæsilegan lík-
ama. Og í myndinni Stál í stál
skapar hún eftirminnilega persónu
sem á ekkert skylt við fyrri hlut-
verk hennar. Megan er venjuleg
stelpa sem verður fyrir mörgum til-
finningalegum áföllum á mjög
stuttum tíma og vinnur síðan úr
þeim á blóðugan hátt.
Ron Silver er ekki einhæfúr
leikari. I Enemies a love story Iék
hann ringlaðan mann í sambandi
við þijár konur og í Reversal of
fortune lék hann eldkláran lög-
fræðing. I Stál í stál leikur hann
mann sem er hálfur draumaprins
og hálfúr geðveikur morðingi af
mikilli sannfæringu. Hvað gerir
hann næst?
Leikstjóm Bigelow er yfirleitt
sterk (lokaatriðið er mjög áhrifa-
mikið, sérstaklega vegna hversu
hægt það er), en verður örlítið
þunglamaleg í fjölskylduatriðum
Megan, sem em ekki nægilega vel
hugsuð, þau spyija fieiri spuminga
en þau svara og em dálítið klisju-
kennd.
Það virðist vera ný kvenper-
sóna á uppleið í kvikmyndum
þessa dagana, sú sem neitar að sitja
hjá og væla ef eitthvað bjátar á. I
stað þess fer hún út og berst fyrir
sjálfstæði sínu, stundum jafnvel í
karlaveldi eins og lögreglunni.
Þetta er kærkomin breyting og það
er ekki verra þegar það er kven-
leikstjóri sem situr við stjómvölinn
í öðm eins karlaveldi og kvik-
myndaiðnaðurinn er.
BÍÓBORGIN
Hrói Höttur (Robin Hood)
Leikstjóri: John Irvin
Handrit: Sam Resnick &
John McGarth
Framlciðandi: Sarah Radclyfle
Aðalleikarar: Patrick Bcrgin,
Uma Thurman, Jeroen Krabbe,
Jurgcn Prochnow, Owen Teale
Hrói höttur Johns Irvins er fyrri
mynd sumarsins um hetjuna frá
tóífhi öld, en alls ekki sú fyrsta
sinnar tegundar. Douglas Fair-
banks lék hann á þriðja áratugnum
(hryllilega illa ef eitthvað er að
marka kvikmyndahandbækur), Err-
ol Flynn fékk að spreyta sig á hon-
um á fjórða áratugnum við mikla
hrifningu og óskarsverðlaun, Sean
Connery lék hann á áttunda ára-
tugnum í mjög raunsærri útgáfu
eða þannig. Nú er tími Hróa kom-
inn aftur, enda búið að þurrausa
teiknimyndafígúrumar og stjömu-
striðin í bili.
Hrói er þjóðsagnapersóna sem
sögur vom sagðar af og söngvar
vom sungnir um strax á þrettándu
öld. Hann á að hafa verið uppi á
tólftu öld þegar Jóhann landlausi
(bróðir Rikharðs ljónshjarta) var
konungur, og hafst við í Skíris-
skógi í Mið-Englandi eflir að hann
var gerður útlægur.
I þessum Hróa hetti heitir Hrói
réttu nafni Robert Hode og er her-
togi í Huntingdon. Honum lendir
saman við Sir Folcanet nokkum
sem Jurgen Prochnow leikur með
frönskum hreim. Afleiðingar úti-
stöðunnar em að Robert leitar hæl-
is í Skírisskógi á meðal þjófa og
ræningja ásamt besta vini sinum
William Scarlett. Það er ekki of-
sögum sagt hvað Hrói er asskoti
flinkur með bogann og orðheppinn
þar að auki. Og eins og sagan segir
stelur hann frá hinum riku og gefúr
hinum fátæku og er orðinn hetja
áður en konungsmenn geta snúið
sér við og sagt „grípið hann“.
Folcanet er ekki aðeins afskaplega
vondur maður sem pyntar almúg-
ann sér til skemmtunar og yndis-
auka, heldur ætlar hann líka að
kvænast fallegustu konu Englands,
lafði Marian sem Hrói elskar út af
lífinu. Svo er sverðum sveiflað,
örvum skotið og hestum hleypt af
stað og myndin endar með gift-
ingu...
Patrick Bergin, sá sem lék eig-
inmanninn í Sleeping with the en-
emy, leikur Hróa og gerir það
prýðilega. Hann er leikinn með
bogann og reytir af sér brandara
við öll tækifæri eins og sönnum
hetjum er lagið. Hann dettur að
vísu ansi oft út í amerískan hreim
sem fellur ekki alveg við ímyndina
og ensku aukaleikarana, en hvað
um það. Uma Thurman leikur
Marian, og er gríðarlega falleg og
heilmikil kvenréttindakona sem er
ef til vill ekki alveg sagnfræðilega
rétt, en verður fyrir vikið mun eft-
irminnilegri persóna. Prochnow
hefúr útlitið með sér í hlutverk
vonda mannsins og grettir sig hve-
nær sem tækifæri gefst og pírir
augun andstyggilega í hvert skipti
sem hann sér Hróa.
Leikmyndin er vel gerð og
búningar sömu leiðis og hvorki
Hrói né hans kátu sveinar ganga í
grænum sokkabuxum.
Hrói höttur er ævintýramynd
og sem slík er hún skemmtileg, og
nú er bara að bíða og sjá hvort
Kostner gerir betur.
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júnf 1991