Þjóðviljinn - 15.06.1991, Side 16

Þjóðviljinn - 15.06.1991, Side 16
Landsbankinn á næsta leik Um miðja næstu viku verður það Ijóst hvort stærsti ein- staki kröfuhafinn í þrotabú Hraðfrysti- húss Olafsvíkur, Landsbanld ís- lands fellst á tilboð það sem ný- stofnað hiutaféiag hefur gert í rekstur Hraðfrystihússins. Þorskafli minnkar þriðja anö 1 roö Heilarþroskafli lands- manna fyrstu funm mánuði ársins er tæpum 20 þúsund tonnum minni en hann var á sama tíma í fyrra, eða rúm 147 þúsund tonn á móti 166 þúsimd tonnum í fyrra. Þetta mun vera þriðja árið í röð sem þorskveiðin bregst. Samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands er heildarafli landsmanna á þess- um tíma nær helmingi minni en hann var á sama tima i fyrra eða rúm 523 þúsund tonn á móti rúmum 932 þús- und tonnum. Þar munar að sjálfsögðu mest um loðnuafl- ann sem var rétt um 200 þús- und tonn á móti rúmum 600 þúsund tonnum í fyrra. Þá hefiir einnig orðið umtals- verður samdráttur í sölu afla erlendis á þessu tímabili, mið- að við sama tíma í fyrra, eða úr 43.486 tonnum í aðeins 14.758 tonn í ár. A sama tíma sem verð- hrun hefur orðið á rækju, hef- ur afli sjaldan verið meiri. Fyrstu fimm mánuði ársins er rækjuaflinn orðinn rúmlega 11 þúsund toxm á móti rétt um 7 þúsund tonnum á sama tíma fyrir ári. -grh 100 og 200 krónu mynt> ir í stað seðla Verslunarráð íslands hefur ítrekað þá skoðun sína við Seðlabanka íslands að slegin verði 100 krónu mynt og telur það einnig eðlilegt að slegin verði 200 krónu mynt. Að mati Verslunarráðsins em rökin fyrir þessu þau að ýmis viðskipti fara fram með sjálfsölum og því til mikilla þæginda fyrir viðkomandi að geta notað 100 og 200 króna myntir. Jafhffamt telur Versl- unarráðið að verðgildi 100 króna sé orðið svo lítið að eðlilegt er að notast verði við mynt í þeirri verðeiningu. Máli sínu til enn frekari stuðnings bendir Verslunar- ráðið á að Danir hafi slegið mynt, bæði fyrir 10 og 20 krónur. En við gjaldmiðils- breytinguna 1981 voru ís- lenska og danska krónan svip- aðar að verðgildi. Nú sé hins- vegar íslenska krónan aðeins um tíundi partur af þeirri dönsku. -grh A sama tíma og svars er að vænta ffá Landsbankanum hefur bæjar- stjóm Olafsvíkur ráðgert að hitta forráðamenn bankans að máli til að ræða ffamtíðarlausn á vanda togarans Más. Skuldir togarans nema um 300 - 400 miljónum króna og var uppboði á honum af- stýrt á síðustu stundu í vikunni. Kvóti hans er um þijú þúsund þorskígildistonn eða um 15 pró- sent af heildarkvóta Ólafsvikur- báta. Hlutafé hins nýja fyrirtækis, sem nefnt hefiir verið Norðurgarð- ur hf. er um fimm miljónir króna. Hlutur bæjarsjóðs í Norðurgarði er um 35 prósent, verkalýðsfélagsins Jökuls um 15 prósent, útgerðarfyr- irtækisins Tungufells 25 prósent og Útvers, útgerðarfélags torgar- ans Más 25 prósent. Heiðar Friðriksson bæjarfull- trúi segir að það sé ekkert annað að gera fyrir Ólafsvíkinga annað en að bíða og sjá hveiju ffam vindur í málinu. Heimamenn séu búnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur og nú sé aðeins að bíða þess hvort Landsbanki ís- lands fellst á tilboð þeirra. Hann sagði að heimamenn væra hóflega bjartsýnir á að lyktir málsins verði þeim í hag. —grh ■ . '■ : . >■ : • v ' .' : Rotþrærnar sem Borgarplast hefur smíðað fyrir Andakdshrepp eru að rúmmáli um 140 þúsund lltrar. Á myndinni eru þau Guðni Þórðarson og Svava Kristjánsdótt- ir varaoddviti Andakflshrepps við fullbúna rotþró sem verður væntanlega komin f gagnið f sumar. Mynd: Kristinn. Umhverfisátak í Nýiega lauk fyrirtækið Borgarplast hf. við að smíða rotþrær fyrir öli heimili í Andakflshreppi í Borgarfirði, sem ekki höfðu áður slíkan búnað. Sveitarfélagið mun vera hið fyrsta hériendis til að gangast fyrir sameiginlegu átaki til að losna við úrgang á þennan máta, án þess að hann spilli umhverfmu. Svava Kristjánsdóttir varaodd- viti Andakílshrepps segir að i fyrra hafi hreppurinn beitt sér fyrir út- tekt á stöðu ffárennlismála í sveit- arfélaginu. Þá hefði komið í ljós að af um 40 bæjum og öðram bústöð- um vantaði rotþrær við 36. Að mati Svövu hefur með þessu verið lagður grannur að hreinna og betra umhverfi í hreppnum. En víða um land er pottur brotinn í þessum efnum þar sem úrgangur ffá heim- ilum rennur óhindrað út í næsta bæjarlæk. Alls búa 268 manns í Andakílshreppi Andakílahreppi og verður byijað að grafa fýiir rotþrónum strax í sumar og því verki á að verða lok- ið næsta ár. Guðni Þórðarson forstjóri Borgarplasts segist vona að fleiri sveitarfélög fylgi fordæmi þeirra í Andakílshreppi, enda séu þessar rotþrær smíðaðar í samræmi við leiðbeiningar Mengunarvarna HoIIustuvemdar ríkisins. Hann sagði að þær rotþrær sem þessar væra mikið notaðar við sumarbú- staði og aðra bústaði þar sem ffáveitukerfi era ekki til staðar og því erfiðleikum bundið að losna við úrgang án þess að spilla um- hverfinu. Rotþræmar era smíðaðar úr Polyethylene, sem er sterkt og endingargott efhi og auðvelt í með- förum. Guðni sagði að rotþræmar ættu að endast langt ffam á næstu öld eða í 50-60 ár ffá niðursetn- ingu. -grh Mótmæla að Leifur heppni hafi verið með norskt vegabréf Vegna þess skringilega og ósvífna tiitækis eða öllu heldur óprúttna tiltækis manna í Noregi að ieggja upp í siglingu yf- ir Atlantshaf til Washingtonborgar í Bandaríkjum Norður Ameríku í því skyni að tengja nafn Leifs Eiríkssonar við Noreg viljum við sem ritum nöfn okkar hér undir mótmæla þessu uppátæki Norðmanna,“ segir i fréttatilkynningu sem hópur manna hefur sent frá sér. Hópurinn vill líka mótmæla því bragði Norðmanna að tengja nafn Leifs við fyrirbærið víkinga og víkingaskip, enda hafi Leifur Ei- ríksson verið íslendingur og hefði borið íslenskt vegabréf ef slík skil- ríki hefðu tíðkast á hans dögum. „Leifur var íslenskur maður í landaleit, en ekki sjóræningi. Vík- ingaheitið er skandinavískur merki- miði og aldrei ætlaður íslending- um. Það var og er sitthvað að vera íslendingur eða vera Skandinavi. Við eigurn ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun okkar á þess- ari auglýsingabrellu Norðmanna sem er viðhöfð í því skyni að breiða yfir þann sannleik að Leifur var maður íslenskur og er á skjöl- um Bandarísku ríkisskjalahirslunn- ar nefhdur „Son of Iceland“. Við áteljum þau stjómvöld íslensk er hafa gerst liðsmenn í þessum skrípaleik Norðmanna og veitt til þess milljónum af almannafé. Við skorum á íslenska embætt- ismenn að sýna þá afstöðu til þessa máls að mæta ekki við neinar þær athafhir sem era til framdráttar þeirri draumsýn Norðmanna að fá Leifi Eiríkssyni norskt vegabréf.“ Undir þetta skrifa Emil Als læknir, Þorsteinn E. Jónsson flug- stjóri, Örlygur Sigurðsson listmál- ari, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, Þórarinn Guðnason læknir, Stefán Hörður Grímsson skáld, Steingrímur St. Th. Sigurðsson list- málari, Þorsteinn Halldórsson framkvæmdastjóri, lngimar Erlend- ur Sigurðsson skáld, Sigþór Páls- son stýrimaður og Hólmfríður Mar- íasdóttir húsfreyja. Þá segir að fleiri undirskriflir séu í farvatninu. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.