Þjóðviljinn - 15.06.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1991, Síða 4
Eklenbam FHETTIIK Eins og minkur í hænsnabúi Fiðlujaslinn snjaili, Nigel Kenne- dy, ætlar greinilega ekki að bæta ráð sitt þó að breska tónlistar- menn af fínna taginu hafi hvað eftir annað hryllt við marglitu skyrtunum hans og cockney-framburðin- um. A þriðjudagstónleikum í Albert Hall héldu áheyrendur um stund að þessi stríð- hærði tónsnillingur hefði beygt sig fyrir gagnrýnendum sínum. Slíka bjartsýni hefðu þeir ekki átt að leyfa sér þó að hann mætti á Brahms-tónleika með Fílharmóníuhljóm- sveit Lundúnaborgar í svörtum jakkafotum með slaufu. Nigel Kennedy hafði ekki lengi leikið á fiðlu sína er hann reif sig úr jakkanum og hvítu skyrtunni, fleygði þverslaufúnni og stóð eftir á skærlitri, fjólublárri skyrtu. Áður en hann byijaði aftur að spila lét hann þess getið að þetta augnablik væri tileinkað John Drummond. Nigel Kennedy var að skopast að yfir- manni þeirrar deildar breska ríkisútvarpsins sem sér um sígilda tónlist. Fyrir skömmu missti John Drummond stjóm á sér útaf ldæðaburði Nigel Kennedy. Fulltrúar hefðbundinna sjónarmiða em í mestu vandræðum með Nigel Kennedy. Hann íyllir hljómleikasali og upptaka hans á Fiðlukonsert Brahms jaðraði við gullsölu. Pönkaraskrautið hans er til minja um rokk- hljómsveitina „Sex pistols“, frá níunda ára- tugnum, sem móðgaði áheyrendur sér til skemmtunar og nýlega lét hann Ijósmynda sig á klósettinu. Fínna tónlistarfólki þykir ljóst að eitt- hvað sé að, en enginn þykist vita hvað. I stuttu máli sagt finnst þeim auðvitað að maðurinn sé mddalegri en góðu hófi gegni. Blaðamaður nokkur lét í ljósi þá skoðun að varla hefði nokkur tónlistarmaður strokið betri borgurum öfúgt á jafn hressilegan hátt síðan Jósep keisari varð vitlaus útaf prakk- araskapnum í Mozart. John Drummond hefúr verið kallaður æðsti prestur hámenningar í bresku ríkisút- varpi. Hann líkir Nigel Kennedy við Liber- ace heitinn. Liberace þessi var tilgerðarlegur amerískur píanóleikari og áheyrendur slúðr- uðu um pallíettuffakkana hans og kertastjak- ana sem hann hafði á píanóinu. Dmmmond lét í ljósi þá skoðun að rétt væri að gefa Nig- el Kennedy svona kertastjaka í jólagjöf, það væri það eina sem hann vantaði. Nigel svar- aði fúllum hálsi og sagðist spila fyrir alla þjóðina meðan Drummond hefði ekki nema tvo áheyrendur. Fleiri hafa látið í sér heyra og telja Nig- el hafa gert flestum meira til að laða ungt fólk að tónlistarsölum og að undir mddalegu yfirbragði fiðlujaxlsins leynist einlægur og vandaður tónlistarmaður. Einhvem tíma á Nigel að hafa mætt íjólublár í framan með svartar varir og klæddur í Drakúla-slopp til að flytja verk eftir Alban Berg á fiðluna sína. Drummond hefúr einmitt minnst á þetta og telur mdda- hátt af þessu tagi óþarfan. Því hefur Kenne- dy svarað og sagt að þetta sýni einungis hvers lags fílabeinstum útvarpið sé undir stjóm Drammonds og hans manna. Nigel Kennedy hefúr einnig sagt við gagnrýnendur að ef þeim líki ekki útlitið á sér þá sé réttast fyrir þá að loka augunum og hlusta. kj/reuter A Umsión: G. Pátur Matthíasson Edvarde Shervardnadse fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna Shevardnadse hefur ekki áhyggjur af aganefndinni Edvarde Shervardnadse fyrrum utanríkisráðherra Sov- étríkjanna sagðist hafa átt von á því að aganefnd Kommún- istaflokksins vildi rannsaka hann vegna ummæla hans um nauðsyn sterks lýðræðisflokks í Sovétríkjunum. „Látum þá rannsaka mig. Ég hef rétt til að segja skoðun mína og ég óttast ekki rannsóknina," sagði Shervardnadse eftir að hafa haldið fyrirlestur í Vín í gær þar sem hann hvatti aftur til stofnunar sameinaðs flokks lýð- ræðisafla í heimalandi sínu. Hann sagði aganefhdina dæmi um gamlan hugsanahátt og var- aði við einræðistilhneigingum íhaldsmanna í Kommúnista- flokknum. Hann vildu engu svara um hvort hann hyggðist segja sig úr Kommúnistaflokkn- um sovéska. A Trvggvi Þór Aðalsteinsson skrifar svíþjCð Atvinna höfuðmál kosninganna Þann 15. september næst komandi ganga Svíar að kjörborð- inu, en í Svíþjóð er kosið á þriggja ára fresti. Þá verður ekki aðeins kosið til þings, því jafnframt þingkosningum er kosið til héraðsþinga og bæjar- og sveitarstjórna. Héraðs- þing er stjórnsýslustig sem fer með heilbrigðismál, menningar- mál og að nokkru skólamál í viðkomandi héraði eða léni eins og sýslurnar hér í landi heita. Lánin em auðvitað misstór og fjöldi íbúa misjafn. Sjálfur bý ég í borginni Örebro sem er í Mið- Sví- þjóð og er í Örebroléni. I þessu léni búa um 280 þúsund manns, þar af um 120 þúsund I Örbro. Borgin er fimmta stærsta borg Iandsins. Hvað varðar mannfjölda má líkja léninu við Island og borg- inni við Stór- Reykjavík. Þetta er ósköp þægilegur og viðkunn- anlegur fjöldi fyrir Reykvík- ing. Gott er að fylgjast með því helsta sem gerist með þvi að fletta tveimur dagblöðum héraðsins og hlusta á svæðis- útvarpið. Annað blaðið (e.k. Moggi) er að vísu mun stærra og öflugra, enda kemur það út í um það bil 80.000 eintökum. Hitt, sem er eins konar sambland af Þjóðvilja og Alþýðublaði, kem- ur út í 15.000 eintökum og berst í bökkum fjárhagslega. Blaðið til- heyrir svokallaðri A-pressu sem em blöð jafnaðarmanna og verka- lýðshreyfingar. Mörg þessara blaða eiga í fjárhagslegum örðugleikum. Búast má við því að nokkur þeirra verði lögð niður áður en langt um líður. Umræðan um blöðin, hlut- verk þeirra, skoðanamyndun al- mennings og lýðræði er kunnugleg í eymm Islendings. Hér í landi hef- ur fólk áhyggjur afþví ef blöð sem samtök launafólks standa að baki verða endanlega undir og hverfa af sjónarsviðinu. En það var þetta með kosning- amar um miðjan september. „Hvað þá verður veit nú enginn. Vandi er um slíkt að spá.“ Og ekki hægt að halla sér að öðm en skoðanakönn- „Umhverfismál eru varla nefnd og virðast ekki ætla að spila mikla rullu í kosn- ingabaráttunni sem er fram- undan.“ unum. Jafnaðarmenn sem nú, eins og svo ofl áður, sitja einir í ríkis- stjóm þótt þeir hafi ekki meirihluta á þingi. Aðrir flokkar á þingi em: Hægfara einingarflokkurinn (íhaldsmenn), Fijálslyndi þjóðar- flokkurinn, Miðflokkurinn, Vinstri flokkurinn og Umhverfisflokkur- inn. Þeir fyrstu þrír teljast borgara- flokkar og stóðu að samsteypu- stjómum á ámnum 1976-82. Vinstri flokkurinn stendur vinstra megin við jafnaðarmenn og hefúr stutt ríkisstjóm þeirra í mörgum málum. Umhverfisflokkinn er hins vegar erfiðara að staðsetja á hinum hefðbundna ás stjórnmálanna hægri - vinstri. Eins og í fleiri löndum spratt sænski flokkurinn úr hreyfingu umhverfissinna, en hefur látið fleiri mál til sín taka. í tvenn- um síðustu kosningum dró Um- hverfisflokkurinn til sín „óánægða kjósendur“ sem ekki hafa endilega kosið hann vegna þeirra málefna sem hann hefúr barist fyrir, heldur vegna óánægju með sinn gamla flokk. Það er ein skýring á tiltölu- lega góðu fylgi flokksins, einkum 1988. En umhverfismál vom samt höfuðmálin í kosningabaráttunni fyrir þremur árum. Selurinn átti sinn þátt í því. Aðallega dauðir sel- ir sem rak á land við vesturstönd- ina í þömngafárinu sem vakti mikla athygli og sló óhug á menn. Nú er annað uppi á tengingn- um. Umhverfismál em varla neftid og virðast ekki ætla að spila mikla mllu í kosningabaráttunni sem er framundan. I skoðanakönnunum að undanfomu hefur Umhverfis- flokkurinn legið undir þeim 4% sem nauðsynlegt er að_fá til þess að koma manni á þing. í þessu efhi leika fjölmiðlar stórt hlutverk, sér- staklega sjónvarp. Nú birtast engar hrollvekjandi myndir af dauðum selakópum sem veltast í flæðar- málinu eða af dularfúllum þömng- um sem breiða úr sér á sjávarbotni. Þar með beinist stjómmálaumræð- an ekki að umhverfismálum að sama skapi og áður. Svona grunn getur pólitíkin verið. Líka í Svi- þjóð. Nýr flokkur sem kallar sig Nýtt lýðræði (!) og minnir um margt á Framfaraflokk Mogens Glistmp í Danmörku fær hins veg7 ar mikla athygli fféttamanna. í skoðanakönnunum fær flokkurinn um 10% og skýst þar með upp fyr- ir marga rótgrónu flokkana. Ekfci er að efa að stóm málin í „Ekki er að efa að stóru mál- in í kosningabaráttu sumars- ins og haustsins verða efna- hags- og atvinnumál og skal engan undra.“ kosningabaráttu sumarsins og haustsins verða efnahags- og at- vinnumál og skal engan undra. Efnahagur Svíþjóðar hefúr verið í lægð unanfarin misseri. í hverri viku berast fféttir um boðaðar upp- sagnir starfsmanna ýmissa fyiir- tækja. Þannig geta um 800 manns í nýjum verksmiðjum SAAB í Mal- mö búist við að þurfa að taka pok- ann sinn. í bænum Hallstahammar hér í Mið-Svíþjóð fengu um 500 manns nýlega tilkynningu um að fyrirtæki þeirra, sem framleiðir ýmsa hluti í vélar og tæki, myndi hætta starfsemi. Samdráttur er í opinberri þjónustu sem kemur hart niður á konum. I einstaka bæjum þar sem atvinnutækifæri em fá er samdráttur enn tilfinnanlegri. Það gerist hér rétt eins og á íslandi að ungt fólk flyst í burtu og eftir situr gamla fólkið. Þetta er velþekkt vandamál í nyrstu hémðum Sví- þjóðar, en þar er byggðin dreifð og atvinnulíf ffemur einhæff. Nú fær- ist þetta vandamál suður á bóginn. Atvinnuleysi hefúr sem sagt aukist hér í landi að undanfomu. Ungt fólk á erfíðast með að fá vinnu. Sama á við um konur á miðjum aldri og eldri sem skortir starfsmenntun. I Öre- bro léni gengur fimmti hver á aldrinum 18- 24 ára atvinnu- laus samkvæmt tölum Vinnu- miðlunarskrifstofunnar. Ef litið er á heildina og borið saman við önnur lönd er at- vinnuleysi hins vegar tiltölu- lega lítið eða innan við 3%. Áhyggjur manna em hins vegar bundnar því, að lítið bendir til að úr rætist á næstunni. í kosningabaráttunni er á bratt- ann að sækja fyrir Ingvar Carlsson og félaga í Jafnaðarmannaflokkn- um. Skoðanakannanir hafa ekki áður sýnt minna fylgi við flokkinn, eða um 27%, en hann fékk rúm- lega 40% í kosningunum 1988. Enn em þó þrír mánuðir til kjör- dags og benda menn á að breyting- ar á fylgi hafa orðið á skemmri tíma. Sumir vilja halda þvi ffam að lítið fylgi krata sé aðallega í stóm borgunum þremur, Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. Ástandið úti á landi sé allt annað og betra. Það kann að vera rétt og skiptir miklu máli því í september er ekki aðeins kosið til þings. Fólkið velur líka fúlltrúa sína á héraðsþing og í bæj- arstjómir og það skiptir máli hveij- ir sitja þar. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.